Vísir - 14.06.1971, Side 1
VISIR
öl. áíg. Mánudagur 14. júni 1971. — 131. tbl.
„Ég mun biðjast lausnar '
— sagði Jóhann Hafstein — Aðstaða Sjálfstaeðisflokksins nær óbreytt
1 kosningunum hefur stjómin
misst meirihluta sinn á alþingi
og af því leiðir að ég mun nú
biðjast lausnar fyrir mig og mitt
ráðuneyti, sagði Jóhann Haf-
stein, forsætisráðherra, þegar
Vísir ræddi við hann í morgun,
þegar úrslit urðu kunn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn
sem fyrr sýnt, að hann á aö fagna
SIGUR HANNIBAUSTA
HRUN ALÞÝÐUFLOKKS
mikiu og traustu kjósendafylgi og
er aðstaða hans naerri óbreytt frá
síðustu alþingiskosningum. Hann
fær,nú sama fjölda kjördæmiskjör-
inna þingmanna, 20, en nokkrum
tugum atkvæða munar til aö hann
nái sömu tölu upþbótarþingsæta
og í síðustu kosningum. Hann fær
nú tvö uppbótarþingsæti, en hafði
þrjú.
F-listinn er sigurvegarinn í þess-
ari kosningu og G-listinn hefur
unnið áberandi sigur.
Ég vil að lokum þakka hinum
mikla kjósendafjölda sem veitti
okkur brautargengi í kosningun-
um. Ennfremur þakka ég öllum
þeim fjölda áhugafólks. sem vann
að kosningunum fyrir flokkinn,
sagði Jóhann Hafstein. — VJ
Sýátfsfæðisflokkurinn héft nokkurn veginn
Mutfalíi sínu — Híutfall Framsóknar-
ffokksins minnkaði — Alhýðubandalagið
stóðst áhlaup Hannibalista
■ Ríkisstjómin missti meirihluta sinn í kosningunum í gær
og mun segja af sér í dag. Ástæðan fyrir tapi hennar er
sú, að Hannbalistar reyttu óhemjulegt fylgi af Alþýðuflokkn-
um. Þeir fengu fimm þingmenn, mest á kostnað Alþýðuflokks-
ins, sem tapaði þriðjungi fylgis síns og þriðjungi þingsæta
Hinir Jnír gömlu flokkamir töpuðu litlu sem engu. Sjálfstæð-
isflokkurinn minnst, síðan Alþýðubandalagið og mest Fram-
sóknarflokkurinn. Raunar stendur Sjálfstæðisflokkurinn
nokkum veginn í stað, og Alþýðubandalagið má einnig vel
við una, þar sem það hélt fylgi sínu, þrátt fyrir tilkomu
flokks Hannibalista.
„Fimm sekúndur, áður en kjörstað verður Iokað“, tilkynnti rödd
í hátalaranum um leið og þessi maður hljóp upp tröppurnar inn í
Austurbæjarskólann. Rétt á eftir lokaði lögregluþjónn dyrunum
á hæla honum.
IÐEI‘LDARIjRSLIT
Atkvæði þingm %
A-listi Alþýðufl. 10761 (15059) 6 ( 9) 10,3 (15,7)
B-listi Framsóknarfl. 26412 (20729) 17 (18) 25,3 (28,1)
D-listi Sjálfstæðisfi. 37724 (36036) 22 (23) 36,2 (37,5)
F-listi Frjálsl. 9414 5 9,0
G-listi Alþýðub. 17910 (16923) 10 (10) 17,2 (17,0)
O-listi Framboðsfl. 2058 0 1,9
(Ótalin 670—675 atkvæði á Suðurl.)
Breytingar í einstökum kjör-
dæmum voru þaar helztar, að
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna fengu þrjá kjördæma-
kjörna þingmenn og tvö sæti af
Alþýðuflokki og eitt af Alþýðu-
bandalagi. Mesta athygli vakti
sigur Hannibals í Vestfjarða-
kjördæmi og félaga hans Björns
Jónssonar í Norðurl’andskjör-
dæmi eystra. Hannibal geröi sér
lítiö fyrir og fékk í kjördæmi
sínu svipað atkvæðamagn og
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag höfðu haft til samans í fyrri
kosningum. Svo mikil var ferðin
á Hannibal, að 2. maðurinn á
lista hans, Karvel Pálmason,
flaut með honum inn á þing.
Þarna féll Alþýðuflokksmaður
inn Birgir Finnsson. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
urðu nú nær jafnir en fengu
tvo kjöma eins og áður.
Björn Jónsson fékk f Norður-
landskjördæmi eystra litlu færri
atkvæði en hann hafði fengið
sem frambjóöandi Alþýðubanda-
lagsins árið 1967. Hann vann
sætið af fyrrverandi flokki sín-
um, Alþýðubandalagmn, það
sæti, er hann hafði sjálfur hald-
ið fyrir þann flokk árið 19'67.
Framsókn fékk áfram þrjá og
Sjálfstæðisflokkur tvo.
Jóns Árnason (Ab) felldi
Benedikt Gröndal (A) í Vestur-
landskjördæmi. Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokkur fengu tvo
hvor.
Eggert G. Þorsteinsson, ráð-
herra missti þingsæti sitt i
Reykjavík til Magnúsar Torfa
Ólafssonar og Hannibalista. Ný
framboð drógu eitthvert fylgi
frá öðrum flokkum, og Alþýðu-
bandalaginu tókst að komast í
annað sætið í Reykjavík. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk sem fyrr
sex af tólf þingmönnum höfuð-
borgarinnar, Alþýðubandalag og
Framsókn tvo hvor, og Alþýðu-
flokkur og Samtök frjálslyndra
eitt hvor.
Framboðsflokkurinn fékk þrjú
prósent atkvæða, en engan
mann.
í Norðurlandskjördæmi vestra
tókst Ragnari Amalds, for-
manni AlþýÖubandalagsins, að
Uppbótar-
þingsæti
i
Alþýðuflokkurinn fær fjóra upp-
bótarþingmenn, Alþýðubandalagið
þrjá Samtök frjálslyndra og vinstri
manna tvo og Sjálfstæðisflokkur-
in tvo. Uppbótarmenn verða þessir,
eftir því sem næst verður komizt:
1. Eggert G. Þorsteinsson, Al-
þýðufl., Reykjavík.
2. Pétur Pétursson, Alþfl., Norður
Iandi vestra.
3. Bjarni Guðnason, Samtök
frjálslyndra, Reykjavík.
4. Svava Jakobsdóttir, Alþýðu-
bandalag Reykjavík.
5. Stefán Gunnlaugsson, Alþfl.,
Reykjanesi.
6. Helgi Seljan, Alþýðubandalag,
Austurlandi.
7. Karvel Pálmason, Samt. frjáls-
lyndra, Vestfjörðum.
8. Benedikt Gröndal, Alþfl., Vest-
urlandi.
9. Ellert B. Schram, Sjálfst.fl.,
Reykjavík.
10. Geir Gunnarsson, Alþýöu-
bandalag, Reykjanesi.
11. Ólafur G. Einarsson, Sjálfst.fl.,
Reykjanesi.
Næstur þv) að ná uppbótarþing-
sæti er Sjálfstæðisflokkurinn, yrði
það Halldór Blöndai í Norðurlandi
eystra.
Eðlilegast að Alþýðuflokkur
fari í stjórnarandstöðu
— segir Birgir Finnsson,
„Maöur getur ékki mikið sagt
eftir þessi vonbrigði", sagði Birgir
Finnsson, efsti maður á lista Al-
þýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi
þegar Vísir hafði tal af honum
klukkan 8 f morgun. „Hannibal á
mikið fylgi hér á Vestfjörðum.
Hann er gamall alþýðuflokksmaður
og margir vinir hans og kunningjar
hafa kosið hann þess vegna, einnig
bað hann þá um að kjósa sig í
síðasta sinn. sem hann býður sig
fram. Hannibal er oröinn 6S ára“.
sem féll fyrir Hannibal
— Nú koma Frjálslyndir út sem
sigurvegarar um allt land — þarf
ekki Alþýðuflokkurinn að endur-
skoða sfna stefnu eftir þessar kosn
ingar?
,,Hann hlýtur að gera það og það
er ævinlega hætta á að flokkur eins
og Alþýðuflokkurinn missi fylgi við
að vera svo lengi í samstarfi við
stóran flokk eins og Sjálfstæðis-
flokkinn, og sú hefur orðið raunin
á nú“
— Hvað tekur við eftir kosning-
arnar?
„Því get ég ekki svarað, þetta er
nú allt svo nýskeð. Mér þykir eðli-
legast að Alþýðuflokkurinn verði
í stjörnarandstöðu, en hverjir
mynda stjórn er ekki enn hægt að
segja til um. .Stjórnarandstaðan
sigraði í þessum kosningum og eðli-
legast væri að Framsókn, Alþýðu-
bandalag og Frjálslyndir mynduðu
stjórn saman, en méT sýnist nú að
á því séu litlar líkur“. — GG
Kosningarfréítir á bls 2, 8, 9, 10 og 16