Vísir - 24.02.1971, Page 5
Verður hægt að notast við
Heiísubót í stað Trímms?
Danir náðu
jöfnu við
Rúmenana
75:75
□ Danir og heimsmeistararnir
Rúmenar gerðu jafntefJi 15—15
í gærkvöldi í landsleik í handknatt
Ekki veit ég hvort stungið
hefur verið upp á orðinu
„HEILSUBÓT" í stað er-
lenda ordsins Trimm, sem
tekið var upp sem nafn á
herferð þeirri, sem hafin er
fyrrrtilstuðlan íþróttasam-
bands felands. HEILSU-
BÓT fmnst mér gæti vel
komið til greina í staðinn
fyrir orðið Trimm, sem hef.
ur óíjósa merkingu, og er
að auki illbeygjanlegt eft-
ir föHum, og1 verður hálf-
leiðigjarnt á tungunni.
Við erum öll tslendingar og töl-
um íslenzku. Áreiðanlega vi-lja
menn viðhalda tungunni og ef það
á að takast, má ekki sýna eftirgjöf
í hinu minnsta. ekki einu sinni
gegn litla TRlMM-karlinum, sem
er nokkurs konar grín,,fígúra“, —
gæti allt eins heitið Bótólfur hjá
okkur.
En svo vikið sé að HEíLSUlBÓT-
INNI Það er hægt að taia um
HEILSUBÓTAR-göngu, HEI'LSU-
BÓTAR-skokk, — HiÐILS'UBÖTAR-
golf o s.frv., úr því að fól'k vill
kenna þessa starfsemi viö eitthvað
sérstakt
Jón Böðvarsson, stjórnandi þátt-
arins Daglegs máis í útvarpinu hef
ur eindregið hvatt menn til að reyna
að finna rétta nafnið á herferðina,'^
og sagði í gærkvöldi að hann hefði
fengið allmargar uppástungur, sem
hann mundi greina frá í þættinum
i útvarpinu í kvöld kl. 20.35 og
verður fróðlegt að heyra hvað híust
endum hefur helzt dottið í hug.
Það mun allalgengt aö ehfitt sé
að finna rétta orðið yfir ýmsar nýj-
ungar — en svo kemur e.t.v rétta
orðið, jafnvel eftir að búið er að
kiína einhverju ónefni á viðkom-
andi hiut, — og þá er ekki að sök-
um að spyrja, orðið verður strax
á hvers manns vörum og er tekið
sem gömlum kunningja
Ugglaust lumar íslenzk tunga
ein'hvers staðar á rétta orðinu yfir
Trimm, — nú er bara spurningin
hver fyrstur verður að koma auga
á það. — JBP
BOTNBARÁTTAN ÁFRAM
VALSMENN munu ætla að róa
enn einn áfangann1 í áttina að ís-
landsmeistaratitlinum í handknatt
leik í kvöld. Áreiðanlega hafa þeir
í hyggju að mæ^a í 60 ára afmælis
hóf félagsins sem nýbakaðir íslands
meistarar, en langt er nú liðið sið-
an Vaismenn urðu islandsmeistar-
ar í þessari grein, það var 1955, en
síðan hafa Fram og FH skipzt á
um að vinna mótið, utan einu sinni
þegar KR skauzt upp á milli þeirra
1958. FH hefur unniö alls 8 sinn-
uin frá 1956, en Fram 6 sinnum
Til að geta gefið félagi sínu þessa
skemmtilegu afmæJisgjöf, verða
Valsmenn aö vinna ÍR-inga í kvöld.
Að vísu má viö öllu búast í þess-
um leik sem öðrum. og eflaust eru
Valsmenn á nálum, ekkert má út
af bera, því tapi þeir stigi, má eins
búast við öðrum leik við FH, —
og þeir verða áreiðanlega ólíkir þvf
sem þeir voru fyrir viku, ef til ann-
ars leiks kemur
I fyrri leik liðanna vann Valur
með 24—19 eftir nokkuð spenn-
andi leik. Sannarlega lítur Valslið-
ið sigurstranglegar út, — og við
spáum liðinu sigri £ kvöld. En hitt
er líka eins víst, að sá sigur veröi
fullu verði keyptur, og ÍR-ingar
gefa ekkert eftir Þeir munu reyn-
eftir megni að klófesta eitt eða tvö
stig og freista þess að komast úr
erfiðri stöðu næstneóst í deildinni.
Þá eru Víkingar aftur i sviösljós-
inu.í kvöld, — og nú er það Fram
aftur á ný. Siðast slapp Fram með
skrekkinn, — en hvað gerist nú?
Eflaust verða Víkingar margefldir
í kvöld. Markvarzlan hefur lagazt
og vörnin sömuleiðis. Erfiður leik-
ur fyrir Fram. Eigum við ekkj aö
spá Jóni Hjaltalín og félögum hans
sigri í kvöld? —JBP
Enska knattspyrnan í gær
í gærkvöldj fóru fram 3 leikir í
1 deildinni í knattspyrnu í Eng-
Iandi og fóru leikar svo:
Bumley — Stoke 1—1
Everton — Manch. United 1—0
Ipswiph — Leeds 2—4
í 2. deild fór fram leikur Hull og
Blackburn léku án þess að mark
vær; skorað. 0—0
íþróttablaðið komið út
□ íþróttablaðið, 1. tbl. þessa árs
er nýkomið út, vandað að frá
gangi og fjölbreytt að efni og mynd
um
Má þar nefna m.a Hugleiðingar
í byrjun árs, eftir Gísla Halldórs-
son, forseta Í.S.Í., viðtal við Er-
lend Valdimarsson „Iþróttamann
ársins 1970“, Viðtal við Birgj Þor
gilsson, sölustjóra Flugfélags ís-
lands í þættinum „Hvar eru þeir
nú“, en ætlunin er að hafa fram-
vegis í blaðinu sanitöl við ýmsa
fyrrverandi afreksmenn
Nokkrir þekktir aðilar af íþrótta
sviðinu svara spurningunni: Hvaða
iþróttaviðburðir á árinu 1970 eru
minnisstæðastir?, og fleira efni er
'í blaöinu
íþróttablaðið kemur út mánaöar-
ilega (nema í janúar og ágúst) og
er selt í bókaverzlunum og sport-
vöruverzlunum, auk þess sem það
er sent til fastra ás'krifenda.
leik í Helsingör. í háMleik höfðu
Rúmenar yfir 10—6 og léku nú
snöggtum betur en í Malmö gegn
.S'Víum að sögn fréttastofunnar
NTB, en þá unnu Svíar þá með
16—9.
□ Flemming Hansen skoraði 5
mörk í siðarj hálfleik, en Klaus
Kaæ skoraði jöfnunarmark Dan-
anna, þegar 50 sekúndur voru eft-
ir af timanum Gavriel Kidsid var
markhæstur Rúmenanna með 5
mörk, tvö þeirra skoraði hann úr
V'ítaköstum. Annað kvöld leikur
Rúmenía viö Noreg, þá liggur leið
þeirra til FinnJands, og siðan aftur
til Sviþjóðar og Danmerkur og hér
i Reykjavik veröa þeir ekki fyrr
en eftir 11 daga, leika 7. og 9 marz.
Norömenn senda lands-
liðið til Mallorca
Norska landsKðiö í knattspymu
á greinilega að komast í góða æf-
ingu fyrir sumarið. í morgun safn
aðist landsliðið saman á Fornebu-
flugvelli við Os'ló og var haldið
með leiguflugvél til Mallorca, þar
sem liðið mun verða á næstunn; i
æfingabúðum Annað kvöld leikur
Iiðið strax við 2. deiJdarliðið ReaJ
de Mallorca í flóðljósum.
Væri ekki möguleiki á að íslenzka
landsliðið léki og æfði á Spáni, sam
göngurnar þangað eru víst hvort
sem er einn örastar og ódýrastar?
Reyndgr hefur heyrzt frá ýmsum
áttum að áhugi sé á sTíku.
"allbyssan Jón Hjaltalin Magnússon bcinir skejium sínum ao
narki Framaranna i kvöld. Þannig . má hugsa sér fallbyssu i
íandknattleik. — TEIKNING: Maenús Gíslason. Garði.
Kraffur bjarnarins I / rússnesku búfunni?
Einar Magnússon, handknattleiksmaðurinn góökunni í Víkingi, hefur oft veriö gagnrýndur,
enda þótt hann sé mjög fær í sinni íþrótt og sé einn niarkhæsti maöur 1. deildarinnar. —
Ástæöan er sú, að menn hafa þaó á tilfinningunni að Einar geti miklu meira, eigi nánast að
vera yfirmannlegur. Kannski hefur Einar þarna sogið í. sig kraft bjarnaríns úr rússnesku
bjarnarskinnshúfunni hans Ágústs Svavarssonar í ÍR, sem hann keypti í landsliðsferðinni til
Rússiands fyrir jólin. Ágúst er eins og sjá má handleggsbrotinn og getur ekkert að hafzt i
handknattleiknum Jæssa dagana, en þar berjast lið þeirra Ágústs og Einars við fallið i 2.
deild, þvi hvorugt liðið treystir þvd að deildinverði stækkuð á næstunni.
■ a • ■ mmmm » » * » ■» » » » > « » • »•••••• » » a » ,» '