Vísir - 12.06.1971, Page 9
en úrslitin eflaust tvisýn og vont að spá
„Æ, þetta er afskaplega rólegt, kosningabaráttan hefur ver-
ið næsta bragðdauf, lítið spennandi, engar „kosningasprengj-
ur“ og engin kosningaloforð... spá? Nei, það er gersamlega
ómögulegt að spá.“
Þannig voru svörin sem Vísir fékk frá nokkrum þekktum
borgurum, sem við báðum um að segja álit sitt á kosninga-
baráttunni, og jafnvel ráða eitthvað í kosningaúrslit.
Hefur fólk engan áhuga á þessum kosningum? Verður fylgi
flokkanna svo til óbreytt miðað við það sem var í kosningun-
um 1967? Fær Sjálfstæðisflokkur atkvæði frá Alþýðuflokki,
eða öfugt? Tapa vinstri menn atkvæðum til O-Iistans? Hvað
fær O-listinn mörg atkvæði?
Ekki er annað að heyra en að piltar þeir sem að Fram-
boðsflokknum standa, geti verið hreyknir af sjálfum sér. —
Menn þakka þeim almennt þeirra kátlega tillegg í stjórnmála-
þrasið síðustu dagana, og sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar
að þeir komi manni á þing.
„Ekki er mér sama,
en..
Ólafur Hansson, prófessor:
„Ég man nú ekki eftir annarri
eins lognmollu fyrir nokkrar
kosningar, og man ég þó hálfa
öld aftur í tímann. Mér eru
minnisstæðastar kosningarnar
1930, þá var feikilegur æsingur
í fólki, það var þá sem Klepps-
málið var efst á baugi, Jónas
frá Hriflu og allt þaö.
Annars segja mér gamlir
menn, að heitustu kosningar
sem hafi verið á íslandi, hafi
verið 1908. Þá var líka kosið
um menn eins og Hannes Haf-
stein og Skúla Thoroddsen.
Þessir menn voru dýrkaðir af
stuðningsmönnum sínum — og
voru líka menn til að trúa á.
Ég ólst t.d. upp við það aö
Hannes Hafstein væri frekar
guð en maður. Við eigum enga
slíka menn núna í pólitfk. Á-
hugaleysi almennings virðist
algjört.
— Nei, ekki er mér sjálfum
nákvæmlega sama, en ég vil
engu spá. Það er ekki hægt.“
„Tóku upp léttara hjal“
Ólafur Björnsson, prófessor
og alþingismaöur:
„Ég hef nú li'tið tekið þátt í
þessari kosningabaráttu, en mér
sýnist hún í meginatriðum vera
lík fyrri kosningabaráttum.
Framboðsflokkurinn setur. svo
á hana skemmtilegan svip —
og gömlu flokkarnir hafa án
efa grætt á þeirra frámboði,
því að fleiri hafa þá iihistað á
útvarps- og sjónvarpsumræður,
þar sem ungu mennirnir hafa
verið með.
Ég vil nú engu spá um úrslit,
en ég bendi á, aö spá sem ég
geröi í vetur um að fyrir kosn-
ingar yrði tekið upp léttara hjal
um efnahagsmálin, hefur rætzt.
Þetta létta hjal setur mjög svip
sinn á málflutning flokkanna,
og það skortir mikið á, að þeir
skýri frá, hvernig tekið skuli á
efnahagsmálunum þegar fram í
sækir“.
Bragðminni barátta én
áður
Stefán ■ Jóhann Stefánsson,
fyrrum forsætisráöherra:
„Talsvert finnst mér nú þessi
kosningabarátta mildari en áður
var, og ekki vil ég spá neinu
um úrslit. Og það er líka vont
að spá, kannski verra en oft
áður. Kosningaræður hafa verið
næsta þróttlitlar, og ég man
eftir fjö'mörgum fjörmeiri
kosningabaráttum.
Ef ég á að nefna einhverjar
þær kosningar sem mér eru
minnisstæðastar, þá nefni ég
síðustu forsetakosningar.
— Nei, ég dreg enga línu milli
þeirra og alþingiskosninganna
núna“.
„Lftur vel út...“
Jón Pálmason, Akri, fyrrum
alþingismaður:
„Auðvitað er aldrei hægt að
vita neitt fyrirfram hvernig
kosningar munu fara og mér
sýnist að þær muni verða tví-
sýnar núna. Hér fyrir norðan
virðist mér samt útlitið lofa
góðu, Ég vil ekki spá neinu um
útkomu flokkanna úr kosning-
unum, en er mjög vongóður
fyrir hönd míns flokks. Sjálf-
stæðisflokksins“.
„Jakob skal á þing“
Dr. Iíristinn Guðmundsson,
fyrrverandi ambassador:
„Mér finnst kosningabaráttan,
eins og hún hefur verið háð und-
anfarnar kosningar, allhófleg
— svona miðað við það, sem
áður var.
Að visu hef ég verið síðustu
þrjár vikumar erlendis, og hef
nú ekki fylgzt svo gjörla með
þvl sem gerzt hefur á meðan,
En allt virðist þetta stilltara og
með öðru sniði en í þá daga,
þegar t.d. þeir Jón Þorláksson
og Jónas Jónsson háðu einvígi
í ræðustólnum og töluöu sam-
fleytt í 18 klukkustundir, eins
og sagan hermir.
Á hinn bóginn ber ekki á eins
miklum áhuga manna á meðal,
eins og — mér veröa minnis-
stæðastar kosningarnar 1920 —
þegar Jakob Möller komst á
þing. Hann átti þá mikið fylgi
meðal háskólastúdenta. Gengu
þá kal'.kórar fylktu liði um göt-
urnar og söngluðu einróma:
„Jakob skal á þing. Jakob skal
á þing!“
Þetta setti svo sannarlega
svip á bæjarbraginn," sagði dr.
Kristinn.
o
C.
Hverju hann spáöi um úrslit
kosninganna?
„Það er dæmigert fyrir blaða-
menn að spyrja menn slíkra
spurninga, sem ómögulegt er
að svara. Ég treysti mér hrein-
lega ekki til þess,“ sagöi dr.
Kristinn.
„Meira níð í gamla
daga“
Barðj Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri:
„Heldur finnst méf kosninga-
baráttan vera orðin manneskju-
legri en áöur var. Ekki eins
mikið um persónulegar skamm-
ir, eins og þá gaf að líta í biöð-
unum. Maöur minnist langra
níðgreina frá fyrri tímum.
Þrátt fyrir allt er kosninga-
baráttan orðin málefnalegri. —
En um leið hefur kannski dofn-
að yfir henni. Einkanlega eftir
að einmenningskjördæmin hurfu
úr leik. Kosningabaráttan er
ekkj eins skörp og þegar þau
voru við iýði. Og að sumu leyti
saknar maður þess einvígis-
brags, sem var á kosningabar-
Leiðinleg
kosninga-
barátta, en
úrslit
tvísýn
— Aðeins
1 af 6
vitringum
þordi að
spá
áttunni þá. Það er líka eins og
enginn sé lengur ejns ábyrgur
fyrir sínum orðum og gjörðum,
eins og þegar þeir gnæfðu einir
upp úr hópnum, og urðu að
sýna, hvað í þeim bjó. Standa
og falla á eigin verðleikum.
Og minna ber núna á þeirri
kímni manna, sem kom þeim
til þess að greiða atkvæði sín í
vísuformi. Það gátu komið upp
úr kjörkössunum visur. sem
leiddu til ógildingar atkvæðis-
ins auðvitað Einum slíkum at-
kvæðaseðli var ha'dið mjög á
lofti, þar sem kjósandi greiddi
atkvæði á þennan veg:
Óþokkamennj en ekki flón,
útlendra gerir fiestra bón,
æsingaskri'pi skrílsins hér,
skálkurinn hlynnir mest að sér,
heilög einfe'dni hjálpi þér.
— Hrapi þeir allir fyrir mér!
Vísan þótti afar skemmtileg,
vegna þess að í hverju vísuorði
töidu menn sig þekkja til hvaða
frambjóðanda höfðað var —
allir fengu þar sinn skammt.“
— En þykir þér þá ekki hlut-
ur Framboðsflokksins koma að
einhverju leyti í þess stað?
„Nei, það er af öðrum toga,
og mér finnst þaö satt að segja
leiðin'egt þar sem um er að
ræöa mál sem varöa menn
mestu aö þau skulu höfð í slík-
um flimtingum,“ sagðj Barði.
„Kann að vera, að eitthvað megi
nú deila á þennan þátt okkar
þjóðlífs en það verður að gerast
á öðrum vettvangi og við annað
tækifæri.“
— Og hverju spáir þú um
kosningaúrslitin?
„Mér l’izt vel á þau fyrir
Sjá'fstæðisflokkinn Hann berst
fyrir góðum má'efnum, og hér
f landi hefur ríkt góðæri undir
hans sf’órn. Ég finn hað á and-
rúmsloftinu og á tali fólks, að
stjórnarflokkarnir munu koma
vel frá þessu.“
— GG/GP