Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Þriðjudagur 10. ágúst 1971.
13
Kvenréttmdi
í ýmsum
löndum Asíu
Tjað eru víst fá mál, sem Sam
einuðu þjóðirnar hafa ekki
unnið að — og eitthvað munum
við 'haft af þeim að segja. Ráð-
stefnur og mót eru haldin vWSs
vegar um hin ýmsu mál, og ný-
lega var haldin ráðstefna í
Manila á Filippseyjum á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem tók
til meðferðar kvenréttindi í
Asíu. Það kom í ljós að mun-
urinn á opinberum tölum og
raunverulegum staðreyndum er
mjög mikill. Grein um þetta
birtist í Politiken fyrir skömmu
og er lauslega þýdd.
„Giftar konur í Hong Kong
geta ekki notað kosningarétt
sinn t. d Aðeins skattgreið-
endur hafa kosningarétt o.g þar
sem tekjur giftrar konu eru
skattlagðar ásamt tékjum eigin
mannsins eru þessar konur i
mun sviptar kosningarétti sín-
um. Samkvæmt brezkum lög-
um hafa konur einnig eignarétt
en, ef kona S Hong Kong veit
ekki um þennan lagabókstaf eða
giftist Kinverja verður eigna-
hluti hennar hluti eigna manns-
ins. Og ofan á allt saman bæt-
ist, að karlmönnum leyfist að
halda hjákonur. Lögfest hefur
verið að sömu laun skuli vera
fyrir sömu vinnu, en það er
ekki hægt að fastráða giftar
konur í starf.
TVTalasia, Indónesía og Filipps-
eyjarnar eru öll gömul
menningarsvæði sem ýmis ný-
lenduveldj hafa haft áhrif á
stjórnmálalega séð og trúarlega.
Þó er velþekkt fyrirbrigði. að
hjónabönd séu ákveðin meðan
fólk er enn á barnsaldri, en
helmingur þessara hjónabanda
endar með skilnaði, og konan
situr eftir með sárt ennið. Skiln
aður verður þó sjaldan á Filipps
eyjum þar sem 85% íbúanna
eru kaþólskir. Hægt er aö fá
skilnað að borði og sæng sam-
kvæmt lögum en hvorugt hjón-
anna getur aftur gengið í lög-
legt hjónaband.
Indónesíska konan ber eins
mikia ábyrgð á vellíðan fjöl-
skyldunnar og karlmaðurinn og
á síðasta orðið í öliu er við-
kemur dætrunum. í öllum þess
Höfundur greinarinnar Josefina Svejstrup talar af reynslu um Filippseyjar en hún er fædd
þar og uppalin en gift núna í Danmörku þar sem hún vinnur við Austur-Asíudeild Kaup-
mannahafnarháskóla.
Pakistan er fjölkvæni ekki enn
bannað og skilnaður þekkist
ekki, en í vissum tilfellum er
hægt að fá hjónaband ógilt.
Fjölvæni var bannað í Ind-
um þrem löndum hafa konur'^landhárið 1955 ogameð stjómar,
sama rétt til æðri menntunar skránrfi' árið 1959'gengu lögin
og karlmenn, eina" hindrölíin éf* uht, söfm.i jömu vinnú-"
og
fjárhagsástæður, og réttur
þeirra til fagstarfa er þeim
tryggðum samkvæmt lögum.
Konur í Neapel giftast yngst-
ar eða 14 ára gamlar — en
fjölkvæni er ekki viðurkennt í
í gildi. Það.'er Itffnig jafn að-
gangur að æðri menntun —
þó takmarkaður af fjárráðum
og hinum almenna skorti á
. menntastofnunum.
1 Laos leyfa lögin ekki
barnahjónabönd eða þvinguð
hjónabönd og hjón hafa jafnan
rétt á skilnaði. Jafnvel erfða-
löggjöfin gerir ekk; mun á kynj
um.
TJáðstefha Sameinuðu þjóð-
•anna bertti á Kambódíu sém
það Iand á þessu svæði þar
sem minnstur munur er gerður
á kynjum f lagabókstafnum.
Bæði kyn hafa aðgang að æðri
menntun. konur geta tekið þátt
í öllum kosningum og hafa
jáfnan rétt tij að vera í fram-
boði og karlmenn. Félagsleg lög
gjöf útilokar ekki eingöngu allt
misrétti kvenna heldur tryggir
öllum borgurum Kambódi'u at-
vnnurétt.
Þar er litið á hjónabandið
ekki sem trúarlegan samning
heldur sem þjóðfélagslegt fyrir-
brigði. Skilnaður er viðurkennd-
ur sem skynsamlegasta lausnin
á misheppnuðu hjónabandi og
erfðalögin eru einföld í sniðum.
Eftirlifandi maki erfir allt, eftir
dauða hans eða hennar skipta
sameiginlegt börn arfi sín á
milli
Þessi ráðstefna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna fjallaði ekki
um takmörkun barneigna þrátt
7
táknmerki um endanlegt frelsi
konunnar hafi náð til Asíu með
sömu deilunum með og móti.
í Indlandi er fæðingatakmörk
un hægt og hægt að vinna sig-
ur, en í Pakistan er enn unnið
gegn henni. Forvígismenn fjöl-
skylduáætlanna í Dacca voru
eltir uppi og stofnanir þeirra
brenndar á síðasta áratug. En
það furðulegasta þykir Japan.
Þar eru fóstureyðingar leyfðar
en fæðingatakmai;kanir, sérstak
lega notkun pillunnar ólöglegar.
Hún er aðeins leyfð giftum kon
um og við sérstakar kringum-
stæður.“ —SB
Atvinna — Iðnnám
Ungir menn geta komist í nám í rafsuðu og
logsuðu- Stálsmiðjan hf. Sími 24406.
Sjálfstæð og ábyggileg
stúlka óskast við léttan iðnað og venjuleg
skrifstofu- og afgreiðslustörf. Vinnuráðning
strax eða síðar. Tilb. óskast send á augl.
Vísis merkt: „Áhugasöm“.
Werjum
gróður
Haustsýning
Félags íslenzkra myndlistarmanna verður
opnuð í hinu nýja sýningarhúsnæði Norræna
hússins 4. september næstkomandi.
Að venju er öllum heimiit að senda myndir,
olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík, vefnað
og höggmyndir.,
Væntanlegir þátttakendur fá afhenta pappíra
með skilmálum sýningarinnar á skrifstofu
Norræna hússins eftir þ. 15. ágúst. Utan-
félagsmenn borgi 300 króna ábyrgðarþóknun.
Tekið verður á móti myndunum þ. 25. ágúst
nk. á milli kl. 2 og 7 e.h.
St|órnin.