Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 5
5
/ »”r53 rn . i«rrt>}uaagtir tw. agwsr Ivpu
Það ríkti mtkill fögnuður í herbúðuin Breiðabliks að leik loknum. Sætur sigur
á myndinni er Guðmundur Þórðarson. Ljósm. BB.
gegn efsta liðinu í 1. deild — er í höfn. Fremst
Allt á suðumarki á Mela
velli er Breiða
vann
— og sigur liðsins gegn Fram 2-1 var sann-
gjarn og hefði getað verið steerri
Það kemur fátt á óvart einhver fílviíjún', þá vár
í íslenzkri knattspyrnu
og allra sízt, að neðsta
liðið sigri það efsta eins
og átti sér stað á Mela-
vellinum í gærkvöldi,
þegar Breiðablik sigraði
Fram 2—1 og haldi
menn að það hafi verið
Þorbergur Atlason, landsliðsmark
/örður í knattspymu, lék í gær-
cvöldi sinn 100. leik fyrir meistara
lokk Fram. Og í tilefni þessa at-
íurðar var honum afhentur blóm
röndur mikill. Það hefur verið hálf
;erö hjátrú manna, að ,,blómaleik
irihn“ verði sialdan neinn stjörnu-
eikur. Hvað 1 um það, Þorbergur
rarði oft 'vel, og varla veröur hann
•akaður um mörkin, enda þótt síð
ira mark Breiðabliks væri e. t. v.
ikorað af nokkuð löngu færi. Hér
fr Þorbergur með blómin, — en
irosið var horfið af andliti hans
00 mínútum síðar í þessum 100.
eik hans.
það öðru nær. Sigur
Breiðabliks var mjög
verðskuldaður og liðið
var nær því að skora
fleiri mörk en Fram að
iafna.
Það var mikill darraðardans í
leiknum og spenningur hefur áreið
anlega ekki verið meiri í öðrum
leik í 1. deild í sumar. Það æt’.aöi
allt um koll að keyra á áhorfenda
svæðunum — áköf hróp Kópavogs
manna. sem hvöttu lið sitt mjög
og fögnuðu svo sigri í lokin með'
miklum tilþrifum, sem vissulega
hitaði mörgum um hjartarætur. —
Slíkt er því miður alltof sjaldgæft
hér að áhorfendur gefj sig hrifn-
ingunni á vald á svo fjörlegan
bátt.
Þessi úrslit hafa vissulega mikil
áhrif í deildinni. Fram, sem lengst
um hefur haft forustu, stendur nú
allt í einu orðið verr að vigi, en
Keflav’ik, Vestmannaeyjar og Val
ur — hefur tapað einu stigi meira
en þessi lið en Breiðablik er nú
aðeins einu stigi á eftir Akureyri
og tveimur stigum á undan KR og
er ekki ,,sá fallkandidat. sem marg
ir vilja vera láta“, eins og við
sögðum hér í Vísi eftir fyrsta leik
liðsins í deildinni — einmitt. þeg-
ar liðið tapaði í fyrri umferðinni
gegn Fram.
Leikurinn í gærkvöldi bauð ekki
upp á mikla knattspyrnu. en hann
var því meira spennandi fyrir á-
horfendur og úrslit voru óráðin
fram á síðustu m’inútu — nokkuð,
sem var þó óþarfi fyrir Breiðabliks
menn. Þeir gátu gert út um leik-
inn miklu fyrr og þurftu því ekki
að halda stuöningsmönnum sínum
í spennitreyju fram í leikslok.
Fram byrjaði að venju með mik
illi sókn og á fyrstu fimm mín.
munaðj sáralitlu að liðið skoraði
þrívegis — en mark Breiðabliks
slapp og það réð sennilega öllu
um úrslit leiksins. Breiðablik náði
smám saman betri tökum á leikn
um og leijunenn liðsins., börðus*.
af miklum krafti og voru oftast
fljótari á kjiöttinn en mótheyarn-
tr. ■■
Og svo kom fyrsta markið á 22.
mín. Fram hafði sótt nokkuð st’ift
og vörnin var galonin, þegar Jó
hannesi Atlasyni urðu á mistök —
missti- knöttinn framh.iá sér. Hinn
eldflióti Þór Hreiðarsson. bezti mað
ur Breiðabliks í leiknum, fékk
knöttinn um miðiu og brunaði upp.
Marteinn var til vamar ásamt
Baldri; en þeir þurftu að gæta
sinrta manna. Þór nýtti tækifær-
ið vel lék hratt upp að vítateig
— og komst framhjá Marteini,
þegar hann loks snerist gegn hon-
um, og renndi svo knettinum fram
hjá Þorbergi markverði. Vel að
vpri'ð,. og miki.ll fögnuður áhorf-
ehda.
Nú breyttist .Jeikurinn Breiðablik
í ha'g — ótrúleg taugaspenna
gerði vart við sig hjá leikmönnum
Fram, og þeir gerðu fátt af viti
og heppnaðist ekkert lengj vel. Ti!
dæmis tókst Erlendi ekki að skora
þegar hann fékk nöttinn frír inn
an markteigs, þegar 30 mín. voru
af leik og rétt á eftir misstu
Breiðabliksmenn af tækifæri að
auka forustu sína. Guömundur
Þórðarson komst í gegn og átti
aðeins við Þorberg að etja, en
þegar hann lék á hann fór knöttur
inn einum of langt frá honum og
Jóhannesi tókst að spyrna frá,
markið blasti við Guð
*» * ■
mundi. En ekki leið á löngu, að
Breiðablik skoraði aftur.
Á 36 m’in. fékk Haraldur Er-
lendsson knöttinn nokkru fyrir ut
an vítateig, lék á einn varnarmann
og spyrnti snöggt og óvænt á
markið af 20 m færi. Þorbergui
var of seinn að átta sig og knött-
urinn hafnaði f markhorninu og
tvívegis eftir þetta áttu Breiðabliks
menn góðar tilraunir að skora —
einkum munaði litlu. þegar hörku
skot Haralds lenti rétt framhjá
stöng.
Sjaldan hefur verið meiri spenna
á Melavellinum en í síðarj hálf-
leik. Fram reyndi mjög til að
skora og gætti þá ekki varnarinn
ar alltaf sem skyldi og á 7. mín.
stóð Guðmundur Þórðarson fyrir
opnu marki, en spyrnti laust ti!
Þorbergs en engu munaði þó að
landsliðsmarkvörðurinn missti
knöttinn framhjá sér. Þorbergur var
mjög óöruggur í leiknum og skap
aði mikla taugaspennu í vörn Fram.
En áfram hélt leikurinn og á 17.
mVn. missti Þór af m.iög góðu tæki
færj tíl að auka við fotustu Breiða
bli'ks.
Lokamínúiturnar lögðu Breiðabliks
menn skiljanlega aðaláherzluna á að
halda forskotinu qg Fram sótti
því mjög. Liðið fékk vfst einar 10
hornspyrnur og eftir eina þeirra
tókst Ágúst Guðmundssyni að
pota knettinum í mark 2—1 og sjö
minútur eftir Nú var allt á suðu-
punkti, en Fram tókst ekki aftur
að finna leiðina í rrrarkið og verð
skuldaður sigúr Breiðabliks í Höfn.
Þetta var bezti leikur Kópavogs-
liðsins i sumar —: baráttukraftur
og hraði einkenndi allan leik þeirra
og þeir Þór og Haraldur voru á-
berandi beztu menh á vellinum.
En. margir aðrir yoru góðir í
Breiðablikslið'iqu, þíutur Ólafs mark
varðar góður og varnarinnar f
heild, þar sem fyrirliðinn Guðmund
ur Jónsson er ávallt hinn trausti
leikmaður. Taugar Fram-leikmann
anna flestra brugðust í leiknum en
þó voru nokkrir eins og Baldur
Scheving, bezti maður liðsins og
baráttumaður f sérflokki, og Jón
Pétursson. sem hafa ekki í annan
tíma leikið betur i sumar. Þó
stóðu Marteinn og Sigurbergur oft
ast fyrir sínu, en varnarleikur liös
ins einkenndist þó öðru fremur af
því hve Þorbergur átti s'.æman dag,
Dómarj í leiknum var Valur Bene-
diktsson —hsim
Þór Hreiðarsson heftir leikið framhjá Marteini og rennir knettinum framhjá Þorbergi. Jóhannes
kemur of seiht til varnar og fyrra mark Breiðabliks er staðreynd.