Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 4
/ á -________I---------------------------- Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík Áðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarbúð (Ooo- fellowhúsinu) laugardaginn 29. maí 1971, kl. 2 síðdegis. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjómin Höfum verið beðnir um að útvega 2—3ja herb. íbúð með hús- gögnum. Ferðaskrifstofa Zoéga Hafnarstræti 5. Forskóli fyrir prentnám Verklegt forskólanám í préntiðnum hefst f Iðnskól- anum í Reykjavík, ef næg þátttaka fæst hinn 7. júní n. k. Forskóli þessi er ætlaður þeim, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næstunni og þeim, sem eru komnir aö í prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skóla- nám. Umsóknir þurfa aö berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 3. júní n. k. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýs- ingar verða látnar í té á sama stað. Hugsanlegir nemendur búsettir eða á námssamningi utan Reykjavíkur þurfa að leggja fram skriflega yfir- lýsingu frá sínu sveitarfélagi um að það samþykki greiðslu námsvistargjaids eins og það kann að verða ákveðið af Menntamálaráðuneytinu, sbr. 7. grein laga nr. 18/1971 um breytingu á lögum nr. 68/1966 um iðnfræðslu. Skólastjóri INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐSISLANDS1971. l.Fl VERÐTRYGSÐ Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nota heim- ildir laga til þess að bjóða út allt að 75 millj. króna innlent lán ríkissjóðs, vegna framkvæmdaáætlun- ar fyrir 1971. Hefst sala skírteinanna fimmtudag- inn 27. maí n.k. Skírteinin éru lengst til 15. september 1985, en frá 15. sept. 1976 er handhafa í sjálfsvald sett, hve- nær hann fær skírteini innleyst. Vextir eru 3% á ári fyrstu 5 árin, en meðatalsvextir fyrir allan lánstímann eru 5% á ári. Að öðru leyti eru skilmálar skírteinanna þeir sömu og gilt hafa umundanfarnar útgáfur,þar með talin verðtrygging miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Grunnvísitalan er sú vísitala byggingarkostnaðar, er miðast við 1. júlí 1971. Sérprentaðir skilmálar munu liggja frammi hjá söluaðilum, böíikum, sparisjóðum og nokkr- um verðbréfasölum í Reykjavík. Maí 1971. SEÐLABANKI ÍSLANDS 4 Skemmdirnar á Cæsari 4 Við rannsókn á togaranum t Cæsari kom það í ljós, að hann / er rifinn frá kili og upp í síðu 1 og meöfram kilinum. Talið er, 4 að hægt sé að skjóta plötum í yfir. Tveir kafarar úr norsk-u í björgunarskipunum unnu að 7 rannsqkn á skcvmdum á togar- 4 anum. ; Gömul kona í Vestur- / heimi gaf Eimskip 115 4 dollara t iÁ aðalfundi Eimskips kom í / Ijós sama vináttan og fyrr frá \ Vestur-íslendingum Kona ein 4 í Manitoba, Guðrún Eyjólfsson, i sendi eftirfarandi bréf ásamt 115 dollurum: „Háttvirta stjórnarnefnd Eim- skipafélags íslands! Hér með legg ég eitt hundrað og fimmtán dollara g-jöf til minningar um manninn minn, Ágús(t Samúel Eyjólfsson; frá Laugarvatni, Laugardal. Hann lézt hér á Gimli 1. jú!í 1970, 88 ára Mér fannst honum alltaf bykia vænt um þann félagsskap. Með beztu hamingjuósk til Eimskipafélagsins og ykkar « Sumarhúsin opinberu \ starfsmannanna 1 Fjöldi manns lagði leið s'ína í upp í Munaöarnes í Borgarfirði, / þar sem opinberir starfsmenn / tóku í notkun hina nýju sumar- \ bústaði sína, — 26 að tölu. 4 Mikil ánægja ríkir að vonum yf- í ir þessum áfangá, — en á. mynd- / inni eru fjórar konur frá Hjúkr- \ unarkvennafélagi fslands, for- 4 maðurinn, María Pétursdóttir er Íönnur frá hægri á myndinni, en félagið á þarna einn af bústöð- unum. allra, sem vinnið þar að. Með vinsemd og virðingu, Mrs. Guðrún Eyjólfsson, 82 ára. Ste 1, Landmark, opartsment, Gimli, Manitoba.“ Lífið í Laxá og Mývatni undir smásiá Um miðjan næsta niánuð hefjast líffræöirannsóknir þær á vatnasvæði Mývatns og Laxár, sem iðnaðarráðuneytiö hefur beitt sér fyrir. Jón Ólafsson, haffræðingur, kemúr innan skamms til landsins og mun hafa aðalumsjón með verkinu. Síðar koma sérfræðingarnir Pét ur M. Jónasson, magister, og dr. Nils-Arvid Nilsson til landsins. Aðalbækistöð munu þeir hafa í Hafrannsóknastofnuninni og hefur þeim verið tryggður nægi- legur tækjabúnaður. Framleiða húfur í Borgarnesi Verksmiðja með kuldahúfur er nýlega tekin til starfa í Borg arnesi. Verksmiðjan er eign SÍS, og framleiðir alls konar húfur úr pelsaskinnum frá Iðunni. í fyrsta áfanga er reiknað með að framleiða 15—20 þús. húfur á ári fyrir innlendan og erlendan markað. Verksmiðjustjóri er Björgvin Óskar Bjarnason, en starfsfólk er a!ls um tíu. Bretinn fékk dóm Réttaö hefur veriö í máli brezka togarans Victory F. D., sem varðskipið Ægir tók innan landhelgi með ólöglegan búnað veiðarfæra. Ægir kom með tog arann inn til Eskifjarðar og var kveðinn upp dómur í máli hans þar. Varð úr að togarinn greiddi 150.000 krónur sem f sáttagjald og fór hann á veiðar / strax á eftir. \ Unglingum kennt 4 á dráttarvélar Dráttarvélanámskeið til und- irbúnings dráttarvélapnófs verð ur haldið á vegum Fræðslumið- stöðvar Ökukennarafélags Is- lands í Reykjavík og Slysavarna félagsins, ef næ» þátttaka fæst. Þeir unglingar f Reykjavíkog nágrenni, sem orðnir eru 16 ára eða verða það á þessu sumri eiga kost á þátttöku. Þátttöku- gjald er kr. 500.00. Er þar inni- falið kennslubók, 4 tfmar bók- legt nám í umferðarreglum og meöferð dráttarvéla. Æfinga- akstur á sérstöku æfingasvæði. Unglingum 14 og 15 ára, er einnig heimil þátttaka, en eng- inn fær ökuskírteini fyrr en hann er orðinn 16 ára, sarnkv. lögum. Þeir, sem óska að taka þátt í námskeiðinu tilkynni þátttöku til Slysavarnafélagsins í sfma 20360 frá kl. 9—17 virka daga eða til Fræðslumiðstöðvarinnar, Stigahlíð 45, í síma 83505 frá kl. 17—19 fyrir þriðjudagskvöld. í 'VÍ"#" ■<ý > Vxzjtk ^ r 'JSíS! • - • ' ; ■; .. # V * , i}7 8 : ., í ' . : í* \ i Fiugmálafélag Islands Þing Flugmálafélags íslands verður sett að Hótel Loftleiðum, mánudaginn 7. júní kl. 20. Þingmál samkvæmt félagslögum. Stjórnin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.