Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 7
7
f Vl'S IR . Laugardagur 8. maí 1971.
1 ----------------------------------
'H
' *
Anægju-
legri opin-
berri
heimsókn
í dag
Líklega hefur feröalag þjóöhöföingj
anna Kristjáns Eldjárns og Gilstafs
Adolfs Svíakonungs til Bjarkareyj-
ar í fyrradag veriö hápunktur hinn
ar opinberu heimsóknar forsetahjón
anna ti[ Svrþjóðar, en f dag lýkur
heimsókn þeirra hjóna til Noregs og
Svíþjóðar, en hún hefur staöiö frá
því á mánudag og gengiö hiö bezta
eins og fram hefur komiö í fréttium.
í>essi mynd var einmitt tekin á
eynni. Forsetinn hefur í hendinni
blóm, sem hann hefur tínt, en meö
honum á myndinni eru þeir Gústaf
Adolf Svíakonungur og yfir-þjöð-
minjavörður Svia K.A. Gustafsson.
(Ljósmynd Freddy Lindström)
Stenzt þú landsprófið?
landspróf / náttúrufræbi
Um 1500 nemendur þreyta
landspróf þessa dagana. í gær
var prófað í náttúrufræði og birt
ist hér verkefni landsprófsnefnd
ar. Hins vegar var skólunum gef
ið valfreisi til að búa til sjálfir
iandspróf í náttúrufræði og geta
nemendur því haft gaman af sam
anburöinum á milli landsprófs
ins er þeir fengu í skóla sínum og
þess er landsprófsnefnd gerði.
Einnig munu ýmsir aðrir hafa
gaman af aö rifja upp kunnáttú
sína eða vankunnáttu í þessari
grein til þess að vita hvort þeir
stæöust landspróf í náttúrufræöi
nú.
1.—20. í hverjum tölusettum lið
eru nokkrar staðhæfingar og ö-
fyllt svigasamstæða ( ) aftan við
hverja. Flestar staöhæfingarnar
eru rangar. — Merkió eina rétta
staðhæfingu í hverjum lið með
krossi í svigasamstæðuna á eftir
henni (x). — Merkingin telst
röng, ef krossað er í fleiri en
eina svigasamstæðu í sama lið.
1.—2. Hvítu hárin á biðukoil-
unni: eru tæki til að dreifa frjó-
kornum ( ), taka á móti frjó-
komum ( ), laöa skordýr að
blóminu ( ); verða til úr stíl og
fræni frævunnar ( ), úr bikar
blómsins ( ).
3.—4. Starir: eru blómleys-
ingjar ( ), berfrævingar ( ); hafa
sívalan stöngul ( ), þrístrendan
stöngul ( ) svifhár á aldinunum
( )•
5.—6. Það er sameiginlegt tún
fífli og hundi: aö báðir hafa
taugakerfi ( ); báðir anda og
þyngjast við öndunina ( ), létt-
ast við öndunina ( ): einstakling
ar beggja eru einkynja ( ), tvi-
kynja ( ).
7.—8. Stærsti ugginn á flyör
unni er: bakuggi ( ), raufaruggi
( ), hægri eyruggi ( ), hægri
kviðuggi ( ), vinstri kvióuggi ( ).
9.—10. Lirfur fiórilda: hafa
sogmunn ( ), bitmunn ( ), tólf
fætur ( ); eru maðkar ( ); lifa í
vatni ( ).
11.—12. Krabbadýr: lifa ein-
göngu í sjó ( ), eru mikilvæg
áta fyrir vatnafiska ( ), eru öll
nægilega stórvaxin til að sjást
berum augum ( ), anda öll með
tálknum ( ); hin smávöxnustu
eru frumátan í sjónum ( ).
13. —14. Vatnabobbar: hafa
engan kuðung ( ), finnast hér á
landi aðeins í einu héraði ( ),
anda með tálknum ( ), lungum
( ), loftæðum ( ).
15.—16. Sjóðæðakerfi skráp-
dýra kemur þeim helzt að not-
um við: öndun ( ), flutning nær
ingarefna ( ), meltingu ( ), æxl-
un ( ), hreyfingu ( ).
17.—18. Beinkröm stafar af
skorti á: A-fjörvi ( ), B-fjörvi
( ), C-fjörvi ( ), D-fjörvi ( ). E-
fjörvi ( ), (Fjörvi heitir öðru
nafni vítamín).
19.—20. Skyrbjúgur stafar af
skorti á: A-fjörvi ( ), B-fjörvi
( ), C-fjörvi ( ), D-fjörvi ( ), E-
fjörvi ( ).
21.—30. Greiniö sem nánast
um hvert eftirtalinna líffæra,
hvar það er í mannslikamanum
og hvaða hlutverki það gegnir:
Berkjur. Kalkkirtlar. Kokhlust.
Lita. Skina. — Skrifið eða
skammstafið) nafn hvers líffæris
31.—36. Lýsió gerð heila í
manni.
37.—39. Að hvaða leyti er önd
un (og öndunarfæri) froskdýra
frábrugðin öndun annarra hrygg
dýra?
40, — 45. Lýsið æxlun þorks
og þroskaferli hans úr eggi í
fulloröinn fisk.
46.—51. Af hvaöa sex frum-
efnum þarf gróöurinn yfirleitt
einna mest (uppieyst í vatni) sér
til næringar úr jarðveginum?
52.—54. Nefniö eftir eigin vali
dæmi (tegund, ættkvisi eða
stærri heild) um jurtir með eft-
irtöldum eiginleikum:
1. Frumbjarga einfrumungur
2. Ófrumbjarga fjölfrumung-
' ur.
3. Fruntbjarga, en þó ekki
græn aö lit.
55.—60. Hér á landi eru rækt
aðar tvær tegundir matjurta
sömu ættar og tóbaksjurtin. —
Hverjar eru þær? Hver eru upp
hafleg heimkynni þeirra? Hvaða
líffæri (líkamshluti) hvorrar
þeirra er haft til manneldis?
Aukaspurningar.
Þó að eftirfarandi spuming-
um sé ósvarað eða rangt svarað,
reiknast það ekki ti'l frádráttar
einkunninni. En rétt svör kunna
að hækka hana lítið eitt.
61.Hvers vegna kólnar manni
meir af aö borða ó° C heitan
snjó eða ís en af að drekka
sama magn af ísköldu vatni?
62.—63. Hvað er kolmunni? Seg
ið einhver nánari deili á honum.
64. Við hvaöa tegund á þessi
lýsing í Flóru íslands? — Stöngl
arnir fjölærir, hálftrénaðir .. .
Blöðin snvá, stilklaus, í fjórurn
röðum, . . . Krónublöðin . . .
fagurrósrauð . . . Blómgast allra
planta fyrst á vorin . . . og
skrevtir nielkollana, sem standa
upp úr fönnunum, hinu fegursta
blómskrúði. — Algeng."
aðe/ns U2 momm
Á 100 KÍLÓMEmA
flver hefur ckki þörf fyrir flest hcimilistæki [10 aö liann cigi bifrciö?
SKODA bifreiðar gcra yður klcift frcmur öðrum að eignast
hvorttveggja.
Miðað við aðra algenga 5 nianna bifreið, sparið þér 16.000.IX)
krónur árlega í benzíni ( niiðað við 20.000 km árlegan akstur),
scm l>ér getið varið ti! kaupa á heimilistækjum eða öðru því,
sem liugurinn girnist, t. d. sumarleyfisdvöl á Kanaríeyjum.
SKODA 100
Cilæsilegt dæmi um hagkvxmni og stnckk. Tnnrétringar og frágangur í sérflokki. DÍsValvemlar
— Tvöfalt brenisukerfi — 4ra hraba burrkur — Barnalrcsingar — Radial hjólbaróar
OG HYÐIR AÐF.INS 7 LlTRUM A 100 KM.
VIÐGERÐAbJÓNUSTA — VARAHLUTAÞJÖNUSTA -r 5 ARA RYÐKASKÓ.
SKODA 100 CA KR. 211 .000.00
SKODA 100L KR. 223.000.00
SKODA 110L KR. 228.000.00
TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
A ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44 - 46 KÚPAVOGI SlMI 42600
>