Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1971, Blaðsíða 3
VlSIR . Miðvikudagur 28. júlí 1971. *r------------ ——*-------- I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Leysa geimfararnir gátuna? — Þöglustu geimfarar sógunnar rannsaka dularfulla Ijósbletti Geimfararnir í Apollo 15 aru þeir þöglustu, sem nokkru sinni hafa farið í geimferð. Þeir láta sér nægja að horfa þegjandi á Ijós og ljósbletti, sem þeir sjá utan farsins. Frétta- menn segja, að þetta stafi af því, að þessir geimfarar séu „öðruvísi en aðrir“. Þeir séu fyrst og fremst vís indamenn og ekki jafn „léttlyndir“ og fyrirrennar- ar þeirra voru, sem voru sítalandi. Geimfararnir þurfa nú ekki leng ur aö óttast, að eitthvað sé í ólagi í aðalvél. Þetta kom í ljós í gær Stöðvun sykurinnflutnings frá S-Afriku féll á tvehnur — „Móðgun v/ð bandariska svertingja", segir Kennedy Öldungadeild Banda- ríkjaþings felldi í gær- kvöldi tillögur Edwards Kennedys um að stöðva allan innflutning á sykri frá Suður-Afríku. Kennedy vildi útiloka Suður- Afríku, þegar settir voru kvótar um sykurinnflutning til Bandaríkj- anna frá 32 ríkjum. TiMagan var felld með aðeins tveggja atkvæða meirihluta 47:45. Kennedy sagði í umræðunum, aö stjórn Suður- Afríku hefði „þrælarfki" og vitnaði þar tiil stefnu stjórnvalda gagnvart þeldökkum. Fulltrúadeildin hefur áður fellt tillögur svipaös eðlis Öldungadeild in ’ hefur ákveðið, að árlega skuli flutt inn frá S-Afríku 57.745 tonn af sykri, næstu þrjú ár. Kennedy sagöi, að þessi innflutn. ingur væri móðgun við affla svert- ingja í Bandaríkjunum og kapn væri til tjóns tilraunum Banda- ríkjanna til að bæta sambúðina við Afríkulönd. öldungadeildarþing- maðurinn Russel Long frá Louisi- ana, sagði, að Bandaríkin ættu ekki að byggja ákvarðanir um sykurinn- flutning á skoðunum sínum á innan ríkismálum annarra ríkja. ' :■........................................ : - " >■ ■ við athugun vélarinnar. Einn spennubreytir er ekki í fullkomnu lagi, en’ sagt er, að það geti engu skipt um ferðina. . Með því geta geimfararnir ein- beitt sér aö tilraunum, sem eiga að hjáipa vísindamönnum að finna Iausn „gátunnar um Ijósblettina“ sem geimfarar hafa áður séð á ferð- um sínum. David Scott og Alfred Worden eiga að nota augnhlífar og tilkynna geimvísindamönnum í Houston jafnóðum um allt, sem fyr ir augu ber. Áhöfn Apollo 14 til- kynnti, að hún hefði séð Ijósbletti. Umsjón: Haukur Helgason Sumir sögöu þá likasta neistum, en aðrir töluðu um „stjörnur, sem spryngju". Vísindamenn eru helzt á því, að þessir ljósblettir stafi af geislum í himingeimi. Ástæðulaust sé að ótt- ast, að nokkur hætta stafi af þeim. Scott og Irwin könnuðu tungl- ferjuna í gær, og var það sýnt í sjónvarpi. Sjónvarpsáhorfendur á jörðu gátu séð jafnvel smæstu bók- stafi á mælaborðum, en menn kvörtuðu vfir þegjandaleik geim- faranna, sem varla sögðu neitt utan að gefa nokkrar tæknilegar upplýsingar. Enginn geimfarinn hefur enn sagt brandara af neinu tagi og hefur slíkt ekki gerzt fyrr í geimferðum Bandaríkjamanna. McGovern ætlar að verða á undan Nixon McGovem öldungadeildarþing- maður, sem býður sig fram við forsetakjör í Bandaríkjunum næsta ár, vonast til að verða á undan Nixon til Kína. Eihn starfsmanna þingmannsins segir, að æðstu menn í Kína fhugi nú urnsókn þingmannsins um vega- bréfsáritun og hafi McGovern góða, ástæðu til að búast við, að hann geti farið til Kína innan skamms. McGovern er einn þeirra þing- manna, sem hefur mælt með þvl, að Kínverska alþýðulýöveldið fái sæti Kína hjá Sameinuöu þjóðunum, jafnvel þótt fulltrúar þjóöemissinna stjórnarinnar á Formósu þyrftu að víkja af fundum S.þ. Svertingjaríkin í Afríku hafa hatazt viö S-Afríku, en þó hefur Malawi nú tekið upp stjórnmálasamband við S-Afríku. Banda þjóðarleiðtogi Malawis sést hér með Vorster forsætisráðherra S-Afríku. Fjórir arabískir kommúnistaflokkar mótmæla aftökum Fjórir arabískir kommúnista- flokkar skoruðu í gær á alla „fylgj- endur friðar og réttlætis um heim allan að fordæma aftökumar á frelsishetjum í Súdan“, eins og það er oröað. Kommúnistaflokkar í Jórdaníu, Sýrlandi, írak og Libanon sendu sameiginlega yfirlýsingu frá fundi i Beirut vegna þess, aö stjórn Súdan hefur látið lífláta fjölmarga af for- ustumönnum kommúnista eftir mis- heppnaöa tilraun kommúnista og vinstrisinna til byltingar. í yfirlýsingu kommúnistaflokk- anna er sagt, að kommúnistar um allan heim muni standa við hlið „framfarasinnaðra og lýðræöissinn- aðra sona Súdan“ Kommúnistaforinginn Abdel Khalek Mahgoub var dæmdur til dauða í Súdan í gærkvöldi, og á að hengja hann í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.