Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 8
V í S IR . Miðvikudagur 3. marz 1971. Otgefandi: Reykjaprent öl. P'ramkvæmdastiöri: Svetnn R. Eyjólfsson Ritstjóri Jónas Kristjánsson Fréttastjðri Jðn Birgir Pétursson Ritstiðmarfulltrúi Vaidímar H. Jðhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiðm • líSugavegi 178. Slmi 11660 <5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda ht. ....... i«1111 im11iii—mi iiiiiaiiiiwiniwMMaBiMMiBiww———n—— Stórí bróðir stækkar Hægt og bítandi er ríkisvaldið að þenjast út og einstaklingurinn að minnka. Hið opinbera tekur sér sífellt meiri völd í hendur, jafnvel þótt reynt sé að sporna gegn því. Þetta miðsóknarafl er sjálfvirkt og heldur áfram með vaxandi þunga, nema markvisst verði unnið gegn því og reynt að dreifa valdinu sem mest út til borgaranna sjálfra. Þátttaka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn veldur því, að miðsóknaraflið hefur haft betur á þessum áratug eins og á fyrri áratugum. Hefur Alþýðuflokkurinn tekið við hlutverki Framsóknarflokksins á þessu sviði. Báðir þessir flokkar heimta fleiri ríkisstofnanir og ráð til að veita „heildarstjórn" á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Stuðningsmenn miðsóknaraflsins flytja á alþingi ótal tillögur, sem miða að því að efla stóra bróður, ríkisvaldið. Sem dæmi má nefna tillögur um ráð- stefnustofnun og ríkisútgerð. En sami andi kemur líka fram í stjómarfrumvörpum, sem unnin em á vegum ráðherra Alþýðuflokksins. Eitt frægasta dæmið um það voru lögin um rann- sóknaráð ríkisins og ranpsóknastofnanir átvinnuveg- anna, þegar fíefndir og ráð voru gerð fjölmennari en starfslið stofnananna. Grunnskólafrumvarpið, sem nú liggur fyrir alþingi, ber líka dálítinn keim af þessu. Þar segir í athugasemdum um eina tegundina af ráð- um, sem frumvarpið gerir ráð fyrir: „Fræðsluráðin verða í sumum fræðsluumdæmum mjög fjölmenn og það svo, að þau verða algerlega óstarfhæf." Að vísu má segja, að ráð og nefndir séu tiltölulega meinlaus fyrirbrigði, ekki sízt þegar fyrirfram er gert ráð fyrir því, að þau verði óstarfhæf. Þau geta þá haft þann tilgang að veita „jafnaðarmönnum“ lifi- brauð, þegar þeir geta ekki unnið fyrir sér siálfir. Að því leyti eru nýjar nefndir og ráð meinlausari en allar þær stofnamY sem vinstri sinnaðir Ltjómmálamenn hafa lagt tii, að komið nnn b^r. Sjálfstæðisflok'.uuinn 1 'íur iengi staðið einn flokká gegn útþenslu rfkisbáknsins. Ljóst er, að hann þarf nú að setja þetta viðhorf enn meira á oddinn. Vald- ið í þjóðfélaginu hefur fjarlægzt fólkið um of. Nú er kominn tími til að vinna markvisst að dreifingu valdsins. Og sem betur fer er kominn vísir að slíku. Byggðaáætlanir fyrir einstaka landshluta, sem far- ið er að framkvæma, geta myndað gmndvöll þess, að stjórnsýsla dreifist meira út í hémðin. Fjölgun lána- stofnana getur dregið úr hinum gífurlegu áhrifum -'kisvaldsins á því sviði. Heilbrigðari skattalög og tiikoma almenningshlutafélaga geta stuðlað að fram- taki og frumkvæði almennings sjálfs. Prófkjör og opnara starf stjómmálaflokkanna stuðlar að beinna valdi kjósenda sjálfra. Martröð OrweUs um stóra bróður er ef til vill ekki nærri okkur, en hún færist þó nær. Það er því ekki seinna vænna að hlúa að þeim vísi til valddreifingar, sem víða verður vart í þjóðfélaginu. Vanhugsuð orð í flugvé urðu Borten að falli Per Borten segir söguna bak við lausnar- beiðni norsku stjórnarinnar Nokkur vanhugsuð orð Per Bortens forsætisráð- herra Noregs í flugvél urðu stjórn hans að falli. Borten sagði í gær, að hann teldi sig ekki hafa framið nein slfk glöp, að réttlættu stjórnarslit. Hins vegar hefðu aðrir flokkar í stjóminni en flokkur hans „komizt að gagnstæðri niðurstöðu“. Borten gerði ítarlega grein fyrir „lekanum”, birtingu Ieyniskjals í norsku blaði, þar sem gáleysi forsætisráðherr- ans hefur af mörgum verið kennt um. Borten telur þó, að þrátt fyrir gáleysi sitt hafi upplýs- ingamar um efni skýrsl- unnar ekki verið frá hon einnig munnlega fengið trygg- ingu frá hr. Haugestad, að ekki kæmi til greina, að frétt Dag- bladet væri frá honum komin, hvorki beint né öbeint. Ég vildi fullvissa mig um, að ’þetta gáleysi yrði ekki rakið til mín. Þess vegna sendi ég blöðunum yfirlýsingu hinn 24. febrúar, þar sem ég lýsti því yfir að ég gæti ekk; verið heimildarmaður Dagbladet. Vegna þess að bæði blöð og einstakir aðilar hafa haldið því fram,. að ég haf; ekki stuðzt við rök í þessari yfirlýsingu, — þessu hefur verið og er haldið fram, þött ég hafi vfsað því á bug bæði í blöðum og útrvarpi, — febrúar og undirrituö af hr. Haugestad og blaöafulltrúa hans John Lager. Þann sama dag birti Dagbladet, sem veit, hvað- an fréttin var komin, umsögn um að hvorki Haugestad eða Lager hefðu verið heimildar- menn biaðsins. „Ekld öryggismál“ S’kýrslan frá Halvorsen sendi- herra var merkt „fcrúnaðar- mál“, en þetta var ekki þess konar skjal, aö það sé leynilegt af öryggisástæðum. ... Utan- ríkisráðuneytið merkir „trún- aðarmál" ýmiss konar skýrslur, sem ekki heyrá undir ákvæði um öryggismál. ... Stundum eru skýrslur merktar „þagnar- skyld“, þegar um ræðir skjöl, sem af öðrum ástæðum en ör- yggisástæðum, þarfnast sér- stakrar verndar. .. Skýrsla Halvorsens sendiherra var sem sagt merkt „trúnaðarmál“ og efni hennar var upplýsingar stjórnmálalegs eðlis í tengslum við yiðræður Norðmanna við Efnahagsbandalagið. Hún var meðal annars send ráðherrum. Þegar um er að ræða upplýsing- ar stjómmálalegs eðlis, veröur að mínum dómi að ætla ráð- herrum að meta sjálfir að vissu marki, hvemig farið er með slíkar upplýsingar. Hlutaðeig- andi bera þó samtímis þá á- byrgð, að nauðsynlegrar að- gæzlu sé gætt, svo að hags- munir almennings skaðist ekki. Ég hef áöur í þessari greinar- gerð skýrt frá því gáleysi mínu að sýna hr. Haugestad skýrsl- una. Ég hef harmað þetta. Við þær viðræður, sem Norö- menn eiga nú við Efnahags- bandalagið verður mikið af upplýsingum sem stjómvöld hafa, að vera trúnaðarmál. Samtímis á almenningur hins vegar heimtingu á að fá grein- argerð eins og framast er kost- ur Þetta er vandamál, sem nær til allrar þjóðarinnar, og við vit- um, að menn greinir á um leið- ir. Því eiga forystumenn í nokkr- um vanda, hiverju skýra megi þjóðinnj frá á hrverjum fcíma. Hinir flokkamir annarrar skoðunar Núverandj stjómarsamstarf hefur enzt í fimm og hálft ár, sem er langur tími fyrir sam- steypustjórn fjögurra flokka. Leyst hefur verið úr mörgum mikilvægum málum, og ég vona, að það hafi verið þjóð ofckar til góös. Samstarf stjómarflokk- anna hefur verið gott, en auðvit- að em mál, sem stjómarflokk- ana greinir á um, eins og eðli- legt er. Blöð hafa stundum tal- að um, að endurskipuleggja þurfj stjórnina. ... Einnig hafa forystumenn í stjórnarflokkun- um sagt að nýjan forsætis- ráðherra þyrfti. Málið, sem ég hef gert grein fyrir nú, er það mái, sem hefur skapað krepp- una Ráðherrar Miðflokksins hafa metið þetta svo, að þett» vandræðamál sé f sjálfu sér ekki þess eðlis, að rfkisstjómin verði að biðjast lausnar. Ráð- herrar hægri flokksins, kristi- lega þjóðflokksins og vinstri flokksins em annarrar sikoðun- ar. Af þessum sökum er aðeins ein eðlileg lausn, sú að rikis- stjórnin afhendi konung; lausn- atbeiðni sfna." (Lítið eitt stytt). um komnar. Þetta er :. umdéilt. . . .... illXj Borten segist svo frá: „Mánu daginn 15. febrúar ræddi Ame Haugestad lögfræðingur, sem er í hreyfingunni er berst gegn að- ild að Efnahagsbandalaginu, við mig á skrifstofu minni. Hreyf- ingin hafði sótt um ríkisstyrk til starfsemi sinnar. Við skipt- umst á skoðunum um helztu vandamálin í viðræðum ríkis- stjórnarinnar við Efnahags- bandalagið. „Hittumst af tilviljun í flugvél“ Af tilviljun fórum við síðar sama dag með sömu flugvél til Kaupmannahafnar. Á leiöinni ræddi ég stuttlega við hr. Haugestad og í framhaldi af samtali okkar fyrr um daginn sýndi ég honum skýrsluna frá sendiherra okkar í Briissél. Þessa skýrslu hafði ég tekið með mér ásamt fleiri skjölum og ætlaði að lesa, áður en fundur Norðurlandaráðs hófst í Kaup- mannahöfn. Fjórum dögum síðar skrifaði blaðamaður við Dagbladet, sem hafði verið í Kaupmannahöfn eins og ég og hr. Haugestad, grein um þessa skýrslu. Þetta varð til þess, að daginn eftir birtust í blöðum vangaveltur um, að upplýsingar Dagbladet væru frá mér komnar. Þessi grunur kom skýlaust fram hinn 24. febrúar, til dæmis í Morgenbladet. Trvgfu'm; frá Haugcstad Þá höfðu embættismenn i utanríkisráðuneytinu lýst þvi yfir. að það væri útilokað, að upplýsingarnar hefðu borizt það. an. Þetta ásamt aödróttunum um mig f blöðunum varð til þess að ég taldi nauösvnlegt að skýra mál mitt. Þá hafði ég Umsión Ha'iioit Helnasom vil ég endurtaka, að ég hafði fengið tryggingu frá hr. Hauge- stad, áður en ég sendi frá mér yfiríýsinguna hinn 24. febrúar. Ég vildi einnjg bæta viö, að ég varð að treysta orðum Hauge- stads. Ég vil einnig taka fram, að ég lagði á það áherzlu við hr. Haugestad, að væri ekki unnt að neita því með fullri vissu, að ég væri heimildin, mundi ég þegar í stað leggja á borðið allar upplýsingar um það, að ég hefði sýnt honum skýrsluna. „Gáleysi“ Mér er ljóst að unnt er að gagnrýna mig fyrir aö hafaekki þegar í þessari yfirlýsingu til blaðanna látið það koma fram, að mér hafði orðið á gáleysi, þegar ég sýndi einum af forystu- mönnum hreyfingarinnar gegn EÐE umrædda skýrslu. Ég tek á mig þessa gagnrýni, en ég vil taka fram, aö ég vildi helzt fá skfíflega yfirlýsingu frá Hauge- stad. áður en ég segði nokkuð um málið á opinberum vett- vangi eða í rikisstjóminni. Ég lét Stray utanríkisráðherra vita, hvað gerzt hafði á föstudags- morgni. Samdægurs krafðist ég skriflegrar yfirlýsingar frá hr. Haugestad en hana fékk ég þó ekki fyrr en á laugardag. Vegna þess að yfiriýsing mín til blaðanna miðvikudaginn 24. fehn'iar hafði ekki bundið enda á aðdróttanir að mér, ákvað ég föstudagskvöld 26. febrúar að gera grein fyrir málinu. Skrifleg yfiriýsing um, að málið sé ekki frá mér komið, er dagsett 27.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.