Vísir - 27.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 27.02.1971, Blaðsíða 3
VIS IR . Laugardagur 27. febrúar 1971, 3 TIKUR ÆVINTÝRI VID Af TRÚBROTI I FÁST? — Þjóbleikhússtjóri vill ekki fella niður sýningar vegna utanfarar Trúbrots — Hljómleikunum hefur verið frestað HINIR FYRIRHUGUÐU tónleikar Trúbrots hafa að vonum vakið mikla athygli, búið var að ákveða að þeir yrðu 6. marz n.k. en nú hefur reynzt óhjá- kvæmilegt að fresta hljómleikunum um eina viku. Að því liggja ýmsar ástæður, meðal annars má nefna að Gunnar Þórðarson hafði pantað forláta gítar „að vestan“, en gripurinn kemur nokkuð seinna í hendur tónskáldsins en fyrirhugað var. — Þá reyndist ekki unnt að fá inni á fyrirhuguðum tíma í stúdíói því, sem Trúbrot ætlar að vinna að næstu LP-plötu sinni, en eins og skýrt var frá í síðasta þætti verður hið 40 mínútna verk, er þeir frumflytja á hljómleikunum hljóðritað hjá dansk- ktwn Þessi mjög svo forvitnilega samfellda pop-tón- smffft Trúbrots hefur hlotið heitið: „.... lifun“, og verður jafnframt heiti plötunnar. — En þar með er sagan ekki fullsögð, því enn eitt vandamálið hefur skotið upp kollinum, en það er varðandi þátttöku Trúbrots í Fást. Piltamir munu hafa farið fram á vikufrí hjá Þjóðleikhúsinu vegna upptökunnar, en Guðlaugur Rósinkranz mun hafa tekið mjög treg- lega í að úr því gæti orðið. Málið var mjög skammt á veg komið í umræðum milli Trú- brots og þjóðleikhússtjóra £ sl. viku er Guðlaúgur þurfti að f ara utan. Sérstakur samningiur er á milli Þjóðleikhússins og Trú- brots um þátttöku hljómsveitar- innar í Fást þar skuldbindur Trúbrot sig til að taka þátt i tveim sýningum á viku. Þjóðleik húsinu er í sjálfsvaid sett hvaða kvöld verða fyrir valinu, að und anskildum föstudögum og laug ardögum. Samningur þessi er uppsegjanlegur meö þriggja vikna fyrirvara. Ef £ hart fer neyðist Trúbrot til að segja upp samningnum, en um leið getur það orsakaö viðbótartöf á hinni fvrirhuguðu upptöku. Hins veg ar er búið að ákveða það endan lega að hijómleikamir fari fram laugardaginn 13. marz hvernig sem málin þróast. Gunnar Þórðarson hafði eftir farandi um málið að segja: „Það' hefur verið ákaflega ánægjulegt að starfa 1 Þjóðleikhúsinu, og það væri mjög miður farið ef ekki yrði framhald á þv£ sam- starfi, sem ég tel ákaflega ólfk legt, þvf ég er mjög bjartsýnn á að samningar takist við þjóð- leikhússtjóra varðandi þes9a undanþágu frá samningnum. — Þeir félagar hafa ákveðið að nefna fyrsta samfellda ísl. pop- tónverkið .. Iifun“, og ef að Iikum lætur verður það tals- verð upplifun fyrir áheyrendur... ar, en hann er sem kunnugt er fyrsti og var lengi vel eini leik- myndagerðarmaður sjónvarps- ins. Ef tekst til eins og til er stofnað, er enginn vafi á því að þetta framtak mun hvetja aðrar hljómsveitir til að hugsa út ryr- ir ramma hins hefðbundna dansi-balla prógramms ... Það er engin ástæða ti'l að vanmeta hlut leikaranna f Fást, en það er staðreynd sem ekki verður framhjá gengið að Trú- brot á mikinn þátt f því að Iaða ungt fólk á sýningarnar. Aðsókn in hefur aukizt mjög í febrúar, t.d. var uppselt 91. fimmtudag, þó þykir sá dagur frekar léleg ur leikhúsdagur. Músíkin, sem Trúbrot flytur er samin af þeim siáifum, en henni var töluvert brevtt eftir Atriði úr Fást. Trúbrot í Valborgarmessubúrinu“. Annað hef ég ekki um þetta mál að segja“. Svo mæltist Gunnari Þórðarsyni. Miki'l vinna er í sambandi við að Karl Sighvatsson og Gunnar Jökuill tóku aftur fyrri sæti sín í hljómsveitinni. Það er eðlilegt að það gangi treglega að stöðva leikhúsverk f ful'lum gangi í viku eða jafnvel lengur, en eins og kom fram hér að ofan er Gunnar Þórðarson bjartsýnn á aö þetta vandamál leysist. Þegar þátturinn var að fara i prentun barst mér sú vitneskja að verið væri að athuga hvaða hljómsveit kæmi til með að taka við af Trúbroti í Fást, ef útilok- að værj að gera hlé á sýningun- um á meðan Trúbrot er í Höfn. Það er annaðhvort Náttúra eða Ævintýri, sem þar koma til greina, en Náttúra er mjög bund in við æfingar á Hárinu, þarm- ig að Ævintýri kemur sterklega til greina, enda á hljómsveitin þaö vissulega skilið. — Ef málin þróast á þennan veg mun Ævin týri koma fram f þrem sýning- um á Fást. Ekki var unnt að ná tali af þjóðleikhússtjóra — þar eð hann dvelst erlendis um þess ar mundir. Samningur Trú- brots og Þjóðlelkhússins er uppsegjanlegur með þriggja vikna fyrirvara... Gunnar Þórðarson: „ákaflega bjartsýnn á að samningar tak ist við þjóðleikhússtjóra“. hljómleikana, og ekkert til spar að ti'l að Trúbrot njóti sfn sem allra bezt á sviðinu f hljómleika sal Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Sviðið verður sérstak- lega ,,hannað“ og byggt upp á hugmyndum Björns Björnsson- UMSJÓN BENEDIKT VIGGÓSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.