Vísir


Vísir - 17.02.1971, Qupperneq 7

Vísir - 17.02.1971, Qupperneq 7
 1T í S I R . Miðvikudagur 17. febrúar 1971. cyVlenningarmál Hugieiðing um listamannaiaun: Hið ólympska yfirbragð T^/Jikið er fróölegt að sjá hvem A ig samkeppnishugsjón kapi talismans mótar orðið atlt yfir- bragð listanna hjá okkur. Keppn isformið er að verða a‘Ms ráð- andi í bókmenntum, myndlist og tónsmíðum engu siður en á leifehúsfjölunum. Ámi Kristjánsson. Manni veitist orðið erfitt að j>ekkja bókmenntadálka frá íþróttasíðum í dagblöðunum. Þar greinir nýverið frá þvi að Jóhannes úr Kötlum hafi unnið glæsilegan yfirburðasigur með 350 stigum en þeir Stefán Hörð ur og Sigurður Nordal hafi kom- ið síðastir í mark og hlotið 175 stig. Bíöa menn kannski ekki í of væni eftir úrslitunum í leik- skáldakapphlaupinu hjá Iðnó og tónskáldaþolhlaupinu ellegar ljóðskáldagrindahlaupinu, er Þjóðhátíðarnefnd var að starta nýlega. Stóð ekki meira að segja Norö urlandamót í bókmenntum hér fyrir skemmstu? Vissulega hljót um við ennþá engan Norður- landameistara, en keppnisreynsl an er mikils virði að því er þátttakendur segja. Skelfing hlýtur allur þessi keppnisandi og verðlaunaljómi að vera örvandj fyrir Listina. Bráðum förum við að kjósa „Jakalegasta anda mánaðarins“ — nema sá titill hæfi nú þegar sigurve-garanum í sunnudags þættinum hans Jónasar Jónas- sonar. En Tíminn fræðir okk- ur á því í dag, að tilgangur beirrar keppni sé eirpnitt að finna Gáfaðasta íslendinginn. Þá vitum við hver er mest selda filtersígarettan. Þá vitum við hver er metsölu- bókin i ár. Þá vitum við hver er íþrótta- maður ársins. Þá vitum víð hver er Hæsti skattgreiðandinn. Þá vitum við bókstaftega aflt sem tjáð verður í hástigi — meira að segja er búið að lofa okkur því f sjónvarpinu, að um bver áramót verði útnefndur meistari hinnar æðstu kúnstar hástiganna sjálfar auglýsinga- gerðarinnar. / Vg þessir andahs ólympiu- leikar halda áfram. Eins konar maraþoníhlaup f þeirri keppni er úthiutun listamanna launa frá ári til árs. Þá er engu likara en Helgi Sæm sé orðinn íþróttaþutur. — Mér finnst ég nú heyra þessa unaðslegu rödd hans segja: „Þau hlaupa nú samsíða hérna framhjá blaðamannastúk unni Elínborg Lárusdóttir og Guðbergur Bergsson en Guð- bergur er heilum hring á eftir. Jóhannes Jðhannesson gullsmið ur er nokkrum metrum á und- an BKnborgu en bæði eru þau lík'leg til að blanda sér í úrslita- baráttuna. Þorsteinn frá Hamri fer nú fram úr Guðbergi, en hann er Ifka heilum hring á und an eins og hin. Þaö er æsispenn andi hver verður fyrstur ti‘l þess að ná 175 þúsund króna markinu: Þorsteinn Ö. Stephen sen leiklistarstióri og ÓTöf Pálsdóttir sénSííiérrafrú eru nú líka komin í forystuhópinn sem leiðir þetta hiaup og virðast sigurstrangleg engu síður en Ámi Kristjánsson tónlistar- stjóri, Jón Nordal skólastjóri ellegar ritstiórarnir Indriði og Matthias. Hins vegar er J6n Þórarinsson dagskrárstjóri aft- arlega í }>eim hópnum sem rek ur lestina hvað sem því nú veld ur. Hann er eitthvað i’lla fvrir kallaður i dag.“ Eru þetta kannski ýkjur? AMa vega þekki ég fjöldann aMan af fólki, sem aldrei lítur í bók, aldrei fer á málverkasýn ingu, aldrei hlustar á tónlist nema Óskalög Sjúklinga — en fær gæsahúð af spenningi í hvert sinn sem einhver úr Öld ungadeild Listamannalauna hrekkur upp af og er ekki í rónni fvrr en Hetgi birtir úr- slitin um það hverjum hafi nú verið hleypt í þetta auða sæti í biðsalnum. Öllu-m sem nenna að hugsa málið er vitaskuld ljóst að sára lítiM bluti þessa árlega lista- mannafjár kemur að nokkru gagni til þess að örva sköpun neins konar listar og aldrei hefi ég heyrt getið um dæmi þess að úthlutun þessarar ölmusu hafi ráðið úrslitum um það hvort saga var skrifuð eða ekki, ljóð var ort eða ekki, tónverk samið eða ekki. Segja má að vísu, að heiðurslaunin til eldri mannanna bæti að nokkru upp skammarlega vesælan elliMf- eyri og komi bannig að gagni l>eim, sem hættir eru að valda oenna eða nencij. Hitt er fiarri öllu lagj að 80 þúsund króna viöbótartekjur geri nokkurn aæfumun fyrir bá nálægt 20 há- tekjumenn í embættismannakerf inu. sem árleaa ragast í flokk hinna æðri ölmusumanna. Þó ■vnni í þessum hópi að vera ’renur tugur einstaklinga, som ■■’dsi missir meirihluta be.scarar veitingar aftur i rfkiskassann vegna stighækkandi skatta. Hin óæðri upphæðin endist fæstum til þess að gera sér dagamun í tilefni af veitingunni. Peningalega séð er þessi út- hlutun þvi með fávíslegri ráð- stöfunum á opinberu fé, mór- alskt séð niðurlægjandi fyrir stóra hópa að þiggja slíka ölm- usu fyrir störf sín ef einhver væru — enda virðist manni i fljótu bragði hreinustu furðu gegna hvemig merm, sem ann- ars eru vandir að virðingu sinni og hafa allt af ö'Ilu, geta um- truntazt í snuðrandi glorsoltn- ar hýenur þegar dregur að því að úthhita þessum ölmusupeðr ingi. Jjví er semsé ekki að leyna, að ti‘1 eru þeir sem bera af þvi nokkrar áhyggjur að félaga- starf Iistamanna skuli allt burfa að mótast af baktjaldamakkinu um þessar fávíslegu ölmusur. Gi'ld rök færast að því að lista mannalaunakerfið viðhaldi fé- lagslegum vesældómi íslenzkra iistamanna. Ekki skal ég reyna að dæma um það hvort sé þyngra á met- unum kringumstæðurnar elleg ar innrætið — en hitt vita allir. sem vita vilja að margur er orð inn skítugur um hendurnar áður en skiptunum lýkur. En hvað skal gera? Þrátt fvrir alian skítinn á bakhliðinni þá er þó altént for- hliðin þetta ölympska yfirbragð listamálanna í takt við tí«oarra. Þessi hlálega íþrót-takeppni er einmitt það form sem smáborg- arinn í „velferðarrflcinu" skilur því hann er alinn upp viö al'la hluti í því formi: fyrstu deildar keppnina í knatfspyrnu og 17. júni-mótið, launaflokkakerfið þar sem mænt er upp til manns ins í flokknum fyrir ofan en Iitið niður á hinn í flokknum fyrir neðan. Helgi Sæmundsson og aðrir sportidíótar listamálanna eru þannig i takt við það lif, sem lífað er i landinu. Úthlutun listamannalaunanna og a-llt heila djöfúls kapphlaupið er semsé til skemmtunar almenn- ingi. Hitt er svo aftur á móti spum ing hvort Listin sjálf, pervisin og sérvitur, hefur nokkurn minnsta áhuga á því að koma á svona íþróttamót. Hún verður hvort eð er ekki spurö ráða. 9.—2.—1971. EF Stjórnandi: Lindsay And- erson Framleiöendur: Michael Medwin og Lindsay And- erson Handrit: David Sherwin Aðalhlutverk: Malcolm McDowelI, David Wood, Richard Warwick, Christ ine Noonan, Robert Swann, Hugh Thomas, Guy Ross, Peter Jeffrey, Mona Wash- boume, Arthur Lowe, Graham Crowden, Geoffrev Chater, Mary MacLeod, Ben Aris. Ensk, frá 1969, íslenzkur texti, 114 mín., Háskólabíó rJPryggð Breta viö fornar hefð- ir er alþekkt, og óvíða eiga hefðirnar sér dýpri rætur en í einkaskó 1 u n um, hei mavistarskól um, þar sem aöalsmannssynir og synir auðugra millistéttar- manna hljóta menntun sína og uppeldi. Það er þess vegna ekki fráleit hugmynd að velja slfkan sköla sem sögusvið fyrir kvik mynd, sem öðrum þræði fjal‘1- ar um uppreisn æskunnar gegn gömlum reglum og viðhorfum, sem. eiga sér fátt til ágætis ann- að en aldurinn. Myndin á sér víðara hlutverk en það eitt að deila á brezka skólakerfið, og þá sérstaklega einkaskólana. Hún fjal'lar um krossfara nútímans (en upphaf lega handritið að myndinni hét einmitt „Krossfararnir"), sem vilja hugsa sjálfstætt og móta sína eigin afstöðu í stað þess að meðtaka þegjandi og hljóða- laust, það sem að þeim er rétt. I mvndinni er lýst einu skóla- ári. Til að byrja með er aðeins fylgzt með þvi, sem gerist, án þess að afstaða sé tekin til at- burðanna. En begar á mvndina líður og skóialífinu hefur verið lvst. er horfið að þvi að segja frá einstökum persónum, og helzt þessara persóna er Travis (Malcolm McDowell) og tveir vinir hans. Allir eru þeir lang- þre>’ttir á skólanum og ofbeldi og yfirgangi umsjónarmann- anna. Loks keyrir þó um þver bak. þegar þeir þremenningam- ir eru hýddir, án bess að bafa brotið neitt sérstakt af sér. — Átyllan er raunar sú. að heild arafstaöa þeirra til skólans þyrfti að vera iákvæðari. Fyrri hluti myndarinnar er raunsær, en sá síðari er fullur af draumórum, sem ná hámarki í lokaatriðinu. En þá fara fram skólaslit og foreldrar nemenda og velunnarar skólans hafa kom ið til samkomunnar. Herforingj ar, biskupar og kóngafólk. Þeg- ar athöfnin stendur sem hæst, gýs upp miki'l reyk.iarsvæla. svo að hátiöargestit ryðjast hver um annan þveran út úr húsinu, þar sem tekið er á móti þeim með skothríð og sprengingum. Trav- is og félagar hans hafa komið sér fyrir með miklar vopna- birgðir uppi á þaki einnar skóla byggingarinnar og skjóta al'lt hvað aftekur á hópinn. Skólastjórinn ætlar að revna að fó þá til að hætta skothríð- inni og gengur óvopnaður á móti þeim: „Treystið mér“, seg- ir hann, og svarið, sem hann fær er byssukúla í höfuðið. Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Tjótt ef til vill megi segja, að þessi mynd kafi ekki djúpt i þau vandamál, sem hún tekur til meðferðar, hefur hún samt margt sér til ágætis. Hún er afbragðsskemmtileg og að mörgu levti nýstárleg að gerð. Hún er frábærlega vel leikin, enda hefur tekizt mjög vel ti! um hlutverkaskipun. ,.Ef ..hlaut gullpálmann í Cannes 1969 sem bezta kvik- niynd, sem sýnd var á kvik- myndahátíðinni það árið, og má segja, að Lindsay Anderson hafi verið ve! að þeim verðlaun- uni kominn. Hann hefur ein- hverra hluta vegna ekki haft tækifæri til' að gera margar myndir, þrátt fyrir að hann hlyti mikið lof fyrir mynd sína „This Sporting Life“, sem gerð var 1963. Lindsay Anderson er Englend ingur, fæddur árið 1923, Frá 1946 var hann kvikmyndagagn- rýnandi, en gerði síðan nolckrar stuttar mvmdir. Hann hefur einn ig starfað í leikhúsum. Það er sannarlega viðurkenn- ingarvert framtak hjá Háskóla- biói að sýna þessa mynd, með- an hún enn er tiltölulega ný af náiinni, og ekki er að efa, aö hún muni hljóta góða aðsókn, því að almenningur hér, ekki síöur en annars staðar, kann að meta að fá tækifæri til að njá nýlegar kvikmyndir. Lindsay Andcrsov* víð töku EF...

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.