Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 1
GRÍMUKLÆDDIR GAMALS MANNS ...........:t 61. árg. — Þriðjudagur 25. maí. — 115 tbl. — heimtuðu af honum áfengi Þrír grímuklæddir piltar réðust i ára gamals manns seint í gær- inn á heimili sextíu og tveggja | kvöidi og veittu honum áverka, Búast við 10-15 þúsundum ú „ Saltstokk "-hútíðina // — mikill undirbúningur i Saltvik þessa dagana Smiðir, rafvirkjar og ast þeisa dagana ásamt pípulagningamenn kepp fjölda sjálfboðaliða við Kappsamlega var unnið í Saltvík í sólskininu i gærdag. Munaði litlu að stórbruni hlytist af trassaskap Lítlu munaði, að stórbruni yrði í Skeifunni 13 í gær, þar sem menn vonj að setja tjörupappa á þak. Við starf sitt notuðu þeir ó- -'irgöan eld til að bræða asfalt, og vitaskuld kviknaði von bráöar í öllu saman. Mönnunum brá þá í brún, þegar það ranrí upp fyrir þeim, að þeir höfðu ekk; slökkvitæki af neinu tagi við höndina, en lánið lék viö þá í þetta sinn, því að á neðstu hæð hússins fengu þeir léða langa slöngu, sem þeir leiddu upp á þak, og á sama stað fengu þeir einnig lánað lítiö handslökkvitæki. Með þessum útbúnaði tókst þeim að slökkva eldinn, áður en verulegt tjón hlytist af. Hjalti Benediktsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu, sagði Vísi, að ótrúlegt væri, hversu hiröu'ausir um brunavarnir margir væru, sem daglega færu með óbirgðan eld. „Pað var glópalán, að ekkj fór verr i þetta skipti.“ — ÞB undirbúning „Saltstokk ’71“ eins og ungmenn- in nefna hvítasunnu- skemmtunina í Saltvík. „Smiðir eru nú að reka sam an hljómsveitarpallinn fyrir úti hljómleiikana, og aðrir eru að ganga frá diskótekinu, meöan pípulagningarmenn hyggja að snyrtiaðstöðu fyrir gesti“, sagði Már Óskarsson, ungur verk- stjóri yfir starfshópnum í Salt vík, við blaðamenn Visis, sem renndu í hlað i gær. Ungir sjátfboðaliöar unnu að því að mála húsin, meðan aðr- ir dyttuðu aö þökum og enn aðr ir lögðu rafieiðslur hátalarakerf is og magnaraútbúnaðar fyrir hljómsveitirnar 15, sem koma munu fram á skemmtuninni. „Þaö er að vísu ýmislegt ó- gert, eins og að tyrfa svæðið fyrir framan hljómsveitarpall- inn, reka niður 60 girðinga- staura meðfram hamrabrúninni, svo að menn fari sér síður að voða — og ýmislegt fleira. En þessu verður öllu lokið — ef ekki á fimmtudagskvöld — þá á föstudagsmorgun", hélt Már. Menn eru við þvf búnir, að í Saltvík komi milli 10 og 15 þúsundir gesta yfir hvítasunn- una. Gistirými verður þar fyrir starfsfólkið *— milli 125 og 140 svefnpláss — aðstaða verður ' „Ekki einu sinni til hríhjól" — Þær voru svo heppnar að vera búnar að fá sér reið- hjól áður en vöruskortur varð á tvíhjólamarkaði. Ingibjörg Hilmarsdóttir og Helga Bjarnadóttir úr Hagaskóla, voru að hjóla niður Lauga- veginn, þegar ljósmyndarinn ók hjá og gat ekki ásér setið að smella af. Nú, þegar menn fara að gerast svo djarfir að vona að sólskins stundum fjölgi, fara menn að dusta rykið af gömlu hjóltíkinni, svo allt sé nú til reiðu, þegar sól- in gægjist fram úr skýjaþykkninu .... ,,.. og við höfum ekki undan að setja saman reiðhjól hér hjá Fálkanum ,þetta er dæmalaust mik il aðsókn í hjól núna", sagði verzl unarstjórinn, „við vorum að fá núna pólsk hjól, eins konar fjöl- skylduhjól ,það er hægt að leggja þau saman." Og í Erninum var sömu sögu að hafa: ,,Hér er allt farið, ekkert hjól til, en við búumst við send- ingu frá Hamborg fljótlega .... þetta er óven.ruleg saia það er ekki éinu sinni til þríhjól!“ — GG einu húsáiina fyrir löggæzluna, og í öðru húsi fyrir Hjálpar- sveit skáta, sem er viöbúin því að veita slösuðum fyrstu hjálp. Við því er búizt að megin þorri hvítasunnuferðalanga fari til Saltvíkur, en undanfarin ár hafa tjaldstæði verið bönnuð að Laugarvatni þá helgi. og á Þing völlum... „Við höfum ekki afráðið það ennþá, en ég býst við því, að það þyki ekki ráðlegt að leyfa tjaldstæði hér á þjóðgarðssvæð inu þessa helgi“, sagði Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður í morgun. „Gróðurinn er svo við kvæmur um þessar mundir, og flatirnar bera það með sér, að þær munu ekki þola mikinn á- troðning". — GP þegar þeir lögðu á hann hendur. Maðurinn skýrir svo frá, að pilt- arnir hafi sprengt upp útidymar og ruðzt inn í íbúð hans rétt um kl. 11 í gærkvöldi. Heimtuðu pilt- arnir áfengi af manninum. Þegar maðurinn amaðist við þessum aðförum, réðust piltarnir á hann og veittu honum meðal ann- ars töluverða áverka á andlit. En maðurinn greip kíttisspaða sér til varnar. Ti] liðs við hann kom kona, sem einnig býr f sama húsi, en hún varð fyrir höggi eins árásar- mannanna. Þó höfðu árásarmennirnir sig á burt, og kom þá f Ijós, að þeir höfðu rænt með sér einum viskí- pela. Þrátt fyrir grímurnar, sem pilt- arnir báru, gat maðurinn sagt Iög- reglunni deili á piltunum,* og var þegar hafin leit að þéim. Fundust þeir stuttu síðar f borðknattleiks- stofunni í Einholti, og voru þeir handteknir og færðir í geymslu. Voru þeir í fangageymslu lögregl- unnar í nótt, en þeirra biðu í morg- un frekari yfirheyrslur og' ftarleg rannsókn. Gamli maðurinn, sem orðið hafði fyrir barsmíðum piltanna, var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, /Stokkbóiginn í andliti og hruflaður. En í Ijós kom, að meiðsli hans voru ekkj mjög alvarlegs eölis. Var hann þó lagður inn á • sjúkrahúsið og hafði ekk; fótavist í morgun, þeg- ar síðast fréttist. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.