Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 4
VI SIR. Föstudagur 6. SgUst 137!, x ii auatwuai 1 umferðinni Hlutur FÍB, Félags íslenzkra bif reiöaeigenda, í umferðarmálum verzlunaimannahelgarinnar, er sannarlega stór. Hér á mynd- inni sjáum við bíiaflotann þeirra hjá FíB í þann mund, sem hann var að leggja upp frá Ártúns- höfða Oft kom tii kasta þess- ara bíla sem leystu úr hvers kyns vanda ferðafólks. Love Story tekin til sýninga glóðvolg Annað eins umtal hefur víst eng in kvikmynd fengið undanfarin ár gagnrýnendur hakka mynd ina í sig, segja hana vellu hina mestu en almenningur hrósar henni á hvert reipi. Þetta er myndin Love Story, — Ástar- saga — sem Háskólabíó hefur hreppt og mun taka til sýninga glóðvolga meö allt umtalið og blaðaskrifin ennþá í gangi. — — Fréttamaður Vísis sá mynd þessa í sumar í Osió, og kvaðst hann aldrei hafa heyrt jafn stóran grátkór kvenna og þann sem horfði á myndina þar. vinnustofa fyrir öryrkja, ófull- komin að Visu, en þarna eru framleiddar snotrar og smekk- legar vörur úr gæruskinni. — Hefur fengizt markaður fyrir vöruna í Danmörku, fyrir at- beina Carls Sæmundsen, stór- kaupmanns í Kaupmannahöfn þess er gaf íslendingum hús Jóns Sigurðssonar. Myndin sýnir Guðmund Löve framkvæmdastj. Öryrkjabanda- lagsins með greiðuhöldu úr gæru. en bak við hann sést starfsfólk að vinnu. Neðri mynd in er af líkani af framtíðarskipu lagi hjá bandalaginu viö Hátún- ið. Tvær blokkbyggingar eru risnar, tengihúsin koma síðast. Gefa út bækur um bíla og útflutningsfyrirtæki Ný bókaútgáfa, Fjölmiðlun, er að senda á markaðinn tvær bæk ur allólíks eðlis, önnur er hand bók bileigenda en hin skrá á ensku yfir öll útflutningsfyrir- tæki okkar og vöruval þeirra. — Bílabókin er gefin út í samráði við Félag Is'l. bifreiðaeigenda og er þar að finna skrá yfir bíla- verkstæði umboð og önnur þjón ustufyrirtæki á þessu sviði, einn ig hagnýtar upplýsingar ýmsar m.a. um það hvernig lækka má reksturskostnað bilsins. Útflutn ingsbókin verður send víða um lönd og á hiutverk hennar að vera að kvnna framleiðsiu okk- ar erlendis. Áætlun um nýjan kirkjugarð Haldið er áfram að stækka Fossvogskirkjugarð og kemur senn að því að taka þurfi í notk un nýjan kirkjugarð fyrir höfuð feasgaF.svseðið,-.—. verður hann í Gufuneslandi. Áætlanagerð um þennan nýja kirkjugarð er haf Stúlkur teknar til hreins unar á opnum svæðum? Það eru fleiri en blaðamenn, sem láta ambögumar hrjóta úr pennum sínum. Eftirfarandi fundum við í opinberri skýrslu frá borginni: „Fimmtán skóia- piltar voru ráðnir til afleysinga við sorphreinsunina og sam- kvæmt ákvörðun borgarráðs voru 27 skólastúlkur á aldrin- um 15—17 ára teknar til hreins unar á opnum svæðum og í fjör um borgarlandsins". Gefur bækur um örnefni í V-Þýzkalandi Sendiherra Sambandslýðveld- isins Þýzkalands á íslandi, Karl Rowold, hefur afhent Örnefna stofnun Þjóðminjasafns að gjöf frá Deutsche Forschungsgemein schaft í Bonn um 50 bækur um þýzk örnefni óg nafnfræði. Hér er um að ræða gott safn þýzkra undirstöðurita um þessi fræöi, og kann Örnefnastofnun hinu þýzka rannsóknafélagi beztu þakkir fyrir hina góðu gjöf. Ferðafélagsferðir um næstu helgi. Á föstudagskvöld: 1. Kerlingarfjöll, Hveravellir. 2. Þjófadalir, Jökulkrókur, 10 dagar. 3. Laugar, Eldgjá, Veiðivötn. 4. Hekla. Á laugardag: 1. Þórsmörk. 2. Strandir, Furufjörður, 11 dagar. 3. Strandir, Drangaskörð, Dalir, 4 dagar. Á sunnudag: kL 9.30 frá B.S.Í. Hvalfell, Glymur. Á mánudagsmorgun: Hrafntinnusker, Eldgjá, Langisjór. 4 dagar, dvalið í Laugum. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, Símar 19533 — 11798. Verjum gróður Oryrkja* flytja út vöru sína til Danmerkur Um þessar mundir er Öryrkja- bandalag Islands 10 ára. Banda lagið hefur látið margt gott af sér leiða í þágu öryrkja í land- inu en bandalagið er skipað 7 aðildarfélögum í hinu nýja hús næðj bandalagsins við Hátún er Nýja tízkan er málmbindi! SKDLAVÖRÐUSTÍGÍ3. Tvö prestaköll í Kópavogl Kópavogur verður í framtíðinni tvö prestaköll í staðinn fyrir eitt, Digranesprestakall og Kárs nesprestakall Hafa prestaköli- in verið auglýst laus til umsókn ar, en séra Gunnar Árnason er nú að láta af störfum fyrir ald- urs sakir. Frá Tækniskóla Islands Áætluð er starfræksla raftæknideildar, ef næg þátttaka fæst. — Allra síðasti umsóknarfrest- ur er til 12. þ.m. Uppl. í símum 84665, 81042 og 40220. Skólastjóri FÓSTURHEIMILI Gott fósturheimili í Reykjavík eða nágrenni óskast fyrir þrjá drengi, bræður á aldrinum 6, 7 og 8 ára. Nánari upplýsingar veitir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, sími 25500. Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar. HELLU OFNINN ÁVALLT I SÉRFLOKKl HF. OFNASMŒÐJAN Einholti 10. — Simi 21220.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.