Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 2
Hún hljópst á burt frá tízkukapphlaupinu Fyrirsætan gafst upp — Vildi fá oð borba sig sadda og lifa eðlilegu lifi Ljósmyndafyrirsætur og tízku- sýningarstúlkur hafa ekki a’ltaf Stúlkan á myndinni er of stuttklædd til að fá að skoða Péturs- kirkjuna eins og nunnan á myndinni er að benda henni á. höndlað hamingjuna. Danska stúlkan Anni Bay Jen- sen, sem er tuttugu ára, hætti í tæka tíð. Hún var í London og kynntist hinni hörðu samkeppni vel. En strangir megrunarkúrar, miskunnarlaus samkeppni og ó- manneskjuleg meðferð vakti ógeð hennar. Var þetta í rauninni það sem svo margar stúlfcur dreymir um? Þegr hún var nýorðin sextán ára héit Anni Bay Jensen burt frá fæðingarbæ sínum, Esbjeng, til London, þar sem hún vann fyr ir sér í fyrstunni sem „au-pair“ stúlka. Kunningi hennar tók fá- einar myndir af henni, og hún fékk áhuga á hinu spennandi fyr- irsætustarfi. Hún fékk sér vinnu sem frammi stöðustúlka f spilavíti og vann fyrir sér í diskóteki ti! að eign- as,t næga peninga til að geta gefið út kynningarpésa með mynd af sér. Hún eyddi tugum þúsunda í föt, hárkollur og snyrtivörur. Þetta bar árangur Hún fékk loks ins vinnu hjá stórum módelsam- tökum. Þá hélt hún að erfiðleik- arnir væru aö baki. , „En þetta var hræðilegt," segir hún. „Ég sem elska mat varð að vera í sífelldum megrunarkúr til aö vera jafnóeð’.ilega þvengmjó og hinar. Ljósmyndararnir komu eins hranalega fram við okkur og þeim sýndist. Það voru engin tak- mörk fyrir því. hvað maður varð að sætta sig við. Ég hafði litla bólu eða vörtu á nefinu, og þaö rann skyndilega upp fyrir mér dag einn, að þessi bóla var orðin að risakomplex. Mér leið eins og skrímsli. Ég varð alltaf að snúa höfðinu á vissan hátt við myndatökur ti! að ljósið félli á réttan hátt á nefiö á mér, en Ijósmyndararnir voru samt ófeimnir við að hæðast að bólunni í minni áheyrn. Samkeppnin var takmarkalaus. Oft voru tíu stúlkur sendar þang- að sem þörf var á einni. Þá lærði maður að trana sér fram á allan hátt. Það er hræðilegt hvemig manneskjurnar geta umgengizt hver aðra. Opni ljósmyndafyrirsæta munn inn, stendur annað fó!k eins og steini lostiö. Það liggur 1 loftinu, að fólki finnist, að sýningarstúlk- ur eigi að halda sér saman og hugsa um það eitt að líta vel út. í veizlur er módelum boðið eins og skrautgripum eða dúkkum, og framkoma við stúlkurnar er í þeim dúr. Gestirnir líta á sýningar stú'.kurnar eins og fallegar dúkk- ur og hegða sér samkvæmt því, nema því aðeins aö þeir vilji fá þær til að koma heim með sér eftir á.“ Anni Bay Jensen er þeirrar trú- ar. að fjöldinn allur af þeim stúlk um, sem leita að fé og frama í Englandi, snúi heim aftur eftir að hafa orðiö fyrir vonbrigðum, ef þær þá voga sér að koma heim, því að þaer vilja ógjarnan viöur- kenna ósigurinn frammi fyrir vin- um og vandamönnum, sem hafa heyrt fjölskylduna gorta af „sýn- ingardömunni frægu í útlöndum". „Sjá'.f var ég svo langt komin," segir Anni Bay, „að atvinnuveit- endur, sem máli skipta, varu byrj- aðir að kannast við mig. Ég veit ékkf'hvernig mér hefði gengið, ef ég heföi haldið áfram. En ég tók allt í einu þá ákvörðun að hætta þessu tilstandi, því aö ég þoli ekki iengur þetta kapphlaup. Að standa og brosa. þegar mann lang ar mest til að gnísta tönnum — það átti ekki við mig.“ Anni hélt heim til Kaupmanna- hafnar, k!ippti hár sitt og fékk sér vinnu í bakaríi og fitnaði um fimm kíló á einum mánuöi. Þessa stundina vinnur hún hjá ferða- skrifstofu, en hún hefur í huga að fara f skóla til að fá kennara- réttindi í haust. „Ég hlakka til að taka aftur þátt 'í því, hvernig gamaldags hversdagslíf gengur fyrir sig, þar sem fólk hugsar um, hvað ég er, en ekki fýrst og fremst um hvern- ig ég Ht út.“ Anni Bay sem ljósmyndafyrir- sæta í London. Bak við brosið er hún ekki jafnánægð og myndin á að sýna. STUTTBUXUR EKKI GUÐI ÞÓKNANLEGAR Vatikanib berst ákaft gegn þeim Stuttbuxur Vatíkaniö hefur hert mjög á vörnum sínum gegn stuttbuxum og stuttpilsum. ■ Páfinn, sem er staddur á sutnar aðsetri sínu, Gandó’.fskastala, hef ur látiö frá sér fara ávarp, ar sem hann ræðst mjög harkalega á stuttbuxurnar og fleira, sem sá ágæti guðsmaður flokkar undir „eggjandi klæðnað" ferðamanna, sem koma til að heimsækja Péturs kirkjuna og Vatíkanið. Varöliöinu við Péturskirkjuna og Vatíkanið hefur bætzt liðsauki, því að fyrir nokkrum dögum slóg ust í hópinn tvær nunnur sem eiga að fylgjast með því, að kjól- ar kvennanna, sem leita inngöngu á hina he'.gu staði, séu nógu síðir. Ferðamenn og konur á þessum slóðum taka þessari afstööu páf- ans heldur kuldalega, og eiga erf- itt með að sjá, hvernig kjólar og stuttbuxur geta talizt hneykslan- legar flíkur og móðgandi við helgidóminn. Anni Bay eins og hún er í dag —• nú er brosið óþvingað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.