Vísir - 17.02.1971, Page 8

Vísir - 17.02.1971, Page 8
V I S I R . Miðvikudagur 17. febrúar 1971, tf Otgefandi: Keykjaprent ttt. Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstióri • Jónas Kn'-tiánsson Fréttastióri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstiórn- Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöia Vtsis — Edda ht. r ... iim»i,| ip ii ———fwi—1^ Samstaða i einu máli gtundum er réttilega kvartað um, að íslendingum sé ekki gjarnt að ná samstöðu um mikilvæg mál. Öll mál verði að deilumálum hjá okkur. Þau öfl, sem sundri okkur, séu sterkari en þau, sem sameina okkur. Ým- is dæmi má rekja, sem styðja þessa skoðun. ísfendingar standa nú andspænis nýjum skrefum í landhelgismálum sínum. Ýmsar leiðir eru taldar koma til greina og eru stjórnvöld að kanna þær nánar. Mynduð hefur verið um málið nefnd allra stjórnmála- flokka og reynt að koma á samstöðu um málin. En suma uggir, að sundrungin verði yfirsterkari og flokkarnir taki í vor að yfirbjóða hver annan með innihalds- o,g gagnslitlum upphrópunum. Alþingi samþykkti fyrir rúmu ári, að íslendingar gengju í EFTA, Fríverzlunarsamtökin. Um það mál náðist ekki samstaða. Stjórnarandstaðan var lengi á báðum áttum, en svo lauk, að Alþýðubandalagið varð á móti aðild og Framsóknarflokkurinn fylgjandi frest- un á afgreiðslu málsins. Margt var reynt á þeim tíma til að ófrægja þátttöku okkar í EFTA og skapa djúpstæða misklíð um málið. Nú hefur resyhslan sagt álit sitt og það er jákvætt. Um hana sagði Gylfi í>. Gíslason viðskiptaráðherra á þingi Norðurlandaráðs: „Framkvæmd samningsins hefur gengið snurðulaust og án erfiðleika. Hin hag- stæðu áhrif af EFTA-samstarfinu eru þegar farin að koma í ljós. Viðskiptin við EFTA-löndin jukust mjög mikið á árinu 1970, útflutningurinn um 42% og inn- flutningurinn um 34%, og er það hvort tveggja tals- vert meiri vöxtur en á utanríkisviðskiptunum í heild.“ Undanfama mánuði hefur annað mikilvægt efna- hagsmál verið í uppsiglingu, afstaða okkar til Efna- hagsbandalags Evrópu. í því máli bregður svo við, að stjómmálaflokkamir deila ekki um afstöðu ís- lands, heldur eru í stórum dráttum sammála um hana. Þessari afstöðu lýsti Jóhann Hafstein forsætisráð- herra á þingi Norðurlandaráðs: „Sú gmndvallaraf- staða liggur þegar fyrir, að full aðild íslands að Efna- hagsbandalaginu á gmndvelli Rómarsamningsins komi ekki til greina. Ráða þar mestu ákvæðin um frjálsa hreyfingu fjármagns og vinnuafls og það sjón- armið, að Efnahagsbandalagslöndin skuliöllhafajafna aðstöðu til að stunda fiskveiðar innan fiskveiðilög- sögu hvers annars.“ Óneitanlega er íslendingum nokkur vandi á hönd- um, er þrjú EFTA-ríki hafa sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu og hætta er talin á, að samstarfið • EFTA rofni. Sjónarmið íslendinga í þessum málum er að reyna að varðveita það viðskiptafrelsi, sem þeir •hafa náð í EFTA og reyna að ná hliðstæðum við- skiptasamningum við Efnahagsbandalagið. Það verður íslendingum án efa til gæfu að geta staðið saman út á við í afstöðunni til Efnahagsbanda- íagsins. Betur væri, að svo værí einnig í ýmsum öðr- um málum, svo sem í landhelgismálinu. ? „Eineygðir menningarvitar vilja að listin verði alger- /✓ —- Fulltrúi „þöglu kynslóðarinnar", verðlauna- hafi Norðurlandaráðs, segir, að oft sé póli- tikinni einungis ætlað að dylja hæfileikaskort höfunda Umsjón; ffaukur Helgason: IIIIIIIIIIII asufífM lega pólitísk „Það hefur aftur orðið slagorð margra ein- eygðra „menningarvita" að listin skuli verða al- gerlega pólitísk. Þessir menn tala af slíkri siða- vendni, að jafnast á við verstu tegund trúboðs“. — Eitthvað á þessa leið mælti verðlaunahafi Norðurlandaráðs, Dan- inn Thorkild Hansen, er hann tók við bókmennta verðlaununum í fyrra- kvöld. Grundvöllur fyrir heims byltingu á fimmtudag- inn? „Það er rétt, aö margt gott er í slfkum bókmenntum, en það er jafnrétt, að til eru ósköpin öll af bókmenntum, þar sem póli tíkinni er einungis ætlað að bæta úr áberandi skortl á hæfileik- um“, sagði verðlaunahafinn. — „Listin er ekki í andstöðu við ríkjandi kerfi fyrir það eitt, að listamaðurinn lætur f ljós ein- hverjar skoðanir, sem eru and stæðar því. Það er nógu auð- velt að láta slíkar skoðanir í Ijós. Það getur hver einasti mað ur." *í 1“ 1 ■ Thorkild Hansen „Nú er þess krafizt", sagði Thorkild Hansen, ,,að listin geri gagn. Helzt eigi hún að leggja grundvöllinn fyrir heims byltingu næstkomandi fimmtu- dag. Með þessu er listin hins vegar einmitt að gangast undir ok ríkjandi þjóðfétogs, sern ein- mitt öllu öðru fremur er byggt á mati á notagildi og hag- bvæmni." Thorkild Hansen þakkaði fyrir verðlaunin „fyrir hönd fjármála- ráðherra míns og mfn sjálfs." „Reynum að vera nákvæmir“ Hann ræddi um „sannileik- ann" og kvað það vera mikið orð. „En getum við ekki verið sannir og það getum við því mlður aðeins sjaldan, þá eigum við að minnsta kosti að reyna að vera nákvæmir, og það hef ég reynt. Ég hef leitazt við að skýra frá hlutunum eins og þeir voru f raun og veru, bæði góðu og il'lu. Það er lesandans að mynda sér skoðun og gagnrýna. Það hefur ekki verið tilgangur minn." Thorkild Hansen kvaðst mundu halda áfram að starfa á sama hátt Og hann hefur áður gert. Hann taldi það ekki mundu verða auðveldara í framtíðinni. „Menn verða þvf miður ekki hæfileikameiri af þvi að hljóta bókmenntaverðlaun", sagði hann. Danir kynþáttakúgarar „í sakleysi sínu“ Ummæli Thorkild Hansens eru í samræmj við ævistarf hans. í grein um skáldið í tímaritinu Nordisk Kontakt segir danski gagnrýnandinn Jens Kistrup: — „Allan feriil sinn sem rithöfund ur hefur Thorkild Hansen leitazt við að komast eins nálægt raun veruleikanum og unnt er." Thorkild Hansen hlýtur bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir verk sitt um þrælana í þremur stórum bindum, þar sem lýst er nýlenduveldi Dana í Afríku og Vestur-Indíum. Jens Kistrup segir: „Bækurnar þrjár eru minnisvarði um smán Dan- myrkur, sem varö „í sakleysi sínu‘‘ þátttakandi f kynþáttaof- sókmrm og kúgun á öðru fölki." „Torkild Hansen hefur af- burða frásaenaraáfu. Hann hefur övenjulega hæfileika tfl að taka til meðferðar framandi efni oe gæða það Mfi. En hann er ekk> einungis sagnfræðingur Þegar hann leitar aftur tH fortíðarinn ar og skipar sjálfum sér i hón fólks bess tfma bá eerir hann bað einnis af bví að hann netur á þennan hátt lýst ástandi mannsins nú." „Lærum að sigra frá einum ósigri til annars“ ,,í einu fyrsta verka sinna ..Resten er stilhed". sem hann samdi. er hann var blaðamaður f París. lýsti hann hinní „þöglu" kynslóð, er hann var af. .. • Hann sagði: „Við verðum að berjast, þótt baráttan sé full örvæntingar. Við venðum að láta okkur skiljast, að ástandið er vonlaust en samt vera staðráðn ir f að breyta þvf. VIC verðum að skilja að ósigurinn er óum flýjanlegur og ákveða samt að vinna. Þöglir eða ekki, við erum af kynslóð sem upp frá þessu verður að læra að sigra frá ein um ósigrinum til aimars."" Kistrup segir ennfremur: „Hin miklu verk sín hefði hann naum ast getað ritað nema fyrir þær sakir, að hami finnur { eigin brjósti kenndir, sem hann hefur orðið að bæla og brjóta til mergj ar, til þess að nýta þœr f ritverk um sfnum: Ævintýraþnána, hetjo dýrkunina.... Hann er riithöfundur, sem hefur tekið afleiðingunum af því að vera klofin persóna. athug- andi og fréttamaður, laumufar- þegi... „I^umufarþegi. Þaö táknaði í reyndinni, að eina hlut vehk mitt var að sjá". segir Hansen á einusm stað." Thorkild Hansen fann að Iofc um f söguritunum það, sem hann hafði árangurslaust leitað f bók menntasögu, blaðamennsku, bók menntagagnrýni, fréttamennsku og ferðalýsingum Þar fær hann samfcvæmt ummælum Jens Kistimps, útrás fyrir þrá sfna eftir hinu ævintýralega og til- hneigingu til hetjudýrkunar og loks þörfina fýrir samúð með þjáðu, kúguðu og pindu mann- kyni. „Hví skyldum við lifa, fyrst okkur er ætlað að deyja“ Kistrup lýkur grein sinni þann ig: „Sögusviðið, sem HjorkiM Hansen bregður upp f verkum sínum, á ekki að skyggja á hina harmsögulegu aifstöðu að baki, óskina að horfast f augu við þjáninguna og tilgangsleysið og oefa þvf merkingu á þann veg. Til hvers er þessi gífurlega sóun mannslífa? Til hvers er þetta ómanneskiulega og voðalega hat ur milli manna, kynþátta og heimshluta? Hvi skyldum við lifa. fyrst okkrc er ætlað að devja? Þessar miklu spumingar til- verunnar, sem ósvarað er, hafa alltaf verið viðfangsefni Thor- kild Hansens, ferða- og ævin- týrabrár hans, hetjudýrkunar oe frásagnarpáfu, vaxandi rann- sóknarhæfileika hans og samúð ar meö manneskjuniri." Ummælj Thorkild Hansens er segja mættj að samflétti i verk um sínum góðan skáldskap og blaðamennsku sparifötum við verð’.aunaafhendinguna í fyrra- kvöld. ættu að vera eittnar messu viröi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.