Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 9
/1S IR . Miðvikudagur 28. júlí 1971 9 Vöruvalið í beztu kjörbúðunum er gott og prýðilegt að verzla þar, — ef peningar eru fyrir hendi, en I Ástralíu eins og annars staðar, vill verða misbrestur á, að peningar séu alltaf nægir. Lífsbaráttan þar síður en svo auðveldari en hér — segir ungur Ástraliufari, sem er nýkominn heim til Islands með fjölskyldu sinni # Fyrir um það bil þremur árum greip eitthvert vonleysi um sig meðal sumra íslendinga. Þá áraði ekki vel fyrir okkur, svo menn tóku að flytj- ast úr landi og setjast að í öðrum heimsálfum, í von um betri kjör og meira öryggi. Allmargar fjölskyld ur og einstaklingar fluttust þá til Ástralíu, enda búið að gylla fyrir þeim sæluna þar. Þeim sem geng ið hafði illa í lífsbaráttunni heimá fyrir, fannst því kominn tími til að axla sín skinn og flytjast til nýrra heimkynna. Aðrir sem haldnir voru ævin- týraþrá sáu sér hag í að komast alla leið til Ástra- líu, sér að kostnaðarlitlu og dvelja þar í tvö ár til að losna við að endurgreiða fargjaldið þangað. Hvort þeir ættu svo fyrir heimferðinni létu þeir framtíðina skera úr um. Svo voru líka enn aörir sem fóru eingöngu til að sjá sig um í veröldinni og koma heim aft- ur Einn þeirra er ungur Kefl- vltkingur, Vilhjálmur Skarphéð- insson sem fluttist þangað fyrir tveim árum ásarnt konu og tveimur börnum, sex og fjögurra ára. Vilhjálmur er fyrir nokkr um dögum kominn aftur til heimahaganna og varð góöfús- lega við þeirri beiðni frétta- manns að svara nokkrum spurn ingum um Ástralíuferð sína.1 „Mér fannst tilvalið að tak- ast þessa ferð á hendur, þótt það kostöði mig tveggja ára dvöl í framandi landi. Þannig gafst mér færi á að skoöa mig um í heiminum, ásamt fjölskyldunni. Sennilega hefði mér ekki auönazt að fara svo að segja hringinn í kringum hnöttinn seinna á lífsleiðinni. Slíkac ferðir er bezt að fara meðan maður er ungur. Mín ætlun var ekki að setjast að > erlendis." Hvernig gekk ferðin til Astra- líu var hún ekki þreytandi? „Allt iæt ég það vera. Flogið var með þotu frá London og millilenj; tvisvar á leiðinni, í Karadhi og Singapore. Þaðan var svo flogið til Sidney i ein- um áfanga, Ég man nú ekki lengur hve langan tima það tók, enda var alltaf verið að breyta klukkunni, svo maður ruglaðist eitthvað á tímanum. Á flugvell inum tóku á móti okkur þ e. a. s. öllum farþegunum, þetta var innflytjendaflug einungis, menn frá ástralska ríkinu og fluttu okkur í innflytjendabúðir, þar sem við dvöldum í fimm vikur." Hvernig féll ykkur dvölin þar? „Ekki sem ailra bezt. Þetta var gömul herstöð, sem Banda- ríkjamenn létu eftir sig, heldur óvistleg. Borðað var í stóru mötuneyti, og þurftum við oft að standa í biðröð eftir matn- um, sem var allfrábrugðinn því sem við eigum að venjast. Ég átti tiltölulega gott með að venjast honum, verra var með konuna og börnin. Annars get ég huggað þá sem hafa í hyggju að leggja land undir fót, til Ástralíu, aö búið er að bæta á- standið, í sambandi við þessar búðir. Mér er hermt aö. búið sé að byggja allsæmi'eg fjölbýlis- hús fyrir innflytjendur." Hvað tók svo við, þegar þess- um búðum sleppti? „Ég fékk leigt í fjölbýlishúsi, en síðan keypti ég mér einbýlis- hús, sem ég seldi áður en ég hélt heim á leið. Annars eru húsakynni héldur lélfeg, sérstak- lega í úthverfúnum, óg i raun- iriní'VerðlátiS. Lóðiftíá'r efíi jikð ' eina, sem eitthvert verð- mæti er f. Húsin eru byggö mjög ódýrt. plötuklædd trégrind. Að- eins þeir ríkustu hafa efni á að setja hitalögn eða kælikerfi í húsin, en sumrin eru heit og vetumir geta verið kaldir í ÁstralVu." Hvað um hreinlæti? „Útikamrar eru þar mun al- gengari en salerni á okkar mæli- kvarða. Ekki kemur það samt tii af því að fólk vilji ekki hafa hlutina betri, heldur fremur af hinu, að borgin byggist svo ört, að ekki hefst nærri við að leggja skólpræsi. Og vatnið er ekki gott, sérstaklega á sumrum, þeg- ar heitt er. Þar að auki er það dýrt. Ég borgaði yfir 60 dollara í vatnsskatt á ári.“ Hvernig var atvinnuástandið og launin? „Það var hægt að fá nægilega vinnu ef menn báru sig eftir henni. Enginn getur búizt við þvá, að barið sé að dyrum og honum boðið gotit starf hátt launað, Lengst af vann ég hjá málaraverktaka. Kaupið var 75 dalir ástralskir (hver dalur 100 kr. ísl.) á viku. Þar af greiddi ég 9—10 dali í skatt. Vegna mikilla ferðalaga á vinnustað, sem var síbreytilegur um alla borgina, fékk ég 8 dali í ferða- peninga, sem sjaldnast nægði. Oft tók það mig samtals yfir tjpv Vilhjálmur Skarphéðinsson, kona hans Hildur Gunnarsdóttir og bömin tvö. tvær stundir að ferðast úr og i vinnu, í mínum eigin tima. Þetta var mjög þreytandi til lengdar. Menn veröa að halda sér vel að verki, en þurfa ekki að vanda að sama skapi. Fólk er ekki eins kröfuhart hvað vand- virknina snertir og hér heima." Hvað meö atvinnuöryggi? „Þaö er sízt meira en hjá okkur. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi, að þrátt fyrir á- kveöinn kauptaxta, sem málara- sambandið ákveður, eru bæöi italskir og grískir innflytjendur gjarnir á að bjóða verkin niður fyrir þann taxta, en öll verk þar erú boðin út. Með þessu mOti hafa þeir sölsað 'undir sig næstum heilar iðngreinar. Ann- ars eru verkföll tíðarj þar en hér ef einhver hyggst fiýja þau héðan. Svokallaður skæruhern- aður eöa öllu heldur skyndiverk föll er daglegur viðburður þama. og verðbólguskrúfan snýst þar líka. Til dæmis hækk- uöu ölj fargjöld með lestum og farþegavögnum frá 50—100% fyrir skömmu, eftir slík verkföll. Hvemig var að umgangast Ástralíumenn? „Ef þú átt viö raunvemlega íbúa, ekkj innflytjendur sem em mjög mislitt fé, þá eru þeir mjög hjálpsamir við nágranna sina á meðan þeir em að koma sér fyrir 1 hinum nýju heim- kynnum sínum. Þegar maður hefúr komið ár sinni sæmilega fyrir borð em þeir aöeins kunn- ingjar manns. Það sem mér þótti eiginlega það eina slæma við fólk yfirleitt var hvað óvarlegt var aö hafa nokkurn hlut á glámbekk. Hann hvarf jafnan fljótlega, jafnvel þvotturinn af snúmnni fékk ekki að vera i friði." Varstu farinn að kunna vel við þig í Ástralíu? ,,Að sumu leyti, en ekkj öllu. Ég gat t.d. ómögulega komizt í jólaskap um hásumarið, í glaða sólskini og síeikjandi hita. Svo saknaði ég alltaf þess félagslífs og anda, sem ég hafði átt að venjast heima." Telurðu að fólk hafi það yfirleitt betra £ Ástralíu en hérna? „í von um betri lífskjör vildi ég ekki ráðleggja neinum að flytjast þangað. Lífsbaráttan er ekk; auöveldari þar en hér heima nema síður væri. Ef fólk ætlar að skoða sig um í veröld- inni og koma heim aftur þá er ágætt að dvelja i Ástralíu. — emm. VÍSIR SFYR' Hefur yöur einhvern tíma dottið í hug að flytjast búferlum af ís- landi? Bergur Adolfsson, póstaf- greiðslumaður: — Nei, það hef- ur mér a'drei dottið í hug. Ég hef alltaf haft nóg að starfa hér heima, og það er engin ástæða til aö flytja héðan. Hreiðar Guðmundsson, verk- stjóri: — Nei, það hefur mér aldrej dottiö í hug. Ég hef verið erlendis. Það er ábyggilega bezt að búa á íslandi. Reidun Morken: — Ég er norsk og er í • Hjálpræðishemum hér.. Ég nef verið hér í 4 ár. get 'nuKS- að mér að vera Iengur en þó ekki alla ævi. Ég vil komast heim tiil Noregs aftur. Sigurður Árnason, starfsmaður hjá símanum: — Nei, ég hef aldrei hugsað um það. Stefán Baldursson, fréttamaður: — Já, það hefur oft hvarflað að mér. Ég hef dvaliö f 6 ár erlendis. Ég var að koma til Is- lands fyrir viku, en þá var ég búinn aö vera í Svrþjóð. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur, 3 ■■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.