Vísir - 17.02.1971, Page 16
Miðvikudagur 17. febrúar 1971.
Rennan að toll-
skýlinu tepptist
vegna áreksturs
UMFERÐ tepptist algerlega og
urðu margir bílar að bíða drjúga
stund við tollskýlið á Reykja-
nesbraut á laugardagskvöld,
þegar árekstur varö í aðkeyrsl-
unni að gjaldskýlinu.
Hemlalaus bifreið rann áfram og
á bíl, sem beið afgreiðslu við gjald-
skýlið. Ökumaðurinn hafði þó
reynt að komast fram með þeim
kyrrstæða, en lenti utan í honum
og á milli hans og grindverksins.
Menn lentu síðan i mesta stíma-
braki við að losa þennan tappa
þarna i tröðunum, því að bílarnir
voru fastklemmdir saman milli skýl
isins og grindverksins. Þurfti loks
kranabíl til þess að losa þá sundur,
og hafði þá á meðan myndazt tölu-
verð biðröð af bilum, sem komu
sunnan frá og ætluðu þama hjá,
en komust ekkj fram hjá árekstrar-
bílunum. — GP
Reykvíkingar fá sína
Big Ben" í apríl n.k.
n
Þá er ætlunin oð kirkjuklukkur Hallgrims-
kirkju fari oð hljóma — Klukkan 12 á
hádegi hringja klukkurnar stef úr sálmi
„Það eru þrjár stórar klukk-
ur og 28 minní klukkur, sem
mynda klukknasamspil,“
sagði Hermann Þorsteinsson
framkvæmdastjóri Hallgríms-
safnaðar í morgun, þegar
Vísir spurðist fyrir um klukk
urnar í tumi Hallgrímskirkju,
Hermann sagði, að þetta
væru stærstu kirkjuklukkur
á Islandi og þær væru nú
komnar til landsins allar
þrjár, en þær komu með Arn-
arfelli á nýársdag.
Hermann sagði að það væri
einn gefandi að þessum þrem
stóru klukkum og vilji hann ekki
láta nafns síns getið fyrr en
hann afhendir þær sjálfur, við
litla athöfn sem mun fara fram
innan skamms. Hennann sagði
að klukkurnar væru gerðar í
bænum Asten í Hollandi. Klukk
umar munu hringja á 15 mín-
útna fresti. Einnig fylgir mann-
hæðarhá klukka, nokkurs konar
„Big Ben“ íslendinga eins og
Hermann orðaðj það. Mun hún
hringja kl. 12 í bverju hádegi
stef úr laginu „Víst ert þú
Jesú kóngur klár“ og hefur
Róbert Abraham Ottósson útsett
stefið sérstaklega fyrir klukk-
una. Hermann sagði að klukkna-
spilið væri algjörlega sjálfvirkt,
og væru fyrirmæli sett inn á
segulbönd og síðan ynni heili
úr þeim. Einnig er hægt að leika
með höndunum á nokkurs konar
nótnaborð, og er það mjög göm-
ul list og hennj víða haldið við
erlendis enn þann dag í dag.
Hermann sagði að líklega mundi
organisti Hallgrímskirkju, Páll
Halldórsson, leika á klukkna-
samspflið, en á stórhátíðum
muni Róbert Abraham. söng-
málastjóri kirkjunnar leika, en
hann hefur setið á ráöstefnum
erlendis, sem haldnar eru af
mönnum sem leika á klukkna-
spil. Hermann sagði að Mukk-
umar yrðu hífðar upp stoMta
í turninum, og koma menn alla
leið frá verksmiðjunni í HoJ-
landi til að sjá um verMð,
einnig sagði hann að vélsmiðjan
Héðinn mundi aðstoða þá.
Stærsta kirkjuMufckan ber nafn-
ið Hallgrimur og eru Mukkumar
allar mjög fallega skreyttar að
sögn Hermanns. Að lokum sagði
Hermann að vonir stæðu til að
allar Mukkurnar yrðu komnar
upp fyrir páska. En þá er eftir
að ganga endanlega frá tón-
stillingunni, en það er víst ekki
gott að gera það þegar kalt er
í veðri, og sagðist Hermann
ekk; vera bjartsýnn á það að
þetta tækist fyrir páska, en
þetta yrði allavega komið upp
með vorinu. — ÁS
Rauðsokkar ræða
dagheimilamál
„Rauðsokkahreyfingin lítur svo á
að ein undirstaða jafnréttis kynj-
anna sé að konur fái að taka þátt
í atvinnulífinu, ef þær vilja. En til
að það sé hægt verði að vera til
nægilega mörg góð dagheimiii fyr-
ir böm“, segir m a. í frétt frá
starfshópi rauðsokka, sem ætiar
að efna til aimenns umræðufundar
um dagheimilismálin. í kvöid í Nor-
ræna húsinu.
Á fundinum, sem hefst kl. 8.30,
reifa málin þau Guðrún Friðgeirs-
dóttir kennari, Gerður Óskarsdótt
ir kennari, Geir Vilhjálmsson sál-
fræðingur, Gerður Steinþórsdóttir
varaborgarfulltrúi og Adda Bára
Sigfúsdóttir borgarfullrúi, en síð-
an verða almennar umræður. Fund-
arstjóri er Þuríður Pétursdóttir.
Félagsmálaráði Reykjavíkurborgar
hefur verið boðið á fundinn. Vænt-
ir starfshópurinn þátttöku foreldra
og annars áhugafólks. — SB
Þetta er Iíkanið af stærsta sambýlishúsi utan Reykjavíkur til þessa, en smíðin er vel á veg komin.
Byggja stærsta fjöibýlis-
húsið utan Reykjavíkur
Stærsta sambyggingin, sem reist
hefur verið á Suðurnesjum, þ. e.
Danmörk birgðastöð fyrir
eituriyf á Norðurlöndum?
Nefnd Norðurlandarábs krefst samræmingar á lögum um eiturlyf
Tillaga um aukna samvinnu
Norðurlanda í baráttunni við
eiturlyfin er aðalhitamálið á
fundi Norðurlandaráðs í dag.
Féiagsmálanefnd þingsins spar-
ar ekki stór. orö -í áliti sínu og
krefst samstöðu Norðurlanda.
Deilur hafa verið milli Norð-
manna og Dana, og saka Norð-
menn Dani um iinkind í þessum
efnum.
í Noregi er litið á neyzlu
eiturlyfja sem glæpsamlegt at-
hæfi, en það tíðkast ekki í Dan-
mörku eða Svíþjóö. Nefndin
krefst þess, að sett verði í lög
ákvæði um hörð viðurlög einnig
vegna notkunar en ekki aðeins
vegna sölu eiturlyfja.
„Nauðsyn ber til að auka
fræðslu um hætturnar við notk-
un,“ segir i álitinu. „Samræma
verður löggjöf allra Norður-
landa. Hætt er við. að það ríki,
sem vægast tekur á eiturlyfja-
notkun verðj ,,hirgðastöð‘‘ fyrir
hin löndin." — HH
Keflavík og nágrenni og líklega
utan Reykjavíkur, er nú fokheld
orðin, en það er Byggingarfélag
iönaðarmanna á Suðumesjum, sem
beitti sér fyrir því, að byggð yrði
40 íbúða blokk.
„Þetta var nú frekar hugsað sem
hugsjónastarf, j>að var hér þörf á
að bæta úr atvinnuástandi hjá iön-
aðarmönnum, svo við ákváðum að
reisa stóra sambvggingu," sagði
Hilmar Sölvason framkvæmdastióri
byggingarfélagsins Vísi i morgun,
„og þetta hefur gengið mjög vel.
Við ætlum að afhenda kaupendum
fyrstu íbúðirnar um mánaðamót
iúlí-ágúst í sumar. 3ja herbergja
íbúð. 90 fermetrar, kostar hiá okk-
ur tilbúin undir tréverk 960.000 kr.“
Sagði Hilmar, að ekki væri ákveð
ið með frekari byggingar iðnaðar-
manna, „en það gæti hugsazt að
við byggðum í öðrum sveitarfélög-
um næst — reyndar megum við
byggja 50 fbúðir á þessu svæði,
sem sambyggingin er á, og á skipu-
lagi okkar er áætlað að reisa rað-
hús þama við.“ — GG
Fyrsta
BEA-flug-
vélin í dag
Brezka flugfélagið BEA hefur
eins og áður hefur verið skýrt frá.
áætlunarflug til íslands í vor í
morgun kom fyrsta BEA flugvélin
til íslands vegna þessarar nýju á-
ætlunarleiðar BEA. Flugvélin 'al
Trident-gerð, kom hingað meö for-
svarsmenn félagsins og um 20
brezka blaöamenn til að kanna hér
allar aðstæður áður en áætlunar-
flugið hefst. — VJ