Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 08.05.1971, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Laugardagur 8. maí 1971. VÍSIR Otgefandi: Reyit)aprem DI. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson Rltstjöri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda hl. Skortur á hreinskilni l Þjóðviljanum í fyrradag var sagt að stjórnmála- umræður hefðu breytzt ákaflega mikið hér á landi síðustu áratugi. Menn hefðu áður fyrr verið miklu hreinskilnari en nú. Flokkar hefðu þá viðurkennt af- stöðu sína til mála, en nú sé farið „að fela hina raun- verulega afstöðu sína bak við orðagjálfur.“ Segir Magnús Kjartansson, að þetta hafi einkennt mjög sjónvarpsumræðurnar um landhelgismálið. Og vita- skuld áttu það að vera fulltrúar stjórnarflokkanna, sem þessa aðferð notuðu en Hannibal Valdimarsson fékk líka slæman vitnisburð hjá Magnúsi fyrir sitt framlag, „var einkennilega utangátta", segir hann. Skyldu þeir sem hlustuðu hafa talið að Hannibal stæði þeim Lúðvík Jósefssyni og Þórarni Þórarins- syni nokkuð að baki í málflutningi sínum? Hann krafðist hins sama og þeir og hélt í engu verr á sínu máli. Hvers vegna er þá Magnús Kjartansson að van- þakka honum liðsinnið? Þar hlýtur eitthvað annað en landhelgismálið að koma til. Það skyldi þó ekki vera hræðslan við ,að flokkur Hannibals muni ná einhverju af fylgi kommúnista í kosningunum, sem veldur því að ritstjóri Þjóðviljans getur ekki unnt honum sann- mælis? Þetta er eitt dæmi þess, að stjórnarandstæð- ingar eru fyrst og fremst að blása upp þessu mold- viðri út af landhelgismálinu til þess að reyna að vinna á því fylgi í kosningunum. Enginn sem íhugar öfgalaust afstöðu beggja, stjóm- arflokkanna og stjórnarandstöðunnar, getur verið í vafa um að sú leið, sem stjórnarflokkarnir vilja fara, er sú rétta og skynsamlega. Hitt er vanhugsuð af- staða, þó ekki þannig, að stjórnarandstæðingar viti ekki eins vel og hinir, hvað rétt er. En það er vanhugs- að og blátt áfram vítavert ábyrgðarleysi, að reyna að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar um þetta mál, sem hún í raun og veru er í hjarta sínu öll sam- mála um. Engin ábyrg ríkisstjóm mundi hafa tekið aðra afstöðu í málinu en núverandi stjóm og stuðn- ingsflokkar hennar hafa gert. Kommúnistar hafa alltaf haft annan tilgang með afskiptum sínum af landhelgismálinu en þann, sem þeir láta í veðri vaka. Þannig var t.d. 1958. Þeir vildu fyrst og fremst stofna til illdeilna, sem þeir vonuðu að gætu leitt til þess, að ísland færi úr Atlantshafsbanda- laginu. Tilgangur þeirra nú er hinn sami ásamt með því að veiða atkvæði fávísra kjósenda. Framsókn er á atkvæðaveiðum og mundi vafalaust hafa sömu af- stöðu og stjórnarflokkarnir, væri hún í stjórn. Hreinskilnin, sem Magnús Kjartansson talar um að verið hafi meiri áður fyrr, hefur farið æ minnkandi í hans eigin flokki. Fyrir nokkrum áratugum þorði hann að kalla sig kommúnistaflokk, en á síðari árum hefur þótt betur henta að breiða yfir nafn og númer og lát- ast vera frjálslyndur lýðræðisflokkur. Hlutskipti „sterkara kynsins44 jafnömur- legt og þess „veikara44 Hreyfing karlfrelsismanna eflist i Bandarikjunum MARGIR karlmenn hafa haft samúð með rauðsokk um og öðrum kvenfrelsishreyfingum. Flestir munu viðurkenna, að víða sé pottur brotinn og margt skorti til þess, að jafnrétti sé í heiðri haft milli kynjanna. Mörgum körlum mun þó hrjósa hugur við róttækustu kenningum kvenfrelsiskvenna. Sum ir karlmenn hafa nú gengið lengra og stofnað „karl- frelsishreyfingu", sem er nokkuð sérstæð. Illlllllllll m wsm Umsjón: Haukur Helgason „Við erum kúgararnir“ I Bandaríkjunum hafa mörg hundruO karlmenn víöa um land ið stofnaö félög, sem ha'lda fundi mánaöar- eöa vikulega, þar sem þeir skeggræöa um leiöir til að auka skilning milii kynj anna, skilning á hlutskipti kon unnar og einnig á sínu eigin hlutverki. Hreyfingin breiöist út þessa dagana, einkum í háskól- um og meöal róttækra. í borg inni San Francisco munu vera 30 slík félög. (Á Islandi eru önnur oröatil- tæki algengari en samsvarandi.) Auk þess veröi karlmenn aötak ast á herðar meiri ábyrgð viö getnaöarvamir, barnauppeldi og heimiiisstörfin. Einn þessara manna er sál- fræðingurinn Louis Cutrone, og tímaritið Newsweek segir, aö hann hafi framfylgt þessum kenningum í starfi. Hann sé til dæmis alveg hættur aö biöja einkaritara sinn aö færa sér kaffi eða hlaupa með ávísun í ekki hæfir til. Á okkur hefur verið litið sem stóðhesta, fþrótta hetjur, gáfumenn og leiðtoga. Fæstir eru þetta.“ Þannig segja karlfrelsismenn, að þeirra hlut- skipti sem „sterkara kynið" sé jafnömurlegt og hlutskipti kvennanna sem „veika kynið“. I báöum tilvikum sé hlutverkið ofleikið og ýkt. Þessir karlmenn hafa oröið fyrir áhrifum af afstööu eigin kvenna og vinstúlkna til kven- frelsismála. Þeir vilja bæta ráð sitt. Á fundunum fer fram nokkurs konar „eigin sálgreining" félags manna. Þeir tala um, hversu afstaða þeirra til kvenna hafi verið eigingjöim og fordómafull. Þeir ræða um, að konur séu kúgaður minnihiuti og þeir séu sjálfir kúgaramir. Þeir em sann færðir um, að fyrsta skrefiðtil að losa heiminn við fordóma miíli kynja sé, að þeir geri sér grein fyrir eigin fordómum. Þetita sé hiö sama og gerast þurfi í afstööu kynþátta hvers til annars. Hvíti maðurinn þurfi að gera sér ljóst, aö hann hefur fordóma gagnvart þeldökkum, og síðan getur hann læknað sig af fordómunum. Hið versta sé, þegar „kúgar- arnir" gera sér alis ekki grein fyrir fordómum sínum. Þá sé engin von um lækningu. Einkaritari sækir ekki kaffi Hvað gera svo þessir blessað- ir menn? Á fundum er mikiö rætt um aö hætta að kalla konur „merar“ og annaö slikt bankann. „Ég held ekki, að kon an sé ráöin til þess ama,“ seg- ir hann, „ef hún er ráðin sem einkaritari." Dæmi eru þess, að þessir „karlfrelsismenn" hafi gengiö lengra, og sumir segja of langt. Til dæmis hafa féiagar í slík- um félagsskap í Portland í Oregonfvlki átt til að kven- kenna guð. „Guð almáttugur á himnum. Hún elskar okkur alla,“ segja þeir. Þeir, sem kýnnzt hafa þessum félögum, telja, að oft sé það frekar óttinn við kvenfrelsis- hreyfinguna en samúö meö henni sem knýr þessa menn. Þetta er heilmikiö álag fyrir marga. Einn þeirra segir: „Þetta er mesta basl. Menn verða aö gjörbreyta afstöðu sinni til kon unnar og sjá'Ifs sín. Menn veröa að strita, svo aö þeir detti ekki aftur í sama farið. því að eitt orð, sagt í misgáningi, getur eyðilagt allt. Þetta er hreinasta vfti." Ekki hæfir sem stóðhestar Karlfreísismenn eru óánægðir með hlutverk karlkynsins í ver öldinni. „Við höfum oröið aö leika hlutverk, sem við erum „Við erum vélar“ í Berkeley er hafin útgáfa tfma rits hreyfingarinnar. Þar ritar maður, sem kalla sig Paul: „Viö eigum ekki aö gráta. Við erutn tilfinningalausar vélar. Þjóðfé- lagiö hefur gert karlmenn að vélum, þvf aö það er betra fvr- ir framleiðsluna.“ Þarna koma fram þær skoö- anir, að þjóðfélagið miðist nær eingöngu við þjónkun við eigend ur framleiðslutækja. Hinir rðt- tækustu telja, að eigendur tækj anna „auðvaldið" hafi „þjóöfélag ið“ í þjónustu sinni og meðal annars sé misrótti kynja og kynþátta ein aðferð „auðvalds- ins“. Margir fræöimenn (,,konur“) kvenfrelsishreyfingarinnar hafa rakið orsakir misréttisins til „auövaldsskipulagsins" öðru fremur. Fleiri munu þó telja, að það misrétti, sem er milli karla og kvenna, eigi sér dýpri orsakir. Urðu hræddir við rauðsokkur í hinum nýju karlfrelsisfélög- um óttast margir, að kynvilla kunni að eiga skjól. Nokkur dæmi hafa orðið um það. Þó munu flestir félagsmanna hvorki hafa áhuga né áhyggjur af kyn- villu. Þeim finnst hreyfingin hafa aukið skilning þeirra á kvenfólki og sjálfum sér og samskipti þeirra við hitt kyn- ið hafa batnað. Þeir séu skiln- ingsrikari og betri ástmenn og sambúðin á heimilunum hafi batnað vegna meiri þátttöku þeirra f starfi kvenna. Margir viðurkenna, að þeir hafi hlotið mikinn skelk, beeer konur þeirra, sem áður höfð’i verið þeim undirgefnar, urðu skyndilega áhangendur kven- frelsishreyfingarinnar, sem magnazt hefur síðustu ár. Nú segjast þeir ekki vera „hrædd ir“ lengur. Þeir hafi nú skilið málið og séu sáttir við stnar konur. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.