Vísir - 27.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 27.02.1971, Blaðsíða 8
8 V1 SIR . Laugardagur 27. febrúar 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjótfsson Ritstjóri: Jönas Rristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi • Valdimar H. Jóbannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Siml 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda hf. Engin samstaða V^falaust hafa margir haft gaman af sjónvarpsþætt- inum á dögunum, þar sem nokkrir lærðir og vitrir menn voru fengnir til að segja frá hugmyndum sín- um um þróun íslenzkra þjóðfélagshátta þau 30 ár, sem eftir eru af öldinni og hvernig hér yrði umhorfs í þeim efnum árið 1001. Það hefur löngum reynzt erfitt að sjá rétt fram í tímann, þótt skemmra sé en 30 ár. Framtíðin ber svo margt í skauti sínu, að allar spár um hið ókomna hljóta að reynast rangar að meira eða minna leyti. Samt sem áður er sennilegt að sumt af því, sem menn þessir gerðu ráð fyrii, muni koma fram, ef stórveldin bera gæfu til að stilla sig um að steypa mannkyninu út j nýja heimsstyrjöld. Hverju skyldu hinir vísu menn hafa svarað, ef spurðir hefðu verið, hvort þeir héldu að íslepdingar myndu um næstu aldamót hafa lært svo mikið af reynslunni, að verkföll yrðu þá orðin sjaldgæfir at- burðir hér á landi, eða jafnvel úr sögunni? Við höf- um víst nú sem stendur, samkvæmt nýlegum frétt- um, heimsmet í þeim ófögnuði. Einnig mætti velta því fyrir sér, hvort þjóðin muni um næstu aldamót vera farin að viðurkenna þá staðreynd og lifa í sam- ræmi við hana, að sífélldar víxlhækkanír káúþgjálds og verðlags eru ekki leiðin til þess að sigrast á verð- bólgu og treysta efnahagsgrundvöllinn. Formaður Framsóknarflokksins sagði í áramóta- hugleiðingu sinni, sem birt var í Tímanum, að taka yrði dýrtíðarmálin allt öðrum og betri tökum en gert hefði verið undanfarið. Það þyrfti að stefna að stöð- ugri verðlagsþróun og setja skorður við dýrtíðar- vextinum. Þetta hafa stjórnarandstæðingar ávallt sagt síðan verðbólguþróunin hófst. fyrir aldarfjórð- ungi, og þeir hafa alltaf ásakað þá, sem með völdin fóru á hverjum tíma, um slælega framgöngu gegn þessum vágesti. Slíkt nagg þykir sjálfsagt í stjóm- málabarú'.tunai. Stjómvöldin ha ' r. ‘' ann, Iiver sem þau voru, viðurkennt að verðbólgan væri skaðræðisafl hið mesta og að þau vildu umfram allt stöðya hana. En til þess að það mætti takast hefur alltaf vantað hina „víðtæku samstöðu“, sem form. Framsóknar minnt- ist á og telur forsendu þess að sigurinn vinnisti Réttsýnir stjómmálamenn hafa játað fyrir alþjóð að allir stjómmálaflokkamir eigi hér pokkra sök, og þá vitaskuld þjóðin öll. í raun og veru vili enginn fóma neinu þegar á herðir, hvorki flokkar né einstakl ingar. Geta ríkisstjómarinnar, hver sem hún er, verð- ur alltaf mjög takmörkuð í þessu efni. Allar ráðstaf- anir frá hennar hendi, sem vit er í og árangurs mætti vænta af, eru óvinsælar hjá almenningi. f stað þess að leggja til sameiginlegrar atlögu gegn ófreskjunni hef- ur þjóðin skipt sér í óteljandi hagsmunahópa, sem í rauninni em alltaf að berjast hver við annan. Meðan svo heldur áfram, er tómt mál að tala um stöövun verðbólgunnar. ? # 1 \Jo B3n viövörunin vegna mengunar- hættunnar: ,4Íyaö er aö gæsunum, geta þær elfki synt?“ ,Jú, en þær eru hræddar um að verða óhreinar í yatninu.“ Norðmenn þurfa að verja 12 mill jörðum í mengunarvarnir Miklu hefur verið varið til umhverfis- verndar við álverksmiðjur, efnaiðju og sildarverksmiðjur Samtök norskra iðnrek- enda hafa kannað meng unarvandann í tíu helztu iðngreinum landsins. —- Niðurstaðan er sú, að umhverfisvernd í fram- tíðinni muni þurfa að kosta iðnaðinn sem svarar tólf milljörðum íslenzkra króna. í þeim greinum iðnaðar, sem rannsóknin náði til, hef- ur þegar verið varið um 5 milljörðum króna til streymi til sjávar hratt og ölg andi og hreinsist því hraðar en ella. Tvö atriðj þarfnist þó að- gátar. f fyrsta lagi líffræði hafs ins og í öðru lagi leysist sum efni seint ‘upp,1 svo sem skor- dýraeitrið DDT og metylkvika- llllllllllll aSlBM Umsjón. Haukur Helgason: varnar mengun og ann- arrar umhverfisvemdar. Rekstrarkostnaður við hreinsunartæki og slíkt er um 400 milljónir á ári. Rannsóknin nær meðal annars til álverksmiðja, námugraftar, efnaiðnaðar, olíuhfeinsunar- stööva, sements og stldarlýsis- og mjölverksmiðja. Matvælaiðn- aður var ekki athugaður. f skýrslunni segir, að meng- unarvandamálið sé tiltölulega lítið í Noregi í samanburöi við önnur lönd. Mengað frárennsli iðjgvera sé í Noregi aðeins ljt- ið brot af því, sem gerist í löndum eins og Englandi og Vestur-<Pýzikalandi. Straumhörð fljót hagstæð Flest iðjuver Noregs séu við ströndina, og hafj starfsemi þeirra því miklu minni ábrif á umhverfi en annars væri. Gnótt vatns sé í Noregi. Vatnsmagn sé 112.500 kúbikmetrar á mann i 4njdinu, en sé í Finnlandj 22.000 í Svfþjóð 23.400 og aöeins 2.400 á mann í Danmörku. Ár silfur. Þessi efni geti að lokum safnazt í h'kama dýra og valdið miklu tjóni. Þvi þurfi sérstakrar aðgæzlu, þegar iðjuver þurfa að láta frá sér slík „umhverfiseiturefni". Ekki hugsað um arðsemi Mestum hluta þess fjár, sem norskur iönaður verji til um- hverfisverndar, sé til þess variö án npkkurs tiliits til arðsemi- sjónarmiöa, og þess vegna sé þetta dýrt fyrir fyrirtæki. Oft sé útbúnaöur til umhverfisvemd ar svo tengdur öðrum úitgjöld- um. að örðugt sé að reikna, hvað hann kosti sér í lagi. í framtíðinnj þurtfi að verja svo miklu fé til umhverfisvernd ar að langt sé umfram getu flestra greina iönaðarins. Vanda mál mengunar verði aðeins leyst með miklu átakj og samvinnu a!!ra aðila. Ranpsókn þessi hafi verið gerð til að leggja grund- völl að raunhæfum aðgerðum. Iðnrekendur í Noregi séu vel á verði í þessum efnum og geri sér góöa grein fyrir vandamálun um. Þeir hafi skilning á nauð- syn umhverfisverndar. 2000 tonn „sleppa“ frá álverksmiðjum í álframleiðslunni hafi öli fyrirtæki, nema hin elztu, hreinsiútbúnað fyrir flúorgas. Norskar álverksmiðjur gefi frá sér 10 þúsund tonn atf flúor á ári, og af þessu hreinsist 8 þúsund tonn, en tvö þúsund tonn „sleppi". Álverksmiðjur hafi til þessa fjárfest um 1,5 milljarð íslenzkra króna í hreinsibúnað. 1 framtíðinni beinist stefnan að fullkomnari tækni við hreins un. 1 námuiðnaðj sé vandinn mest ur við mengun vatns, og geti hlotizt af tjón í ám og vötnum, vegna óhreins vatns. Námuiðn- aðurinn hafi variö um 250,millj. til umhverfisvemdar undanfarin ár. Rannsóknin tekur til 30 af 300 fyrirtækjum i efnaiðnaði. Hann hafi fjárfest yfir 700milij. til vamar mengun, Brennisteinn frá olfuhreinsunarstöðvum nemi 4000 tonnum á ári. Ráðstatfanir hafi þar verið gerðar til að hindra mengun Iofts, vatns og nágrennis. „Lyktin verst við síldarverksmiðjur“ Með tilkomu hreinsitækja í sem entsverksmiðjum hafi reynzt unnt að minnka mjög mengun af þeirra völdum. Mengunin nemi nú 15 tonnum á dag, og verðj mjög dýrt aö minnka það magn verulega. í sementsiðnaði hafi verið varið um hálfri millj. ísl. króna til þessa í síur fyrir ofna og myllur. I síldar og fiskimjölsverk- smiðjum sé lyktin verst. Elfnin f loftí séu ekki eitruð eða skað leg fyrir líkamann. Nokkur meng un verði í sjó af framleiðslunni. Af 80 sfldarmjölsverksmiðjum séu um 30 f nágrenni þéttbýl- is. Tíu þeirra hafi síðan 1966 tekið f notkun hreinsitæki, og kosti rekstur þeirra 120—240 ísl. krónur á hvert tonn fram- leidds sfldarmjöls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.