Vísir - 12.06.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1971, Blaðsíða 2
Sá hvimleiði myndasmiður, Bellisario VIÐ sögöum frá þeim ósvífna ljósmyndara, Bellisario í gær, sem ekkert gerir annað en að eltast við meðlimi brezku konungsfjöl skyldunnar og taka af þeim mynd ir, helzt f afkáralegum stelling- um. Fyrir nokkrum dögum helltu mörg brezk blöð sér af mikilli vandlætingu yfir aumingja Belli sario. Hann gekk nefnilega ein- um of langt í njósnum sínum um þau Snowdon Margrétarmann og Margréti, Lávarðurinn og Margrét ætl- uðu að létta sér upp frá amstri hversdagsleikans og föru að heim sækja Sally frænku, sem býr á búgarði við þorpið Staplefield. „Þau vilja fá aö vera algerlega í friði“, sagði blaðafullt’rúi þeirra. Og öll blöðin og allir baðamenn virtu þessa ósk, þó það nú væri. Nema Bellisario. Ekkert fær hrætt hann frá aö ná góðum myndum af ættingjum og venzla fólki drottningar, enda gefa slík ar myndir honum mikið í aðra hönd, ef hann getur selt þær tímaritum utan Bretlands. Belli sario er orðinn ríkur maður. Hann settist því upp í bfl sinn og tók til Staplefield. Hann laum aðist eftir krókaleiðum heim að búgarði Sally frænku. og kom rétt þar að, þar sem Snowdon hafði stungið sínu konunglega höfði út um gat á hlöðuveggnum. Utan við hlöðuna stóð hins veg ar Margrét prinsessa og krakka- stóð, og skemmtu þau sér við að ,,skjóta f mark“. Markið var and litið á lávarðinum en skotfærin voru rennandi votar heytuggur. Margrét hitti í mark, Snowdon varö rennandi votur I framan, og um leið skaut Bellisario af myndavél sinni —og hitti líka. Hrósaði hann nú happi yfir að hafa náð a.m.k. einni góðri og dýrri mynd af lávarðinum. „Bkkert brezkt blað mun kaupa þessa mynd af Bellisario", segja brezkir blaðamenn, og eru æfir yfir frekju ljósmyndarans, „hann getur kannski gTætt á þessu erlendis", og talsmaður Margrétar og lávarðarins segir, að Bellisario hafi komiö í þeim einum tilgangi, að mynda þau saman, Snowdon og Lady Ruuf- us-Isacs sem þarna dvelur stund um, en þau Snowdon voru í vet ur sögð standa í einhverju ásta- makki og var þá jafnvel rætt um skilnað þeirra Mangrétar — en nú segja brezk blöð þann orðróm vissulega á misskilningi byggðan. „Sérhver venjulegur m'aður myndi gefa Bellisario myndarlegt k\aftshögg“, sagði blaðafulltrúi Margrétar, „en slíkt getur kon- us5St«fiölskylclan aldrei gert, Þau verða að sitja uppi með þennan óvandaða Ijósmyndara, sem aldrei getur látið fjölskylduna í friði". Úthafsræðarinn, John Fairfax og félagi hans, Sylvia Cook, hafa átt erf- iða daga að undanförnu, eða allt frá því þau lögðu á Kyrrahafið frá San Fransisco. Þau lentu í snarbrjál- uðu veðri rétt undan ströndinni og þau hrakti suður á bóginn, langt af leið. Þau urðu að taka land í Ensenada í Mexíkó og þegar Fairfax, sem er 33 ára, og Sylvia, 32 ára, stigu frá borði, sagði hann: „Ég hata þennan andskotans bát. Annað hvort brýt ég hann eða hann brýtur mig“. Eftir 5 vikna hrakninga á opnu Kyrrahafi var notalegt að setjast inn á hótel í Mexíkó — en Kyrrahafið bíður. Brátt leggja þau John Fairfax og Sylvia upp í langa ferð til Ástralíu, róandi á Britannicu II. Fairíax í v andræium á Kvn ahafí & .-•**-* | feiii \ * V f í. s m „Kyrrahafið hefur verið okkur hreinasta helvíti, enn sem komið er, en ég er ákveðnari en nokkru sinni fyrr að komast yfir það til Ástraliu". Fairfax og Sylvia hafa vissu- lega átt við erfiðleika að etja, þar sem eru Kyrrahafsöldurnar. Hann tók þrisvar sinnum útbyrð ir, og má víst teljast heppinn að sleppa lifandi úr þeim fangbrögð um við Ægisdætur. Margir voru farnir að óttast um að þau Sylvia hefðu farizt, þar sem ekkert hafði frá þeim heyrzt í meira en viku. Varð því uppi fótur otg fit, þegar þau birtust í Ensenda, sem er einar 650 míl ur fyrir sunnan San Fransisco. Fairfax sagði að þau Sylvia myndu hvíla sig í viku í Ensen- ada á meðan gert verður við bát inn, en síðan leggja á úthafið á ný, ,.oger viö komumst á stað, einhvern tíma í næstu viku, mun ekkert geta stöðvað okkur í að róa þessar 800 mílur til Ástralíu. En þessi bátur er mesta vand ræöatól. Það er svo erfitt að stjórna honum, og fyrirgefur mér ekki, ef ég geri hin minnstu mis- tök. Samt er hann tryggari en Britannica 1., sem ég reri yfir Atlants'hafiö 1069. Um sumt lík- ist Britannica II. hálftömdum hesti, sem notar hvert tækifæri sem gefst til að gera manni grikk. Sylvia hefur verið frábær ferða félagi og óhemjulega dugleg. — Flestir karlmenn hefðu grátið og beðið mig um að fara með sig heim. Ég er stoltur af henni“. Erfiðleikarnir gleymast fljótt. Sjálf segir Sylvia: „Það er furðulegt hve fljótt maður gleym ir erfiðleikunum. I eitt skipti gnæföu öldurnar um 30 fet fyrir , ofan okkur, og þá datt méríhug að laga tesopa. Ég setti ketilinn yfir gaslogann, og þegar vatnið fór að sjóða, heyrði ég John æpa: Gættu að þér elskan! og ég leit upp og sá ölduna vera að hvolf ast yfir okkur. Ég reyndi að grípa í eitthvað naglfast nálægt mér, en náði ekki I neitt strax, og aldan þreif mig með sér og ég hélt að ég myndi skella á logann — sem betur fer varð aldan á undan og slökkti rækilega undir katlinum. Sjálf náði ég taki. Vatnið hvolfd- ist yfir mig, og ég vissi ekkert hvort ég sneri upp eða niður. Þeg ar ég loks gat litiö upp, var bát- urinn hálffullur af vatni, og John var kominn fyrir borð. Þá varð ég hrædd, Ég gat ekk ert gert fyrir John, og þá fór ég að gráta. Ég grét eins og krakki í 5 mínútur, þrátt fyrir það að John tókst að synda til mtn og komast um borð. Svo sá ég lítið rússneskt skip á siglingu, og það valt svo hræðilega, að ég gat ekki annað en fariö að vor- kenna vesalings mönnunum um borð — þá hætti ég að gráta. Og svo varð mér svo voðalega kalt. Og svo voru það sárin. Ée byrjaði að fá sár á axlimar og þar sem brjóstahöldin nerust við mig. Ég varð að kasta þeim fyrir borð. Svo jafnaði þetta sig, þegar kyrrðist t sjóinn, en ég er með hrúður, rauð og þnútin. Ég varð tvisvar sjóveik eftir að við fórum frá San Fransisco en svo var það búið. Ég keðju- reykti líka áður en við lögðum upp — en það er þó eitt gott sem þessi ferð hefur gert fyrir mig.— Ég snarhætti að reykja þega.r út snert eina einustu af þeim 2000 á sjó var komið, og ég hef ekki s’igarettum sem ég bar um borð.“ Sylvia Cook í verzlun í mexíkanska bænum Ensenada. Hún býr sig undir róðrarferð tii Ástralíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.