Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur ItJ. agust hu. í MORGUN UTLÖNDK MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Shirley Chisholm. Svertingja- kona forseti Banda- rikjanna? Svertingjakonan Shirley Chisholm, sem er þingmað ur í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings fyrir kjördæmi í New York, lætur að því liggja að hún kunni að fara I framboð í forsetakosning unum næsta ár. Shirley Chisholm hefur látið mikið til sín taka og staðið framarlega í rétt- indabaráttu svertingja. Liggur við borgarastríði Óttazt, að tugir hafi fallið á r N-lrlandi — ildar í bæjunum Við borð liggur, að alger borgarastyrjöld brjótist út á Norður-írlandi. Að minnsta kosti 14 hafa týnt lífi í hrikalegum óeirðum, sem urðu í gær í Belfast og öðrum bæjum landsins. Lögreglan óttast, að mun fleiri hafi beðið bana. Brian Faulkner forsætisráðherra N-lrlands — Óeirðir mögnuðust við aðgerðir hans. Reykský ytir mið- biki London Mesti eldsvoöi siðan i striðinu Slökkviliðið í London réði loks í tr.„_gim við eldsvoða í vöruskemmu skammt frá Gower Bridge eftir sextán stunda baráttu. Þetta er mesti eldsvoði í borginni eftir heims styrjöldina. Eldurinn kom upp í sjö hæða vöruhúsi seint í gærkvöldi. Hitinn var svo mikill, að kvöildumferðin var minni en venjulega á stóru svæöi í grenndinni. 250 slökkviiiðsmenn börðust við eldinn og höfðu 80 bíla og 8 slökkvi liðsmanna hafa hlotið alvarleg meiðsli og sár við starfiö. í húsinu var geymd tjara og fatn aður meðal annars.. Eldsbjarmann mátti greina í margra kílómetra fjarlægð, og risareykský var yfir miðbiki London. Átökin í gær milli brezka hersins og lögreglu og félaga í hinum bannaða „írska lýðveldisher“, sem eru samtök kaþólskra öfga manna, eru einhver þau hörðustu, sem nokkru sinna hafa orðið, síðan Norður-írland fékk heima- stjórn fyrir 50 árum. Óeirðir höfðu staðið f nokkra daga, en um þverbak keyrði, þeg- ar Brian Faulkner forsætisráðherra N-frlands tifkynnti síðdegis í gær, að neyðarráðstafanir hefðu verið gerðar. Nú mætti handtaka fólk, sem grunað væri um að vera fé- lagar í lýðveldishernum, IRA, og halda þvf í fangelsi um óákveðinn tíma, án þess að dómur væri felld- ur í málinu. f írska lýðveldinu á suðurhluta eyjarinnar grænu bjuggu menn sig undir að taka á móti ttóttarnönnum frá Norður-írlandi. Kaþólsk trú er ríkjandi í írska lýðveldinu, en eins og kunnugt er stendur baráttan á Norður-írlandi milli kaþólskra manna og mótmælendatrúar. Snemma í morgun var ekki bar- izt í kaþólsku hverfunum Falls Road og Anderson f Belfast, en mikil „spenna var í loftinu“. í bæjarhlutanum Ardoyne, þar sem hverfi kaþólskra manna er eins og „eyja" innan um hverfi mótmæl- endatrúarmanna, geisuðu eldar í morgun. Slökkviliðið revnd: efeki að siökkva eldana og bar við ótta við árásir. Líklega hefur verið kveikt í ein- um 300 húsum í þessum átökum. Mótmælendur flýðu úr brennandi húsum í Beffast, og leyniskyttur si;utu af þökum. Bein árás var gerð á stöð her- manna í kaþólska hverfinu í Bel- fast. Hundruö kúlna hæfðu bæki- stöðina, sem var skýlt með sand- pokum. Sagt var, að tveir hefðu falliö þar. Ian Paisley aðalforingi öfgasinnaðra mótmælendatrúarmanna. Heimili hans brann í óeirðunum í gær. Jack Lynch forsætisráðherra Irska lýðveldisins — Býður flóttamönnum skjól. Hvernig á að mjólka ísbjörn? Hættulegt magn af DDT i hvölum og selum Þrjár sprengjur sprungu i Stokkhóhni Hermdarverkamenn að verki , Þrjár sprengjur hermd arverkamanna sprungu í gærkvöldi í útborg Stokk- hólms, Nacka, og fólksbif- reið, sem stóð utan lög- reglustöðvarinnar, sprakk í loft upp. Ekki færri en fimmtíu rúður brotnuðu í lögreglustöðinni. Fólk sak- aði ekki Fyrsta sptengjan, sem sprakk, hafði verið tengd við umferðarljósa staura 150 metrum frá lö.greglu- stöðinni. Önnur sprengjan var mun öflugri. Hermdarverkamennim ir höfðu í það sinn fest leiðslur sprengjunnar við fólksbifreið, sem lögregluþjónn átti. „Húsið hristist svo að við dutt- um úr stólunum," sögðu þeir, sem voru í lögreglustöðinni þegar sprengjan sprakk. Þriðja sprengingin varð síðan í íbúðarhverfi f um fimm kflóm'etra fjarlægð frá stöðinni, en þar varð ekki tjón aðeins mvnduðust holur í jörðina. , Lögreglan hefur lokað svæðinu, þar sem sprengingarnar urðu, þar hafa fundizt leiðslur og leifar sprengjanna. Sjónarvottar segja frá tveimur fólksbflum, sem þeir sáu f grennd við lögreglustöðina. Ekki var upplýst, .hverjir hefðu staöið að þessum verknaði. Ef þú ætlar að mjólka ísbjörn þá ginnir þú hann fyrst í snöru með kjötagni, sem ekki gerir bjössa neitt mein. Þegar hann er fastur í snörunni, skýtur þú ör með deyfiefni í hann. Á 10—15 mínútum verður björninn mein- laus og þú getur mjólkað hann. Dr. Bruce Baker kanadískur sérfræðingur f efnasamsetningu mjólkur, hefur veriö að þessu. Hann hefur mjólkað illvíga birni, seli, fjallageitur, heimskautaúlfa, hvali og margs konar önnur dýr merkurinnar. Dr. Baker byrjaði þessar athuganir árið 1962, bæði til að athuga gæði mjólkurinnar, fitu og efni, auk þess að kom- ast að þvf, hver væri geisla- virkni hennar, og hve mikiö magn væri í mjólkinni af slcor- dýraeitri og „mengun". Hann rannsakaði í þessu sambandi mjólk villtra dýra í norðurhéruð um Kanada. Vísindatimaritið Science Dim- ension, tímarit kanadískra rann- sóknarráðsins, hefur greint frá rannsóknunum. Dr. Baker, sem er prófesor í landbúnaðarfræð- um við McGill-háskólann í Montreal, hefur rannsakaö mjóTk f 35 ár. Hann segir að athuganir sínar síðustu nfu árin bendi til þess, að geislavirkni, magn af strontium-90 og Cesium 137 hafi minnkað að undan- förnu. Magniö sé töluvert neðan þess, sem það má vera án hættu. Þettá mun vera ein afleiðing færri kjarnorkutilrauna síðustu ár. Hins vegar er magn skordýra eiturs, svo sem DDT, sem fannst í jnjólk hvala og sela meira en það sem talið er hættulaust. Það var 1,6 hlutar af milljón en talið er að það verði hættulegt þegar það fer umfram 1,0 hluta af mil'ljpn. Dr, Baker kvartar yfir því, að erfitt .sé að mjólka selina. Að vfsu sé auðvelt að eiga við þá, því að þeir verði venjulega máttlausir, strax og þeir eru gripnir í net. En þyjtkt lag af fitu verndi mjóTkurkirtlana og selirnir hafa ekki spena.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.