Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 2
. Steriing Moss missir ökuleyfið Hinn þekkti brezki kappaksturs maður, Sterling Moss, var á dög- unum tekinn fyrir of hraðan akst- ur. Þetta gerðist reyndar ekki í kappaksturskeppni, heldur á einni af götum Lundúna. Moss var sakaður um að hafa svínað gróflega á bflstjóra nokkr- um við framúrakstur, auk þess sem hann steytti hnefann að vesalings manninum sem átti vxst ekM þvílfkum ofsaafcstri að venjast Lögreglunni tókst ekki að kló- festa Moss í þetta skiptið, en ökumaðurinn, sem hann hafði ógnað, hafði tekið niður númerið á bíl hans, svo að fljótlegt var fyrir Tögregluna að hafa uppi á honum. Moss var leiddur fyrir rétt og dæmdur til ökuleyfissviptingar í hálft ár, og ennfremur 10 þúsund króna sekt, svona til áréttingar því, að maður á ekki að vera að steyta hnefann að samborgur- um sfnum í umferðinni. Lftillar iðrunar ku hafa gætt hjá Moss, og hann áfrýjaði dóm- inum. □ □□□ Vitni verjandans Buxnadragtin er bleik, peysan marglit, og andlitið tvímælalaust andiit Birgittu Bardot. Bardot, sem nú er farin að reskjast (orðin 36 ára gömul) er þama á göngu í franska bænum Draguignan, nýkomin úr dóm- salnum, þar sem hún bar vitni til að reyna að hvítþvo einn vina sinna, tízkúteiknara nokkurn, sem var sektaður um 8 þúsund krónur fyrir að lurhbra á húsa- málara — og það þykir okkur ekki dýrt. HANN ER TVÍ- FARI BÖRBRU STREISAND Nei! Myndin er ekki af Börbru Streisand. Hún er af áströlskum tölvustarfsmanni, sem heitir Gary Nugent. Eða hét Gary Nugent. Gary, frá Sidnei í Ástralíu, var feiminn og öframfærinn nafn- leysingi, þegar Funny Girl kom til heimalands hans. Hann var einn stærsti aðdáandi Börbra og hafði krækt sér í aliar plötur með henni. Svo bar það til dag einn, að hann leit í spegilinn og tók að greiða hárið á sér á ýmsa vegu, og komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri merkilega líkur hinni stórfenglegu Streisand. Þegar þetta gerðist var Gary Nugent 26 ára gamall, og hann ákvað að sóa ekki tímanum frek- ar, heldur gekkst undir hormóna- aðgerð og tók (löglega) upp nafn- ið Laura Parker og fékk sér starf sem frammistöðustúlka ti'l að kynnast þvf, hvernig vær; að til- heyra veikara kyninu. Og ekki leið á löngu unz hann sló í gegn. Næturklúbbur f Sidnei réð hann til að herma eftir Streisand. Nýverið gekkst hann undir að- gerð, sem eykur brjóstmál hans upp í 96 sentimetra. Og hann hefur lært heilmikið um karlmenn líka, og hvemig á að ,,vísa þeim á bug“. „Þegar ,ég var Gary,“ segir hún/ihann, „var ég hrædd(ur) og feimin(n). Nú taka allir eftir mér, og ég fæ það, sem ég víl." Þetta er Gary Nugent, öðru nafni Laura Parker, að klæða sig I gervi Börbru Streisand. RÚSSNESK LÆKNISRAÐ Þetta er hin Streisand. raunverulega Einn helzti skurðlæknir Sovét- ríkjanna heitir Nikólæ Amósóf, og hann er mikill áhugamaöur um líffæraflutninga, til dæmis hef ur hann boðið fram höfuðið á sjálfijm sér, þegar sá tíipi kemur að hausaflutrtingar verða fram- kvæmdir. Amósóf hefur ýmsar skoðanir, sem ekki falla í kramið hjá stétt- arbræðram hans. Hann skrifaði Glenda ! Jackson — nýlega um það í Ísvestía, að fólk ætt; fremur að treysta á sjálft sig en lækna, ef það vilji halda heilsunni. Hann segir, að fæstir sjúkdóm- ag séu venjulegu fólki hættulegir. „Maður ætti ekkj að gera veður í hvert skipti, sem maður kennir sér einhvers meins, né heldur leggjast í rúmið og belgja sig út af meðulum, sem flestöll eru vita gagnslaus. í flestum tilfellum hverfur kvillinn sjálfkrafa eins og hann kom.“ Máli sínu til stuðnings bendir Amósóf á, að í Eistlandi séu til dæmis 40% fleiri lækn'ar en í Kasakstan, en samt er dánartalan í Eistlandi mun hærri. Samkvæmt þessu hefur Amósóf sett fram „Amósóflögmálið", sem hljóðar svo: „Því fleiri læknar þeim mun hærri dánartala". Amósóf ráðleggur fólki sem sagt að leita ekki læknis í hvert sinn, sem það kennir sér einhvers meins, heldur skuli það bíða í viku eða hálfan mánuð, og fara síðan í rannsókn, ef því hefur ekki skánað. Hann getur aftur á móti ekki um, að það kunni að vera hættulegt, ef beðið er lengi, þannig að rannsóknin geti orðið krafning. Glenda Jackson í hlutverki sínu í „Ástfanfnar konur“, en hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.