Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 1
/ Kvikmyndun Njálu frestað • Islenzka sjónvarpiö og þaö sænska hafa um nokkurt skeið haft kvikmyndun Njálu í bígerð. f febrúar 1970. var mikill hugur í mönnum aö fara að komast af stað með verkiö eftir bví sem Pét ur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins tjáöi Vísi í morgun, en nú hefur veður skipazt í lofti, var fallið t'rá öllu því sem gera átti í Njálukvikmyndun í sumar. „Senni'.ega verður engar fréttir að hafa af Njálu-kvikmyndun fyrr en að ári“, sagði Pétur, „þessu hefur verið frestað um óákveðinn tíma“. Sagði Pétur, að einhver undir- búningsvinna heföi farið fram fyr ir þessa kvikmyndun, „en það eru nú aðallega S.víamir sem hugsað hafa um hana. Þeir eru búnir að skriía handrit að fyrsta þætti mynd arinnar en svo strandaði þetta af einhverjum ástæðum. Njála bíður enn um sinn.“ —GG Ætlar að ættleiða annað barn frá Suður-Kóreu: Aukinn áhugi n ættleið- ingu burnu frú ASÍU Eitin af þeim fjórum umsækjendum, sem sóttu um ættleiðingu svonefndra „Asíubarna“ á sínum tíma hefur nú í hyggju að ættleiða ann- að bam til viðbótar. Vís- ir fékk þessar upplýsing ar hjá Baldri Möller ráðu neytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu og sagði hann að nú væri verið að undirbúa þessa ætt- leiðingu og aðra til. Umsækjandinn, sem áður er getið hefur áður ættleitt eitt barn frá S.uður-Kóreu og mun hitt barnið einnig koma þaðan. Sótt hefur verið um ættleiðingu tveggja annarra barna þaðan. Eitt barn hefur verið ættleitt frá Indlandi. Þessar ættleiðing- ar fara í gegnum alþjóð'ega stofnun í Seoul, og getur liðið á annað ár frá því aö leitað er eftir ættleiöingu þar til hún fer fram. — SB Heimildar- kvikmynd á Júpíter # Áhöfnin um borð í togaran- um Júpiter var fremur ó- venjuleg, þegar hann lagði frá bryggju á mánudaginn var. Auk þeirra venjulegu sjóara í gulum stökkum, sprönguðu um dekkið hollenzkir kvikmyndarar í an- órökkum og Iágum stígvélum og sögðust vera að gera heimildar- kvikmynd fyrir bandaríska land- fræðifél. (National Geography Society). Fengu þeir svo lánaðan bát frá hafnsögumönnum og sigldu allt um kring Júpíter gamla og filmuðu í bak og fyrir. tJti á ytri höfninni stukku þeir svo um borð og ætla að vera með allan túrinn og kvikmynda löndunina, á endanum, hvar svo sem hún veröur — í Reykjavík, Hull, Grimsby eða Cuxhaven. — GG Kaupmenn undirbúa breytingu lokunartíma Kaupmenn eru nú farnir að búa sig undir nýju reglurnar um lok- anartíma sölubúða, en þær eiga að ganga í gildi 1. október Viða hef ur starfsfólki verið raðaö í vakta flokka. Gert er ráð fyrir, að l>eir, sem vinna á kvö'.din, fái venjulegt ívöidvinnukaup samkvæmt. núgild- mdi samningum, að sögn Magnús ir Finnssonar hjá Verzlunarmanna f^lagi Reykjavíkur. Þó munu ein- hvefjxf liklþga fá kaupuppbótina með lengrá orlofi. Wm ■ mm Júpíter leggur upp í veiðiferðina. Kvikmyndatökumennirnir mynda upphafið úr lóðsbátnum. Brekkukotsannáll á filmu — leikstjóri væntanlegur til landsins „Ég á von á að hingað komi 2 menn að minnsta kosti þann 10. ágúst n. k. Það er leikstjóri myndarinnar og maður með honum“, sagði Halldór Laxness, rithöfundur, þegar Vísir forvitn aðist um það hjá honum, hvað liði gerð kvikmyndar þeirrar sem þýzka ríkissjónvarpið ætlar að gera eftir Brekkukotsannál. „Mennirnir tveir setlá' þér að rannsaka eitthvað st'aðhætti" sagði Laxness „annars hafa þeir verið undanfarið í Portúgal. Kannski ætla þeir að athuga líka hvaða fó]k er hægt að fá til að vera 1 myndinni. Þeir eru víst vanir aö vilja heldur óvant fólk til að leika hjá sér heldur en atvinnuleikara". — Hefur kvikmyndahandrit ver- ið skrifað? ■ „Mér skilst að þeir geri stundum ekkert handrit séu bara með ein- hverjar nótur. Annars veit ég ekk- ert um þetta. Gerð þessárar mynd- ar er algjörlega í höndum „sjón- varpsmannanna". — Verður þá kannski ekkert gert að ráði fyrr en næsta sumar? Ætli það. Þaö eru nú engar vetrarsenur í bókinni. Og mér skilst að það eigi að reyna að taka allar útisenur hér á landi. Innisen- urnar geta þeir auðvitað gert hvar sem er. En það er víst vont að gera filmu að vetrarlagi úti. Annars veit ég ekkert um þetta, nema hvað ég var í Hamborg í vor að gera plön meö mönnunum og lauslegar áætlanir, og svo koma þeir núna, 10. ágúst“ — GG Leikur Tottenham ekki í Reykjavík? Eins og málin standa nú eru litlar líkur á því, að Tottenham ’.eiki hér í Reykjavík gegn Keflavfk í Evrðpukeppninni, sagði Hafsteinn Guðmurrdsson, formaður ÍBK. í gærkvöldi. Það er Maupin snurða á þráðinn í sambandi við Laugardalsvöllinn. — sjá ihróttir bls. 5 Hvernig er lífsbaráttan í Ástralíu? „Það er síður en svo auðveld ara að draga fram lífið í Ástra líu, segir ungur Keflvíkingur, Vilhjálmur Skarphéðinsson, sem er kominn heim tií íslands eft ir dvöl í Ástralíu með konu og tveim börnum. Viðtal er í blað inu í dag við Vilhjálm og reynslu hans og fjölskyldunnar af Ástralíu. Sjá bls. 9 „Við eigum ekki Mörkina" Ferðafélag íslands fékk held- ur betur ákúrur frá einum les- anda blaðsins á dögunum. Lýsti hann óánægju sinni yfir því sem hann taldi vera einokun Ferða félags Islands á Mörkinni „Við eigum ekki Mörkina", segja þeir Ferðafé'.agsmenn í svari í blað inu í dag. Nánar í þættirrum „Lesendur hafa orðið“, sem að venju er á bls. 6. — Þar grein ir lesandi frá piltum, sem hann mætti f undarlegu ástandi á hraðbáti uppi við Kjalames um síðustu heigi. Sjá lesendabréf bls. 6 ' ........ i Ekkja de Gaulle í fjár- hagsvand- ræðum — en aðrir græða á manni hennar Ekkja de Gaulle skrimtir varla af lífeyri sínum eftir að maður hennar lézt, þrátt fyrir að hann græddi milljón- ir á sölu endurminninga sinna. Hún hefur aðeins 6100 krónur á mánuði sem ekkja hershöfðingja. Á meðan raka þorpsbúar í Col- ombeyþorpi saman fé, — á minningunni um de Gaulle. Sjá bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.