Vísir - 02.03.1971, Síða 6

Vísir - 02.03.1971, Síða 6
0 Sölustrákamir Þarna er hópur kátra sölu- stráka, sem hafa i vetur verið í fremstu röð hjá Visi og unn- ið til góðra verðlauna, en þegar vorar verður ]>essi hópmr vænt- anlega margfalt stærri, ef að lfk um lætur, því þeir eru margir strákamir, sem vinna sitt fyrsta starf við sölumennsku á Vísi. Sölukónigur janúar, Auöunn Gestsson er í miðið fremst á myndinni en annar varð hann Guðbjöm sem er til hægri og Ari heitir sá vinstra megin og varð þriðji söluhæstur. ísland verður einnig með í einum hinna risastóru sýn- ingarskála á vorkaupstefnunni í Leipzig verður íslenzk sýn ngar deild frá Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna. Verður þetta í einum af 16 skálum f innbænum f Leipzig, þar sem eingöngu verða sýndar neyzluvörur. Framleið- endur, sem sýna að þessu sinni em frá 65 löndum og veröa með rúmlega 10 þús. sýninga- deildir. Þátttakan kemur í æ ríkara mæli frá Vesturlöndum, þau em nú 27 talsins, 12 sósíal- ísk lönd og auk þess 27 þróun arlönd. Hópur manna úr við- skiptalífinu hér á landi mun að venju sækja Leipziger Messe. Skipaður í embætti prófessors í tannrétting- um Forseti íslands hefur. skipað Þórð Eýdal Magriússon,' tann- lækni, prófessor í tannrétting- . . úUii! •_'JJjlLl:_ um við læknadeild Háskóla Is- lands frá síöustu áramótum að telja. Sunna með hóp á alþjóða fiskveiðisýn- inguna Eins og gefur að skilja er það mikils virði öllum þeim sem em f sjávarútvegi að kynnast því nýjasta, sem tæknin hefur fram að færa. Hefur Ferðaskrif stofan Sunna nú ákveðið að gefa þeim, sem þess óska, kost á að sækja alþjóða fiskveiðisýning- una í Dublin. Ein millilandaflug' vél Loftleiða flýgur með hóp- inn til, Dublin að morgni 25. marz, en komiö veröur heim frá írlandi fyrir miðnættj 30. marz. Sýning þessi er eins konar heimssýning fiskiönaðarins og var sfðast haldin í London. BÍLAKAUP^ Vel með farnir bílar til sölul og sýnis í bílageymslu okkar . - Árg. Tegund Cortina station Cortina Cortina Bronco 8 cyL Bronco Willys Cortina station Falcon Moskvitch Scout Comet Rambler Am. Skoda Combi Benz 190 Torino Land Rover Verð þús. 225 165 180 295 260 180 110 335 85 235 110 190 95 170 530 145 Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson hf. Skeifunni 17. Sími 85100 Inngangur Skautahöllin VISIR . Þriðjudagm 2. marz 19711 □ Skammdegistauga- veiklun Geirjón hringdi og vildi endi- lega koma eftirfarandi á fram- færi: „Það er kannski Ijótt af mér að spyrja um svo viðkvæmt mél, en mig langar að spyrjast fyrir um, hvað verður gert viö hugsan legan afgang af þessu fé, sem góðir menn eru að raka saman í kaup á geirfugli, uppstoppuð- um. Það er kannskj fáránlegt að láta sér detta það í hug, en það er nú i gangi söfnun vegna Ástralíufara, sem langar að koma heim aftur úr klandri þar syöra. Hvemig værj að geir- fuglssöfnun léti ofurlítið af hendi rakna til þeirrar söfnun- ar? Kannski eru þessi mál svo óskyld, aö ekki megj á þau minn ast f sömu andránni. Gei'riúgls- söfnun er lika meira „human interest“ en Ástralíusöfnun. Vonandj geta mennimir keypt sér þennan fuglsham hjá hon- um Sótsbi, en mig langar að spyrja: Hvað verður um allt söfn unarféð — það bendir flest til að mikið fé safnist — ef ein- hver ríkisbubbi. t d. Onassis eða svoleiðis peningamaður, bít i -'.rrur það í sig að kaupa fuglinn . . og býður betur en öll ísl. þjóðin? Hvað á þá að gera við peningana? Ég er nú svo utanveltu í heim inum, að mér finnst þessi söfn un út af fugli, sérstaklega löngu dauðum fugli, sem forfeður vor ir lögðu sig i lífsháska við að drepa fyrir útlendinga bara vera til að hlæja hressilega að. Hins vegar finnst mér menn vakna full seint af skammdegistauga- veikluninni! En þaö á ekkj af okkur að gangá í fyrra skömm uðust menn út af Fígaró i Þjóð leikhúsi, og í vetur rifust menn um hunda — og enduðu með þvi að æða til London að kaupa Blaðnskákin TA—TR Svart: Taflfélag Revkjavíkui Leifur Jósteinsson ' Biöro Þorsteinsson ABCDEFGH ABCDEPGH Hvitt Taflfélag Akureyrar Gunnlaugur Guðmundsson Sveinhjörn Sigurðsson 20. leikur svarts: Rg6—f8 geirfugl til að geyma bak við gler. Með baráttukveðju — eða öllu heldur söfnunarkveöju, Geirjón." □ Lifandi fólk — dauður geirfugl Fjöldi fólks hefur hringt til blaðsins til þess að lýsa hneyksl un sinnj vegna fyrirhugaðra kaupa á geirfuglinum. Kona nokkur úr vesturbænum hafði til dæmis þetta að segja: „Ég gat ekki orða bundizt, þegar ég fletti Vísj á laugardag- inn. Annars vegar var grein um söfnun til handa fátækum íslend ingum sem villzt hafa „í út- legð“ ef svo má segja, til Ástra líu. Þessj söfnun hefur víst stað ið f margar vikur — og lítið gengið Þó vantar þetta fólk ekki nema fáeinar þúsundir kr. til að komast heim til föðurlands ins. — Hins vegar er svo söfn- un fyrir dauðum fugli, geirfugli að vísu. — Og þá virðist ekki standa á mönnum að opna pyngj una Það virðist ekki standa f mönnum að draga saman þrjár milljónir eða hver veit hvað á fáeinum dögum. þegar einhver dauður fomgripur er annars veg ar. Maður hélt að það væri nær að verja fé til þess að hjálpa þejm dýmm, sem þjást f þessu landi eða til þess að vama því til dæmis að fleiri fuglategund ir en geirfuglinn deyj út — En það er nú svona sumum mönn um þykir mest um það vert, sem dautt er og þeim mun meira finnst þeim til um það, því leng ur sem það hefur verið dautt. Mann; koma í hug þessi fleygu orð: Maður lít þér nær“ Guðrún □ Dýramyndir sjón- varps „Mig langar til að bera fram kvörtun vegna dýramynda sjón- varpsins. Ég hef alltaf gaman af myndum frá lífi dýra, og ég vil sérstaklega þakka myndir eins og músamyndir og úlfa- myndina að vissu marki. En mér er farið eins og mörgum öðrum, sem ég þekki, að mér líður illa þegar ég horfi á þessi stöðugu át eins dýrs á öðm. Það loðir við nærri allar dýra myndir i sjónvarpinu, að þar eru langir kaflar, sem sýna á eins ógeðslegan hátt og hugsazt get ur, hvemig eitt dýr drepur ann að og gæðir sér á. Þetta hefur vakið viðbjóð minn og ekki sízt þeirra bama sem ég þekki til. Ef sjónvarpið getur ekki fengiö aðrar mjmdir án þessa, ætti það að minnka eitthvaö þessar sýningar." Dýravinur Ekkert fuglshræ „Mér datt í hug í sambandi við þessa geirfuglssöfnun, sem vafalaust er góðra gjalda verö, hvort þessum mannúðarfélög- um sero að söfnuninnj standa, væri ekki nær að gangast fyrir söfnun til að kaupa heim nokkra vesalings íslendinga, sem em að veslast upp i Ástraliu. Og þá þyrfti að kaupa þá heim áður en þeir deyja drottnj sínum og verða stoppaðir upp. Mér finnst það standi okkur nú nær að bjarga þessu fólki. heldur en einhverju fuglshræi. Kveðja, Furðufugl" HRINGIÐ í SIMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.