Vísir - 23.06.1971, Page 2

Vísir - 23.06.1971, Page 2
Romy Schneider á fnngelsisdóm yfir höfði sér Þetta er fyrsta heímili flóttamannanna í apríl síðastliðnum efndu. franskar konur til mótmæla gegn* fóstureyðingarlögunum með því* að gefa út sfcjal, sem 343 þjóð-J kunnar konur undirrituðu, en þar« var skýrt frá þvi, að þær hefðuj látið eyða fóstri á ólöglegan hátt.J' Þýzfcar konur léku sama leik- • inn ekki alls fyrir löngu, en full-J trúar „réttvfsinnar" tóku það mál» mjög föstum tökum, Mál verðurj höfðað gegn þeim konum, semj undirrituðu yifirlýsinguna, svo aðo t. d. Romy Schneider, kvikmyndaj leikkonan fræga, á fimm ára fang-* elsisdóm yfir höfði sér, ef húnj snýr til Þýzkalands. Hún hefurj það þó ekki I huga í svipinn, þvío hún dvelst í Frakklandi. Hún hef J ur ekkert látið hafa eftir sér um« málið: „Ég er í fríi og mig langar J til að eignast annað barn,“ segirj hún • Þama á fólkið að búa fyrst um sinn. Þetta eru flóttamenn frá Austur-Pakistan, sem komið hafa til flóttamannabúða í námunda viö Kalkútta í Indlandi. Þar finna þeir ekkj annað skýli en nokkur steinrör, sem síðar verða notuð til ræsagerðar, og þar hreiðra þeir um sig. í'rörunum búa þeir Síðan, unz þeir sjá sér fært að eignast ein- hvem annan samastað, en það verður varla alveg á næstunni, því að aðalhöfuðverkur indverskra ráðamanna þessa stundina er hvemig þeir eigi að fara að því aö halda lífi í þeim flóttamanna- skara, sem streymir frá Austur- Pakistan. Twiggy þrælar myrkranna á milli til að verða kvikmyndadís Twiggy — enska tízkudaman, sem 'lítur út eins og pípuhreinsari — er nú að reyna að komast aft- ur upp á frægöartindinn með við- komu í kvikmyndum. Það er lítið að gera hjá þessari ungu beinasleggju í sambandi viö tízkusýningar þessa stundina, svo að hún ver tímanum til að undir- búa sig sem bezt fyrir hlutverk sitt í myndinni „The Boy Friend". Hún púlar og puðar myrkranna á milli við að læra að dansa og syngja og ýmislegt fleira, sem er nauðsynlegt fyrir hana að kunna, J þvi að hún mun ekki hafa kunn-* aö ýkja margt, þegar hún tók til J við kvikmyndaleikinn. • Það er vinur hetrnar og um- J boðsmaður, Jústfn de Vdlleneuve, J sem útvegaði henni kvikmynda- • hlutverkið, og það var lfka hann J sem gerði hana fræga sem tízku- J sýningardömu. • „Þetta er gasalega erfitt," segir J Twiggy. „Ég vinn so mikið, að • ég hef ekki keypt mér kjól í þrjá • mánuði." Z Hitler, Eva Braun og rauði sófinn Eva Braun, ástkona Hitlers, hefur aldrei verið talin sérlega fögur kona ásýndum, og menn hafa löngum velt því fyrir sér, hvað Adolf Hitler sá við hana, en hann hefði víst getað valið úr mörgum konum. Engu aö síður mun nafn Evu Braun geymast um ókomna tíð við hlið nafna fagurra kvenna, sem áttu sér valdamikla elskhuga, Lola Montez, Madame Pompadour Nell Gwyn og Du Barry. Nýlega birti Lundúnablaðið „The Sunday Times“ myndir úr einkaaibúmi Evu sálugu, og þar e^ fátt eitt að finna/ sem gæti verið svarið við leyndarmáli henn- ar um, hvernig hún töfraði Hitler. f þessu blaði er sagt frá Evu Braun, og sagt, að henni hafi hundleiðzt stjórnmálaruglið í Hitler sínum. Einnig er þess getið, að hún hafi haft áhyggjur af út- liti sínu og jafnvel gert tilraun til að líta meira aðlaðandi út með því að troða vasaklútum í brjósta höld sín. Eva kallaði Hitler „gamla herra manninn“, og það var ekki fyrr en þremur árum eftir að þau hitt- ust, sem þau samrekktu á sama rauða sófanum og Hitler hafði boðið þeim Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, og Musso- lini, ítalska einræðisherranum, aö tylla sér á til skrafs og ráða- gerða, þegar þeir heimsóttu hann. Eva á eitt sinn að hafa sagt: „Það er svei mér gott, að þeir vita ekki, hvað gerðist á þessum sófa“. 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.