Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 03.03.1971, Blaðsíða 13
T1SI.R . Miðvikudagur 3. marz 1971. i >•« íj Áhættan við breytingar — i í'ifi manneskjunnar hefur nú verið vtsindalega könnuð „.Céiihwer mikil breyting — ö jafnvel ánægjuleg breyting — hefur 1 för með sér streitii fyrir manneskjuna“ segir í nýju hefti af bandariska timaritinu Time. 1 tímaritinu segir, að þessi niðurstaða sé, a. m. k. gefin f skyn í rannsóknarskýrslu, sem sálfræðiprófessorinn Thom- as Holmes við Washingtonhá- skóla i Seattle hafi skilað til bandariska vísindanáðsins. „Enn fremur“, segir Time „komst Holmes að þeirri niðurstöðu, að of miklar breytingar, sem komi of ört hver á eftir annarrj geti oft orðið valdar að alvarlegum veikindum eða djúpri örvænt- ingu." í sambandi við þessa rann- sókn sina bjó Holmes til stiga- kerfi þar sem hann ákveður vissa stigatölu fyrir vissar breyt ingar i ævi manneskjunnar og sem hafa áhrif á hana. Þegar margar þessara breytinga henda manneskjuna á elnu ári og verða samanlagt meira en 300 stig má búast við örðug- leikum. í könnun Holmes urðu af fólkinu sem komst yf- ir töluna 300 veik af þunglyndi, fengu hjartaáfall eða urðu fyrir öðrum alvarlegum sjtikdómum. 53% af þeim, sem hlutu 150— 300 stig urðu fyrir svipaðri reynslu og 33% þeirra sem fengu stigatöluna allt upp i 150. XTolmes bjó til tilbúið dæmi: Jón kvæntist (50), eins og hann hafði vonast til, varð kon an hans vanfær (40), hætti að vinna utan heimilis (26) og 61 son (39). Jón, sem líkaði illa við starf sitt sem efnafræðing- ur hjá sápuframleiðslufyrir- tæki, fékk starf, sem var bet- ur launað (38) sem kennari (36) í skóla utan borgarinnar. Eftir frí (13) til að halda upp á þetta. fluttist hann með fjölskyldu sinni út í sveit (20) og sneri sér aftur að veiðum (19), sem hon- um hafi þótt svo gaman að sem barn og byrjaði að hitta marga af hinum nýju og skemmtilegu samstarfsmönnum (18). Allt var svo miklu betra en áður að hann gat jafnvel hætt að reykja (24). Samkvæmt Þriðji hver starfandi aðili á vinnumarkaðinum í Efnahags- bandalagslöndunum er kona. Hagtöludeild Efnahagsbandalags ins f Brussel kom nýlega með þessa tölu. í könnuninni kom það einnig í ljós að flestar úti- vinnandi konur er að | finna i Paris eða 55%. Fæstar vinna utan heimilis á Sikiley og Frís- landi, sem er norðvesturhluti Vestur-Þýzkalands, eða aðeins 20%. Um það bil helmingur kvennanna, sem vinna úti, er STIGATAFLA ATBURÐIR STIG Sonur eða dóttir flytur að heiman 29 Vandamál við tengdiforóidra 29 stigakerfj Holmes verða stigin samtals 323. Til þess að fá fram stigakerf ið gaf Holmes þeim verknaði að gifta sig ímyndaða tölu 50 og bað síðan fólk í nokkrum löndinn að raða öðrum breyting um i stigakerfið hliðstætt við giftingu, Dæmi: Manneskja, sem fannst, að barnsburður væri méiri breyting en gifting átti að gefa hinu fyrrnefnda hærri stigatölu en hinu sfðarnefnda. Til að bera saman breytingar og heilsufar fylgdist Holmes með 80 fbúum f borginni Seattle í tvö ár og bar siðan saman persónulega breytingasögu þeirra við veikindi þeirra, líkam leg og sálræn. 1 Time stendur að auðvitað geti þessi aðferð, að segja fyr- irfram um veikindi haft inn- byggða hættu í för með sér. Sá sem notaði stigatöfiuna fyrir sjálfan sig gæti orðið þunglynd- ur aðeins vegna þess, að hann eigi þess von. En Holmes er sannfærður um. að það muni ekki gerasi. „Það er hægt að koma í veg fyrir líkamlega og sálræna sjúkdóma með þvf að ráðleggja fólki, sem hætt er við að þoli breytingar illa, að gera ekki of miklar og margar breytingar á högum sínum á of stuttum sírna," segir hann. Dauði maka 100 Áfburða persónuleg Skilnaður 73 írammistaða 28 Skilnaður að borði og sæng 65 Eiginkona hefur eða hættir Fangelsisvist 63 vinnu 26 Lát náins ættingja 63 Nám hafið eða lokið 26 Persónuleg veikindj eða slys 53 Endurskoðun persónulegra Gifting 50 venja 24 Uppsögn úr starfi 47 Vandræði í sambandi við Hjónabandssættir 45 yfirmanninn 23 Hætt störfum vegna aldurs 45 Breyting á vinnustundum Breyting á heilsufari og vinnuaðstæðum 20 ættingja 44 Bústaðaskipti 20 Að vera bamshafandj 40 Breyting á skólum 20 Erfiðleikar í kynlífj 39 Breyting á tómstundaiðju 19 Barnsfæðing 39 Breyting á þátttöku i Breyting á fjárhag 38 félagslífi 18 Lát náins vinar 37 Veðlán eða lán fyrir neðan Breytt um starf 36 880 þús. kr. 17 Breyting á fjölda rifrilda Breyting á svefnháttum 16 við maka 35 Breyting á fjölda Veðián tekið yfir 880 þús- fjölskyldumóta 15 undum króna 31 Breyting á mataræði 15 Otilokun veðlána eða lána 30 Leyfi 13 Breyting á ábyrgð í starfi 29 Minni lögbnot H Hlutfall útivinnandi kvenna f Efnahagsbanda lagsrikjunum er hæst f Frakklandi 37%, Vest- ur-Þýzkalandi 34%, Belglu 28%, ltalíu 27%, Luxemburg 24%, Hollandi 23% og meöaltalið í þessum ríkjum er 29%. Hlutfall útivinnandi kvenna í Efnahagsbandalagslöndum giftur. í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Belgiu er gifting- arhlutfallið meira en helmingur. Meðaltalið næst á Ítalíu. 1 Hollandi hins vegar er aðeins einn þriðji hluti hinna útivinn- andi kvenna giftur. Gœði í gólfteppi GÓLFTEPPAGERÐIN H/F Suðurlandsbraut 32 . Sfmi 84570 Zetu gardínubrautir. Ódýrasta og vinsælasta gardínu- uppsetningin á markaönum. meö og án kappa fjölbreytt litaúrval ZETA s.f. Skúlagötu 61 Símar: 254«) 25441 Dagblaðið Vísir vill ráða böm til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Ránargata — Þingholtsstræti. Hafið samband við afgreiðsluna. Sími 11660. tvilakkað 23x137x3000 mm Ótrúlega ódýrt HANNES ÞORSTEINSSON & Co. h/f Sími 85055

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.