Vísir - 23.06.1971, Side 6

Vísir - 23.06.1971, Side 6
6 VISIR. Miðvikudagur 23. júní 1971, Jónas Gubmundsson, stýrimaður: ER ELUHÚSIÐ FYRIR SJÓMENN BARA PLAP VT'iö göngum hægt svo hann geti " fylgzt með og vorið andar í grasnálinni og í liljunum. Við erum öll mjög döpur, næstum eins og þetta sé jaröarför eða eitthvað sér- lega sorglegt, því vorið er svo fjarlægt í dag þrátt fyrir þang- lyktina og sönginn í trjánum. Við gengum hægt, því hann átti örð- ugt með gang, mjaðmakringlan brotin, líka öxlin og guð veit hvaö. Svona koma sjómenn oift úr stóru feröinni sinni, siglingunni miklu, sem á eyðublöðunum er kölluð starfsferill. Héma endar þá ferðin, sem hófst i fyrra stríöinu fyrir framan sótuga kabyssu og stóra fötu til að gubba 5, norður hana Faxabugt, síðan vagg- andi göngulag í höfnunum fyrir norðan, innan um skít, hreistur og sild, þar sem tekinn var skakfiskur fyrir peninga. Þá voru mikil sól- skin á íslandi og loftið angaði af grút og svefnjurt og allt var svo friðsælt, þrátt fyrir fjarlægar dmnur frá skotgröfunum á megin- landinu. Þetta var fjar’ægt stríð, fjarlægt eins og dagurinn í dag, frá reiðarslaginu um daginn. — Skip fór á hiiðina í svörtu myrkri, svo var það búið og hann lá á erlendu sjúkrahúsi, og peningarnir, fáeinir markseðlar voru hengdir á snúm til þerris eins og fötin, svo var allt í einu komið vor aftur, og lilj- urnar að vakna á elliheimilinu i ann að sinn, því hann svaf næstumár.og þær teygja fíngérðar bamshendur sínar út í sumarið. Gott að hafa þær fyrir framán kjallaragluggann sinn i ferðalok. TVEIR SJÓMENN í KJALLARA. Kjallari. Tveir sjómenn liggja upp í loft og láta tímann fjara út. Glugginn er efst við loftið og gluggakistan byrjar upp við höku, en samt er vistlegt þama inni og öxulþungaútvarpið er stillt lágt. Ekki af því að þeir heyri svo vel, heldur er ekki lengur bætandi á þekkingu þeirra i féþyngd, dilka- framgöngu eða öxulþunga á fjall- vegum, að ekki sé minnzt á loðnu- göngumar og allt það. Þeir hlusta heldur á fótatakið í sallanum fyrir utan, Fótatak þar sem menn lyfta ekki iiinni í skrefunum, heldur renna sólanum eftir harp- aðri mölinni l’ika eftir pákulegu fótataki gangastúlkunnar, sem var börnuð í nótt, eöa þeir nema dmn- ur þeirra sem á sunnudögum heim- sækja gamalmennasafnið með börn- unum sínum, sem læra senn um lifið og dauðann, og þeim er það ijóst eins og þér, að íslendingar kunna ekki lengur að deyja, fremur en að lifa. Áður dóu menn bak við stein, ellegar niöur um is, ef það var ekki vaðið eftir þeim í flæðar- málinu og þjeir bornir á kamb með blóðug vitin upp, en þeir nudduðu punginn fram í andlátið og hjá gömlum, blindum konum lærðu börnin um Ijósið og bækumar, svo ekki varð hlé á nema þegar fitjað var upp á prjónana, sem aldrei námu staðar, nema fyrir nýtt plagg. Lífsstíllinn á Isiandi rúmar ekki lengur fólk, sem er oröið að böm- SENDUM BÍL.INN 37346 um aftur, og þess vegna reisir þjóðin eins konar fákshesthús undir feður sfna og mæður, hesthús undir óhamingjuna og málið er leyst. Kjallari. Tveir sjómenn og iiljan brosir framan í nálina 1 tún- inu. Þeir þegja. Samband þeirra er of náið til að nokkuð sé ósagt með orðum. I rauninni hata þeir hvorn annan, hata skjálfandi, iasburða hreyfingar hvors annars, hlandlyktina og guð veit hvað; það er helzt þegar þeir hugsa um drauminn um ellihúsið fyrir gamla sjómenn að þeir eru sáttir, þótt í rauninni séu þeir ósammála um flest. Húsi sjómanna er svo gott sem búið að stela og fylla það með harmónikuleikurum úr Hvítársíð- unn; og saumakonum norðan úr Fljótum; sjómenn eru bara hafðir niðri í kjallara, vestur í bæ, til að heyra iljarnar dregnar eftir grús. ÞJÓÐIN GEFUR SJÓMÖNNUM ELLIHÚS. Mörg ár. Mörg ár eru liðin og það er búið að halda sjómannadag i mörg ár. Þaö er víst svolítið óljóst hvemig það byrjaði allt, en þaö skiptir ekkj máli, einhverra hluta vegna mundu menn allt f einu eftir föng- unum, sem stóðu á sætrjám og nú voru þeir allt í einu orðnir hetjur dagsins og þeir gáfu út blað, létu prenta merki, svo-lék lúðrasveitin og biskupinn grét, lVka ráðherrann og fulitrúi, sjómanna, svo yar, fyillirí á Borginn; um kvöldið og sjómenn fundu að þeir höfðu eign- azt nýjan dag og þjóðin fann að hún hafði eignazt nýja hetju, og svo var gróði á öllu saman f þokka- bót. Gróðanum átti að verja til að búa til elliheimilj fyrir sjó- menn inni í Laugarási, svo komu fleiri sjómannadagar, svo komu orður, svo fleiri orður og meiri peningar og alltaf varð þjóðin ánægðarj með Sjómannadaginn og sjómenn ánægðari með gróðann, sem verja skyldi í ellihúsiö mikla, þar sem hvíthæröir sjómenn, iðra- fullir af sveskjugraut gætu horft andagtugir út í spælt sólarlagið vestur undir Jökli, og brátt byrjaði ellihúsiö mikla að rísa af runni, fór að skyggja svolítið á VifilsfeTið og Hengilinn og nú bættist DAS happ drættið við, og þjóðin lagði þv*i lið af ofurþunga. Það er erfitt að skilgreina DAS, nema það er fyrir löngu orðinn veigamikill partur af andliti þjóð- arinnar og hefur hlotið allt að því sama sess i vitund hennar og kirkjuhóstinn og handritin, ekki sVzt þar sem nú er dregiö um tvö einbýlishús, eins og segir í aug- lýsingunum, vegna þess að elli- heimilið hafði ofan á alla fyrri lukku álpazt til að vinna eigið hús í eigin happdrætti sem var talin hálfgerð ofrausn af almættinu, sem virðist annast húsun á Laugarásn- um af sérstökum áhuga, sem oft 'aðrar við hreina öivun. Keyrt er á fullri ferð; risa hús á svipstundu og eru sjómenn 6- spart notaðir í auglýsingum þess- ara sjálfskipuðu framfærsluyfir- valda, þvf þeir vita að þjóðin ann sjómönnum sínum þótt þeir séu oft fullir og slíti niður g’uggatjöld og gangi með tennumar í vasanum, samanber undirritaöan, og þvi finnst öllu fólki sjálfsagt að leggja fé I kardimommubæinn í Laugar- ási, sem siómenn, sem ekki á annað borð drukkna geti átt athvarf f ellinnj — en hvað svo? ER VERIÐ AÐ PLATA? Hús. Stórt ellihús með akkeri fyrir utan til að minna á mennina niðri f botni á sjónum og mennina niðri f kjallara vestur f bæ, þar sem gluggakistan nær í höku, til aö minna á einbýlishúsin tvö, minna á hundrað bíla, minna á allt mögulega. sem er nauðsynlegt til að skyggja á Vífilsfellið og Hengilinn með el’ihúsinu mikla, ‘ með sjúkradeild, bíói og guð veit hvað. En hvað skyldi svo vera inni í húsinu? Sjómenn? Nei, ekki sjómenn, heldur alls konar fólk. — Þetta er hús hinna útvöldu, hina útsmognu, en þetta veit enginn og því heldur þjóðin áfram að hlaupa undir bagga, því eftir allt saman þá veit hún ekki um kja’.larana út um allt, veit ekki að Hrafnista er sennilega síðasti staðurinn á þess- ari jörð, þar sem fátækir sjómenn geta vænzt gistingar. Vitanlega státar heimilið af nokkrum sjó- mönnum, svona til að sýnast og birtir myndir af V blöðunum, en obbinn er annarrar gerðar. I raun og veru er mjög erfitt að útskýra inngöngukerfi Hrafnistu. Það er öðrum þræði einhvers konar kerfi, j en mjög dularfullt og leyndardóms- IfuHt í framkvæmd. Menn virðast ■ ekki geta „sótt um“, því ekki er ! tekið við umsóknum. Engra vott- I orða um sig’ingatíma er krafizt, | heldur virðist einhver innblástur eða fýdd p,ð p/an ráða þyefj^þljóta náð pg hverjir teljist sjómenn. Með öðrum orðum minnir þetta helzt á 'Pá'páiDoM' sálugá', eih'fáeðisfierrá Haiti, sem meö sérstakri seri- moníu „gerði“ 19 ára son sinn 21 árs. Þannig virðist hægt að gera forstjóra tóbaksins og sjálfan Fjalla-Eyvind að gömlum sjómönn- um svo eitthvað sé nefnt og hvaða saumakonu sem er, er hægt að breyta f einu vetfangi f sjó- mannsekkju ellegar heimasætu frá gömlu sjómannaheimili — það er að segja ef áhugi er fyrir hendi. Við þessu er kannski ekkert að segja. Þeim er guðvelkomið að fylla húsið af saumakonum, bankaræn- ingjum og þingmönnum — hverju sem er, bara ef þeir hætta að beita gömlum sjómönnum á DAS-krók- inn. Þetta hús lyktar af káli, tvinnakeflum og peningum, en ekki af sjómönnum og fiski. Það er bara í auglýsingunum sem þjóð- in fer til sjós. Þaö er kvöld í vesturbænum. Þeir sem hafa gluggakistur ofan við hökuskegg og eru jafnháir gras- inu, þegar þeir standa uppréttir í jarðhúsgó’.finu, sjá að vísu ekki leikspil vorskýjanna, þegar sólin brennur upp og sundrast f báli kvöldroðans, því hér er sólargang- ur talinn í sekúndum á sjálfa Jóns- messu. Mér er líka til efs að þeir skeri upp herör gegn þeim sem misnota bágindi þeirra og athvarfsleysi til að byggja yfir al't annað fölk en þeir segjast vera að byggja yfir — en er ástandið f raun og veru svona aumt? Getur enginn stöðvað þessa hugsjónamisnotkun, alla þessa hræsni og tvöfeldni? Sem sé að taka að sér annað tveggja, að ná ellihúsi sjómanna aftur af sauma- konunum og byggja það alvöru- sjómönnum, þar sem siglingatfmi og aðstæður ráða, eða stöðva öðr- um kosti þessi niðrandi samskot ,og lotterí sem framin eru f nafni I sjómanna. Gangbraut í Álfheima íbúi f Vogunum skrifar: „Hvers vegna í ósköpunum er ekki sett gangbraut, merkt Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld 25/6. 1. Landmannalaugar. Veiðivötn. 2. Eiríksjökull. Laugardag 26/6. Þórsmörk. Sunnudagsmorgun 27/6 kl. 9.30. 1. Keilir. Sogin. Ferðafélag>- íslands, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. sebrabraut, f Álfheimunum hjá verzlun Silla og Valda? Eru menn að bíða þess að eittbvert voöalegt slys veröi þarna fyrst? Þarna eru börn og fullorönir á ferð til og frá verzluninni, þvers og krtiss yfir götuna inn- an um bílaumferðina, og það er mesta mildi. aö ekki skuli þegar hafa hlotizt af störslys. Það getur ekki dregizt öllu lengur, að gerðar verði ein- hverjar ráðstafanir til þess aö auðvelda gangandi vegfarend- um að komast þama leiðar sinn ar.“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 1 HELLU OFNINN ÁVALLT 1 SÉRFLOKKI HF. OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Simi 21220. Smurbrauðstofan Njálsgata 49 Símí 15105 Auglýsing frá lánasjóði ísl. námsmanna um fimm ára styrki. Hér með eru auglýstir til umsóknar 10 styrk ir, sem veittir eru þeim, sem í vor luku stúd- entsprófi eða prófi frá raungreinadeild Tækni skólans og hyggjast hef ja nám í háskóla eða tækniskóla á komandi hausti. Sá, sem hlýtur sh'kan styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsárangur, sem lánasjóð- urinn tekur gilda. Þeir einir koma til greina, sem hlutu ágætiseinkunn eða háa fyrstu eink- unn. Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvís- indum og hugvísindum. Umsóknir, ásamt afriti af prófskírteini, eiga að hafa borizt skrifstofu lánasjóðs ísl. náms- manna, Hverfisgötu 21. fyrir 30. júní n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari uppívsingar. Reykjavík, 22. júní IC71. Lánasjóður ísl. námsmanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.