Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 9
TlSlK. ^rr^Jua. ð o 3 e o o e e o « 50 sænsk skólabörn söfnuðu fé seinni hluta vetr- ar til þess að komast í ferðalag til ísland.s. Þau dvöldu hér í sex daga, og bjuggu flest heima hjá íslenzkum fjölskyldum milli þess sem þau ferð- uðust um Suðurland, skoðuðu Reykjavík, heim- sóttu forsetann á Bessastöðum og léku sér úti með íslenzkum jafnöldrum. Með þeim í ferðinni var þekktur sænskur ljós- myndari, Gösta Skoglund, og-tók hann myndir í- íslandsferðinni og þann 10. júnh■ riæs-tkomandi er fyrirhugað að stærsta dagbíaðið í Gáutaborg, en þaðan koma börnin, birti myndir og frásagnir barn- anna af ferðinni. uð, en þá taka þau barpapróf, og flytjast síðan upp í miðskóla „Þessj 50 sem hér eru, eru úr einum l'rcin te’:)' sildum os eru beztu nemendurnir V sínum árgangi. Okkur fannst tilvinn- andi aö verölauna þau með því að gera slíka ferð aö raunveru- leika,“ sagöj kennslukonan. „Hver nemandi greiddi 370 sænskar krónur, og svo vorum við styrkt af ýmsum aðilum, svo sem fyrirtækjum og borg- inni. Undanfarin ár hefur þetta ferða’ag ekki staðið nema í einn dag og þá hofum viö oft farið ýfif ítl íöu.rf'’kv en ^sl^ft'dkúm börnum' er þáð ekk- ert nýnæmj aö koma til Hafnar. Islandsferðin var ævintýri“. „Det var mycket bra“ sögöu sænsku börnin sem við spurðum hvernig þeim hefði þótt feröalagiö: „En það er undarlegt þetta veðurfar ykkar“, sagði hann Bengt litli Lund, ,,mér er sagt aö hér sé a’drei sérlega kalt og heldur ekki sérlega heitt. Núna finnst mér kalt, en samt er mér sagt að hitinn sé óvenju mikill — eins og eðlilegt er í júní eða júlí ... Það var skemmtilegt þegar við fórum út aö Bessa- stöðurh ðg ákbáúbum staöinn.og. hlustuðum á forsetann ykkar segja frá, þvi ætla ég aö segja öilum frá, sem ég hitti í Gauta- borg þegar ég kem heim .. — GG Vísir hitti börnin í gærmorgun utan við Mela- skólann, þar sem hópurinn safnaðist saman og fór síðan suður til Keflavíkur, þar sem þau stigu um borð í Loftleiðaflugvél og fóru til Osló og heim. Hún settist á töskuna sína, þar sem hún heið eftir að komast í flugvélina til Oslóar: „Voðalega gaman á íslandi“. • •f**M**(*tM*«tM**M»*aitM*Cf<**ll*»X*MI „Þessi íslandsferð verður börnunum án efa ógleymanleg“, sagði annar kennarinn sem Maj Britt Wingárd-Carlson, kennari. hingað kom með börnunum, Maj Britt Wingárd-Carlspn, „þótt veðrið hafi verið heldur hryssingslegra en þau eiga að venjast heima í Gautaborg á þessum árstíma, þá sögðu þau mér mörg, að þau vildu gjarnan vera hér í einn mánuð, sumir sögðust meira að segja ekki vilia sætta sig við minna en eitt ár. Við ókum með börnin til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Komum líka við í Hveragerði og ' fóram til Krýsuvíkur. Ferðalagið var mjög skemmtilegt og sér- kennilegt. Slíkt landslag er börnunum næsta framandi og ég held að þótt vætusamt hafi veriö, þá hafi börnin ekki tekið eftir þv'i. Veörið hér á Islandi er líka svo tilbreytingaríkt, að það eitt er út’endingum upplif- un.“ Fyrirmyndprbörnin verð’aumíð Wingárd-Carlson, kennslu- kona sagði aö börnin væru úr 800 manna barnaskóla í Gauta- borg, og á þessum árstíma hefðu börnin ævinlega 3ia daga frí til að búa sig undir iokasprettinn i náminu, sem tekur hálfan mán- Hvað fannst þér merlri- legast að sjá á íslandi? Bengt Lund, 12 ára, Gautaborg: „Heimsóknin til Bessastaða var ógleymanleg og svo fannst mér bara merkilegast aö fá að dvelja hjá íslenzkri fjö'lskyldu og kynn ast íslenzkum strákum." Hans Andreason, Gautaborg: „Heimsóknin til forsetasetursins ... og ferðalagið til Þingvalla og Geysis var mjög skemmtilegt.“ Marie-Louise Hellquist, Gauta- borg: „Landslagið. Þaö var undarlegt. Mér fannst stundum sem við værum ævinlega að aka um sömu sveitina, það er svo líkt hvað öðru.“ Yvonne Bengtson, Gautaborg: „Forsetinn ykkar býr á falleg- um, sérkennilegum staö — og svo er hann svo skemmtilegur maöur.“ Mona Johansson, Gautaborg: „Landslagið finnst mér furðu- legt, og veðriö virðist í beinu sambandi við það — kalt en tilbreytingaríkt." Eva Larsson, Gautaborg: „Veör- ið ... landið ... krakkarnir og bara þetta allt saman sem við höfum séð."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.