Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 10.08.1971, Blaðsíða 7
I ) . Þriðjudagur fð. ágúst 1971. Flotbryggjan í hættu Plotbryggjan góöa í Viðey, sem ‘hefur auðveldað þúsundum ferðalanga að stíga á iand í eynni undanfarin tvö sumur, hafði nær liðazt i sundúr í stór- streyminu í fyrradag, en undir kvöid var hæð flóðsins orðiö 4.23 metrar og ylgja talsverð. Gott veður var allan daginn í fyrradag en þegar straumurinn fóir aö hafa veruleg áhrif um 3d. 18, munaði minnstu að illa feeri. Hafsteinn Sveinsson og hans menn gátu þó komið í veg fyrir að illa færi og um kvöldið ætluðu þeir að vinna að því að treysba bryggjuna og lagfæra skemmdir á henni. Myndin sýn- ir, þegar farþegum var hjáipað í land, en venjulega er þetta ákaflega auðveld ganga fyrir hvem sem er. Eldur í báti Það varð uppi fótur og fit þegar eldur kom upp í vélbátn- um Sigurbjöirgu á Akureyri í síð ustu viku. Upptök eldsins eru ekki fyliiiega kunn. Skemmdir urðu litlar sem engar af eldi, en mikinn reyk lagði upp úr vistar- verum bátsins og urðu talsverð- ar skemmdir af þeim sökum. Þetta var i þann mund er menn voru aö koma til vinnu. Tókst ftjótlega að kæfa eldinn. * Rafskinnu-höfundurinn hðt málverkasýningu Um árabil skemmtu Reyk- vikingar sér við að skoða raf- magnsauglýsingabókina Raf- skinnu í sýningarglugga, sem var þar sem Hressingarskálinn er nú. Bókin fletti sér sjálf og í henn-i var að finna spaugi- legar augiýsingamjmdir. Það var ekki mörgum kunnugt hver höfundurinn var. Það var Jón Kristinsson, bóndi i Lambey í Pljótshlíð. Hélt Jón nýlega málverkasýningu á Hvolsvelli, sýndi 40 vatnslitamyndir, olíu- málverk og tússmyndir. Flestar myndanna seldust. Er greinileget að Jón á stóran aðdáendahóp ekki síöur en meðan Rafskinna hans var og hét. Steypustöð á Selfossi Fyrir nokkru hóf starfsemi sína á Selfossi nýtt fyrirtæki, Steypustöð Selfoss hf._ en siikt fyrirtæki hefur ekki starfað fyrr á Suöurlandi. Var stöðin keypt frá Steypustöðinni hf. í Reykjavík. Eins og gefur aö skilja eru vegaiengdir miklar á svæöinu og munu fieiri bílar væntanlegir til að ráða bót á? sendingavandamálinu. 1 100 flugtök og lendingar á dag Reykjavíkurflugvöliur, — mið' bæjarflugvöllurinn okkar, er \ sennilega ekki dauður úr öllumj æðum. Það sem af er þessu ári < hefur mikil aukning átt sér stað' þar. Fyrstu 6 mánuöi ársins voruj flugtök og iendingár þar 18i þúsund í stað 13 þúsunda árið/ á undan, — aukningin nær 40%] og flugtökin um 100 á dag aðj meðaltali. í. svokallað hústjald. — Þar varó hún bráðkvödd uni nóttinæ Lögreglan setti vörð við tjaldió og öll verksummérki munu hafS' verið gaumgæfilega athuguð, en samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar mun ekkert hafa ver- ið annarlegt við dauða konunn- ar. En þetta dauðsfall sló marga sem voru að skemmta sér þama óhug eins og vonlegt var. Lézt á þjóðhátíðinni. Fertug kona andaðist i tjaldi inni í Herjólfsdal á laugardag- inn meðan þjóðhátíð stóð. Kon- an var búsett í Vestmannaeyj- um og hafði flutt inn í dal eins og tíökast með fjölskyldu sinni ! tilefni fegrunorviku I Gangið í góða veðrinu, en gangið vel um náttúruna, hlífið gróðrinum Iöjuleysið er ein af höfuðsyndum kjmslóðanna. Sitjum ekki iðjulaus, snyrtum í kringum okkur. Velsnyrtur garður er augnayndi. Snyrtimennska er dyggð. Útlit og umliverfi húss lýsir íbúunum. Bezta aðferðin til að bæta fólk er að gefa því gott for- dæmi. Gefum öðrum gott fordæmi og göngum vel um borgina okkar. Engi og skógur, blómgarðar og grasbrekkur eru hinar beztu lyfjabúðir, — aðeins ef við hefðum sjálf vit á að verða lyfsalarnir. Sú borg, sem ávallt er hrein og fögur, er yndi og sómi borgaranna. Óhrein borg minnir á blóm án ilms. Hópferðir Margar stærðir hópferðabila! alltaf til ’.eigu. BSÍ Umferðarmiöstöðinni. Sími 22300 HELLU OFNINN ÁVALLT I SÉRFLOKKl HF. OFNASMHMAN Einholti 10. — Simi 21220. LaugardaSsvöílur (t^) /. DEILD Járniðnaðarmenn VALUR - Í.B.V. Vlljum rába rafsubumenn, logsuðumenn, leika í kvöld kl. 20.30. plötusmiói og aðstobarmenn i járniðnabi. Nú er hver leikur úrslitaleikur. Stólsmiðjon h.f. VALUR Simi 24406. ■ —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.