Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 13
V i s i k . Miðvikutlagur 28. júlí 1971. 73 Jakkar Mila Schön með b1e5kum og hvítum röndum notaöir vió svört síöpils. Litríkur vetrarfatn- aður eriendis — t'izkuhúsin sýna vetrartizkuna Cýningar tízkuhúsanna í París, á Ítalíu. Spáni á vetrartizk- unni eru hafnar. Þær vekja sem áður athygli erlendra fjölmiðla. Þó hefur áhuginn eitthvað minnkað ekki sízt vegna þess, að fjöldaframleiðslan hefur mik- ið tekið við af þeim við að móta tízkuilínuna. Það eru því ekki stórkostlegar nýjungar, sem búizt er við frá tfzkuhúsunum. Ætli fögnuðurinn verði yfir- þyrmandi þótt boðskapurinn frá Paris segi að nú sé ekk; lengur almennt bannað að hafa nokkur aukakíló á mjöðmunum. í frétt- um frá fréttastofunum NTB og Reuter segir að hin nýja tízku- h'na Dior sé mjög kvenleg, bogadregnar h'nur á sýninga- stúlkunum, sem ekki séu hrædd ar við að sýna, að þær séu skap- aðar sem konur. Bæði maxisídd- in og minisíddin sjáist ekki, eina undantekningin hafi verið nokkr ir pelsar hjá Dior, stuttbuxumar muni ekki heldur lifa af vetur- inn ef dæma eigj eftir fyrsta degi tízkuvikunnar frönsku. TTins vegar verður vetrar- klæðnaðurinn litríkur og Mflegur og svart á helzt ekki að nota eitt sér Sýningar Dior og Yves Saint Laúrent tveggja stærstu hemaðaraðilanna í franska hátízkustriðinu voru opnaðar með litasinfóníu. Saint Laurent með mikið af grænum lit, en Dior með rauða litinn i ýmsum litbrigðum allt frá eld- rauðu yfir í vínrautt. Aðaleinkenni fatanna frá fyrstu fjórum tízkuhúsunum, 6em sýndu voru: „baðsloppar" sveipaðir um líkamann. frakka- sniðskápur, vidd í pilsum, prin- sessusnið, rúnnskornir kragar, sem er slegiö upp þannig, að þeir mynda ramma utan um andlitið, pilsfaldurinn rétt neðan hnés hjá Dior, síðari hjá Saint Laurent tízkuteiknarinn Madeleine Le Rauch sýndi lang- ar, þröngar ermar teknar sam- an um úlnliðinn, en Philippe Venet hefur Kins vegar klauf á þeim og brýtur upp á þær. Efnin em mikilvæg. Þau eru þykk. útsaumuð ullarefni, eða prjónuð og hekluð í ýmsum munstrum og íofin glitrandi þræði til kvöldnotkunar. Og buxnatízkan? Saint Laur- ent er enn með buxnadragtina í sviðsljósinu meðan Dior lætur karlmennina um að ganga i' síð- buxum utan nokkurra svartra flauelsbuxnadragta, sem hvítar ohiffonblússur em bornar við.“ Aðrar fréttir frá Paris, sem höfðu síazt út áður en tízku- vikan hófst komu frá efnafram- leiðendunum Fréttirnar herma,, að í fyrsta sinnt j mörg ár sjhJ vetrarfötin frönsku litrík: rautt, blátt, grænt og gult séu meðal nýjunganna í vetrartizku- fötunum og lífgi mikið upp á hina venjulegu dökku iiti vetr- arfatanna. 'C’inn af fremstu tízkufata- teiknurum ítalfu er Mila Schön sem þegar hefur haldið sína tízkusýningu. Hún sýndi m. a. perlusaumuð samkvæmis- veski, sem kosta núna offjár hjá fbrnsölunum erlendis og kosta reyndar ekki miklu minna hjá þessum tízkutgiknara Perlu- bróderiiö hefur hún einnig á peysum, sem eru hafðar undir svörtum jökkum, sem eru ætlað- ir til kvöldnotkunar. Periubród- eríið er einnig á hnepptum, litl- um peysum. sem eru hafðar ut- an yfir svörtum samkvæmis- kjólum. En hápunktur sýning- arinnar þóttu tvær síðkápur periusaumaðar yfir flegnum svörtum samkvæmiskjólum með djúpu hálsmáli og mjóum bönd- um yfir axlirnar. Allur perlu- saumurinn er úr svörtum perl- um í sama lit og fötin. Litirnir á dagfötunum eru dökkbláft og steinhvítt, sem notaðir eru saman eða sinn í hvoru lagi. Dökkbláar dragtir hennar eru með beinum eða felld um pilsum og blússurnar eru rauðar eða hivitar satinblússur. 1 fyrsta sinn sýnir Mila Schön prjónaföt fyrir bæði karla og konur. Prjónafatnaður kven- fólksins samanstendur af rönd- óttum peysum síðbuxum og jökkum og hægt að blanda fatn- aðinum saman á mismunandi vegu. Sérstaklega mikiö er lagt í hann, þegar kaðalprjónið gam alkunna er handprjónað í hann. Eins og um flesta hátízkuteikn arana sjást varia kjólar hjá þess um tízkuteiknara heldur pils og síðbuxur og peysur, blússur og jakkar við þau. 157’alentino er eflaust þekktasti tízkuteiknari Italiu um jæssar mundir. Fyrirmynd hans áé'.tízkusýningunni hú ei Greta Garbo eða eins og hún leit út í kvikmyndinni „Ninotchka". En þaö er konan, sem íklæðist sfðbuxunum á tfzkusýningu Valentino. Við þær er hún í blússum og vestum, biússurnar eru úr satíni eða ekta silki meö flauelsslaufu í hálsmálinu. Einn ig fylgja þessari tízkumynd geysi stórir hattar. sem setfir eru lít- illega á ská og með löngum fjöðrum sem koma út f aðra hliðina. Litirnir eru svart og hvYtt til kvöldnotkunar, annars ljósgul- brúnt með hvítu og grátt með dökkgrænu. Vetrarkápur sáust ekki hjá Valentino aðeins jakkar og vesti, sem fylgja þeim. sið- buxur f flestum tilfeilum við og stundum felld pils Það er talið, að einn klæðnað- ur hans muni verða mjög vin- sæll f vetur og ekki síður í fjöldaframteiðslu. Þaö er svart- hvft köflótt ullardragt. Jakkinn er þröngur og nær að mitti, en pilsið er fellt. Við þessa dragt er höfð hvft silkiblússa með rauðri flauetsslaufu f hálsinn, rauður flauelshattur og nýjasta tegund af skóm Valentino, sem hafa míðlungsháa hæla. Valentino vill ekki sjá kjóla tii dagnotkunar en öðru máli skiptir um kvöldklæðnaðinn, sem áður er lýst. Hann er ein- faldur i sniðum, og efnin eru flauel krepefni og satínkrep. — SB Fjölskyldan og Ijeimilíö KÓNGUR í EIGIN RÍKI! HVÍTABJARNAREY á Breiðafírði Heil eyja úf af fyrir sig á einum fegursta og sér- kennilegasfa stað á landinu, — í þægilegri fjarlægö frá Reykjavík. Hvítabjarnarey liggur í hafnarmynni Stykkishóíms, í nálægð við alla nauðsynlegustu (Djónustu og þægindi þorpsins, en þó alveg úf af fyrir sig. Eyjan er grösug og vel gróin, gaf af sér vel tvö kýr- fóður. Varp hefur verið nokkuð í eynni og fuglalíf fjölskrúð- ugt, ágætt húsastæði og uppsprettalind. Sumarkvöld við Breiðafjörð eru ólýsanlega fögur. Kyrrð og ró í óspjallaðri náttúru, með þorpið í bæfi- legri nálægð. Aðrir eins staðhættir eru vandfundnir. .— Annað eins tækifæri gefst ekki. — Miði í Happdréetti Félagsheimilis Stykkishólms gefur þér tækifæri til að eignasf eigin eyju — þitt eigið konugsríki. EINSTAKT TÆKIFÆRI. DREGIÐ 1. ÁGÚST 1971 HAPPDRÆTTI FÉLAGSHEIMILIS STYKKISHÓLMS ÚTSÖLUSTAÐIR: Á FLESTUM BENZÍNSTÖÐlfM UM LAND AíLT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.