Vísir - 02.03.1971, Side 7

Vísir - 02.03.1971, Side 7
VTSI R . Þriðjudagur 2. niarz 15»71. cTkíenningarmál Ölafur Jónsson skrifar urn tímarit: KRISTINN ANDRÉSSON OG HNIGNUN RAUNSÆIS . <-‘»írý'Tg-vtt; ' A>>' í ??:»•> . tí- <f ixH f nýútkocnnu Tímariti Máls og menningar, 3—4öa hefti ’70, greinir Kristinn E. Andrésson frá því í formála ritsins að hann láti nú af ritstjórn þess. Kristinn hefur stjórnað tímarit inu um meira en 30 ára skeið og þar áður ársritinu Rauðum pennum, en Tímarit Máls og menningar kom reyndar til í beinu framhaldi þess. Lengj framan af þessu tímabili var Rristinn E. Andrésson vafalaust einhver áhrifamesti bókmennta- maður og gagnrýnandi í landinu, en varanlegasta verk hans á því svjði er ritið um íslenzkar nú- timabókmenntir 1918—48, hin eina saga samtíðarbókmennt-' anna sem tiltæk er enn í dag. Það er hætt við að líði á löngu áður en metin verðj tii hlítar áhrif Kristins_ bein og ó'bein, á bókmenntir og bókmenntamat sinnar samtíðar. Sízt af öllu verður þeim afneitað eða gerð ómerk með hrópyrðum pólitískra andstæðinga hans, þó að þaðan af síður megí gleyma því að gagnrýni Kristins er jafnan póli- tísks eðlis, þáttur í víðtækari þjóðmálaskoðun og baráttu hans. Satt að segja hygg ég að óviða komj gleggra fram hve náið svonefnd róttækni í fé- lagslegum og pólitískum efnum hefur farið saman við rómantísk og fhaldssöm viðhorf í þjóð- ræknis og menningarmálum i 'íslenz'kri' -vinstrihreyfingu um- liðinna áratuga en hjá Kristni E. Andréssyni og í Tímariti Máls og menningar. J^ristinn E. Andrésson varð fræðilegur oddviti þeirrar hi eyfingar félagslegrar róttækni, pólitískrar hlutdeildar, nýrrar raunsæisstefnu sem fór um bók- menntirnar á fjórða áratug ald- arinnar og entist a. m. k. fram eftir fimmta áratugnum. Er rétt mætt að segja aö Atómstöðin setji punkt aftan við þetta skeiö í sögu samtíðarbókmenntanna? Svo mikið er víst að þessi hreyf ing tók brátt að fjara út á ný, megnaði ekki að semja sjg til neinnar hlitar að nýjum og breyttum tímumþótt áhrifa henn ar hafi gætt fram á þennan dag. í raun réttri fól hún í sér til- raunir til að endurvekja og virkja til nýrra nota sumt hið bezta úr bókmenntalegum arfi 19du aldarinnar, rómantísk við horf ijóðagerðar og raunsæis- stefnu sagnagerðar, félagsleg viðhorf raunsæismanna á ofan- verðri öldinnj og þjóðernis- hyggju rómantisku stefnunnar. t>að er eftirsjá að þvi að Krist- inn Andrésson skuli ekki hafa lagt meiri og samfelldarj stund á bókmenntir 19du aldar en raunin er. Þær eru honum vafa- laust meir að s-kapi en velftestar samtíðarbókmenntir og viðhorf pólitiskrar dægurbaráttu hefðu vart sett gagnrýnj hans á því sviði sömu takmörk og raun ber vjtni um samtiðarbókmenntir. En fyrir þvi sem nýstárlegast er og róttækast í bókmenntum efi.irstríðsáranna heíur hann alla staðið framandi. Um það ber Pókmenntasaga hans þegar vjtni þó einkum ritgerðir hans um Ijóðlist og sagnagerð seinni ára i Timaritj Máls og menningar. I hinu nýja tímaritshefti fá forsjármenn þess dálítið kaldranatega kveðju, þótt stilli- lega sé tekið til orða, i mark- verðustu grein ritsins, ritgerð Vésteins Lúðvíkssonar um Ge- org Lukács og hnignun raunsæ- isins. í lok hennar segir Vé- steinn: „Þessi jjrein min er sprottin upp úr eigin lögun til að átta mig á því sem ég er sjálfur að gera. Hún er þó ekki skrifuð fyrir mig einan heldur með íslenzka lesendur í huga, og islenzka sósíalista ekkj sízt. Þvi það sem 'rak mig af stað var sú yfirborðskennda bókmennta- umræða íslenzkra sósíalista sem sjá hefur mátt sýnishom af hér í tímaritinu (greinar Gunn- ars Benediktssonar). Mér ofbauð ejns og svo mörgum öðrum. Tátt þoli ég jafnilla og stalínistískan eða kirkjulegan konformisma. Og fátt þykir mér jafnátakanlegt og þekkingar og skilningsskortur manna sem hafa haft góða að- stöðu til að sigrast á hvoru tveggja. Þeir sem það vitja geta því litið á þessa grein sem ör- titla kveðju til þeirra sem heimta hetju- og átakabókmenntir eins og við lifóum á Sturlungaöld eða hnignunartímum grísku borg ríkjanna. Og þá ekki síður sem örlitla kveðju til þeirra sem ekki hafa tekið ti! máls. þó þeim hafi borið skvlda til þess,“ \/'iðfangS|efni Vésteins Lúöviks- sonar i þessari ritgerð er annars að segja nokkur deitj á Georg Lukács, sem á seinni ár- um nýtur almennrar viöurkenn ingar. minnsta kostj á Vestur löndum. sem langhelzti gagnrýn andi og fræðimaður marxism- ans um bókmenntir og fagur- fræði. Vésteinn tekur sér fyr- ir hendur að gera grein fyrir nokkrum þeim meginatriðum í bókmenntakenningum og heim speki Lukácsar sem hann telur að skýrt geti bókmennta- þróun síðustu áratuga og brugðið ljósi á stöðu bókmennta í kapítalísku þjóðfélagi, eins' og hann tekur til orða. Þetta er eins og vænta má heldur en ekk; flókið mál. Fag- urfræði Lukácsar rekur rætur um þýzka heimspeki aldarinnar sem leið aftur til Aristóteleser: hin klassísku hugtök „mímesis" og „kaþarsis eru homsteinar hennar. Listin fjallar um og endurskapar efnivið veruleik- ans sjálfs, hún hefur vakningar eðli ti! að bera, stefnir að „skírslu" mannlegs hugar. Við þetta bætist ákveðnar frum- spekilegar hugmyndir um „eðli veruleikans“ og þó einkum og sér í lagi gerð hins „kaþítalíska samfélags” með hugtök eins og ,,hlutgerving“ og „firring“ að lykilorðum Á þeim reisir hann raunsæiskröfu sína til bók- mennta sem í senn er af fagur- fræðilegum og siðferðilegum toga spunnin: listin á að leit- ast við að sýna veruleikann ,.allan“, umskapa efnivið hans í „týpiska heild“, og listin á að orka á veruleikann og leit- ast við að breyta honum til batnaðar. Að mati Lukácsar eru beinlinis allar miklar bókmennt ir gæddar þessu raunsæiseðlj og gagnrýni hans beinist að því að kanna það og lýsa frá fornöld til 19du aldar. En samfara Thomasar Manns. En samfara miklun hinnar raunsæju hefðar fer gagnrýni nútímabókmennta sem brugðizt hafi raunsæishlut- verki sínu. f þeirri gagnrýni „módernisma" í bókmenntum er auðvitað fólgin krafa um nýtt, sósíaliskt raunsæi sem í senn viðhaldi hinni klassísku hefð og semjj hana að nýjum tím- um. Kristinn E. Andrésson ^ð mínu viti er ritgerð Vé- steins Lúðvíkssonar ekki einasta, og kannskj ekkj einu sinní fyrst og fremst, markverð vega sínnar ýtkrlegu greinar- gerðar fyrir ævi, hugmyndum og kenningum Georgs Lúkácsar — þó að sönnu sé að henni harla mikið nýnæmi í íslenzkri bók- menntaumræðu. En Vésteinn er auðsæilega höfundur sem tekur skáldskap sinn' og sósíaliska heimsskoðun alvarlega leggur i hvort tveggja vitsmunalegan' rrietnað, Og grein hans felur í J séi- tilraun til að gera upp við I) sig, á grundvelli umræðunnar um Lukács, drög að fagurfræði, starfsaðferðum við skáldskapar- verkefni sem honum virðast brýn. Frá þessu sjónarmiðj finnst mér greinargerð Vésteins fyrir hugmyndarlegum bakhjalli Luk- ácsar í marxískum fræðum tor- kennilegust í ritgerð hans. Eins og hann bendir reyndar á sjálf ur er tízkuorð eins og ,,firring“ teygjanlegt til að merkja nánast hvern skratta sem er. En þvi má bæta við að á íslenzku merk ir það nánast alls ekki neitt, eitt sér. og þarf við nánarj ein- kunnar til að veröa skilj- anlegt. „Vitfirring" er gamalt og gott orð, og nýmyndun eins og „lífsfirring" auðskilin í sínu sam hengi, en auðvelt er að mynda ný orð með sama hætti: „vald- firring", „stéttfirring" til dæm- is. I' ýmsum samsetningum sín- um kann „firring" að vera full- komlega nýtilegt hugtak í um- ræöu um sálfræðileg, félags-sál- fræðjleg og pólitisk efni. Allt öðru máli gegnir þegar fara á að nota „flrringuna" í einhverri almennri merkingu, studda þessu sífellda dæmi urn iðnverka manninn við færiband sitt, sem allir þekkja úr Nútíma Chaplins, sem tæmandi dæmi um lífshætti í „kapitalisku samfélagi", hunz- un þess á öllum mannlegum verðmætum og hvað það nú hejt ^ ir, og gera því skóna að þessu böli muni brátt Ijúka með ,,sósí aliskrj byltingu og afnámi eign arréttarins". Gildir þá reyndar einu þótt í stað rómantiskrar byltingarhugsjónar sé sett útópísk og hugsjón byltingarinn ar miklu gerð að órafjarlægu marljEi á aldalangri vegferð mann kyns. Sama gildir kenninguna um „hlutgervingu" verðmæt- anna, vörueðli lífs- og starfs- hátta nú á dögum, að einhliða pólitísk notkun hugtaksins býð ur heim einföldun, rómantískri afmyndun flókins og margbrot ins veruleika. En ekkj er að því að spyrja að „firring", „hlutgerv ing“ eru jafnan neikvæð hug- tök, böl sem bæta þarf með rót- tækri aðgerð og notuð í ádeilu skyni, og ádeilan virðist oft og einatt byggjast á frumspeki- legri draumsýn ,náttúrlegs“ mannlífs og samfélagshátta. Það skrýtna er hve náskyld þessi frumspekilega sýn hins „fagra, sanna og góða“ mannlifs eftir byltingu viröist hinni róman- tísku óskmvnd bændasamfélags ins gamla sem er svo algeng i íslenzkum bókmenntum. Jþkki verður sagt með sanni að a Vésteinn Lúðviksson fram- fleyti slíkum og þvílíkum sfbernsku-hugmyndum í ritgerð sinni um Georg Lukács og raun sæið. Hitt er meira spursmál hvort hann vísar þeim nokkru sinni á bug. Auk þess að gera grein fyrir kenningum Lukács- ar beinir hann að þeim gagn- rýnj i einstökum atriðum, eink- um viðhorfum hans við „mód- ernisma" bókmenntanna. en hitt verður ekki Ijóst í hve mikl um mæli hann vill gera fræði hans að sínum. Svo mikið er vist að fagurfræði eða bók- menntakenning Vésteins, sem hann -reifar í þessarj ritgerð, felur í sér kröfu um „raunsæi” og „samfélagslega, hlutdeild”, stefnir að byltingarsinnuöum bókmenntum. En eitt er áhuga verð bókmenntakenning, skiln- ingsleið að bókmenntum sem raunsæishugtak Lukácsar ótví- rætt markar, annað lífvænleg starfsfræði skáldskaparverka. í kenninguna er innbyggð sú trú kredda dogmatismi að hér sé um að ræða hinn eina rétta skilning skáldskapar, eins og gerist um normatífa fagurfráeði. Eigi skáldskapur að gegna þvi „þekkingar og skilningshlut- verki" sem Vésteinn getur í rit gerð sinni og „ekki er háegt að rækja á öðrum sviðum bók- mennta” verður hann hins veg ar að vera óbundinn af kreddu, frjáls að starfa að efnivið veru leikans án hinnar einföldustu heimsmyndar manns og þjóð- félags sem fræðjn setur honum fyrir fram. Gildi þessarar rit- gerðar er ekki sízt i þvi fólgið hve skýrt hún orðar þennan vanda — þótt hún ráði auðvit- að ekki fram úr honum. Til þess hrekkur ekki fagurfræði, til þarf lifvæn, starfhæf skáld- rit. Sendisveinn ! kiG'ÍÉferij Flugfélag íslands hf. Sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða all- an daginn. — Uppl. í söluskrifstofunni Lækjargötu 2. FLUCFELACISLANDS Eikarporket 23x137x3000 mm Otrulega ódýrt tvllakkad HANNES ÞORSTEINSSON & Co. h/f Stmi 85055

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.