Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 8
b
VISIR . Mánudagur 24. maf 1971.
VISIR
Otgefandi: KeyKtaprenr ní.
Framtcvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Rristjánsson
Fréttgstjóri: Jón Birgir Pétursson
Knsttórí'arfutttrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Augiysingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Augiýsingwr: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660
Afgreiösla Bröttugötu 3b SVni 11660
Ritstjóri: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
r lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðia Vfsis — Edda hf
Fegrum borgina okkar
{^eykvíkingar hafa öll skilyrði til að gera borg sína
að hreinustu og snyrtilegustu borg í heimi. Hitaveitan,
sem komin er í öll hverfi borgarinnar, veldur því, að
andrúmsloftið er hreint og laust við sót. Þá hafa
borgaryfirvöld látið leggja malbik á flestar götur,
komið víða fyrir snyrtilegum gangstéttum og ræktað
ótal bletti. Rykið á götunum er því margfalt minna
en áður var.
Mikill meirihluti borgarbúa gengur fram í góðri
snyrtimennsku. Sumir hafa frá gamalli tíð kapp-
kostað að halda húsum sínum og lóðum í sem beztu
ástandi, einnig á þeim tíma, er Reykjavík var hálf-
gerður gullgrafarabær með malargötum og óhirtum
svæðum. En margir fleiri hafa tekið kipp, síðan mal-
bikunar-, gangstéttagerðar- og ræktunarherferð borg-
arinnar hófst fyrir alvöru fyrir allmögum árum.
Það var ánægjulegt að sjá, hvernig hverfi gerbreytt-
ust við malbikun gatnanna. Menn fóru skyndilega að
hugsa um hús sín og lóðir. Þeir girtu lóðirnar og
sléttuðu, komu sér upp grasflötum og fóru að rækta
tré, runna og blóm. Þeir óku rusli á haugana og
máluðu húsin sín, svo að þau litu út sem ný. Þessi
snyrtilegi svipur einkennir nú flest hverfi borgarinn-
ar, einkum íbúðahverfin.
En innan um ríkir gamli sóðaskapurinn, einkum í
hverfum verkstæða og verksmiðja. Dagblaðið Vísir
hefur á undanförnum dögum birt fjölda mynda, sem
sýna, hvernig ástandið er sums staðar. Þær sýna
fjallháa hauga af margs konar ónýtu dóti, vélar-
hlutum, hjólbörðum, bílum, timbri og mörgu fleiru.
Húsin, sem þessi sóðaskapur er við, eru velflest
ómáluð og mörg líta út eins og flutt hafi verið í þau
fokhéld. Mótavíramir standa enn fram úr þeim og
steypujámin upp úr þeim.
Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar gefur mönnum
á hverju vori tækifæri til að koma lóðum sínum í
snyrtilegt horf og áskilur sér rétt, að vissum fresti
liðnum, til að fjarlægja ósómann á kostnað eigenda.
Sá frestur er nú runninn út á þessu vori og hreinsunarT
aðgerðir borgaryfirvalda em hafnar.
En það gildir um allar slíkar herferðir, að sóða-
skapurinn sækir á að nýju, þegar þeim er lokið. Það
er ekki svo lítið, sem fellur til af ónýtum bílahlutum
á bflaverkstæðum, svo að dæmi sé tekið. Og á sumum
verkstæðum virðist það vera siður að fleygja öllu
slíku út undir vegg. Slíkir staðir verða alltaf til
skammar, þótt þeir séu við og við hreinsaðir.
Á þessu sviði þarf að koma til sögunnar breytt
hugarfar. Og sú breyting ætti ekki að vera erfið.
Menn þurfa aðeins að vakna til meðvitundar um
framkvæmdaleysi sitt og láta síðan hendur standa
fram úr ermum. Það, sem hefur tekizt í íbúðahverf-
um, ætti einnig að takast í atvinnuhverfum. Vísir
skorar á alla, sem hafa orðið aftur úr, að taka nú
fil höndum og fegra umhverfi sitt.
Þinsmenn erfiðir Nixon
f
— „nöldurskjóður" hefta framkvæmda-
gleði forsetans
í bandarískimi bloðum eru menn allt í einu farnir að
velta fyrir sér spurningum, sem ekki hafa leitað á þarlenda
menn um áraraðir: Hvemig er hægt að búa forsetanum
þannig völd í hendur að hann geti gert það sem honum
þykir nauðsynlegt á stríðstímum, t. d. ef út brýzt kjarn-
orkustyrjöld? Og hvernig er hægt að fá einum forseta því-
lík völd í hendur, en viöhalda samt þeim stjórnartaumum
sem þingið hefur eða getur haft? Hvernig er hægt að hafa
aðstöðu forsetans nægilega sterka, en halda samt eftir að-
haldi þingsins, þannig að forsetinn geti ekki gengið ger-
samlega framhjá vilja þjóðarinnar, vilja þeirra fulltrúa, sem
hún hefir kjörið?
önnur spurning leitar á og er sú í tengslum við þær
fyrri: Hvernig er hægt að hindra forsetann í að nota það
vald, sem hann vissulega verður að hafa í meiriháttar
kjarnorkustríði — þegar vilji þjóðarinnar getur verið næsta
þokukenndur eða sundraður, eins og þegar þingið er ekki
enn komið saman eða getur ekki myndað meirihlutaálit,
eins og á sér staö með Víetnamstríðið?
Illllllllllí
DlSffil
Fulbright — hefur löngum velgt forsetum undir uggum.
Hann er formaður utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings.
Tilkoma kjarnorkuvopna og
svo útistöður þær sem Banda-
r’ikin eiga í fjarlægum heims-
álfum hefur gersamlega gert að
engu fornar hugmyndir um
„jafnvægi á báða bóga‘‘ milli
forseta og þings. Einn hlutur
í viðbót er það, sem eflt hefur
stöðu forsetans gagnvart þingi,
en þaö er sjónvarp.
Skýrari ákvæði um völd
Þessi mál eru nú aftur til
umræöu, vegna þess að nokkrir
þingmenn hafa enn borið þau
upp á þingi, þeir Mansfield.
Fulbright, Javits og reyndar
fleiri. Vilja þeir reyna að hafa
skýr mörk þegar völd forsetans
á venjulegum friðartímum eru
annars vegar og hins vegar
völd þau er hann hefir á alvar-
legum ófriðartímum. Viður-
kenna þingmennirnir að völdin
verði að færast úr binginu og
I Hyíta húsið ef um kjarnorku-
styrjöld væri að ræða, en vilja
hins vegar viðhalda áhrifum
þingsins á gerðir forsetans þar
fyrir utan og einnig, þótt um
sé að ræða styrjaldir, sambæri-
legar við ástand það er skapazt
hefir vegna Víetnam-stríðsins.
Forsetinn einvaldur í
hermálum
Nú er það viðtekin skoðun,
aö þeim Mansfield og Fulbright
hafi ekki tekizt öllu betur en
þeim báðum forsetunurh, Nixon
og Johnson, að ski'greina hver
skil skulu vera á valdsviði for-
seta eftir ástandi í alþjóðamál-
um. .
Nixon hefur sagt. að hann
telii siálfan sig, forsetann, hafa
haft a'lan rétt tii að =enda inn-
rásarher til KambódVu, jafnvel
án þess að minnast einu orði á
Umsjón: Gunnar Gunnarsson.
slíkt við þingið. Nú leggja þeir
Mansfield og Fulbright hart að
Nixon að kalla alla bandarfska
hermenn heim frá Vfetnam
fyrir árslok 1971, og einnig
fækka um helming í hersveitum
þeim sem Bandaríkin halda úti
yfðs vegar um Evrópu.
Það er því enn sprottin upp
spuming um vald forseta. Ekki
aðeins um hver skuli valdið
hafa, heldur öllu fremur hver
eigi að stjórna, forsetinn eða
þingiö og þá undir hvaöa kring-
umstæðum hvor aðili fyrir sig
á að halda um stjómartumana.
Lincoln blés á þingið
Áratugir eru sfðan umræður
spruttu um þetta atriði, og það
var reyndar talsvert löngu áður
en kjarnorkuvopn komu til sög-
unnar. Reyndar munu þau árin
vera næsta fá V' allri sögu
Bandaríkjanna, sem vel hefur
farið á með forsetanum og
þingi. Vitanlega er það slæmt,
því að gagnkvæmt traust, gagn-
kvæm virðing hlýtur að vera
helzta fbrsenda þess til að for-
setinn hafi fullnægjandi völd
og þingið fullnægiandi aðstöðu
’tfl’að halda f við hann.
" Ef rýnt er í söguna er ljóst,
að þingfulltrúar okkar tíma,
geta mæta vel við unað, ef miða
á við hlutskipti, t.d. þeirra
þingmanna sem þingbekki
vermdu í forsetatíð Lincolns.
Lincoln hafði staðið f borg-
arstyrjöld vikum saman áður
en hann kallaði þingið til starfa.
Hann jós út peningum ri'kisins
án þess að leita álits þingsins.
Hann beið oft með mikilvægar
ákvarðanir eða útgjöld, þar til
þingmenn voru farnir í frí, en
tók þá til óspil'tra málanna.
Þingmenn þeirra tíma voru líka
ekk; eins orðvarir þegar rætt
var um yfirgang forsetans, og
þeir Fu'.bright og Javits eru nú.
Margir þelrra álitu að þingið
sem stóð meðan borgarastyrjöld-
in varði, þ.e. árið 1863, og það
var 37. löggjáfarþingið, yrði hið
síðasta f allri sögu Bandaríkj-
anna. Þingmaður að nafni
Wade sagði, að „landið væri
á leið ti! helvítis og að sitthvað
það sem bar til t'iðinda í frönsku
byltingunni var ekkert í saman-
buröi við það sem við ættum
aö siá hér“. Þótt Fulbright sé
stundum orðhvass, þá hefur
hann aldrei sagt neitt í líkingu
við þetta.
Og áfram halda menn að
deila um völd forseta og völd
þings. Vissulega mun þingmönn-
um ekkj takast að beita áhrifum
sínum til að koma öllum her-
mönnum heim frá Víetntm fyrir
áramótin, og heldur ekki mun
beim takast að fækka her-
mönnum í Fvrópu um helminn
fyrir 1. iúlí. en hitt er víst,
að forsetinn mun he’dur ekki
verða fær um að halda áfram
að eigin geðhótta. „Nöldur-
sesqir“ eins og Javits. Ful-
bright og Mansfield eru nefni-
lega forsendan fyrir þv), að eitt-
hvert íafnvægi sé á hlutunum
milli forseta og Bandarfkia-
þings. —