Vísir - 02.03.1971, Síða 8

Vísir - 02.03.1971, Síða 8
8 VISIR Otgefandi: Reykjaprent öí. Framkvæmdastióri • Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimar H. Jóharmesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsíngar Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiftsls Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstión Laugavegl 178 Slml 11660 <5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakifl Prentsmiflia Visis — Edda ht. 'mmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Islenzk fangelsi I mörgum löndum er mikið gert að því að dæma ntenn í fangelsi. í þeim löndum hefur verið reist mikið af stórum og traustlegum fangelsum til að rúma alla þá menn, sem dómsvaldið í viðkomandi löndum telur nauðsynlegt að taka úr almennri umferð. Á þetta má líta sem fangelsismenningu eða fangelsisómenningu, eftir viðhorfum hvers og eins. íslendingar hafa ekki verið viljugir til að reisa fangelsi. Þeir breyttu fangelsi sínu í stjórnarráð fyr- ir ráðherra og ráðuneytisstjóra, þótt þeir færu ekki út í þá gamansemi að hýsa dómsmálaráðherrann þar nema fyrstu áratugina. íslendingum finnst það fjár- sóun að byggja og reka fangelsi, þar sem fullfrískir menn fái að búa á kostnað ríkisins. Auðvitað hefur þetta áhrif á dómsvaldið í landinu. Dómarar vita, að lítið pláss er til í fangelsum þjóðar- innar, og fara því tiltölulega vægilega í sakirnar, þeg- ar þeir ákveða refsingu og tímalengd hennar. Síðan t^kur framkvæmdavaldið við og styttir þessa refsingu vegna góðrar hegðunar. Og svo náðar forseti íslands menn við hátíðleg tækifæri. Ekki verður þess vart, að þessi linkind auki afbrot hér á landi, að minnsta kosti ekki alvarleg brot, því að þau eru fá hér á landi, þótt miðað sé við fólksfjölda. í fangelsum íslands er yfirleitt ekki það hatur milli fanga og fangavarða, sem algengt er að ríki í erlend- um fangelsum. Milli þessara aðila er gagnkvæmur skilningur, og það skiptir líklega mestu, þegar talað er um aðbúnað fanga. Það er mannlega umhverfið. sem skiptir mestu, en ekki hinn ytri umbúnaður En satt að segja er hinn ytri umbúnaður ekki upp á marga fiska, hvorki í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg. né á Litla-Hrauni. Innréttingar og stærð fangaklefa, svo og annar aðbúnaður, er langt frá því að vera í samræmi við nútímann. í þessu felst skugga- hliðin á andúð íslendinga á fangelsum, sem kemur fram í tregðu okkar á að reisa slík mannvirki. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjómvöld, að við svo búið mætti ekki standa. Þá var teiknað myndarlegt ríkisfangelsi með öllum nútíma útbúnaði og átti að reisa það fyrir 50 milljónir króna að Úlfarsá. En þarf- irnar voru svo miklar á öðrum sviðum, að fram- kvæmdum var slegið á frest, en í stað þess ákveðið að bæta þá aðstöðu, sem fyrir var. Það var gert með því að innrétta fangaklefa í nýju lögreglustöðinni og með því að stækka Litla-Hraun. Mikil breyting verð- ur til batnaðar, þegar viðbótin á Litla-Hrauni kemst í notkun. Það er ekkert óeðlilegt, að nokkrum mönnum verði falið að kanna ástand og aðbúnað fanga á íslandi, eins og Jónas Ámason hefur lagt til á þingi, og þyrfti raunar að gera slíkt með föstu millibili. En þeir munu áreiðanlega ekki finna neitt mannúðarleysi í fang- elsiskerfi okkar. VI SIR . Þriðjudagur 2. marz 1971. Hvar er Island í röðinni? / öldudalnum 1969 féll þoð / 14. sæti i framleibslu á mann og 11. sæti i bifreiðaeign upp á við i sjónvarpstækjum — Saman- burðartafla ÓECD-ríkia 4. Sviss 3020 doMarar á íb. „ — 5. Danmörk 2860 — -- IIIHIIIDHRI^ 6. Frakkíand 2770 — -- 7. Noregur 2530 — 8. V-Þýzkal. 2520 — Margar ríkustu þjóðirnar hafa fleiri bifreiðir miðað við fólks- fjölda en íslendingar. ÍSLAND hrapaði alit niður í 14. sæti á lista OECD yfir þjóðarframleiðslu á ibúa í að- ildarríkjunum árið 1969. — Þetta var I dýpstu iægð efna- hagsvandræðanna hér á landi en f fyrra mun ísland hafa rétt úr kútnum í samanburði við önnur lönd. Þjóðarfram leiðslan óx f fyrra um 7%, svo að tölur OECD hefðu breytzt okkur í vil. Mikið hrap fslands Árið 1969 fóru hins vegar margar þjóðir fram úr okkur, sem áður voru neöar á blaði. ísland hafði verið í öðru sæti, næst á eftir Bandaríkjunum, ár- ið 1966. Þá va>r þjóðarframleiðsl an á fbúa reiknuð i dollurum 2850 dollarar, 3840 dollarar í Bandarfkjunum, 2730 í Svíþjóð. 2670 i Kanada, og minna ann- ars staðar. Þetta var árið 1966, en árið eftir fór ísland að síga. Svo var komið árið 1968, að ísland hafði hrapað í áttunda sæti, og komu þá aðeins 2240 doilarar á mann. Bandaríkin höfðu komizt í 4380 dollara á hvem ibúa, Svíþjóð hafði 3230, Kanada 3010, Sviss 2790, Dan- mörk 2540, Frakkland 2530 og Noregur var kominn upp í 2360 dollara á íbúa. Sanikvæmt skýrslum Efnahags- og framfara stofnunarinnar OFCD, sem voru að berast, hranaði ísland enn um sex sæti f röð þessara helztu iðnaöarríkja veraldar árið eftir. Árið 1969 voru Bandaríkin komin upn i 4640 dollara á hvern íbúa, þjóðarframle'ðsla Kanadamanna var 3460 dollarar á fbúa. en ísíand hafði aðeins 1890 dollara á mann. Þá voru komin fram öM áhrif efnahaas- kreppunnar hér á landi og eftir i’að höfðum við aftur unnið á Óhæt.t mun þó að fuMyrða. að nokfcur bið verður á, aö ís- land komizt aftur jafnhátt og það var komið fyrir fjórum ár- um. Þar sem heWdarframleiðsla hinna ýmsu rfkja er borin sam an f doMurum á opinberu gengi, skiptir miklu, að síðan 1966 hef ur gensi fslenzku krónunnar verið fellt tvisvar gagnvart doM ar, haustið 1967 og aftur haust ið 1968. Þess vegna verður svo lftið úr tölunni fyrir 1969 sam anborið við 1968, þar sem geng ið var feMt haustið 1968. Mest- an bluta ársins 1968 var gerigi krónunnar haldið hærra en raun hæft var. bar trl það var fellt um haustið. EfnahagsáföH íslendinga 1967 til 1969 má ráða af því, hversu mjög við höfum dregizt aftur úr í samanburði við önnur ríki. sem flest fögnuðu vaxandi bióð arframleiðslu og bætturn lífs- kjörum á þessu tímabili. Taflan fyrir áriö 1969 er þannig (þjóðarframleiðslan í heiW deild með íbúatöílunni og reiknuð f bandarískum dollur- um í öMuro rfkjunum): 1. Bandarikin 4660 doMarar á fb 2. Kanada 3460 — - - 3. Svfþjóð 3230 — (þessi tala er frá 1968 végna breyttra aðferða Svía við út- reikning) 9. Belgía 2360 — 10. HoMand 2190 — U.Luxemb. 2130 — (tölur frá 1967) 12. Bretland 1970 — 13. Finnland 1940 — 14. ísland 1890 — 15. Austurríki 1690 — 16. Japan 1630 — 17.1'talía 1520 — 18. írland 1040 — (tölur frá 1968) 19. Grikkland 950 ' — 20. Spánn 870 — 21. Portúgal 600 — - - 22. Tvrkland 380 — ísland og írland eru einu rík in, þar sem framleiðslan á íbúa minnkar í dollurum. ísland 13. í neyzlu Röð þessara rfkja eftir neyzlu er svipuð. Einkaneyzla á íslandi á mann reiknuð I dollurum er talin hafa verið 1190 árið 1969. Þar er ísland f 13. sæti eða einu sæti ofar en um fram- leiðslu. , Röðin er þessi: 1. Bandaríkin 2850 doMarar á fb 2. Kanada 2050 — - - 3. Svíþjóð 1790 — - - tölur frá 1968) 4. Danmörk 1770 — - - 5. Sviss 1740 — - - 6. Frakkland 1680 — - - 7 Belgfa 1470 — - - 8. Noregur 1410 — - - 9. V-Þýzkal 1390 — - " 10. Luxemb. 1300 — - - (1968) 11. Bretland 1230 — - - 12. Holland 1220 — - - 13. ísland 1190 — - - 14 Finnland 1060 — - - 15. Austurrfki 970 — - - 16. Ítalía 960 — 17. Japan 840 —• - - 18. frland 720 — - - 19. Grikkland 640 — - - 20. Spánn 600 — - - 21. Portúgal 430' — Tölur vantar frá Tyrklandi. ísland kemur einnig í 13. sæti um fjármunamyndun á mann ár iö 1969 með 480 dollara, en Bandaríkin eru þar efst á blaði með 780 dollara. Island hrapaði einnig lítið eitt í fjölda bifreiða á hverja þús- und íbúa. Voru árið 1969 185 bílar á hverja 1000 fbúa, en 410 í Bandarfkjunum, 298 í Kanada. 253 í Svíþjóð, 240 í Frakklandi. 235 í Luxemburg, 209 í Dan- rpörku, 206 í Sviss, 199 í Vest- ur-Þýzkalandi, 187 í Belgíu, 186 í Bretlandi. Fvrir neðan ísland í bifreiðn eign voru Noregur með 166 á 1000 íbúa, Holland 165, Austur- rfki 144, ftailía 151, Finnland 124, írland 123, Spánn með að- eins 50, Japan 52, Portúgal 37, Grikkland 18 og Tyrkland með eina fjóra. Sex um hvert siónvarostæki tslendingar voru hins vegar á hraðri uppleið um fjölda sjón- varpstækja á hver.ja 1000 fbúa. og komu hér 160 sjónvarpstæki á hverja 1000 manns í landinu eða um sex menn voru um hveri tæki. Bandaríkin voru þar efst á blaði með 392 tæki á 1000 íbúa, Svíþíóð 288, Kanada 279. Bretland 263. Danmörk 244, Vestur-Þýzkaland 231. Þá komu Holland með 197, Finnland 193 lapan 190. Belgía 186. Frakk land 185, Noreeur 175. fslana 1«0 02 r\o'xov> fslooH i»<»*•?» Sviss með 143 Ítalía 146 Sviss 143, Austurrfki 134, Luxeni- borg 131, írland 111 (tölur frá 1966), Spánn 84, Portúgail 29. Grikkland aðeins 9 sjónvarps- tæki á hverja 1000 ibúa.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.