Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Föstudagur 6. ágúst 197k 3 VISIR Otgefandt: Keykjaprenr ot. Framkvæmdastlóri Sveinn R Byjólísson Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson F»>át*«st|ðri: Jón Birgir Pétursson Wt*?íörnarfu!ltrói • Vaidimai H. Jöhannesson AugSýsingastjóri: SkUli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóni: Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði Innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vlsis — Edda hl Lélegri en landpóstarnir Rekstur Pósts og síma, eins stærsta ríkisfyrirtækis á íslandi, er orðinn ákaflega umsvifamikill. Utanað- komandi menn hafa enga möguleika á að gera sér grein fyrir, hversu hagkvæmur þessi rekstur sé, hvort þjónustan sé í eðlilegu samræmi við gjaldskrána. Væri þó verulegur fengur að hlutlausri athugun á þessu. Ekki felst í þessari skoðun nein gagnrýni á Póst og síma, enda ætti flestum að vera ljóst, að athugun af þessu tagi er eina raunhæfa eftirlitiö með samkeppn- islausum fyrirtækjum. Hins vegar getur hver fyrir sig metið þjónustuna sjálfa án tillits til þess, sem menn greiða fyrir hana. Svo virðist, sem gæði þjónustunnar séu ákaflega margbreytileg. Á sumum sviðum er hún mjög góð og á öðrum fyrir neðan allar hellur. í heild virðast miklar framfarir hafa orðið í síma- þjónustunni. Fylgzt hefur verið með nýjungum á því sviði. Þráðlaus sími hefur verið tekinn upp með á- gætum árangri. Og sjálfvirka kerfið hefur á síðustu ár- um breiðzt ótrúlega skjótt út um landið. Flestir kaup- staðir og kauptún landsins eru nú komin , sjálf- virka kerfið. Sjónvarpsdreifikerfi landsins er einnig að ærulegu leyti verk Pósts og síma. En svo virðist sem póstþjónustan hafi orðið horn- reka í þessari þróun. Víðast hvar úti um land er hún ekki í neinu samræmi við þá möguleika, sem sam- göngur nútímans gefa. íbúum Reykjavíkursvæðisins er vel kunnugt um þá erfiðleika sem eru á því að koma bréfum milli sveitarfélaga á svæðinu. Hótanabréf frá opinberum stofnunum berast gjarna eftir að lið- inn er sá frestur, sem gefinn er í hótanabréfunum. Hafa menn af þessu hin margvíslegustu óþægindi. Vísir gerði í júlí athugun á því, hvað dagiegur póst- ur væri lengi að berast frá pósthúsi í Reykjavík og til pósthúss noi ður í landi, í Laugaskólahverfi í Þing- eyjarsýslu. Á þessum tíma gerc. „omgöngur kleift að flytja póstinn á fjórum tímum milli Reykjavíkur og Lauga. Flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar eru þrisvar á dag. Og sérleyfishafi hefur daglegar ferðir í sambandi við flugið frá Akureyri og Akureyrarflug- velli til Lauga og Mývatns. Póstur, sem fer kl. 9 að morgni með flugvél frá Reykjavík, á að geta verið kominn í Laugar klukkan hálfeitt og í Reykjahlíð við Mývatn klukkan hálftvö. Staðreyndin er hins vegar sú, að bréfapóstur er að meðaltali sex daga að komast þessa fjögurra klukkustunda leið og blaðapóstur er að meðaltali átta daga að komast hana. Blaðapósturinn getur ver- ið allt að hálfum mánuði á leiðinni. Það mundi ekki kosta krónu og aðeins lítið vit að stytta þennan tíma úr viku niður í fjóra tíma og mundi einnig spara mikið húspláss á pósthúsum. Þetta dæmi segir Ijóta sögu af kæruleysi Pósts og síma og er því miður ekki einsdæmL „jafnvægisins // "17'ið lifum á öld nýfrjálsra ríkja. Það er ekki laust við að stundum hafi heyrzt gömul máltækí eins og „Með lögum skal land byggja“. Einstaka sinn um hafa líka kveöið við fögur hljóð um frelsi og réttlæti. — Undir hjálmi Sameinuðu þjóð- anna átti að risa nýr réttlætis og lýðræðisheimur. Hv'ilík dá- semdar þróun, þegar margir tug ir nýlenduþjóða risu upp í ár- dagssój frelsisins. Svörtu álfum ar bru|u af sér ófrelsishlekkina, kúgunlfekyldi afnumin, réttlætið ríkja. Samt er ástandið nú á marg- an hátt verra en áður. Meira en hálfum heiminum er sjórnað af hershöfðingjum. Þeirra völd eru stundum talin hið iéttbærara böl. Oft koma þeir sem bjarg- vættir þjóða sinna undan böli gervilýðræðis. Þeir bjarga frá stjómieysi og vandræðum. Þegar hershöfðingjarnir taka völdin er oft litið á þá sem frjálslynda, hugsandi menn. — Nærr; öllum Arabaheiminum er nú stjórnað af hershöfðingjum, sem lyfzt hafa upp í þjóðernis- legum stríðsæsingi gegn ísraels- ríki, Oft líður ekki á löngu áöur en þeir verða að herða tökin. Síðasta dæmið eru atburðirnir í ún’iska samsærismenn af kappi. Austur í Indónesíu hefur um langt skeið ríkt hershöfðingja- stjórn sem var lyft til valda af sterkr; þjóðernislegri gagn- byltingu móti valdasamsæri kommúnista. Þeirri s-tjórn er hrósað, hún á að hafa lyft þessu fjölmenna eyríki upp úr stjórn- leysi og vandræðum. Suður í Nígeríu ríkir enn Gowon hers höfðingi, eftir að hafa miskunn arlaust brotið niður „sundrung- arstarf” Biafra-manna. — Hans stjóm kvað lika vera rösk fram farastjórn. Um Suður-Ameríku þarf varla að tala, þar eru nærri alls staðar hershöföingjar, yið völd. Og nú herma flestar fregn- ir austan frá Kína að það séu í rauninni hershöfðingjar, sem öllu ráði þar. Þeir hafi loksins tekið í taumana eftir að ’stjórn- ieysi og öngþveiti menningar- byltingarinnar svokölluðu höfðu sett allt i kaldakol. Það sýriast Líka vera „góöir“ hershöfðingj- ar, og er talið að þeir ráði nú stefnunni að betra samkomulagi við Bandaríkin. tTershöfðingjaveldið er auðvit- að afleiðing pólitískrar upp- gjafar meðal fátækra þjóða, þar sem við óviðráðan'egan vanda efnahagslegrar uppbyggingar er að ghma, þar sem forn og úr- elt samfélagsskipun veldur ó- viðunandi ranglæti, þar sem menntunarskortur milljónamúgs ins stendur f vegi sem óyfirstíg- anlegur þröskuldur En það er líka afleiöing hemaöarlegs og ofbeldislegs hugsunarháttar. — Hvar sem árekstrar veröa er svo skammt að grípa til ofbeld- is. Og út frá þeim hugsunar- hætti hefur spunnizt ótrúleg her væðing. Bláfátækar þjóðir, sem þyrftu að verja allri orku sinni til að byggja upp og bæta mann- Wfið, hafa sóað þjóðartekjum sínum í kaup á rándýrum skrið drekum og fallbyssum. S-törveld in hafa sfcundum þótzt vera að hjálpa þeim með molum af borði til efnahagslegrar upp- byggingar, en við hliðina hafa gengið sífelldir skipaflutningar á vélbyssum og skotfærum. — Allur þessi nýfrjáls; heimur er grár fyrir járnum, alls staðar skröltir í skriðbeltum og glamr- ar í patrónubeltum. Þegar öllu er á botninn hvolft, fær enginn skilið, hvað þessar þjóðir hafa að gera viö allan þennan herbún að. Hvaða heimshagsmunir geta verið þar í spili? Vopnasending- amar verka ekki til annars en að hlaða undir hershöfðingja. En sumir halda vist, að það sé bezt, þeir eiga að vera svo á- byrgir menn, þeir bægja frá stjómleysi og tryggja jafnvægi í''þessum undaríega hershöfö- ingjaheimi er það t.d. mjög áberandi, hvað Bandaríkin treysta í mikilli blindni á hers- höfðingja í ýmsum löndum. Það er yfirleitt einkenni bandarískr- ar utanríkisþjónustu, að hún hef ur furðulitla löngun eða getu til að setja sig inn í eða skilja innanrikisástand í fjarlægum löndum. Það er hin fræga kokk- teil-stefna sem ræður innan hennar. Hvenær sem einhverjar stjómmálahreyfingar gera vart við sig meðal fjarlægra þjóöa, á hernaðarlega mikilvægum svæð- um heims, en svo eru næstum öll svæði heims, þá verða banda rískir áhrifamenn órólegir. — , Þeir botna ekkert í slíku. HeJzt engin félagsleg þróun má verða á neinu svæði, allt þarf að vera status quo, alltaf ógnar stjóm leysið og kommúnisminn Þá er ekki annað ráð en að styðja hershöfðingja til valda. — Þeir tryggja kyrrð og Jádeyðu og jafn vægi. Tjetta var í ráuninni það sem ” gerðist í Grikklandi á sin- um • tíma. Hershöfðingjaklfkan, sem þar tók völdin var veik eins og logandi skar. En Banda- ríkjamenn tóku þá stefnu að styðja hana, af því að þeir ótt- uðust að stjómleysi mundi leiða af því ef hershöfðingjamir hyrfu frá. AJveg með sama hætti hafa Bandaríkjamenn stutt hershöfð- ingja í Suður-Ameríku og Kongó. Það hefur verið þeirra Jaja Kan forseti Pakistans stendur fyrir einhverjum ægi- legustu fjöldamorðum sögunn ar. leiö til að koma á friði og ja-fn- vægi. Sömu sögu er að segja frá Nígeríu, að bæði Bretar og Bandaríkin studdu Gowon hers- höfðingja meðan hann var að murka lífið úr Biafra-mönnum, af því að Gowon myndi geta tryggt frið og öryggi í landinu í framt’iðinni. Og þeir hafa vissu lega haft mikið til síns máls. Nú ríkir friður í Nígeríu, þó blessuð Biafra-börnin haldi á- fram að deyja úr hungri. Og enn em sömu atburðir að gerast í Pakistan í ennþá stór- kostlegri og skelfilegri mæli- lcvarða. Það getur að vVsu ver- ið, að stuðningur við hershöfð- ingja sé að vissu marki affara- sæÚ, úr því að það er nú einn sinni Mið að moka milljónatonn um af fallbyssum og skriðdreka stáli út um ailan þennan fá- tæka heim. Með þau tonn að bakj sér er svo komið, að það verður oft ekki gengið framhjá hershöfðingjunum. Að vissu marki má því segja farvei við gamlar hugmyndir þingræðis í þessum löndum, þær eiga eldd lengur við. 'C’n hvað langt á stuðningurinn ^ við hershöfðingjana að ganga? Síðustu atburðir í Pak- istan hljóta að vekja til umhugs unar um það. Forieikur þeirra var sá, að pólitísk eining hafði tekizt í austurhluta landsins sem vesturhlutinn kúgaði. Þetta var að vísu óróleg uppreisnar- hreyfing. En V almennum kosn- ingum saínaði hún að sér svo aö segja öllum atkvæðum. Það var alger þjóðareining. En þeir sem völdin böfðu, voru hershöfðingjar í vestur- hluta landsins, forsetinn Jaja Kan hershöföingi, fulltrúi hinn- ar nýju forréttindastéttar hers- höfðingja S öllum heiminum — Fulltrúi jafnvægisins og ábyrgð arinnar. Þaö væru auðvitað mikil vandræði að „stjómleysis“ fiokk ur skyldi ná svo mikilli póli- tískri samstöðu. Svo Jaja Kan flaug til Austur-Pakistan til við ræðna við sigurvegarana. Hann virtist vera frjálslyndur hers- höfðingi, sem ætlaði að beygja sig fyrir vilja fólksins. En það kom í ijós, að hann var bara að draga tímann á langinn, meðan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.