Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 16
/
fínnst hér olía eða
indaleg rannsókn", sagði Indriði
Pálsson, forstjóri Skeljungs I
gærdag. I Stavangri sagði Arne
Halvorsen, ritstjóri, og olíusér-
fræðingur blaðanna þar: „Þvi
miður lítur illa út fyrir ykkur
Islendinga í þessu efni. Sér-
fræðingar telja almennt að ekki
þýði að gera því skóna að olía
finnist á svæðinu kringum land
ið“.
Halvorsen sýndj fréttamanni
á dögunum kort, sem gert hef
ur verið yfir þau svæöi, þar
sem möguleikar eru taldir mest
ir á að olía finnist í heiminum,
— þar er autt svæði allt í kring
um ísland og langt suöur í At-
lantshaf. Hins vegar er talið að
allt í kringum Grænland og við
Noregsstrendur langt norður í
íshaf sé oh'u að finna.
Tunga nær suður fyrir Græn
land og teygir sig ögn í áttina
að íslandi á korti þessu, — en
hættir svo skyndilega allangt
út af yztu töngum vesturstramd
ar íslands.
Þess má geta að Norðmenn
sjálfir voru ekki ta-ldir eiga
mi-kla möguleika á aö verða olíu
veldi á sínum tíma, en þó fór
það svo að miklar olíulindir
fundust í Norðursjónum á Eko-
fisk-svæðinu svonefnda.
Stavangur er höfuðbórg olíú-
leitarinnar og er að hreytast
mjög m.a. með tilkomu rúm-
lega 200 bandarískra fjöl-
skyldna, sem þangað flykkjast
þessa dagana.
Fréttamaður Vísis spurði Hal
vorsen um hættuna af olíuleit.
Hann kvað það rétt að fiski-
menn heföu haft miklar áhyggj
ur af mengunarhættunni. Hætt-
an væri óneitanlega fyrir hendi,
en ef varlega væri farið og í
öllu að þeim reglum sem sett
ar hafa verið um olfuleit og
vinnslu í hafinu, þá væri hætt
an nær engin. — JBP
He/gorveðr/ð:
Bjart norðanlands —
úrkoma sunnanlands
— Vegir viðast illfærir eða ófærir
■ Veðurspáin fyrir helgina er eft-
ir atvikum góð, að sögn Jónasar
Jakobssonar hjá Veðurstófunni. —
Spáð er suðlægri átt um land allt
og hlýindum, bjartviðri norðan-
lands, en einhverri vætu á Suður-
landi.
■ Rigningin fer illa með vegina,
og eins og stendur má eiginlega
teljast útilokað að fara nokkrar af
leiðum þeim, sem helzt eru farnar
1 helgarferðum, sagði Adolf Peter-
sen hjá Vegagerðinni.
Þingvallahringurinn er ófær öllum
bílum, nema þá helzt jeppum, ekki
rr hægt að komast að Gullfossi, og
Krýsuvikurhringurinn er lokaður
því að ékki er hægt að komast
lengra en til Krýsuvíkur. Hægt er
að komast upp að Búrfelli, en held-
ur ekki lengra, því að Þjórsá hefur
flætt yfir veginn við brúna fyrir
ofan Búrfeli, svo að ekki er hægt
að komast upp að Þórisósi eða í þá
áttina.
Vegagerðarmenn segja, að vegirn
ir hafi blotnað upp fyrr nú í ár en
undanfarin ár, vegna hlýinda og úr
komu. Vegna þess að stöðug hlýindi
hafa verið undanfarið á mestöllu
landinu er j>að ákafiega víöa, sem
vegir eru úr lagi gengnir, og hjá
Vegagerðinni eru menn ekki bjart-
sýnir á, að þeir verði komnir í lag
fyrr en að nokkrum tíma liðnum,
þegar frost er alls staðar farið úr
jörð og vegirnir hafa náð að þorna.
Helgarumferö út úr bænum hefur
ekki verið mikil tvær síðustu helg-
ar þótt veður hafj verið bærilegt.
Kemur það til af því, að ástand veg
anna hefur sífellt farið versnandi
og menn hafa vit á því að leggja
ekk; í tvísýnu. Þess er því að
vænta, að sáralítil umferð verði
núna um helgina, þar sem ófært er
á flestallar vinsælustu feröamanna-
slóðirnar. —ÞB
Hlutafé safnað meðal
almennings til stálbræðslu
Stálfélagið hf. ætlar að leita til
þjóðarinnar um hlutafé til stofnun
ar stálbræðslu. Undirbúningshluta-
Lúðrahljomar á
Seltjarnarnesi
um helgina
SEX lúðrasveitir úr bamaskóium
koma fram á hinu árlega lúðra-
•'-citamóti skólanna á Seltjamar-
nesi. Þetta eru 2 sveitir úr Reykja
víK. ©in frá Selfossi, Mosfellssveit,
Akwmesj og svo auðvitaö af Sel-
tjamamesL
Mótið hefst kl. 14 á sunnudaginn
og fer þaö fram í iþróttahúsi
hreppsins. I fyrra var vel mætt og
góður rómur gerður að leik hljóm-
sveitanna, __JBP
félag var stofnað í nóvember, og
athuganir hafa leitt í ljóis að grund
völlur er fyrir stálbræöslu, sem
gæti hafið rekstur árið 1973.
Haukur Sævaldsson fram-
kvæmdastjóri félagsins sagöi í gær
kvöldi, að vonir stæðu til, að al-
menningur mundj kaupa hlutabréf
fyrir allt að 100 milljónir, sem
yrði fjórðungur af stofnkostnaði
stálbraéðslunnar.
Verkefni stálbræðslunnar yrði að
vinna steypustyrktarjárn úr brota
járni, sem til fellur innanlands. —
Ætti hún að geta fullnægt innlend-
um markaði. Áætlað er, að við
verksmiðjuna muni starfa um 60
manns. Meginorka verður raforka.
Haukur sagði, að ekki værj gert
ráð fyrir, að taka þyrfti erlend lán
til greiðslu stofnkostnaðar. —IIH
„Lítur illa út fyrir ykkur“,
segir Halvorsen, sem stendur
við kortið af olíuleitarsvæð-
um heims, — en hann bendir
á kalksandsteinsmola af hafs-
botninum en úr honum seytl-
aði olía, þegar hann kom upp
& vfírlmrAlft
Fegursta stúlkan kjörin í 22. sinn
UNGFRÚ ÍSLAND verður kjörin í
22. skiptið við athöfn í Háskóla-
bíói í kvöld, en Fegurðarsamkcppni
íslands hefur veriö haldin árlega
frá 1949. Tólf stúlkur viðsvegar af
landinu munu keppa um þennan
eftirsóknarverða titil, cn nokkrar
af íulltrúum sýslnanna og bæjanna |
sem sigruðu 1 undankeppninni,
hver í sinni sveit, hata fallið úr
leik vegna dvalar erlendis, veikinda
og af öðrum ástæðum.
Sigurvegarinn í kvöld, sem verð
ur krýnd um kl. 11 fær ferð á
Miss Universe-keppnina á Miami.
I Þær næstu fara á Miss Europe- cg
Mͻs World-keppnina 1 Lon-
don og Miss Scanamavia-kvsppnina
(tvær stúlkur). Auk þess senda að-
standendur Fegurðarsamkeppni Is-
lands fulltrúa ungu kynslóöarinn-
ar, Helgu Blandon á Miss Young
International í Japan á þessu ári.
- VJ
Shell gerir visindalega rannsókn á
hafsbotninum — „Litur ekki vel út", segja
oliu„kóngar" Stavangurs
Finnst olía við íslands-
strendur eða ekki? Þess-
ari spurningu verður
e.t.v. svarað að ári, en þá
hyggst Shell Internation
al hef ja frumathuganir á
hafsbotninum við ísland
í því skyni að svara því
játandi eða neitandi
hvort búast megi við
árangri af borunum.
„Þetta verður fullkomlega vfs
Siglingamálastjóri
með „Is og eld'
Á íslandi eru þess allmörg dæmi, að áhugamenn nái jafnlangt og lengra
í áhugamennsku sinni en fágmenn í viökomandi greinum. Einn þess-
ara manna er Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri og hans áhuga-
mennska er ljósmyndun. Þessu til sönhunar er Hjálmar að senda á
markað þessa dagana nýja bók „ís og eldur“, sem lýsir í máli og mynd-
um andstæöum íslenzkrar náttúru. í bókinni, sem er meö 205 Ijósmynd-
um er ís lýst frá ísingu skipa upp í jökla og hafís og jaröhita frá heitum
lindum upp í spúandi eldfjöll. Þá er lögð áherzla á að lýsa náttúrufyrir-
brigðum, sem hafa almennt náttúrufræðilegt gildi. Auk myndanna eru í
bókinni 15 skýringarkort og teikningar. — Fyrir glöggan ljósmyndara
geta „mótívin“ alls staðar leynzt eins og myndin hérna sýnir, þar sem
lág vetrarsólin dregur fram hverja ójöfnu með skörpum skuggum í
snjónum. —VJ
c
<, . *-v , - 4 * «