Vísir - 24.02.1971, Side 6

Vísir - 24.02.1971, Side 6
I V1 SIR . Miðvikudagur 24. febrúar 1971. X Hannes Kr. Dav'iðsson: HJÓNAGARÐAR ERU HUGSUNARLEYSI JJugtakið háskóli eða ,,univer- sitet‘‘ er mjög gamalt og sínu eldra en íslandstoyggö segja fróðir menn, Á upphafs tímum þessara skóla voru sam- göngur hægar og því leiddi af sjálfu sér, að menn sóttu skól- ana um langa vegu tímalega auk þess sem hægar samgöngur festu menn í byggðalögum og menn fluttust oftast til sfns heima aö loknu námi. Um okk- ur íslendinga á þetta við allt fram á þessa öld, að við stofn um hér okkar eigin skóla, menn fóru til Hafnar, en Hafnarstú- dentar komu oftast heim að námj loknu. Eftir að háskóli okkar tók til starfa, bjuggum við við innanlands samgöngu- tregðu i rauninni allt fram til stríðsloka 1945. Þessum hærri og strjálu skólum hefur þannig ætíð fylgt sú þönf að hýsa þá heimilisleysingja, sem aðkomu- námsmennirnir voru. Bæjarsam- félögin, sem skólamir voru stað settir i, munu ekki altjent hafa verið reiðubúin til þess aö taka í sig studiosana því þeirra mun oft hafa verið nofckuð afbrigði- leg hegðun, sem tftt er um ein staklinga, sem\losna út tengsl- um við sitt samifélag. Auk þess sem þetta námsfólk hefur oft og tíðum ekki verið bendlað við þá fjármuni, að einstaklingar færu að byggja við hús sín til þess að leigja þessu fólki, sem svo Ieitaði burt til átthaganna þegar hámsdvöl lauk. Þá höfðu menn ekki enn fundið upp „tourismann“ til þess að fylla upp 1 tímabundnar fjárhagslegar eyður, Skólamir sjálfir eða yfir völd fóru því að byggja sér- stök hús handa námsmönnum, þ. e. stúdentagaröana, til þess að leysa þessa þörf stúdíosanna. Og segja má að þetta hafi ver- ið eina færa leiðin, þvf hitt hefði naumast verið framkvæm- anlegt að gera borgaraheimilum að skyldu að taka til sín þessa félagslegu umkomuleysingja, sem aðfluttu stúdentamir voru. Hér má benda á niðurstöður athugana, sem gerðar voru á nemendum í læknadeild hér, um slakan námsárangur utan- bæjarmanna fyrsta og annað áriö eftir að þeir fluttu í há- skólann. Gæti það bent I þá átt, að hin félagslegu tengsl ein- staklingsins séu honum mjög mikilvæg. Hitt liggur £ augum uppi, að stúdentagarðamir uröu einnig til þess að einangra námsmenn- ina frá samfélaginu og bjappa þeim saman { nýtt og afmark- að samfélag, heim stúdentsins og háskólaborgarans, heim sem var að ýmsu leyti laus undan reglum hins borgaralega sam- félags utan stúdentagarðsins. Þessu fylgdu bæði kostir og gallar. Fjarlægingin frá dagsins þrasi veitti stúdentinum oft möguleika á að koma með rétt- mæta athugun og gagnrýnj á samfélagshegðuninni. Hins veg- ar varð það oft áberandi, að hinn „lærði maður“ hafði sam- fara náminu losnað úr félags- legum tengslum og trndan á- byrgðarvitundinni um farsæld meðbræðranna og orðið að fé- lagslegu dekurbami með ýms- um hegðunarkenium eins og dekurbarna er vani. Hér er rétt að minna á, að öll dráps- og eyðingartæki mannkynsins eru verk lærðra manna, hverra samfélagsvitund takmarkaðist við spurninguna „á ég að gæta bróður míns?“ Þannig hefur þetta verið og er það enn stúdentagarðurinn leysir ákveðinn vanda einstakl- inga og skapar oift nýjan vanda samfélagsins. Þetta má þó segja að sé tiltölulega hættulítið því að hinir félagslegu laustengdu einstaklingar bera hvort sem er oft 1 sér viss hegðunarvanda- mál af ýmsum toga, hvort sem þeir eru innan garðs eða utan. Um tíma var það svo, að arkitektarnir höfðu nokkra sér stöðu meðal þeirra lærðu manna, sem fengust við hagnýt fræði, að því leyti að þeir reyndu að miða verk sín við þarfir sam- félagsborgaranna og sjá fyrir afleiðingar þeirra fyrir sam- félagið. Undanfarna 3 áratugi hefur þessi sérstaöa þó farið síminnkandi eftir þvi sem tengsl in milli verkefna þeirra og borg aranna hafa oröið lausari, en þeir hafa eins og aðrir lærðir menn gengið á hönd þeim fjár- magnsiþéttingum, sem hafa kom ið fram sem verkefnaveitendur í þjóðfélaginu og hefur arkitekt unum orðið annarra um að hlýta þeim lögmálum, sem fjár- magnið hefur sett þeim og kall að tækni og hagsýni og krafizt að réðu lausn vandamálanna, en að sinna um umhverfis- og Mfs- þarfir borgaranna, Heggur sá er hlífa skyldi. Þess vegna sýnist mér rétt þegar háskólinn nú snýr sér til arkitektastéttarinnar um aö- stoð til lausnar viðfangsefninu „hjónagarður“ arkitektarnir og háskólinn leitist raunverulega viö að skilgreina þær\ ósk- ir, sem að baki liggja og reyni að sjá fyrir þau áhrif, sem við- urkenning hugtaksins og lausn verkefnisins hafa, fram á við Þetta ætti að vera auðsótt þar sem verkefnisveitandinn í þessu tilfelli er hábora frjálsar hugs- unar og rýnistarfsemi í land- inu. Ég leyfj mér að benda hér á nokkur atriði. Huatakið „hjóna- garður“ kemur ekki upp sem ósk frá samðSlaginu. heldur kem ur það upp hjá stúdenjum og rökstyðst með þeirri staðreynd, að þaö er nú orðið aígengt, að stúdentar hafi tekið þá félags- legu ákvörðun að ganga í hjóna band. Eigi að síður vilja þeir áfram hafa möguleika á þeim sérréttindum að lifa í stúdenta- samfélaginu. en ekki útj meðal fólksins. Þetta virðist benda til þess að viðhorf stúdentanna eigj rót í einstaklings þægind- um og, því viðhorfi sérhópsins, að hans séu ákveðin sérréttindi án tillits til stærri heildar. Ein kenni, sem hafa komið fram í hegðunarmynstri ýmissa háskóla manna á undanförnum tfmum. Hitt virðist mér til athugunar hvort það værj ekki framvindu samfélagsins hollara, að þeir giftu stúdentar héldu áfram sinni félagslegu akvörðun og búsettu sig úti meðal fólksins. Því vera mætti, að víxlverkandi áhrif aukinnar þekkingar og skynjunar á lífi og Lífsaðstæöum fólksins leiddu til aukins þroska hinna „lærðu“ einstaklinga. Þaö er ekkj gott ef það skyldi gleym ast, að háskóli er ekki einka- fyrirtæki stúdenta til sérstöðu- myndunar, heldur félagslegt fyr- irtækj til að afla, varðveita og framselja þá þekkingu. sem nauðsynleg er til viðhalds sam- félagi manna. Gjalda verðurvar hug við allri viðleitni til sér- stöðumyndunar. Á undanförnum áratugum hef ur hvers konar þekkingu fleygt fram, þó meir hinni hagnýtu „.taekpinni".. SamtHnis-.hefur. það , opinberazt, að menntakerfi okk- ar tíma hefur sent frá sér grúa af mönnum, sem voru orðnir siðferðilegir vanskapnaðir, menn sem beita þekkingu sinni og láta hana fala hverjum sem er án tillits til afleiðinganna fyrir meðbræðurna. Það er löng leið frá Pasteur til þeirra sýkla fræöinga, sem í dag rækta sýkla til þess ætlaða að drepa fólk. En þessir menn eru afsprengi menntakerfis nútímans, að sjálf sögðu að viðbættum arfgengum eiginleikum og uppeldi í\æsku. En það, að þeir skulj finnast £ svo rikum mæli. bendir til þess að félagslegur og siðferöis Legur þroski sé verr á vegi staddur í menntakerfinu en þekk ingin um efnislegar staöreyndir.. Hvarvetna í þvi siðmenntaöa umihverfi blasir nú við eyðilegg- ing og útrýming lífs vegna þess aö menn ganga til athafna og framkvæmda án þess að hafa séð fyrir afieiöingarnar. Hvort mundu t. d. þeir efnafræðingar, sem komust á snoðir um lífs- eyöingareigindi D. D. T. gagn- vart skorkvikindum, hafa hugs- að út í, að það gætj leitt til eitrunar fiska og dýra við norð urskaut, hafa hugsað út í, að það gætj leitt til eitrunar fiska og dýra við norðurskaut, að garöyrkjufyrirtæki í suöurthluta Bandaríkjanna notuðu sér efn- ið til að koma í veg fyrir upp- skerurýrnun af völdum skor- kvikinda. Og aö sú lind Mfs og gnægta, sem Golfstraumur- inn var okkur Íslendingum gæti breyzt í uppsprettu eiturs og hörmunga. Ég nefndj þessi dæmi til þess að benda á mikilvægi þess að ábyrgöarkennd og siðferðis- þroski fylgi aukinni staðreynda þekkingu. Með auknu jafnrétti kynjanna ... ....I verður það æ algengara, að kon- ur Leggi stund á langtíma fræðslu (sem næst 10. hver islenzkur arkitekt er kvenkyns). Ýmsar þessar konur giftast á námsárum og oft bverfa þær frá námi til þess að sinna bú- sýslu og börnum, hitt mun mjög fátitt, að karlkyns stúdentar hverfi frá námi svo konur þeirra getj stundað þekkingar- öflunina ótruflaðar. Þetta mis- ræmj mun að einbverju leyti eiga rót sína í sérhóparéttinda fyrirkomulagi þess samfélags, sem karlkyniö hefur rnótað sjálf um sér til hagsbóta. Því verður að sjálfsögðu ósvarað hvernig samfélagið væri á vegi statt ef það hefði mótazt af sérréttind- um kvenkynsins. Séð frá samfélagsheildinni virðist vandamáliö, sem til úr lausnar er, vera það, aö sú ákvörðun um félagsleg sam- skipti, sem bjónaband og barn- eign er, hindri ekki hæfileik- um búna einstaklinga í háskóla náminu, þvi uppskera samfélags ins af því aö starfrækja háskóla hlýtur að verða þeim mun betri, sem skorður fyrir námsástund- un nálgast það meir að verða vitsmunir og félagslegur þroski eingöngu, en ekki utanaökom- andi aðstæður mótaðar af sér- hóparéttindum og arfgengi þeirra. Um möguleika til há- skólanáms ætla ég þvi, aö æski legast sé, að þeir markist ekki af kynferði einstaklinganna held ur af hæfileikum þeirra til þekk ingaröflunar og þekkingarávöxt unar. Það mun skoðun margra, sem fást við athuganir á hegðun , fólks og uppeldi, að það sem mestu varði um félagsleg við- brögð og siðferðileg séu þau áhrif, sem einstaklingurinn verð ur fyrir í æsku. Það bendir til þess að það vefti á nokkru, að giiftir háskólastúdentar lifi eðli- legu lífi, en daglegt hegðunar- mynstur mótist ekki af sérhóp um eöa séhagsmunum. Því með því móti má að nokkru er til vi'll tryggja, aö núverandi sér- hópsvið'horf vaxj ekki áfram. Ég ætla, að þekkingaröflun á sama grunni og aðrir fást við aðra vinnu, verði betur á vegi statt, en það barn sem vex upp inn- an sérhópsins í „hjónagarðin- um“. Börnin flytja foreldrunum tvennt ólíkt. Ánnars vegar kalla þau á foreldrana sem félagsver- ur og hins vegar verða þau for- eldrunum fjötur um fót í ýmsu starfi, þar á meðal í náminu, sem þó einnig skyldi hafa þrosk- að foreldrana sem félagsverur. Trúlega gerði þaö samfélaginu meira gagn að reist yrði bama- hemili við háskólann þannig, að foreldri eða foreldrar gætu feng- ið gæzlu fyrir börn sín meðan þau sjál'f sinntu vinnu í skólan- um eða utan hans og væru svo samferða börnum sínum heim aftur að loknu starfi. SkyLdi það ekki geta verið gott félagslegt uppeldi fyrir karl kyns stúdent að fara með bam sitt á bamaheimili meðan hann sinnir fyrirlestrum, en móðirin er að fyrirvinnustörfum úti í bæ, eins og þær em margar. Eins hygg ég, að það séu bam- inu eðlileg og þroskaavænleg tengsl að dvelja á barnaheimili á sama stað og foreldriö er að vinna. Það verður trúlega ekki mælt og vegið nákvæmlega hversu mikil áhrif foreldrar hafa til andifélagslegra viðbragða barna sinna þegar þau em látin finna, aö þau eru fyrir. Því er ör- ugglega betra, að háskólastúd- entinn vaxi upp í samvirku fjöl- skyldufélagi í æsku sinni. Ég vil hér taka fram, að ég tel ekki eðlilegt það fyrirkomu- lag, sem algengast er, að konan bverfi frá námi og farj að vinna fyrir þörfum beggja, en ekki maðurinn. Það er aðeins um að ræða afleiðingar af sérhópsihags- munum karla á kostnað kvenna og ef til vill á kostnað heil- brigörar framvindu samfélags- ins, en ekki jákvætt frjálst val um hegðunarhætti. Kjami málsins fyrir okkur arkitektana, held ég sé, að við séum vakandi fyrir því, að með lausn viðfangsefnisins erum viö að hafa áhrif á þroska komandi þekkingarmanna. Ég ætla, að með því að halda áfram í hugsunarleysi að færa hið ævaforna fyrirkomulag ein- staklingsgarðanna yfir á gifta stúdenta, séum við að stuðla að áframhaldi á því ástandi, sem nú er og sem eins og ég hefi áð- ur bent á hefur fært okkur þá óhamingju sem sérhópastefnan hefur Leitt af sér. Mér yirðist það liggja Ijóst fyrir, að forráðamenn háskólans verði aö víkka sjóndeildarhring sinn í þessu máli, en ekki bara halda áfram I gömlu fari án umhugsunar. Og viö arkitektarnir hljótum að gera ofckur Ijóst. að við verð- um að brjóta af okkur eigin sér- hópsviðjar og komast til þess að skoða afleiðingar gerða okkar. Það, að byggja hjónagarð, er ekki bara þaö að fá vinnu við 1 stk. arkitektur ti] viðbótar. Viö erum með því að hafa áhrif á þróun og þroska þeirra manna, sem geta ráðið úrslitum um hversu vegnar mannlífinu. í stað þess að gera I hugsun- arleysi það sem fyrir okkur er lagt, verðum við að fá sameigin- legt vandamál samfélagsins og giftra háskólastúdenta tekið til raunverulegrar yfirvegunar og finna því þá lausn, sem leitt getur til farsældar. Hitt er ó- verðus framkoma við samfélag- ið, sem menntaði okkur, að end- urtaka án umhugsunar gömul form og athafnir. mxp.iz-zapmjizmmasafs:

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.