Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 10. ágúst 1971, RYÐ 'KASKO* HVAÐ ER RYÐKASKO? RYÐKASKO er ryðvarnartrygging, sem þér getið fengið á bifreið yðar q hliðstæðan hótt og unnt er að KASKO-tryggja bifreiðina gegn skemmdum vegna umferðaróhappa. RYÐKASKO aðferðin er fólgin ( því að ryðverja nýja bifreið vandlega fyrir afhendingu. Bifreiðin skal síðan koma órlega til eftirlits og endur- ryðvarnar á meðan ryðvamaróbyrgðin gildir. Eyðileggist hlutar bifreiðarinnar vegna ófull- nægjandi ryðvarnar, fær bileigandi bætur. HVERS VEGNA RYÐKASKO? Reynzlan sýnir að órlegt tjón íslenzkra bíleig- enda, vegna ryðskemmda er geysilegt. Er minni óstæða til að tryggja sig gegn ryðskemmdum en skemmdum vegna umferðaróhappa? Er ekki dnægjulegra að aka bifreið óskemmdri af ryði? Borgar sig ekki betur að eiga gamla bílinn ó- ryðgaðan við endursölu?______________ HVER BÝÐUR RYÐKASKO? SKODA býður RYÐKASKO á allar nýjar SKODA bifreiðir. Við getum það vegna þess að við þekkjum aðferðina og við þekkjum bílana okkar. Okkur er ónægja að geta selt yður varan- legri bíla en nokkru sinni fyrr. GETUM AFGREITT BÍLA NÚ ÞEGAR MEÐ 5 ÁRA RYÐKASKO TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SiMI 42606 KÓPAVOGI í-ySmurbrauðstofan I BJaRIMIIMINI Njálsgata 49 Sími 15105 AUGMéahriU eg hvili með gleraugum frá IWIIr Austurstræti 20. Sími 14566, * i Loffum 1 þeim að lifa MUNED COMBI-POTTURINN veröur sýndur tvisvar sinnum í dag kl. 15 og kl. 21 að Hótel Esju. I COMBI-POTTINUM er hægt að laga 6 rétti á að- eins 15 mínútum. Komið í dag, aðeins 3 dagar eru eftír. % Morgunútvarpi hælt „Ég vitna f Wsi 23. júlí s. 1. sem Sig. vistm. á Hrafnistu skrifar, en hann og fleiri þar eru mjög ánægð með morgun- útvarpið og það er ég sannar- lega líka þótt yngri sé. Já kærar þakkir fyrir morgn- ana s. 1. 3—4 vikur, hann stóð sig vel hann Jón Gunnlaugsson, alltaf jafn hress á morgnana og alveg sérlega vel valin lög hjá honum og nú er hann Pétur minn Pétursson kominn aftur, o,g ekki er hann síðri blessað- ur, vona bara að þeir verði báðir áfram til skiptis og haldi áfram að spi'a fyrir okkur fjör- ug — gömul og góð lög, við fáum nóg af ööru á öðrum tím um. Sem sagt kærar þakkir Jón Gunnlaugsson og Pétur Péturs- son. Ein mjög ánægð Rósamál tjamarinnar Svo birtum við hér dulítinn kveðskap, sem barst hingað áð- ur en fegrunarvika gekk í garð. Ekki vitum við hins vegar hvort kvæðið er ort undir inspírasjón frá slagorðum fegrunarvikunnar en svo gæti raunar vel veriö: Borgin fögur, blóm og runnar, bjartir dagar geislaskraut. Við hæsta unað hamingjunnar hinnar dýpstu sælu naut. Einhvers staðar dropar detta. Draumlynd augu konu og manns bíða, meöan b’öðin spretta V blómagarði Hljómskálans. Rósamáli talar tjömin, tónaregn og Ijóðagerð, svanahjón og svanabömin, sumaróð og þakkargerð. Listin háa hljómar, stígur hörpu frá með dýrðarklið. Ot í bláinn andinn flýgur, unað þráir, hvf.d og frið. Hjalti Friðgeirsson Eskihlíð 12. % „Hrein borg, fögur borg.“ „Þegar ég var í höfuðborginni nýlega, bar þessi orð mér fyrir augu. Nú á að hefja fegrunar- viku, og er það vel. Þá verður sjálfsagt tekið til I kringum kvöldsöluna á homi Túngötu og Bræðraborgarstígs. Ef tij vill er þetta horn svo fjarri þeim göt- um 'seth erlendir gestir fara helzt, að þeir hafj ekki myndað hann eða kvikmyndað blaðadans sunnanstormsins á bletti á Bræðraborgarstígnum nær Vest urgötunni. Fyrir erlendum mönnum er dásamað tárhreina loftið á ís- landi. Hvað skyldu þeir hugsa um mengun andrúmsloftsins 1' höfuðborg íslands, ef þeir fengju þennan svonefnda „skamaþef" í nasirnar? Lækni einum fómst svo orð f áheym minni, að hanna eetti notkun hans, innan borgar býst ég við. 111 þykir mér „Krossaneslyktin", þegar © Voru ekki beðnij’ um þyrluna Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhe'gisgæzlunnar hafði sam band viö þáttinn vegna fyrir- spurnar um það hvers vegna þyrlan var ekki send eftir slas aða útlendingnum uppi í óbyggð ir, í stað þess að feröast meö hann landleiðina eins og gert var. Pétur kvað-t sjálfur jafn hjssa og sá sem spurði. „Við vorum ekki beðnir um þyrluna, en hún er ævinlega tii reiðu, nótt sem nýtan dag“, sagði hann. Þá má bæta því við að oft er eins og samkeppnj sé um björgunaraðgeröir, þannig aö slysavarnadeildir virðast leggja allt kapp á að fá heiðurinn af björgun. En þar er e. t. v. spurn ing hvort kapp sé ekki betra með forsjá. Var t. d. ekki hyggi legt að notfæra sér þyrluna í þessu tilfelli? Líklega munu flest ir komast að raun um að svo hefði verið. hún leggst yfir Akureýri. En hún stendur sjaldan nema stutt. Hinn óþverrinn daunar dag sem nótt. Þegar ég var að hugsa um fegrun Reykjavíkur, Akureyrar og annarra bæja má bæta við — tóku gömul orð að leita á huga minn. yáfalaust munu þau óvelkomin ýmsum mönn- u, en þau eru svona: „Þér Farísear hreinsið nú bikarinn og fatið að utan, en hið innra hjá yður er fu'lt af ráni og illsku." Það er sitt hvað að mannfólkinu sjálfu, þótt það dvelji í dýrum húsum, fyllt- um fögrum húsgögnum og öðru skrauti. Ekki batnar svo ástand ið. eftir því sem „Helga“ ritaöi Vísi og hann birti 6. þ. m. Er ekki hægt að sýna V sjónvarpi eitthvað hreinna og göfugra en „útlifaða gleðikonu" — reykj- andi og ragnandi dækju? Mér hefir ski'izt, aö útvarpi og sjónvarpi sé ætlað það hlut verk aö manna fólk, en ekki afmanna, mennta menn og bæta. Hvers vegna er þess þá ekki gætt af þeim. sem annast eiga sjónvarpið. sem er stórum áhrifa meira en útvarpið, að þar sjá- ist ekki ógeðslegar sorpmyndir? En sorpmynd skal það kallaö, sem sýnir fólk í sorpinu, rek öld á ruslafjörum mannhaLIns. í „Sjónvarpstíðindum" nokkr um vestan hafs kom fyrir nokkru afarhörð árás á sjón varpið eins og' það gerist í Bandaríkjunum Þar var h’ífðar laust bent á. r.3 ’" '<rt á sjónvarpsmyndir slíti fólk úr tengslum við lffið sjálft. For- eldrar og börn Mfa engan tíma til að tala saman, þegar staraö er á sjónvarp 5 eða 6 stundir á dag a'lan ársins hring, ár eft- ir ár. Upp vex svo æskufólk, sem þekkir vel siónvarn?heim- inn en mannh'fið ekki eins og það er. Þess ver>na kemur lífið unga fólkinu á óvart að meira eða minna leyti. Það gefst upp. Það flýr í draumaheim fíkni- lyfja og skaðnautna. Hefir stefnan verið mörkuð, að þannig skul; fara hérlendis? Á að nota sjónvarpið sem g'.æpa kynningartæki?' „Ég lærði það á bíó,“ hefir margur afbrota- unglingur sagt, sem framið hef- ir stuldi eöa afbrot. Sjónvarpið er ,,bíó“ sem nær til lang- flestra landsmanna. „Gætiö að hvaö þér heyrið“, sagði Kristur einu sinni. Heyr ið þá þessi orð heilagrar ritning ar: Svo sem maðurinn sáir, mun hann og uppskera." Reykvíkingar sumir hafa bar- izt eins og ]jón til að varðveita útsýnið fagra upp Skólavöröu- stíginn og aldurhnignar býgging ar sem óneitanlega má kalla menningararf. Viljið þið nú ekki, Reykvíkingar góðir rtsa upp og mótmæla svo að dugi öllum þessum óþverramyndum, sem fólki eru boönar, hvort sem þær eru I prentuðu máli, sýndar á skermi sjónvarpsins eða í kvik- myndahúsum?“ Sæmundur G. Jóhannesson, Vinaminni, Akureyri. Hljótf áð vera litblíndir „Lesandi skrifar 30 jún’i um litina á Islenzku peningaseðlun- um þeir séu allt of líkir og valdi oft miklum erfiðleikum. Ég hef fyrir lö»»gu unngötvað að seðlabankast’órarnir hÞ’óti að vera litb’indir og kunn; heldur ekki vísuna um regnbuv<mn: Gulur. rauður. grænn og blár — Þaö er eina skýringin." GIossi HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.