Vísir - 15.04.1971, Page 13

Vísir - 15.04.1971, Page 13
VISIK . Fímmtudagur 15. apríl 1971. Brúðhjón eins og ungur skólanemandi sér þau uppábúin — en hvenær kemur að því að gift- ing og skilnaður verði útskýrð í kennslustun dum í skólum? » ? AÐALFUNDUR Samvinnutrygginga verður haldinn að Bifröst, Sauð- árkróki, föstudaginn 21. maí kl. 13.30. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfun iarstörf. Stjómin AÐALFUNDUR Fasteignalánafélags Samvinnumanna verður haldinn að Bifröst, Sauðárkróki, föstudaginn 21. maí, að lokn- um aðalfundi Samvinnutrygginga og Andvöku. Skiptar skoðanir um fram- færslueyri eftir skilnað — 'islenzka hjúskaparfrumvarpið gerir ráð fyrir möguleika á framfærslueyri úrlausn um skilnað að borði og sæng og um lög- skilnað ber að taka ákvörðun um skyldu hjóna til að greiða framfærslueyri hvort með öðru. Eftir að lögskilnaður er veittur verður öðru hjóna ekki gert að skyidu að greiða hinu fram- færslueyri, nema sérstaklega standi á.“ Svo stendur í hinu nýja frumvarpi um stofnun og slit hjúskapar, sem lagt var fram á alþingi fyrir nokkru og birtir hafa verið kaflar úr hér á síðunni. í athugasemd viö þessa grein frumvarpsins er óbeint vikið nokkuð að stöðu konunnar í því samfélagi, sem við iifum nú 1. Þar stendur: „Hér er mælt fyr ir um framfærslueyri til handa maka viö skilnað. Ber að taka afstöðu til þessa atriðis, þegar veittur er skilnaður, hvort sem er að borði og sæng eða lögskiln aður. í 55. gr. 1. 39/1921 (hjú- skaparlöggjöfinni frá árinu 1921) segir, að þegar gefa verði öðru hjóna aðalsök á skilnaöi, verði því eigi áskilinn fram- færsihistyrkur af hinu, nema sér stakiega standi á. 1 75 gr. er kveðið enn fastara að oröi. Þar segir, að aldrei verði því hjóna, sem skilnaðurinn er aðallega að kenna áskilinn styrkur af hendi hins. Því er lýst hér að framan að norrænn hjúskaparréttur er nú mjög að vaxa frá þvi, að sök hjóna á skilnaði eigi að skipta máli um atriði, eins og framfærslueyri. Er lagt hér til að þetta sakaratriði sé með öillu afnumið. í þessu efni skipta fé- lagslegu þarfirnar fyrst og fremst máli og auk alls annars er sök hjóna á skilnaði næsta tormetin. 1 75. gr. 1 39/1921 segir, að annað hjóna verði ekki skyldað til að framfæra hitt eftir lög- skilnað „nema alveg sérstaklega standi_ á“. íslenzku hjúskaparlög in enl um þetta atriði ( sam- ræmi við þær tillögur, sem nor- rænu hjúskaparlaganefndimar lögöu til á sínum tíma. Á þjóð þingunum norrænu, utan íslands var þessi heimild til að úrskurða framfærslueyri lögmælt miklu rýmri en hér. Er og vissulega unnt að benda á ríkar félagsleg ar þarfir hjá maka á framfærslu eyri eftir lögskilnað, svo sem þegar hlutaðeigandi er lasburða eöa getur ekki tekið vinnu utan heimilis vegna þess, að hann er bundinn við ung böm eða á ekki kost á heppilegrj vinnu. í ýmsum löndum er nú andstaða gegn víðtækum framfærslueyri eftir lögskilnað, og er m.a. bent á almannatryggingalög, er rétta hlut hins fráskilda, a.m.k. ef hann hefur forræði barna, svo og á það, að nú er það stórum tíðara en áður var, að konur stundi atvinnu meðan þær eru giftar, og þá verður hægara fyr ir þær að halda áfram vinnu sinni en að taka upp vinnu að loknum hjúskap, ef þær hafa ekki um langt árabil stundað slfka vinnu. Sifjalaganefnd er þeirrar skoðunar, að ákvæði 75. gr. sé of þröngt og lagarök mæli með því að unnt eigi að vera að úrskurða framfærslu- eyri einnig eftir lögskilnað, ef sérstaklega stendur á. Eigi hér að leysa úr máli bæði með hlið- sjón af þörfum krefjanda og svo með tilliti til þess, hvaö hitt sé aflögufært um, svo og at- vika að öðm leyti, svo sem lengd hjúskapar og þörf krefj- anda á menntun og endurhæf- ingu. Lagt er til að sama við- miðun sé á höifð sem við mat á framfærslueyri við skilnað að borði og sæng, en þó er gengið út frá, eins og orðalag gefur til kynna að sjaldnar komi til skyldu á greiðslu framfærslu- eyris eftir lögskilnað en meðan á skilnaði að borði og sæng stendur.“ í frumvarpinu er drepið á vandamál konunnar, sem giftist ef til vili ung, hefur hlotið litla menntun og er ófær um að sjá sér farborða eftir skilnað enda með hóp bama á framfæri. Á öðrum stað í frumvarpinuö kemur fram i könnun, sem gerðjj hefur verið að eftir skilnaðfl fylgja börnin konunni í allflest- um tilfellum. Það er aöeins eitt atriði, sem gefur vísbendingu um það hversu áríðandi það er í þjóð- félagi þar sem fólk giftist yngra og skiilnaöartölumar vaxa með hverju árinu, að konan Mjóti menntun jafnt á við karlmann- inn og sé búin undir það snemma á árum að hún verði að taka þá ábyrgð á sig, sem fylgir því að vera fullgildur þjóðfélags- þegn og geta séð sér og sínum farborða jafnvel við erfiðar að- stæöur. — SB ^ ' ’ skyldan og Ijeimilicf Vísir vísar á viðskiptin DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Styrkir til námsdvalar á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa íslendingum til námsdvalar á Ítalíu á háskólaárinu 1971—’72. Styrkirnir eru öðru fremur ætlaðir til náms í ítalskri tungu, en ítölskunámskeið fyrir útlendinga eru ár- lega haldin við ýmsa háskóla á Ítalíu. Kemur mismunandi löng námsdvöl til greina til styrk- veitingar, en nota þarf styrkina á tímabilinu 1. nóvember 1971 til 31. október 1972. Styrk- fjárhæðin nemur 100 þúsund lírum á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 31. maí n.k. í umsókn skal m.a. greina fyrirhugaða námsstofnun og áætlaða lengd námsdvalar. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytíð 10. apríl 1971. Styrkur til háskólanáms í Tékkóslóvakíu. Tékknesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenzkum stúdent eða kandídat til 8 mánaða háskólanáms í Tékkóslóvakíu námsárið 1971 —‘72. Styrkfjárhæðin er 1.000 tékkneskar krónur á mánuði fyrir stúdent, en 1.300 krón- ur fyrir kandídat. Umsóknum, ásamt staðfest- um afritum prófskírteina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. apríl n.k. Umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 9. apríl 197L

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.