Vísir - 02.03.1971, Page 9

Vísir - 02.03.1971, Page 9
VlSIR . Þriðjudagur 2. marz 1971. 'J Finnst mest um vert að koma helztu bólcum mínum út á ís lenzku í eigin frágangi, inn á skrifstofu sinni. ,. Gunnar Gunnarsson önnum kaf- 55 Leikrit á ekki að lúta öðrum lögmálum en sjálfs sín 66 — spjallað við Gunnar Gunnarsson skáld, en nú er verið að færa verk hans / fyrsta sinh upp á leiksviði í ARNINUM snarkar notalega í rekaviði norðan af Ströndum. Skáldið hallaði aftur hurð á skrifstofu sinni uppi á lofti og kom ofan stigann. Við virtum á meðan fyrir okkur málarann Gunnar Gunnarsson, Gunnar yngri, en myndir 'ha‘h!í>l1ei4J meðal danskra meistara uppi um veggi. Útsýnið er stórkost- iegt —r'yfir Laugardalinn úr þessum hvíta kastala, sem stend- ur hátt þar sem oft er kallaö „Snobb hill“. Um þessar mundir er verið að æfa fyrsta verk Gunnars Gunnarssonar á Ieiksviði, Svartfugl. Örnólfur Ámason hefur annazt leikritsgerð verksins en leikstjóri er Benedikt Árna- son, og verkið verður frumsýnt að tveimur vikum liðnum í Þjóðleikhúsinu. Vísir heimsótti Gunnar Gunnarsson af því tilefni að heimili hans á Dyngjuvegi. Tjað hefur oft verið taiað við mig um að gera leikrit úr þessari sögu. En reynsla mín er nú sú, að þessu sem ég hef skrifað fyrir leiksvið hefur ekki verið sýndur svo mikill áhugi. Sagan hafði lánazt nokkurn veginn og óvíst hvernig tii tæk- ist, ef ég færi að hrófla við henni. Ég sá heldur ekki fyrir, hvernig hægt væri aö koma þessu fyrir á sviöi. Svið leik- ritsins og svið sögunnar eru svo gjöróiík. Þeir Ömóilfuir og Benedikt sýna hins vegar með þessu sem þeir eru að gera að þetta er hægt. Enda brúka þeir nýja tæknf ýmsa, sem gerir þetta mögulegt, auk þess kemur þjálfað starfsfól'k leikhússins þama til skjalanna. — Það sem ég hef séð af þessú hjá þeim, Uzt mér vel á. — Þeir hafa al- gjödega frjálsar hendur, enda lít ég svo á að leikrit eigi ekki að lúta öðrum lögmáLuim en sjálfs sín. Þetta er fyrsta verk yðar, sem tekið er fyrir á leiksviði. Nú hafið þér skrifað leikrit, hefur aildrei staðið til að flytja þau? — Bragðarefimir voru fluttir í útvarp. Lárus heitinn Pálsson reyndi mikið til að fá „Dýrið með dýrðarljómann“ á svið, en tókst ekki. — Ég er ekki í vafa um að þessi leikrit eiga eftir að verða leikin einhvern tíma. Cjálfsagt hafa margir lagt við eyru, þegar þér létuö titl ytíar heyra varóandi nátt- úruverndarmál nú á dögunum. Menn velta því kannski fyrir sér, hvort vænta megi frekari afsikipta af yðar hál'fu af þjóð- félagsmálum. — Þau sjónanmið, sem ég lét í ljósi, eru ekkert nýmæái. Ég Iét áli't mitt í ljósi í þeim efn- um fyrÍE mörgum árum. Þaö er bráðnauðsynilegt að gefa náttúruvernd gaum. Is'Iendingar fara svo böðuilslega með sitt land að engu tali tekur. — Er það skoðun yðar að rit- höfundar mættu láta sig þjóð- félagsáega gagnrýni meira skipta? — Það er aÉs staðar þörf fyrir þjóðfélagsgagnrýni og mætti vera miklu meira af henni hér. En hverjum manni er skammtaður tími. Á okkar öld fer ærinn tími í að fylgjast með ö'llu sem gerist. Þetta er svo ærandi alllt í kringum okk- ur. Fjölmiðiamir heyra und'ir mengunina. Meðalstórt dagblað þarf heila skógarspildu daglega. Þessu er síöan f'leygt og safn- ast fyrir á ruslahaugum. Maður inn er alveg að ganga af hnett inum aldauða. Að maður ekki tali um skepnurnar. Enda finnst mér aldrei hafa rikt eins miki'l ringulreið og nú. Manni finnst til dæmis vera búið að snúa hlutunum við, þegar farið er að tala um flokksræðiö sem hið eina sanna lýðræði. Ekkert á jafnlítið skyl't við lýðræði og flokksræð- iö. Það rænir fólk öl'lum mann- dómi. Flokksaginn rænir menn e'i®ífiv"é5airstæði. ^ — Éinnst yður bÁkmerinta'-''' Mtugiínáfá'niírinkað‘líHr^1l^4i? — Ég efast um það. Hins vegar efast ég um að ungviöið sé eins vel úr garði gert og sveitabömin voru áöur fyrr. — En hvað finnst yður um fslenzkar nútimabókmenntir? — Það er alltaf erfiitt að dæma um slíkt í S'amtímanum. — Hér er M'lt af mjög dug- legum mönnum. Það er verst, hve ég kemst yfir 'lítið aö lesa. Til þesis hefur ekki unnizt tími. lITvemig hagið þér vinnudeg- inum nú orðið? — Ég hef alltaf farið snemma - á fætur á morgnana. I gamla daga vann ég aðeins fyrir há- degi, 4—6 t'íma, en notaði svo eftirmiðdaginn til þess að sinna bréfum. — Nú má ég ekki leng- ur vera að þyí. Ég er orðinn einn af þeim ísáendingum, sem ekki svara bréfum og vom þó margir fyrir. — Þér hafið alla yðar ævi stundað þaö sem nú er farið að kalila ,,trimm“ er ekki svo? — Nei, ég hvorki „trimma" né „skok'ka". En ég geng — oig hef aá'litaf gert, enda gamalil smali. — Og hvar gangið þér helzt7 — Og ég geng næstu götur, annast líka innfcaup og þess háttar. Venjulega geng ég þrisvar á dag, aldrei langt i einu. — Finnst yður malbikið ekki hart undir fót? — Ég er orðinn þessu vanur. Við söknum að vísu sveitar- innar. En mér finnst ekki hægt að vera í sveit nema hafa bú og það er ekki hægt að reka bú nema vinna að því sjálfur. — ’ „En hvað finnst yður um þessa nýju hreyfingu „trimm“ eða hvað svo sem á að kalla það? — Þetta er spor í rétta átt. Það er ósköp aö sjá hvemig landinn fer með sig, hvap- holda frá bamæsku og getur ekki hreyft sig nema á hjöl- um. — Að hverju vinnið þér núna? — Ég er að ljúka við mína tin útgafuoá Svartfugili á ís- zku. Þýðing Magnúsar er að \5teu ágætt verk ögi flest gott lim hána aö.segja. En dansikan er hál og hann flas'kar á henni á stöku stað. Auk þess þýðir hann úr dönsku, það sem ég þýddi úr fslenzku upp úr máls skjölum. Mér finnst að fól'kið verði aö fá að tala meö sínu eigin tungutaiki. Megnið af minni vinnu fer í að koma þessum helztu bók- um mínum út á íslenzku í eigin frágangi. Mér hefur fundizt meira um það vert, heldur en gefa út eitthvert verk, sem ég veiit ekkeirt hvernig myndi lán- ast. — Og ég get ekkj gefið út neina bók, án þess að krota í hana eitthvað. — Halda verk yöar áfram að „grassera“ í yður, eiftir að þér hafið látið þau frá yðtrr fara? — Ég reyni aö glieyma þeim. En þegar nýjar þýðingar og nýjar útgáfur koma, fer maður að glugga í þetta. Mér finnst mikilis vert aö bó'k sé hverju sinni eins góð og hún getur orðið. — Er mikið um nýjar þýð- ingar á verlcum yöar á erlend- um tung'umálum? — Ég hef enga umboðsmenn ti'l þess aö koma þeim á fram- færi. En það er alltaf einhver reytingur að koma út. Það var ti'l dæmis verið að þýða bók eftir mig á slóvönsku. Það er Borgarættin. Áður hafa flestar bækur mínar komið út á tékk- nesku. Svo var verið að gefa 'út smásögu eftir mig í kennsilu- bók í Bandarikj'unum — Feög- amir. — Megum við vænta þess . að frá yður komi nýtt skáld- verk? — Ég veit það ekki, segir hann' og brosir við, ég vona það — ef árin en'dast þá kemur eitthvað, sku'lum við segja .. • - JH — Gefið þér í geirfugls- söfnunina? Ólafur Unnsteinsson, íþrótta- kennari: Jú, reyndar er ég bú- inn að því. Mér finnst þaö alveg upplagt að við íslendingar söfnum fé í því skyni að eign- ast þennan fugl, sem líklega er táknrænn fyrir dýralíf okkar. Örn EiSsson: Nei, ekki hef ég nú hugsað mér það — við þess ir opinberu starfsmenn höfum yfirleitt ekki efni á aö gefa eitt eða neitt. Hins vegar mupdi ég gjarnan vilja stuðla að því að bágstadda fjölskyldan í Ástra- líu kæmiist heim sem fyrst. Sigrún Jóhannsdóttir, afgreiðslu- stúlka: Ekki hef ég nú enn gert það, en þegar ég er búin að fá mánaöarlaunin mín, þá er ekki að vita nema ég .skalli einhverju í sjóðihn, — áWinnurekandinn er nefnilega út um allar jaröir með lista frá söfnuninnj og er alveg búinn að heilaþvo okkur héma, — ég kemst varla undan þessu. Guðbjartur Guðbjartsson, skóla strákur: Ja, ég held ég mundi nú heldur kaupa mér pulsu og franskar kartöflur, ef ég ætti einhverja peninga. Sigmar Þór Ingason, 12 ára, Kársnesskóla: Jú, ætli maður gæfi nú ekki eitthvað ef það stæði ekki svo á að ég á ekki nema akkúrat í Kópavogssitrætó. Heyrðu, hyar er hann annars þessi fugl, sem þiö eruð að tala um? Grétar Guðmundsson, rafverk- taki: Það er sjálfgert. Ég er í Kiwanisklúbbj og er sjálfur að fá söfnunarlista. Ég vil gjarnan bjarga menningarverðmætum á þennan hátt, ef þess er nokk- ur kostur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.