Vísir - 23.06.1971, Page 5

Vísir - 23.06.1971, Page 5
IKt S IR. Miðvikudagur 23. júni 1971, 5 / Handknattleiksmenn okkar hafa lítið verið í sviðsljósinu síðustu vik- urnar eða allt frá því ís- landsmótinu lauk í vor. En í gærkvöldi kom landsliðshópurinn sam: an á æfingu í Laugardals höllinni — hinni fyrstu af fimm næstu kvöldin. Landsliðsnefnd valdi fyrir nokkru 27 menn til æfinga með landsliðinu undir stjórn Hilmars Björnssonar, landsliðsþjálfara. Fjórtán þeirra mættu í gær — hinir þrettán höfðu nær allir lögleg forföll, nokkrir erlendis, aðrir meiddir. Æfingin stóð frá kl. átta til tíu og þegar við lit- um inn var allt í fullum gangi — og greinilegt, að leikmenn nutu þess að koma við knött- inn á ný. Þar voru einnig staddir for- maður landsliðsnefndar Jón Er- lendsson og Hjörleifur Þórðar- son og við spurðum Hjörleif um æfingaskrána. — Þaö veröur æft núna fimm kvöld í röð og þessar æfingar eru liður ’i undirbúningi okkar fyrir þátttöku í undankeppni Ólympíuleikannna næsta ár. Eftir þessar fimm æfingar verður hlé í mánuð hvað lands- liðsæfingar snertir — en leik- mennirnir flestir munu æfa með félögum sínum þann tíma. Nú síðast í júlí kemur svo hópur- inn saman til æfinga á ný, Nokkrir erlendis, sem voru valdir? — Já, nokkrir eru í sumarfríi og að minnsta kosti þrír við nám og vinnu. Jón H. Magnús- son er V Sviþjóð og æfir mjög vel — og þeir Einar Magnússon og Birgir Finnbogason starfa i Þýzkalandi, jafnframt þvi, sem þeir nema þar. — Og hvenær verður fyrsti landsleikurinn á næsta keppnis- tfmabili? — Fyrsti iandsiiðsleikurinn verður hér í Laugardalshöll- inni 31. nóvember viö hið geysisterka lið Júgöslava. Liðin mætast svo aftur hinn 1. des- ember á sama stað. En þessar æfingar eru fyrst og fremst vegna Ólympíuleik- anna? — Já, það er rétt. 1 febrúar tökum við þátt í undankeppni, sem háð verður á Spáni, Við leikum í riðli með Noregi, Belgíu og Finnlandi, en 16 þjóðir í allt taka þátt í þessari keppni og fimm þeirra komast á Óiympiuleikana' V Munchen næsta sumar. Elleíu þjóðir hafa sem sagt unnið sér rétt að keppa þar ' — til dæmis átta efstu þjóðirnar í síöustu heimsmeist- arakeppni, þeirri, sem var í Frakklandi. Þar munaði litlu að ísland næði sætj — var nr. níu. Á Spánj verður keppt í fjórum riðlum — fjórar þjóðir í hverjum riðli. Takist íslenzka iandsiiðinu að vinna leiki sína í undankeppninni þyrfti það ekki að vinna nema einn leik í milliriðli til að komast 1 úr- slitakeppnina í Múnchen. Þetta verður því spennandi, og Hand- knattieikssamband íslands er ákveðið í, að allur undirbúning- ur fyrir þessa keppnj verði í sem bezta lagi, Og eftir æíingunni í gær- kvöldi í Laugardalshöllinni að dæma ætti það að vera. - hsím. Það voru ýmis atriði æfð á landsliðsæfingunni f gærkvöldi. A myndunum hér að ofan er vörnin í sviðsljósinu — sóknarleik- menn stökkva upp og tveir varnarlekimenn reyna að verjast. Ljósm. BB. Kennslustund þýzkru í Osló — Vestur - Þjóðverjar unnu Norðmenn 7 -1 i gærkvöldi Vestur-þýzka iandsliöið í knatt- spymu lék sér að því norska á Ulleval-leikvanginum í Osló í gær- kvöldi og sigraði með 7—1 eftir að hafa liaft yfir 3—0 í hálfleik. Síðan skoraði þýzka liðið fjögur mörk í síðari hálfleik áður en hið norska skoraði sitt eina mark. Yfir 22 þúsund áhorfendur horí'ðu á þennan sýningarleik þýzkra. Völlurinn var blautur eftir ihiklar rigningar og á þann hátt kom miklu meiri tækni Þjóðverja betur í ljós. Það var eftir 13 mín. sem fyrsta markið var skorað. Hinir þekktu leikmenn Þjóðverja Helmuth Overath, fyrirliöi og Siegfried Held léku þá saman og Overath sendi knöttinn í markiö. Annað markið var skorað nokkrum mín, síöar og var markakóngurinn Gerd Mtiller þar að verki — og þriöja mark hálfleiksins skoraði Franz Beckenbauer á 36. mín. beint úr frísparki. Þeir voru þvi at- hafnasamir í hálfleiknum þessir frægustu leikmenn Þýzkalands. Múller sem byrjaði að skora — ' fjórða mark leiksins eftir 3 min. og fjórum mín. síðar jók hann töl- una í 5—0. Held var maðurinn bak við flest markanna og um miðjan hálfleikinn tók han„ sig til sjálfur og skoraði sjötta markið, Þegar 5 min. voru eftir af leiknum skoraði Gunther Netzer sjöunda markið. Þjóðverjum fannst þá sennilega nóg komið — Harald Sunde sendi knöttinn í mark Þjóðverja rétt á eftir, en það var dæmt af vegna rangstöðu, en á 42. mín. tókst Odd Iversen að skora og það var eina mark Noregs í leiknum, Þýzka liöið sýndi oft srilldarleik, sem norska liöið —- sem var næst- um eins og gegn Islandi ’i Bergen — átti ekkert svar við. Breiðablik - KR onnað kvöld í kvöld átti að fara fram ij Mela- vellinum leikur í 1. deild milli Breiðabliks og KR — en leiknum hefur verið frestað um einn dag. Hann verður sem sagt leikinn á fimmtudagskvöld á Melavellinum og hefst kl. 8.30. Liðin skipa sem kunnugt er neðsta sætið i keppn- inni ásamt Akumesingum — en þarna er tækifæri til að komast af botninum. Hljóp á 13 sek I gær hófst meistaramót Reykja- víkur í frjálsum fþróttum meðal yngra fólks á Melavellinum. 1 100 m. hlaupi í meyjaflokki hljóp Sig- rún Sveinsdóttir, Á, á 13.0 sek., sem er bezti timi á vegalengdinni hér í sumar. Athyglisverður ár- angur náðist i nokkrum greinum, en mótið heldur áfram á sama stað í kvöld og verður þá keppt i fjöl- mörgum greinum. Nánar verður sagt frá mótinu í blaðinu á morgun. Norðurlanda- met í 10 km I landskeppni Finna og Rúmena í gærkvöldi sigraði Seppo Tuo- minen í 10.000 m. hlaupi og setti nýtt Norðurlandamet — hljóp vegalengdina á 28:17.2 mín., sem er frábær árangur. Eftir fyrri dag- inn stóð 54—50 fyrir Finnland. Jafnframt var einnig landskeppni við Eistland og þar höfðu Finnar einnig yfirhöndina, 63-41, Atvinnumanna lið hjá Dönum Danir mæta Þjóðverjum í iands- leik í knattspyrnu 30. júní og hafa valið lið sitt. Allt atvinnumenn nema einn og er það þannig skipað: Erik Lykke, Morton, Johnny Han- sen, Bayern Múnchen, Mogens Berg, B-1909, Preben Arentoft, New- castle, Flemming Pedersen, KB, Ole Björnmose, Hamborg SV, Jörgen Christensen, Sparta, Kresten Bjerre, Racing White, Finn Laudrup, Brönshöj, Bent Jensen, Bordeaux og Ulrik Le Fevre, Borussia. Gerd Múllcr skoraði þriú ar mörkuin Vestur-Þýzkalands.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.