Vísir - 12.06.1971, Side 8
VÍSIR. Laugardagur 12. júni 1971,
Otgeíancli KeyKiaprem ns
FramKvæmdastjóri SveinD K EvjólfssoD
Ritstjóri Jónas KristjánssoD
Fréttastjón Jón Birgir PéturssoD
Ritstjórnarfulltnii Valdimai H lóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G Jóhannesson
Auglýsingar Bröttugötu 3b Slmai 15610 11660
Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 1166C
Ritstjórn • Laugavegi 178 Simi 1166C (5 nnur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
r lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöja VIsis — Edda hl
Veljum beztu leiðirnar og
hæfustu mennina
JJafi kjósendur nokkurn tíma haft ástæðu til að hafna
vinstri flokkunum, þá er það í kosningunum á morg-
un. Aldrei hafa deilurnar innan vinstri flokkanna og
milli þeirra verið hatrammari. Aldrei hefur sveit for-
ustumanna þeirra verið sundraðri. Aldrei fyrr hafa
bræðravíg þeirra yfirgnæft átök þeirra við Sjálfstæð-
isflokkinn í jafnmiklum mæli og einmitt nú. Aldrei
hefur verið betra og réttlátara tækifæri tii að veita
hinu tætingslega vinstra forustuliði þá ráðningu, sem
það á skilið.
Nú er tækifærið til að efla stærsta og samstæðasta
stjórnmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn. Það er
ekki til að verðlauna ráðherra flokksins fyrir góða
frammistöðu í ríkisstjórn. Vissulega viðurkenna kjós-
endur hinar ótrúlega stórfelldu framfarir, sem unnið
hefur verið að og unnið er að á sviðum iðnaðar- og
orkumála, heilbrigðismála, vegamála og fésýslu rík-
isins. En sú vinna liggur að baki, og nú horfa kjós-
endur til framtíðarinnar. ^-,uu
Fortíðin hefur þó það gildi, að kjósendur sjá,, hvaða
stjórnmálamenn eru líklegir til að ná beztum árangri
í störfum í þágu þjóðarinnar. Allir flokkar lofa öllu
fögru. En reynslan sýnir, að úr forustuliði Sjálfstæð-
isflokksins koma þeir menn, sem hafa dug og atorku
til að leysa þau vandamál, sem stöðugt ber að garði,
og til að koma framfaramálunum í framkvæmd. Af
slíkum hæfileikum eru aðrir stjórnmálaflokkar mikl-
um mun fátækari.
Við þurfum í stórum og samfelldum skrefum að
halda áfram þeirri gerð hraðbrauta um allt land, sem
nú er hafin. Við þurfum enn að hraða þeirri öru iðn-
þróun, sem nú á sér stað. Við þurfum að, ryðja tíma-
bærum nýjungum braut inn í skólakerfi okkar.
Við þurfurr r.’*' efla svo tryggingar og aðra félagslega
samhjálp, að einrt»,-,',''?ar þi”*f; c>':i vegna óhappa
eða óvenjulegra kringumstæSna að fara á mis við
gæði lífsins. Við þurfum um leið að tryggja, að það
framtak og sá dugur, sem býr í hverjum einstaklingi,
fái tækifæri til að bera ávöxt, til heilla fyrir alla
landsmenn. Við þurfum að gera mikið átak til að bæta
umhverfið, sem við lifum í. Og við þurfum ekki sízt að
brejda ábyrgðarleysi og múgmennsku í ábyrgðartil-
finningu og sjálfstæða hugsun með því að halda ríkis-
bákninu í skefjum og dreifa valdinu í þjóðfélaginu
sem mest.
Sjálfstæðismenn liafa rakið ýtarlega þær leiðir, sem
þeir vilja fara til að ná árangri á þessum sviðum.
Margir hinna hæfustu vísindamanna þjóðarinnar hafa
átt verulegan þátt í að móta þessar leiðir, og forustu-
menn flokksins munu byggja á þessu starfi á næsta
kjörtímabili. Það eru þessi traustu og framfarasinn-
uðu vinnubrögð, sem kjósendur munu styðja á kjör-
deg x-D
El'isabet verður fyrir aðkasti
Það hefur ekki verið
heiglum hent fyrir Elísa
betu Bretadrottningu að
fá kjarabætur. Tekjur
drottningar hafa minnk
að síðan 1952, og tilraun
ir til úrbóta mætt harðri
mótspyrnu og vakið deil
ur um konungdæmið. —
Bretar hafa ekki verið
jafnhollir drottningu
sinni og þjóðhöfðingja
og menn hefðu búizt við
miðað við allt það „til-
stand“, sem hefur verið
um kóngafólk þar.
25 millfarða eiír'iir ...
Þessar deilur eru ekki nýjar
aC nálinni. Þaö var ár:ö 1890.
Henrv nokkur Labouchere,
krafðist bess, að Buckingham-
höllin skyldj veröa heimili fyrir
afvegaleiddar stúlkur Henrv
var mjög vinsæll stiórnmála-
maður meðai almenninus. Hon,
um hafði runnið í skan v*«
Viktoríu drottningu, og hann
vildi afnema konungdæmið.
Nú hefur Richard Crossman
krafizt þess í tímaritinu New
Statesman, að Ruchinghamhö''
verði brevtt ‘í safn. en þó verð'
hluti hallarinnar áfram m'-ntur
kóngafólksins. Fasri þá enn að
krenpa að drottningu
Crossman var ráðherra i
=f.iðrn Wilsons. Hann ->-iHrnælti
bví sem hann kallaði frekiu
og hofmóð" drott.ninva'- hen!>r
hessi 5>f’-omnndi Viktorí" vömlu
heimtaði að hafa meira fá-úr að
coila. Nú er bað ekki svo. að
drottning sé að farast af fátækt.
Fulltrúi hennar sagðj þó í fyrra-
dag, að eignir hennar væru
hvergi nærri eins miklar og
sumir hafa viljað vera láta, Því
hafði verið haldið fram, að hún
ætti eignir að verðmæti eitthvað
um tuttugu milijarða íslenzkra
króna.
.. .eða 400 miHjónir?
Fulltrúinn rauf með þessari
yfirlýsingu að nokkru leyti
þann þagnarmúr, sem drottning
hefur falið sig bak við, síðan
beiðni hennar um meiri fram’.ög
frá þinginu hratt af stað hörð-
um deilum.
Fyrrverandj einkaritari drottn
ingar segir, að éignir drottning-
ar nemi aöeins eitthvað um
400 milljónum íslenzkra króna.
Fulltrúi drottningar vildj hins
vegar ekki binda sig við þá
tölu, heldur sagði hann fyrir
hennar hönd, að „sú tala væri
vissuiega nær lagj en hugmynd-
ir manna um 50—100 milljón
pund“ (10—20 milljarðar króna).
Aö vísu sagði hann, að menn
gætu fengið einhverja sKka út-
komu, ef þeir reiknuðu með
konungleg listasöfn, önnur söfn,
konungleg frímerkjasöfn, hús-
gögn og hvaöeina, sem drottning
annaðist um fyrir sína eftir-
komendur í sæti þjóðhöfðingja
en h»fðu ekki gildi sem persónu-
ieear eignir hennar.
Crossman hafð; sagt, að
drottningu væri leikur einn að
nota eitthvað af auðæfum sínum
til að standa straum af útgiö’d-
unum. sem henni finnst hún
ekki geta risið undir án „kaup-
hækkunar" á fiárlögum.
„Laun drottningar“, sem
hingið veitir. höfðu verið óbreytt
"fX— ' begar EMsabet var
krýnd Hún fær enn eins og þá
eitt.hvað um 100 milljónir króna.
Meðallaun begna drottningar
hafa rúmlega tvöfaldazt á þessu
tímabili.
Umsjón: Haukur Helgason
Þarf Filippus að hætta
að leika póló vegna
fátæktar?
Filippus drottningarmaður tók
það fram á blaðamannafundi í
Ameríku fyrir 19 mánuðum, að
drottningarfjöiskyldan mundi
verða að flytja sig burt úr
Buckinghamhöll og í minna
húsnæði innan skamms. Sárast
þótti honum, sem von var, að
lYklega þyrftj hann að hætta að
leika póló vegna kostnaðar.
Þessi „laun drottningar“ frá
þinginu segja að vísu ekk; alla
söguna. Smám saman hafa
brezkar ríkisstjórnir tekið að sér
greiðsiu á ýmsum þáttum í
rekstri, sem fyrri þjóðhöfðingjar
greiddu úr eigin vösum. Þannig
er greitt viðhald á höilinni, fyr-
ir flugvélar og snekkjur, og bréf
fara án burðargjalds frá kon-
ungsfjölskyldunni. Blaðamaður-
inn Andrew Duncan reiknaði út,
að í rauninni léti ríkið ekki aö-
eins þessar 100 milljónir til
drottningar, heldur væri talan
nær því að vera hálfur milljarð-
ur ísienzkra króna á ári hverju,
þegar allt værj talið.
Ólíkt hefst Ólafur Nor-
egskonungur að
Brezkt kóngafólk er „ffnna“
en annað kóngafólk. í grein í
þýzka tfmaritinu Der Spiegel
er þess getið, að Ólafur Noregs-
konungur hafi aðeins haft með
sér átta manns, þegar hann
fór í opinbera heimsókn til
Brasilíu áriö 1967. Ári síðar
hafi Elísabet heimsótt Brasih'u
og haft með sér: Fimm flugvél-
ar, eina snekkju með 21 for-
ingja og 320 manns, tvær frei-
gátur, 14 embættismenn úr hirð-
inni, tvo leynilögreglumenn, sjö
emhættismenn ríkisins, 42ja
manna hirðsveit og hljómsveit
með 22.
í gagnrýninni á drottningu
tala Bretar samt minnst um
þessa viðhöfn. Bent er á, að
drottning greiðir enga skatta og
fær því meöal annars að njóta
skattfrjáist teknanna af hinum
miklu eignum sínum.
Hluti f járins í svissnesk-
um bönkum?
Elísabet á lönd og hlutabréf,
sem hafa hækkað í verði, Hún
er sögð hafa ráðgjafa í fjármál-
um, sem kunni góð skil á því,
hvernig á að festa féð, svo að
það skili sem mestum arði.
Þess er krafizt að þingnefnd,
sem á að taka afstöðu tií beiðni
drottningar um aukin framlög,
afli sér sem beztrar vitneskju
um allar eignir drottningar.
Crossman segir: „Við getum
öll séð lendur hennar ... En
verðbréfin getum við ekki séð.
Hiutj fjárins er líklega erlendis,
en hvar? Á leynireikning; i
Sviss?“
Deilurnar hafa verið harðar
um þetta mál. Stærsta dagblaði
Bretlands. Dailv Mirror, barst
ógrynni bréfa frá iesendum, og
þrjú af hverjum fjórum studdu
mál Crossmans Aðrir sökuðu
hann um að ráðast gegn eining-
artákni þjóðarinnar. Sumir
vilja, að Crossman verði hýddur
á torgi. Hann segist sjálfur
styðja konungdæmið.
„Kaup drottningar“ hefur verið óbreytt, síðan hún var krýnd
árið 1952 — Myndin er frá krýningarathöfninni.