Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 10. ágúst 1971,
VISIR
Otgefandt: KeyK1»pren» ol
Framkvœmdastióri: Sveinn R Eyjóifsso®
Ritstjórt1 Jórtas Krtstjánsson
Fréttastjóri; Jón Blrglt Pétursson
Ritstlómarfulltrúi • Valdimar H. lúhannessoo
Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson
Auglýsfngar; Bröttugötu Sb Siraar 156J0 11800
Afgreiftsla Bröttugötu 3p Siipi 1J8K5
Ritstióra: Laugavegl 178 Slmi 11660 /5 línur)
Askriftargiald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
f lausasöíu kr. 12.00 eintakiö
Prenfsmiöia Vlsis * Edda hl
Að lifa í núinu
J>að er sagt, að þeir hafi beztu geðheilsuna, sem láti v
hverjum degi nægja sína þjáningu og geri sér ekki V
miklar áhyggjur af framtíðinni. Ýmsir fornir og nýir
spekingar hafa mælt með því, að menn lifi í núinu
og láti ekki dauðan gærdag og ófæddan morgundag (
angra sig, eins og skáldið Khayám orðaði það.
Vísir ætlar vitanlega ekki að fara að blanda sér
inn í lífsspekilegar deilur. Hann vill aðeins minna á,
að það, sem kann að gilda fyrir einstaklinga, þarf
ekki að gilda fyrir þjóðfélög. Og það er afveg fráleitt,
að nútímaþjóðfélag geti lifað í núinu til langs tíma.
Því er minnt á þetta hér, að tvö andstæð viðhorf
í þjóðarfjármálum eru á oddinum hér á landi eins og )
víðar. Annars vegar eru þeir, sem vilja nota eyrinn, )
meðan hann er til, og hins vegar eru þeir, sem vilja \
ávaxta eyrinn fyrir framtíðina. I
Fyrrnefnda stefnan er oftast tengd vinstri flokkum. i
Þar í flokkum sjá menn, eins og í öðrum flokkum, \
að bæta þarf kjör hinna öldruðu og lægst launuðu, í
byggja sjúkrahús og skóla og jafna réttindi manna. /
Þegar þeir komast til valda, fara þeir strax að verja /
til slíkra mála fé því, sem sparsamari ríkisstjórn hef- )
ur látið eftir sig. Og þegar það fé er upp urið, þrífa \
þeir peninga úr varasjóðum og leggja byrðar á at- \
vinnulífið. Afleiðingin er oftast sú, að byrðar at- (
vinnulífsins eru of þungar og það dregur saman /
seglin með þeim árangri, að tekjur þjóðarinnar /
rýma. Samtímis er safnað drjúgum skuldum. )
Hægri menn telja hins vegar aðra leið betri. Hún /
sé sú að byggja upp atvinnulífið, efla framleiðsluna y
og auka afköst hennar, svo að peningar skapist til (
að gera alla þá góðu hluti, sem gera þarf. Þeir verða /
stundum óvinsælir af því að vilja fresta framkvæmd ))
góðra mála. En þeir halda því fram, að frestunin )l
leiði til þess, að síðar verði f járhagslega unnt að gera \
enn betur. Þeir eru eins og húsfreyjan, sem frestar y
því að kaupa þvottavél í ár, vegna þess að næsta ár
verða tekjurnar nægar til að kaupa sjálfvirka þvotta-
vél.
Á íslandi er tekin við dæmigerð vinstri stjóm, sem //
ennþá hefur ekki setið heila hundadaga, en er samt
búin að dreifa einum milljarði í sumargjafir til lands- )
manna, auðvitað á kostnað landsmanna sjálfra. Þessi )
ríkisstjórn lifir í núinu. Hún hefur fengið mikinn og \
góðan arf og kann sér ekki læti. Gleðjumst í dag, (
því að á morgun erum við dauðir, virðast vera eink- /i
unnarorð hennar. /,
En hætt er við, að gleði ríkisstjórnarinnar sé ekki /
eins ósvikin og hjá Khayám skáldi. Hætt er við að /
grunur sé að minnsta kosti farinn að læðast að fjár- )
málaráðherra um, að dagur komi eftir þennan dag. p
Hvernig lifa fiskar fyrst rannsóknir sýna ad fæcSan sé ónóg?
Nýstárlegar uppgötvan-
ir um líf smádýranna
Umsjón: Haukur Helgason
Haffræðingar hafa lengi
velt því fyrir sér, hvemig all-
ir flskarnir í sjónum fara að
því aö lifa, þegar sýnlshom,
sem tekin hafa verið af sjávar
lífi, hafa sýnt, að ekki ætti
að vera nóg fæða i sjónum
til að halda i þeim lífinu, ef
marka mætti sýnishom. Um
þetta er fjallað i fréttum frá
Sameinuðu þjóðunum og sagt
að nú virðist gátan Ieyst.
Komiö hefur fram, að hinar
smæstu lífvemr, sem fiskar
Kafarar aö störfum.
nærast á, halda sig i sam-
félögum — „borgum, bæjum
og þorpum“, mynduðum úr
svifi, sem rekur um annars
eyðilegt haf. Sumt af niður-
stöðum visindarannsókna á
þessu sviði varpar nýju ljósi
á lifið i hafinu.
Þau lifa, sem „eru svo
heppin að fæðast í mat-
artorfunni“
Á haffræöingaráðstefnu í Tók-
Vó f fyrra voru haffræðingar,
flestir hverjir á þvi. aö svifin
lifðu saman t „pjötlum" eöa
torfum. Sumar „pjötlurnar"
væru aðeins á stærö við meöal
herbergi. en aörar allt upp í
100 kílómetra lengd. Af þessu
megi sjá hvers vegna venju-
legar aðferðir viö töku sýnis-
horna af sjávarlífi hafi ekki
gefið sanna mynd af því.^Ef
net rannsóknarmanna missi af
„pjötlunni" eöa torfunni, þá
fáj hann gjörsamlega villandi
upplýsingar um fjölda sjávarlíf-
veranna að meöaltali.
Karl Banse prófessor við
Washingtonháskólann í Seattle
segir, að þessi niöurstaða hafi
fengizt við nýiegar tilraunir \
fiskrækt. Rannsóknir gáfu til
kynna að sardinur þyrftu tíu
slnnum meira fæði í kerjum
rannsóknarstofunnar en nam
því magni, sem rannsóknir
höfðu gefið til kynna, aö til
væri I hafinu af þeim smá-
rækjulirfum, sem sardínur nær-
ast á. Með þessu kann að vera
fundin skýringin á því, að lítil!
hlutj sardVnueggja nær því að
vaxa til þroska. Banse gat sér
þess til, að einungis þau seiði
sem séu „svo heppin að fæð-
ast í „fæðistorfu“ nái þroska",
en ölj hin, 90% eða meira af
heildinni. deyi úr hungri.
Skýring á „fölskum
hafsbotni“
Haffræðingar glíma nú við
það verkefnj að fá nánari upp-
lýsingar um lifnaðarhætti hjnna
litlu „samfélaga“ lífveranna,
sem eru fæða fiskanna Banse
minntist á, að stormur vestan
Skotlands gætj til dæmis rifið
upp næringuna frá hafsbotni
og með því hrundið af stað lífs
keðjunni, sem nær frá plöntum
til dýra. Nýju svifin gætu þá
borizt inn í Noröursjó og straum
ar sundrað hópnum í smærri
torfur. Þetta sé þó aðeins tii-
gáta hans.
Dr. Wiliiam Clarke hefur unn
ið við rannsóknir á nokkuð „dul
arfullu" fyrirbæri \ þessu sam
bandi. sem hefur valdið bæði
haífræðingum og sjómönnum
heilabrotum, alla daga síðan
bergmálsdýptartækj komu til
sögunnar,
Bergmálsdýptartæki komu
fram upp úr 1920 og leystu
lóðamælingar af hólmi Með því
er sent hljóömerki til botns og
mældur tíminn, sem það tekur
aö bergmála frá botninum og
berast til skipsins. Þar sem
hraði hljóðs í sjó er.þekktur, er
þetta mjög örugg mæling á
ldýpi,,Hins vegar hafa mæiingar
menn oft rekizt á „falskan hafs
botn“ eða „gervisker" við þess
konar mælingar. Eitthvað í sjón
um hefur hindrað að merkið
bærist alla leið til botns. Þaö
liefur endurkastast eins og þoka
varpar Ijósgeisla til baka.
Fór fimmtíu ferðir í
„kúlu“ niður á botn
Þess konar „sjávarlög“ hafa
fundizt á dýpi milJj 100 og 700
metrar að degi til, en á nótt-
inni færist „lagð“ upp á við í
sjónum. Þetta hefur verið mjög
trufandi við kortlagningu hafs-
botns eða leit að kafbátum með
hijóðmælingum. Engum tókst aö
sjá þetta eða ná þvl upp, segir
’i fréttum Sameinuðu þjóðanna.
Menn héldu að þama væri um
að ræða smáar lífverur. sem
flyttu sig niður á daginn til
að forðast óvin og kæmu upp
á nóttunni tii að taka sér fæðu.
Tilraunir til að veiða þessar líf
verur í net mistókust, og til-
raun þeirra var ieyndardómur,
þar tii ný tæknj la>m til sög-
unnar.
Þessi tækni er ekki sízt þær
„kafkúlur", sem nú er unnt að
sökkva niður f sjó með manni
innanborðs. sem getur þar fram
kvæmit rannsóknir, sem áöur
voru ókleifar. Fyrrnefndur Wilii
am Clarke hefur farið um fimm
tíu slfkar ferðir niður 'i haf-
djúpin og atbugað þetta dular-
fulla „sjávarlag".
Lífið eins og „mósaik“
Hann og samstarfsmenn hans
hafa komizt aö því, að þarna
er ekki um nein „lög“ að ræöa.
Þaö, sem truflað hefur dýptar-
mælingar og kafbátaleit, eru áð
urnefndar „pjötlur" eða torfur
dýra. sem halda sig saman i
þyrpingu með stórum bilwn á
milli. Clarke sagði á fundinum
i Tókíó, að þetta væri eins og
tiglamynd, „mósaik“. sem
marga ttglana vantaði inn á
milli. Eöa frekar sem rúsínu-
kaka en lagkaka. Clarke telur
einnig, að þarna sé um að ræða
þrjú mismunandj þrep „tigla".
Lífverurnar greinist í þrjú þrep
eftir eöli sfnu, til dæmis séu
smáverur efst og stærri neðar.
Hann skoðaðj þetta. Clarke not-
aði bergmálstæki, sem mælir
lárétt, og gat með því fundiö
torfurnar og síöan nálgazt þær.
Hann segir frá lifverunum, sem
hann sá „hangandi f vatninu,
haldandi sér uppj með öndun.
Þær forðuðust kafkúlima meö
þv'f að víkja sér nokkra metra
undan og þar héngu þær hreyf-
ingarlausar á ný,“ segir hann.
Meta birtuna og eigin
lýsingu til að forðast
óvini
Líffræðingar höfðu velt því
fyrir sér, hvers vegna „Iögin“
væru „á ferðalagi", úr því að
þau flyttu sig ekkj kerfisbundið
til eftir breytingu ijóss í sjón-
um. Hin þrjú þrep smáveranna
gefa I rauninni sjálf frá sér
ljós Clarke segir: „Takið eftir
ránfiskum hafsins. Þeir ráðast
á bráð sína neöan frá og horfa
upp á við. Þeir reyna að kom
ast undir bráðina, svo að skuggi
hennar leiðbeini þeim, þegar
dagsbirtan skfn á hana ofan frá.
Þetta er eins og standa f námu
og horfa á mann. sem stendur
í opinu. Ef skuggi hans lýsist
bjart, hverfur hann. „Svo aö
hvað er þessum dýrum eölilegra
en að halda sig á eigin ljós-
þrepi, þar sem skuggi þeirra
hverfur (þar sem ljósmagnið er
hæfilegt til þess.) Ef þeir fara
of hátt upp, þá sjá ræningjarn-
ir þá f dagsbirtunni. Ef þeir
eru of neðarlega. þá kemur ljós
ið, sem þau gefa frá sér sjálf,
upp um þau í myrkrinu".
Clarke tók einnig eftir því,
að dýrin á neðsta þrepinu gefa
frá sér ljós í tilviljunarkenndu
„blikki“. Hann telur ástæðuna
til þessarar hegðunar vera að
þau séu að rugla ránfiskana i
ríminu og geti samtímis fylgzt
hvert með öðru.
í köfunarferðum skammt frá
borginni San Diego fann Clarke
að sumar ,.pjötlurnar“ voru að-
eins um 60 metra þykkar á
neðsta þrepinu, en þó nógu þétt
ar til að vej væri virðj að veiða
þær, eins og Japanar eru þegar
að gera að nokkru leyti.
„Ef ég ætlaði að veiöa eitt-
hvert þrepið mundi ég setjp
ijósmæli á vörpuna, og ég er
viss um, að mér tækist vel,"
segir Clarke.