Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 3
ft SI R. Föstudagur 6. ágúst. 3
í MORGIIN ÚTLÖNDÉ MORGUN UTLOND i MORGUN UTLOND í MORGUN UTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason
Flýðu í
farangurs
geymslu
flugvélar
Tveir menn frá Tékkóslóvakíu
földu sig í farangursgeymslu flug-
vélar tékkóslóvakíska flugfélagsins
Slov-Air og komust undan til Dan-
merkur, þar sem þeir hafa beðið
um hæli sem pólitískir flóttamenn.
Blaðið Berlingske Tidende skýrir
frá þessu í dag. Flóttamennirnir eru
21 og 22 ára.
Þeim tókst að klifra upp í flug-
vélina, þegar hún var á flugvellin
um í Prag. Talið er hugsanlegt, að
eftirlitsmenn á vellinum hafi „lokað
öðru auga“ þegar þeir félagar flýðu.
i Flugvelin millilenti í Austur-Berl
ín og kom til Kastrupflugvallar um
áttaileytið á miðvikudagskvöld.
Jafnskjótt og flugvélin hafði lent
stukku þeir út og gáfu sig fram
við dönsku lögregluna. -
Kínverskar kjarnorkuflaugar gætu
dregið til borga Indlands og Japans
— til Ameríku arid 1975
Mnverska alþýðulýð-
veldið hefur sennilega nú
þegar komið sér upp meðal
drægum eldflaugum, sem
?ætu dregið um 1600 kíló
metra, að sögn bandaríska
varnamálaráðuneytisins.
Með eldflaugum þessum
gætu Kínverjar væntan-
lega skotið kjarnorkuodd
um á Japan og Sovétríkin.
Stórborgir Sovétríkjanna
munu þó enn utan skot-
máls Kínverja.
Talsmaður ráðuneytisins Jerry
Friedheim vildi ekkert um þaö segja
hvar í Kína bandaríska leyniþjón
ustan hefði orðið vör við eldflauga
stöðvar þessar.
Hann sagði að samkvæmt upplýs
ingum ráðuneytisins ynnu Kínverj
ar að gerð mun fleiri eldflauga og
mundu þeir væntanlega hafa yfir
að ráða talsverðu magni af þeim
um miðbik næsta árs.
Þá mundu Kínverjar væntanlega
ráða yfir fyrstu eldflaugunum, sem
gætu borið kjarnorkusprengjur
mil'Íi heimsálfa árið 1973 og í árs-
byrjun 1975 mætti gera ráð fyrir
að þeir muni eiga um tuttugu lang
drægar eldflaugar, sem nota mætti
í þessu skvni.
Kínverjar hafa haldið áfram
kjaworkutilraunum á undanfömum
árum. Annað veifið hafa borizt
fréttir um tilraunir þeirra, en þetta
er í fyrsta sinn, að bandarískt ráðu
neyti gefur svo nákvæmar upplýs-
ingar um upplýsingar. sem leyni-
þjónustan hefur aflaö um styrk Kín
verja í þessum efnum. Þegar talað
er um langdrægar eldflaugar, er
átt við eldflaugar, sem gætu náð
frá meginlandi Kína til Bandaríkj-
anna.
„Mér var fislið að
fá flugvél fyrir
stríðsfanga11
— dularfullur Þjóðverji
kemur til sögunnar
Formaður vestur-þýzkrar ferða-
skrifstofu segir í gær í viðtali
við bandaríska sjónvarpsmenn,
að hann hafi í júlí fengið það
verkefni á vegum „alþjóðlegrar
sto-fnunar“ að hafa samband við
SAS og fá flugvél til að flytja
„stóran hóp manna lfklega stríðs
fanga frá Austurlöndum til
Bandaríkjanna“.
Maöurinn bannaöi sjónvarps
mönnum að birta nafn sitt og
hann sneri allan tímann baki
f sjónvarpstækin þegar viötallð
var tekið.
Opinberir aðilar hafa neitað
fréttinni um tilraunir tii aö fá
SAS-flugvél til að flytja 183
stríðsfa-nga frá Norður-Víetnam
tii Bandaríkjanna.
BÖRN ERU ALLTAF BÖRN... Meðan David Sc ott og James Irwin voru á tunglinu, teiknuðu
dætur Irwins myndir af pabba sínum þar, um leið og þær fylgdust með þeim í sjónvarpi. Jan, sex
ára sýnir „tunglmenn“ horfa á þá, og Jill, 10 ára teiknar þá og bílinn og tunglferjuna.
Sex handteknir vegna
járnbrautarslyssins
Sex járnbrautarstarfs-
menn hafa verið handtekn
ir í sambandi við járnbraut
arslysið í fyrrakvöld, þeg
ar 35 fórust og 77 slösuð-
ust. Opinberir aðilar í Bel-
grad hafa skýrt frá hand-
tökunum.
Slysið varð, þegar lest með 300
farþegum ók beint á flutningalest.
Fjórir hinna sex handteknu eru
starfsmenn við stöðina Lipe, þar
sem flutningalestin hefði átt að
nema staðar. Hinir tveir, sem tekn
ir voru fastir eru stjórnandi flutn
ingalestarinnar og aðstoðarmaður
hans.
Sérfræðingar sem hafa athugað
slvsstaðinn, segja að annað hvort
hafi þeir brugðizt sem áttu að beina
lestinni ínn á annað spor eða þá að
lestarstjórinn hafi verið kærulaus.
„Lykill fundinn
að raunverulegu
ástarlyfi44
Brezkir vísindamenn þvkjast
hafa fundið „Iykilinn aö raun-
verulegu ástarlyfi" eftir aö þeim
hefur tekizt að framleiða í rann-
sóknarstofu lyf sem örvar apa
til kynlífs.
í grein í vísindatímaritinu Nat
ure, sem út kom í morgun, segir
einn af fimm lífeðlisfræðingum,
sem að þessu störfuöu, frá þvi
að þeim hafi tekizt að framleiða
í rannsóknastofu efni sem eru
í kynfærum kvenapa og örva
karlapa vegna lyktarinnar. Þeir
félagar munu nú færa út rann
sóknir sínar og athuga, hvort
svipuð efni hafi grundvaliarþýð
ingu hjá öðrum æðri dýrum, svo
sem mönnum.
Mikið er til af „ástarlyfjum" í
veröld en framleiðsla brezku
læknanna er einn þátturinn í
miklum framförum sem orðió
hafa að undanförnu i tilbún-
ingi margra líffæra og efna
líkamans í rannsóknarstofum.