Vísir - 12.06.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 12.06.1971, Blaðsíða 16
V VISIR . ■ ■. ->i. -v; ■ • . x-1 D x- D x-1 Laugardagur 12. júní 1971. ARANGUR í STARFI /æri ekki munur að fá slika menn til að hafa einnig forustu i trygginga-, viðskipta-, sjávarútvegs- og skólamálum þjóðarinnar? Ráðherrar sjálfstæðismanna hata sýnt i verki hæfni sina til að leysa verkefni og vandamál. JÓHANN HAFSTEIN Hin stórfellda og ótrúlega öra iön- væðing, sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár, er nátengd aðgerðum Jóhanns s°m iðnaðarráðherra. Iðnaðuiínn er nú orðinn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og er orö- inn vel samkeppnishæfur við erlenda frámleiöslu. Alla tíð hefur mikill styrr staðið um aðgerðir Jóhanns á þessu sviði, allt frá Búrfellsvirkjun til EFTA-að- ildar, en hann hefur ótrauður leitt mál iðnaðar, orkubúskapar og stór- iðju til sigurs. Sami dugur kom fram þau mörgu ár, sem Jóhann var heilbrigðisráð- herra. Fyrir viðreisn voru þau mál horn- reka í þjóðfélaginu, en þegar Jóhann skildi við ráðuneytið fyrir ári, voru íslendingar komnir í hóp þeirra þriggja þjóða, sem mestu verja til héilbrigðismála sinna. Jóhann hefur reynzt farsæll leið- togi hinn skamma tíma, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Auður Auðuns, fyrsta konan í ráð- herrastól á íslandi, hefur verið af- kastamikil þá fáu mánuði, sem hún hefur gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. í vor lagði hún t.d. fyrir alþingi nýstárlegt og vel unnið frumvarp um stofnun og slit hjúskapar, eitt hinna mörgu mála, sem oft hverfa f skugga hins pólitíska karps. Önnur þjóðfélagslega mikilvæg mál eru í undirbúningi á vegum Auð- ar. Á vettvangi Auðar er brýn þörf margra endurbóta, sem hún er sér- staklega vel fallin til að hafa for- göngu um, ekki sízt vegna ]>ess að hún hefur glöggt auga fyrir ýmsum vandamálum, sem karlmönnum er nú eðlilegt að hirða minna um. MAGNUS JONSSON Stjórnmálaandstæðingar Magnús- ar Jónssonar viðurkenna, að hann sé einhver bezti fjármálaráðherra, sem ísland hefur átt. Ferli hans í ráðuneytinu hefur fylgt löng röð endurbóta í allri fésýslu rfk- isins. Árangurinn hefur m.a. orðið sá, að embættismannafjöldanum hefur ver- ið haldið í skefjum, þótt þjónusta ríkisins í tryggingum, heilbrigðismál- um, skólum og oðru hafi stóraukizt Þannig hafa meiri framfarir verið gerðar kleifar fyrir minna fé en ella. Fleiri krónur skattgreiðenda skila sér beint í framkvæmdir og þjón- ustu, en færri eyðast í kerfinu sjálfu. Allir vita, að það er enginn bama- leikur að halda ríkisbákninu í skefj- um. Til þess duga aðeins menn á borð við Magnús Jónsson. INGOLFUR JONSSON Svo er dugnaði Ingólfs Jónssonar fyrir að þakka, að vegamálaöld er hafin með glæsibrag hér á landi. Samgöngur úti á landi hafa ger- breytzt og stórfelld hraðbrautagerö er hafin í nágrenni Reykjavíkur. Varanlegum vegi í Kollafjörð og til Selfoss lýkur á næsta ári og fé hefur verið tryggt til að halda við- stöðulaust áfram gerð hraðbrauta. Kunnastur er Ingólfur þó fyrir hlut sinn i að lyfta íslenzkri bændastétt til nýrrar virðingar í augum þjóð- arinnar eftir niöurlægingu fyrri ára, sem haföi gert sveitafólk að þriðja flokks borgurum á íslandi. Þaö er sannkallað grettistak, sem unnið hefur verið í landbúnaði, og það hefur komið í ljós, að framleiðni landbúnaðarins er orðin mun meiri en álitið hefur verið. Allir vita, að þau mál, sem Ingölf ur tekur að sér, eru í öruggum hönd- um. Bént hefur verið á, að stefnuskrár flokkanna séu á köflum mjög svipaðar hver annarri. Þetta er ósköp skiljanlegt, því að allir flokkar vilja framfarir og vel- megun. Munurinn á flokkunum er líklega mestur í því * mannavali, sem þeir hafa upp á að bjóða, mismunandi hæfa, atorkusama og farsæla menn. Það er auðvelt að géipa og lofa, en erfitt að framkvæma. Það er ekki nóg að vilja vei. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki aðeins upp á þá fjóra ráðherra, sem hafa sýnt og sannað getu sína í starfi. í röðum frambjóðenda flokksins er breiddin mikM meðal ungra og gamalla. Það nægir að minna á borgarstjóra Reykvíkinga, Geir Hallgrímsson, og Gunnar Thoroddsen prófessor, svo og á alla þá mörgu nýju menn, sem eru víða í efstu sætum framboðslista flokksins. Nú eru stór verkefni framundan. Framfarirnar voru miklar á sjöunda áratugnum. íslendingar vilja keppast við að gera áttunda áratuginn að enn meira framfara- skeiði. Þess vegna skulum við velja til forustu þá menn, sem vitað er, að hafa það til að bera, sem þarf til að ná beztum árangri í hinum vandasömustu störfum. Kjósum hæfustu mennina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.