Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 28. júlí 1971. gTOf!1 Otgefandi: KeyKlaprenr nl. Pramkvaemdastjór): Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri. Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi Vaidimar H. löhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýringar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Aígreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiórn: Laugavegi 178 Síml 11660 Í5 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands I lausasöiu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöia Vtsis - Edd8 hl immmammmmmmmmmmrnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmammmmm Arfur viðreisnar |>ær tölur, sem birtar eru um fjölda fólks á atvinnu- \ leysisskrám, bera augljóst vitni um góðan hag og (( blómlegt atvinnulíf um þessar mundir. Með því fyrir- /i komulagi, sem er haft um skráningu atvinnulausra, // er ekki við því að búast, að til þess komi, að alls ) enginn maður eða kona verði á skránum. Þar munu ) ávallt verða einhverjir, sem af ýmsum ástæðum hafa \ ekki atvinnu þá stundina, til dæmis ef þeir eru að ( skipta um vinnu vegna fækkunar starfsfólks í ein- /( hverju fyrirtæki eða af öðrum persónulegum ástæð- \ um. Þess vegna er það nokkurt Öfugmæli að tala um, \ að „atvinnuleysið“ í Reykjavík sé til dæmis 72, eins ( og nú er. Slíkar tölur ber að taka með þeim fyrirvara, / að samtímis því, sem nokkrir tugir eru á atvinnuleys- / isskrá, getur vantað starfsfólk í fjölmargar greinar ) atvinnulífsins. Einmitt þetta gerist nú um land allt. ) Eitt dæmið um atvinnuástandið eru fréttirnar um, \ að danskir múrarar hafi verið ráðnir til að starfa við l byggingaframkvæmdir í Garðahreppi, af því að ís- / lenzkir múrarar fundust ekki til að vinna verkið. Þetta / er mikil breyting, sem orðið hefur á tveimur árum, ) og fátt sýnir betur, hversu vel fyrrverandi ríkisstjóm \ tókst að reisa við efnahag og atvinnulíf eftir hin miklu \ áföll, sem yfir dundu. ( Skráðir atvinnuleysingjar á öllu landinu hafa að / jafnaði verið í ár aðeins helmingur þess, sem var í /, fyrra á sama tíma. Meðaltal atvinnulausra var í fyrra ) samkvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar 1,3 \ af hundraði. Árið 1969 var meðaltalið hins vegar 2,4 \ af hundraði. Miðað við þetta má ætla, að atvinnuleysið ( verði í ár að öllu óbreyttu einungis sem næst 0,5 af / hundraði af mannaflanum í landinu. / Annað dæmi um gott atvinnuástand er, að nú eru \ einungis tuttugu skólaunglingar eldri en 16 ára á at- ( vinnuleysisskrá í Reykjavík. Þetta er betra ástand en verið hefur um langt skeið. Atvinnuleysi er vissulega vandamál fyrir þá, sem vilja vinna en hafa átt erfitt með að finna atvinnu við \ sitt hæfi, ef til vill vegna einskærrar „óheppni" þegar V atvinnuástandið er annars gott. Einstaklingurinn hef- v ur við mörg vandamál að stríða, hversu mjög sem við / yiljum kenna þjóðfélag okkar við velferð. / Víða erlendis er það kallað „full atvinna“ á máli ) sérfræðinga, ef fjöldi atvinnuleysingja er innan við \ þrjá af hundraði mannaflans. Sérfræðingar gera þar \ ráð fyrir, að svo margir muni vera að skipta um vinnu- ( stað eða eiga við persónuleg vandamál að stríða, apk / þeirra, sem í rauninni vilja ekki hafa fasta vinnu, að / ekki sé við því að búast, að atvinnuleysi verði minna ) m Jþriú prósent. Hérlendis munu engir mæla með \ pvl reikningsmati, en 0,5 prósent atvinnuleysi mun \ sem næst einsdæmi í veröldinni. ( Fáit sýnir betur en þessar tölur, hve óvandaður / sá áróður var, að fyrri ríkisstjórn hefði látið eftir sig / „hrollvekju". ,)) Allt I hers hönd- um i Argentínu — Skæruliðaflokkar eru eitthvað á annan tuginn Herforinginn Lanusse (í miðið) er nú forseti og Iofar lýð- ræði eftir fimm ára „aðlögunartíma". Skæruliðar hafa sig meira í frammi í Argen- tínu en nokkru sinni fyrr. Eins og fréttir í gær báru með sér, stóðu þeir fyrir áhlaupum og hryðjuverkum víðs veg- ar um landið. Stuðnings- menn Perons fyrrum ein ræðisherra gerðu uppþot í Buenos Aires eftir að þeir minntust dánardæg urs Evu Perons, hinnar vinsælu konu Perons. Undanfarna tvo mánuði hafa skæruliðar hertekið um stundarsakir tvo smábæi, rænt banka og lokað lögreglumenn inni í fangaklefum. Lfklega eru eitthvað á annan tug stanfandi skæruliöaflokkar í iandinu, og þeir eru úr hvers konar stjórnmálasamtökum, hægri og vinstri. Sterkustu skæruliöamir. eru þeir,-,.. sem- fylgja aö máli Juan Peron, en hann er í útlegð á Spápi, .þessi, flokkur skæruliða er talinn marxistískur, sem er ef til vill merkilegt um stuðningsmenn for ingja, sem býr undir vernd Francos á Spáni. „Hversdagslegir viðburð ir“ að sprengjur springi í borgum Það voru tveir flokkar Per- onista sem hertóku smábæina fyrir skömmu. Taka þeirra var Juan Peron var einræðisherra í áratug. Enn berjast margir fyrir valdatöku hans. Illlllllllll M) MM ■IBIBHIBllDB Umsjón: Haukur Helgason þaulhugsuð og skipulagning góö. Tilgangurinn var aö ræna banka, en auk þess að skapa ótta í rööum stjórnarsinna og hrella herforingjann Alejandro Lanusse, sem komst til valda i vor. Lanusse hefur heitiö að taka upp lýðræöislega stjórnarhætti eftir fimm ára „aölögunartíma- bil“ Slík lofbrð herforingja i Suður-Ameríku hafa yfirleitt ekki veriö ýkja haldgóð. Fyrr á þessu ári var fellt úr gildi bann við starfsemi stjórn- málaflokka óg leiddi þetta til aukningar á athafnasemi skæru liöanna. Skæruliðar gangast fyrir hryöjuverkum víöa f borgum. Annaö veifiö hristast þar opin- berar byggingar, lögreglustöðv ar og verksmiðjur, þegar sprengjur hermdarverkamanna springa. Þetta eru nokkuö „hversdagslegir'* viöburðir í borgunum Cordoba. Rosa Ros- ario og Mendoza. Dauðarefsing aftur í lög ieidd Margir lögregluþjónar hafa látið lífið meö þessum hætti, og rt'kisstjórnin hefur svaraö morö unum meö þvf að taka aftur upp dauðarefsingu fyrir morö á starfsmönnum hins opinbera og mannrán. Dauðarefsing haföi veriö afnumin fyrir 50 árum í Argentínu. Stærstu flokkar skæruliöa eru um margt keimlíkir. Þeir halda því fram, aö þeir berjist fyrir lýöræöislegum stjórnarháttum og þeir fullyrða að núverandi stjórnvöld , muni aldrei sam- Þykkja lýðræðislegar kosningar. Tupamaros fyrirmyndin Fyrirmynd skæruliða eru hin ir alræmdu Tupamarosskærulið- ar i grannríkinu Urupuay. Tupa maros hafa sem kunnugt er um árabil rænt mörgum mönnum og krækt í marga mil'.jónina með bankaránum Bankarán hafa löngum verið aðferð skæruliöaflokka um gjörvalla Mið- og Suður-Ameríku tfl að fá fé til atíi&fna sinna. Fyrir skömmu hemámu skæruliöar Peronista í Argen- t’inu bæinn Santa' Clara skammt frá borginni Rosario. Síma'ínur voru skornar sundur og ráns- fengurinn úr bankanum nemur á þriðja milljarð ísl. kr. Skæru liðamir lokuðu 50 tnanns inni í fangelsi og dreifðu um allt dreifimiðum meö áróðri gegn stjórninni. Árásin var alger eft- irlíking annarrar, sem hafði ver iö gerö mánuði fyrr er skæru- liðar I öðrum stjórnmálasam- tökum ruddust inn í bæinn San Jeronimo og héldu honum i klukkustund. Þessar aðferöir hafa skæru- liðarnir í Argentínu lært af Tupamaros. Lausnargjaldið var matur og föt Skæruliðamir hafa einnig fylgt fordæmi Tupamaros um mannrán stjómmálalegs eðlis. Þeit rændu til dæmis brezka ræðismanninum í Rosario, Stan ley Sylvester, og létu hann ekki lausan fyrr en lausnargjald hafði verið greitt. en það voru mat- væli og fatnaður, sem skærulið arnir vildu fá f það skiptið. Síð an dreifðu skæmliðar matnum og fatnaðinum meðal fátæklinga í fátækrahverfum bæjarins. Mesta athyglj af verkum skæruliöanna í Argentfnu vakti rániö á fyrrum forseta landsins Pedro Eugenio í fyrra. Skæm liðar tóku hann síöan af lífi og sögðu, aö „alþýöudómstóll” heföi dæmt hann til dauða fyrir ýmsa glæpi, er hann hefði fram- ið f stjórnartíö sinni. Til dæm is hefði hann látiö taka af Kfi 27 af foringjum Peronista, sem hann hafði sakaö um samsæri um að steypa ríkisstjóminni. Eugenio var 65 ára, þegar hann var drepinn. Hann var her foringi einn hinna mörgu, sem hafa verið forsetar Argentínu. Pedro Eugenio var forseti frá 1955 til 1957. Peron þvælist landa tnilli Juan Peron hefur þvælzt landa á mil'li *íðan honum var steypt af stóli árið 1955 Hann hefur stundað hóglífi og gleðskap og ekki verið fjár vant Þegar Per- on var einræðisherra í Argen- tínu á árunim 1946—1955. n.-uf nann vmsælaa margra lands- manna, en var hataður af öðr- um. Margir dýrkuðu konu hans Evu og töldu hana gyðjum líka. Hún gekk einnig fram í velferð armálum. Eftir lát hennar, áriö 1952, hallað; undan fæti fyrir Juan Peron.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.