Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 6
VIS IR . Miðvikudagur 28. Jtm 1971. 4 ■Qltirtaldar ótcerðir ojtaót }yrirliggjandi: 155-14/4 165-14/4 560-14/4 560-15/4 590-15/4 600-16/6 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. ódýrustu hjólbaröarnir veriö beztir? Spyrjiö þá sem ekiö hafa á BAR.UM.... . Barum h|olborðarnir ero serstoklega geroir fyrir okstur á molarvegum, cnda reynzf mjög vel á islenzkum vegum, — alit að 75 — 80.000 km. Barvm hjólbarðarnir byggja á 100 ára reynslu Bata-Barum vorksmiðjanna. Ceta 79000 KM ENDING! Röskir karlmenn \ 20—30 ára óskast til verksmiðjuvinnu. Málningarverksmiðjan Harpa Skúlagötu 42. Laus staða Staða lektors við lagadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 25. launaflokki. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist menntamálaráðu- neytinu fyrir 26. ágúst 1971. Menntamálaráðuneytið, 26. júlí 1971. íbúð 3—4ra herb. íbúö óskast á leigu. Þrennt fulloröið i heimili. — Uppl. í síma 40709 eftir kl. 19. Með kúst og gólf lista í stað ára Feröalangur sagði eftirfarandi gegnum símann: „Ég get nú ekki orða bundizt eftir að sjá stráka á hraðbáti um helgina hjá Kjalamesi Vélin drap á sér og báturinn steytti á skeri. Það kom í ljós að pilt- arnir máttu þakka fyrir að varia nokkur andvari var, í aðeins smá öldu hefði getaö farið illa. Þaö kom í ljós að þeir höföu engar árar til taks, bara strákúst og gólflista (!), sem þeim tókst að nota til að stjaka sér að landi. Svo þegar ég fór að tala við þá, gat ég ekki betur séð en þeir væru allir nokkuð slompaðir. — Væri ekki ástæða ti’. að einhver löggæzla væri til úti á sund- unum þar sem hraðbáta- mönnum fjölgar? Eru annars engin ákvæði til um bátamenn og hestamenn varðandi prómill- in?“ Ákvæði munu vera til um þetta efni, — enda hefur lögreglan lát ið tll skarar skríða f einstaka tilfellum. Hitt mun ljóst að bíl- eigendur munu vera meira í kast ljósum lögreglunnar í þessu efni. Þórsmörk Framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands skrifan „í Vísi sl. föstudag (23. 7.) sendir einhver Bjartur, sem af eðlilegum ástæðum kýs þó að hafa sitt rétta nafn i skuggan- um, Ferðafélaginu tóninn og lýs ir vanþóknun sinni á ímyndaðri einokunaraðstöðu og fégræögi félagsins í Þórsmörk. Að mestu Ieyti falla þessar á- sakanir um sjálfar sig — a.m.k. bendir ekki siaukin aðsókn í Þórsmerkurferðir félagsins til þess, aö um rándýra og óheilla- vænlega starfsemi sé að ræöa. En fyrir þá, sem ekki hafa kynnzt hinu sanna aí eigin raun, er rétt að skýra starfsemi Ferða fé’.agsins með nokkrum oröum. Ferðafélagið er með allmikla og vaxandi feröastarfsemi og rekur með ærnum kostnaði nokk ur sæluhús, sem það hefur reist án opinberra styrkja. og eðli- lega reynir það að nýta sem bezt séraðstööuna í sæluhúsum sínum. Þátttakendur í ferðum fé lagsins eru ekki krafðir um gisti gjöld í sæluhúsunum, heldur eru þetta hiunnindi, sem Ferðafélag ið býður gestum sínum, hvort sem þeir eru fé’.agsmenn eða ekki. Ferðafélagið heldur uppi reglu bundnum ferðum til nokkurra sæluhúsa sinna, og Þórsmerkur- ferðir eru famar á laugardög- um kl. 2 og standa til sunnu- dagskvölds. Kostar ferðin þang- að kr. 1000 fyrir félaga en kr. 50 meira fyrir aðra. Böm á náms- aldri greiða hálft gjald, yngri böm ekkert, og stórar fjölskyid ur fá auk þess meiri afslátt. Fólki gefst kostur á að dvelja milli ferða f sæluhúsunum,' og kostar vikudvölin og ferðin kr. 1900 fyrir félagsfólk. en kr. 100 1 meira fyrir aöra. 1 öllum sælu húsunum eru húsverðir, sem leið beina dva’.argestum á ýmsan máta. í Þórsmörk eru famar gönguferðir með gestum — auk þess sem fararstjórar í helgar- ferðum annast slíkt um helgar. Reynt er að hafa lyf og annað í lyfjakössum gestum til öryggis. Á kamrana við sæluhúsin er lagður til salernispappír handa ferðagestum félagsins, og eðli- lega njóta aðrir ferðaíangar, 6- háðir fé’.aginu, þess einnig. — (Margir þeirra gerast þó fingra langir f þær pappírsbirgðir um- fram notkun á staðnum). Allmargir kjósa heldur að búa í tjaldi en inni í skálum, þar sem kannski er þröngt á þingi um helgar. Samt njóta þeir flestra hlunninda, sem félagið veitir í og við sæiúhús sín — annarra en sofa inni. Þegar veður versn- ar njóta tjaldgestir skjóls í hús- unum. ef þeir vilja eða þurfa, og þá án aukagreiðs’.u auðvitað. Þegar vikudvalargestur fer t.d. til Þórsmerkur, er sæti hans autt { bakaleið bflsins — nema ef tilviljun ræður því, að annar kemur f hans stað. Þegar þessi sami gestur kemur til baka, þarf að tryggja honum sæti ferðina í bæinn, — og það iafnvel þótt enginn farþeg; fylli það sæti á leið upp eftir. Stundum erum við heppin, og sætin nýtast báðar leiðir, svo að af fæst einhver haenaður, sem gerir okkur kleift að byggja og endurbæta sæluhúsin. En oft eru sætin auð aöra ’.eið- ina. — I verðlagningu viku- dvalarferöanna förum við milli- veg, og verðleesium einnig hina úmsu bióntistu. sem aðeins að litlu levti hefur verið getið að framan. Skógrækt ríkisins hefur yifir- umsjón með Þórsmörk og inn- heimtir 40 króna gjald af hverju tjaldi, hvort sem það stendur einn dag eða lengur. — Þessu gjaldi er varið til hreinsunar Þórsmerkur, og þarf þómeiratil. Ferðafélagið hefur sfna að- stöðu í Langadal með leyfi Skóg ræktarinnar, og innheimtir fé- lagið ekkert sérstakt tjaldgjald af tjaldgestum sínum. En aðrir, sem í Langadal tjalda, — og þeir eru að sjálfsögðu margir, — greiða 40 króna gjald Skógrækt- arinnar, en njóta margra hlunn- inda Ferðafé'agsins án sérstakr- ar greiöslu til þess. Sem betur fer hefir Ferðafélag ið enga einkaaðstööu i Þórs- mörk, og fél. vegna getur hver sem er flutt þangað fólk til lengri eða skemmri dvalar. En Ferðafélaginu ber þá ekki ófrá- víkjanleg skylda til að veita þvi fólki þá þjónustu, sem að fram- an greinir, nema greitt sé fyrir sanngjarnlega. Aðrir aðilar eru fjálsir að því, að veita þessa þjón ustu, eða aðra — og þá endur- gjaldslaust eða gegn einhverri greiðslu ef þeim sýnist svo. En það er einmitt vegna þess, að Ferðafélagið er ekki gróðafé lag með peningalykt)' nösum að það getur veitt al!a þessa þjón- ustu fyrir svo tftið fé. — Reyn- ið sjálf og sarfhfærizt". Einar Þ. Guðjohnsen. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.