Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 9
Ví S . Föstudagur 6. ágúst. herflutningaskip voru að sigla margra þúsunda mílna vega- lengd milli landshlutanna AUt 1' einu kom herflutningaflotinn upp að ströndinni. Jaja Kan hers höfðingi flaug á brott, en her- inn steig á land. Þeir höfðu í*gar voflur á því. Fylkingar skriðdreka og fallbyssuliðs sóttu inn í borgimar og út um fjöl- bvlar sveitir landsins. Háskóla hverfi var skotið gersamlega í rúst. Herleiðangrar fóru að hverju þorpinu sem á vegi varð og skutu þau niður til gmnna. Það lá sviðið land í kjölfar biynvörðu bifreiðanna tugþús hundruð þúsunda Iíka, sem rotn- uðu í sólarstækjunni og gammar og krákur sóttu f hræin. Þessar herferðir eru einhver hin skelifilegustu fjöldamorð er þekkjast í sögunni. Það var ekki verið að berjast við andstæða heri, heldur kenna ibúunum að makka rétt. Algerlega tiilitslaust og ástæðulaust var fólki slátrað út f bláinn í mestu fjöldamorð um sögunnar. Ætlun hershöfðingjans Jaja Kan með þessu atferli var að bæla niöur í einu vetfangi allan uppreisnarhug. Hann reiknaði víst með þv; eins og hershöfð- ingjar stundum gera, að ekki þyrfti annað en að láta fallbyss ur þruma, þá kæmist friður á. En afleiöingin var 3i>\t önnur. Nú er stjórnvald á þessu svæði að leysast upp. — Atvinnuvegir hafa stöðvazt. Skæruliðasveitir spretta upp og eyöileggja te- framleiðsluna og hampekrumar. Allt er komið í kaldakol. Átta milljónir flóttamanna hafa flúið yfir landamærin til Indlands. — Engin leið er að fæða og klæða þetta fólk, það hrynur niður í hungursneyð og sjúkdómum. — Kólerufaraldur er að spretta upp og getur breiðzt út um heim inn V nýrrj farsótt. Hörmungar ástand ríkir einnig hvarvetna í Austur-Pakistan. Jaja Kan hers höfðingi og liösforingjar hans hafa engan áhuga á að gera neitt til að lina þjáningarnar eða bæta úr hungursneyðinni, því að þeir eru ófærir um það. ‘p’n áfram heldur Bandaríkja- stjórn að virða hershöfðingj ana, aflstoð jafnvægis og róleg- heita. Þeir þora ekkj að móðga þá eða meiða. Það hefur verið upplýst, að hershöfðingjarnir flytji ailt sitt herlið til Austur- Pakistan með bandarlskum leigu skipum, sem formlega eru lán- uð til þess að flytja aðstoð gegn hungursneyð, en til þess eru þau ekki notuð. Að vísu eru Banda- ríkjamenn ekkj einir um slíka aðstoð Það er einmitt mjög slá andi að á sama tt'ma er kfn- verska kommúnistastjórnin mik ill styðjandi Jaja Kans. Og pak- ;stönsku hershöfðingjarnir höfðu alveg sérstaka milligöngu um að koma á sættum milli Nixons forseta og Kínverja. Kissinger lagði upp í hina leynilegu Pek- ingferð einmitt frá Pakistan á sama tíma og her Pakistans var að murka lífið úr fólkinu í Beng al Við spyrjum því sjá'fa okkur alvarlegra spuminga. Hvað langt á stuðningurinn við hershöfð- ingja ..jafnvægisins" að ganga? Og um leið og við fögnum þeirri miðlun sem virðist vera að kom ast á milli Bandaríkianna og Kína, þá leitar sú hugsun á, hve óhugnanlegt það er að hún skuli gerast I blóðstrauminum frá Bengal. f haust verður kommúníska Kína veitt innganga í Sameinuðu þjóðirnar við lófaklapp frá Mr. USA En æth nokkur megi vera að því að beina andartaks hugs- un til hörmulegra atburða I ?°náai. sem bergmála gegnum sófaiakiá. Porstelnn Thorarensen. „Ætli kall- inn sé í góðu skapi?“ Rætt v/ð Siguró Jónsson, framkvæmdastjóra LoftferÖaeftirlitsins, um s'ógu og þróun islenzkra flugmála og ástand þeirra i dag „Ég er búinn að vera í loftinu í meira en fjörutíu ár“, seg- ir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, enda er hann manna á meðal varla kallaður annað en Siggl flug. Aðrir menn hafa naumast betri yfirsýn yfir þróun og sögu ísienzkra flugmála en þessi handhafi flugskírteinis núm- er eitt. Þrátt fyrir að íslendingar séu umsvifamiklir á sviði flug- mála, má gera ráð fyrir, að allur almenningur þekki betur til Bifreiðaeftirlitsins en Loftferðaeftirlitsins, og í því tilefní fékk blm. Vísis Sigurð til að svara fáeinum spurningum um sjáifan sig og þá stofnun sem hann stjórnar. ”Ég ^ýzkalands að læra aö fljúga,“ segir Si'guröur, „og kom heim 1930 rétt fyrir Alþingishátíðina, og á þeirri há- tíð flaug ég með farþega. Traust- ið á flu-ginu í þann tíma var nú ekki meira en svo, að kona, sem ætlaði að fljúga, gerði sér ferð heim til mín að sjá fráman í mig, áður en hún ákvað, hvort hún ætti að voga sér með mér. Það ílugfélag, sem þá var stofnað, lagði upp laupana 1931, því að þá hélt innreið sína nokkuð, sem kallað er heims- kreppan, með innflutningshöft- um og gjaldeyri<:hömlum. Síðan fékkst ég við önnur störf til ársins 1939, en þá var stofnað Flugfé’.ag Akureyrar, sem síðar varð Flugfélag ís- lands. Þar starfaöi ég til 1942, þegar ég hætti og sneri mér að öðrum hlutum þangað til em- bætti flugmálastjóra var stofnað samkvæmt lögum númer 24 frá 12. febrúar, 1945. Frá 15. marz sama ár hef ég síðan starfað óslitið að íslenzkum flugmálum. í upphafi starfaði ég með Erling Erlingsen, sem var fyrsti flugmálastjórinn, og vegna kunn ugleika mlns á flugi féll það í minn hlut að hafa eftirlit með flugvélum og flugkennslu og prófun flugmanna. Þessi starfsemi hófst í einu herbergi I Garöastræti 2, en við fengum sem betur fór stærra pláss fljótlega. Síðan rann upp VE-Day eða Evrópudagurinn, og menn frá hemum spurðu, hvort við hefðum mannafla til að taka við stjórn flugvallarins hér. Við vorum að sönnu fátækir af þjálf- uðu fólki, en fengum heim frá námi tvo menn, þá Sigfús Guð- mundsson og Gunnar Sigurðsson sem síðan stöiíuðu með okkur Erlingsen að yfirtöku F.ugvall- arins. Þegar við tókum að gefa út flugskirteini, höfðu verið gefin út tíu skírteini. Fyrsta skírtein- ið, sem viö gáfum út var því númer ellefu, og það fékk Skúli Axelsson flugmaður. Flugmenn- ina varð ég að prófa sjálfur eftir vinnutíma í Garðastrætinu, en eftirlit með flugvélunum hafði Axei Kristiánsson, sem nú er forstjóri Rafha. Úr Garðastrætinu fiuttum við í brezka spltalabragga, sem stóðu undir Beneventum, og þar vorum við, þangað til við flutt- um I núverandi húsnæði hér I flugturninum." • „Hvert er starfssvið Loft- ferftaeftirlitsins?“ „í stuttu máli sagt sér Loft- ferðaeftirlitið um útgáfu allra. skírteina fyrir íslenzkar flugvél- ar og skrásetur þær og hefur eftirlit með viðhaldi þeirra og endurnýjun lofthæfnisskírteina. Við sjáum svo líka um útgáfu leyfisbréfa, eins og þau eru kölluö skírteinin, sem allir Is- lenzkir flugliðar hafa.“ • „Hvað eru íslenzkir fluglið- ar margir og, hvemig skipt ast þeir f flokka?" „Skiptingin er þessi — svona hér um bil: Flugnemar 651, einkaflugmenn 412, atvinnu flugmenn 253, atvinnuflugmenn með meirapróf 27, flugstjórar 141, flugvélavirkjar 180, flug- vélstjórar 81, flugumsjónarmenn 29, ílugleiðsögumenn 129, flug- umferðarstjórar 76 og svifflug- menn 44. Loftferðaeftirlitið sér um og fylgist með endumýjun á skír- teinum þessara flugliða og kann- ar, hvort þeir hafi viðhaldið þekkingu sinni. Hér eru búin til prófverkefni fyrir hina einstöku flugliða, og þeim er skylt að gangast undir Iæknisrannsókn hjá Úlfari Þórðarsyni, trúnaðar- lækni Loftferðaeftirlitsins — án læknisvottorðs fæst ekki skír- teini." • Hvað eru margir starfandi hjá LoftferðaeftirIitinu?“ „Hér starfar þrennt auk mln Grétar Óskarsson flugvélaverk- fræöingur, Skúli Jón Sigurðsson, flugumsjónarmaður með meiru, og svo frú Svava Þórðardóttir." • „Er það vinsælt starf að vera prófdómari flug- manna?“ „Það bar margt spaugilegt við, þegar ég var sjálfur að prófa. Ég reyndi að hafa aga á hlutunum, og menn höfðu því kannskj einhvem beyg af próf- dómaranum. Ég heyrði stundum talað utan að. þegar menn voru að krunka saman: Skyldi maður eiga að fara 1 próf f dag? Ætli kallinn sé f góðu skapi? Ég lærði í Þýzkalandi og reyndi að tileinka mér það sem ég lærði þar. Stundum 'elldi ég menn, og sumir þeirra náðu prófi í annarri tilraun, og með- Þarna er Sigurður með stýri og miðhluta úr skrúfu af Junk* ers F13 flugvél, en sú vél hét „Veiðibjallan“, og henni flaug Sigurður við síldarleit á árunum upp úr 1930. a! þeirra eru nú margir ágætis- flugmenn. Til dæmis man ég eftir einum prýðismanni, sem nú er flugstjóri á heljarstórri DC8-fIugvél. Það sem ég vil brýna fyrir mönnum, sem stunda flug, er að viðhafa sjálfsgagnrýni, að segja aldrei: Þetta er nógu gott — því að enginn hlutur er nógu góður.“ • „Er flug hættulegt?“ „Þessu verður ekki svarað með jái eða neii,“ segir Sigurð- ur. „Öll tækni — ekki sízt í um ferð — og hinn síaukni hraöi hefur sjálfsagt einhverja hættu í för með sér. En flug er þó ekki í áhættumeiri flokki en til dæmis bifreiðaakstur. Ég skal segja þér, að þegar maður flýgur yfir Atlantshafið, getur maöur lfftryggt sig fyrir um fimm mil'jónir, og sú trygg- ing kostar um 250 krónur. Þessa tryggingu hef ég iðulega keypt og síðan sýnt konunni minni tryggingaskjalið og sagt: Þama misstirðu af fimm milljónum." • „Fregnir af flugslysum, eins og undanfarið, vekja óhug hjá fólki. Hver er helzta ástæða flugslysa?“ „Óhöpp geta al’.taf orðið. Menn þurfa að sýna gætni. Hér eru helztu óhöppin leiðinda- óhöpp við flugvellina, og svo hafa heiðarnar reynzt hættu- legar. Það hafa orðið flugslys á Hellisheiði, Snæfelisnesi, á Holta vörðuheiði, við Látrabjarg, á Öxnadalsheiði, á Vaðlaheiöi — en varla á öðrum stööum, nema þá í námunda viö flugvöll. Þótt við heitum Loftferðaeftir lit getum við ekkj haft vit fyrir mönnum, eftir að þeir eru komn ir í loftið. Það er sffellt brýnt fyrir mönnum að vera varkárir, en það eins og gleymist stund- um. Aðalkostur góðs flugmans er sá, að kunna að taka ákvörð- un um, hvenær snúið skuli við. Þar geta sekúndur skipt máli, því að á litlum vélum er ekki flogið blindflug nema í ýtrustu neyð. Þessi „skriðbissniss“, sem við köllum svo, þegar menn fljúga lágt yfir heiðunum, er hættulegur. Annars er hér ekki mikið um flugslys, miðað við, hversu óskaplega mikið er flog- iö. Ástandiö er ©kki til aö hafa áhyggjur af.“ • „Er haft nægilegt eftirlit með glannalegu flugi, og kemur það fyrir, að menn missi skírteini sín?“ „Skírteinin hafa veriö tekin af þó nokkuö mörgum fyrir gá- leysislegt flug. Ekkj eru sendar kærur til yfirvalda vegna þess, heldur afhenda menn skírteinin í góðu. Glannalegt flug held ég haft minnkað með árunum. Ég man til dæmis eftir því, að einu sinni kom hingað maður á bfl og var saltvondur, þvf að flugvé! hafði verið flogiö svo lágt yfir hann. þar sem hann var staddur á Hellisheiði. Lfka var klagaö til okkar einu sinni, þegar flugvél, sem var að koma að norðan í farþegaflugi að sum- arlagi f miðnætursól hafði flogið suður Kjöl og flogið lágt yfir Biskupstungunum og vakið þar upp fólk á hverjum bæ“. • „Hvaða flug er hættuleg- ast?“ „Áburðardreifingarflug hefur í för meö sér hættu, en á því sviði hafa verið gerðar allar hugsanlegar ráðstafanir til að draga úr hættunni." • „Er það satt að íslenzkir flugliðar njóti mikils álits erlendis?“ „Já það er óhætt að segja. Sífellt er ég að hitta menn, sem lýsa yfir hrifningu sinni á hæfni þeirra. Og án þess að ég eigi þar af nokkurn heiður. þótt ég sé í þessu baksi. finnst mér gaman að vita til þess, aö menn skuli telja íslenzk flugmál i góðu !agi.“ — ÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.