Vísir - 18.08.1971, Síða 2

Vísir - 18.08.1971, Síða 2
Hún vill verða lögreglu- þjónn Það væri ekki amalegt að látá hana þessa taka sig fastan, en hún virðist hafa einkar mikinn á- huga þeim starfa. Lögregluþjónn viH hún verða, hvaö sem tautar og raular. Hún er ekki nema sextán ára gömul. svo aö hún fær ekki strax inngöngu I ’.ögregluna. Hún er dönsk og heitir Metta Johansen. Eins og stendur vinnur hún í bak aríi, en finnst sem sagt lífið þar lftið spennandi og vitl komast í lögregluna. TÖLYA í LANG- STÖKKI Síöustu fjögur ár hefur „Lik- amsræktarstofnun Tækniháskól- ans í Vestur-Berlín“ fengizt við spumingar í sambandi við æfing ar handa þróttamönnum og að-, ferðir handa þeim til að ná betri árangri. Al's konar upplýsingum er safnað saman, og sfðan vinnur tölvan úr þessum upplýsingum og segir til um bezta æfingakerfið, eða beztu aðferðir til aö ná langt. Ein fyrsta íþróttakenningin, sem tölvan setti fram var um langstökk, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. sem á að sýna, á hvern hátt langstökkvarar geti stokkið lengst. Efri hluti myndarinnar sýnir stökkið „hægt“ í „slowmotion") og neðri myndin sýnir það „hratt“. Fæðingarstaður Maós formanns Hér byrjaði það a’.lt saman. — í þessum litla dal, 1 bóndabýli, sem byggt var úr leir og strái. Hér fæddist Maó Tse-tung fyrir 77 árum. Dalurinn og þorpið eru helgir staðir í augum Kínverja, og dag- lega koma þangað 3000 til 4000 manns. Þegar menningarby'.tingin stóð yfir komu um 70 þúsund Rauðir varðliöar þangað á dag. Þessi staður heitir Shaoshan í Hunan-héraði. Shaoshan er Kln- verjum eins konar samsetning úr Betlehem og Nazaret. — Hingað koma þeir til að fá að heyra um æsku og uppvaxtarár mann^ins, sem þeir kalla „frelsara hinnar kínversku þjóðar". Leiðsögumenn sýna ferðalang- inum rúmið, þar sem Maó fædd ist 26 desember 1893. Þeir segja frá því, að Maó hafi verið dug- lemir að aðct-oða móður sína við húsverkin, hann sótti vatn og hjó i eldinn. Á táningsárunum vann hann á ökrunum á daginn eg vaktj síðan ’.angt fram á nótt við lestur í bók. Þegar rigndi kom hann hinum fátækari til hjálpar við aö bjarga uppskerunni. Fæðingarstaður Maós var stór býli. Þegar kommúnistaleiðtoginn sagði Edgar Snow ævisögu sína árið 1936, sagði hann. að faðir sinn hefði haft tekjur af því að flytja og selja kom. Leiðsögu- mennirnir í Shaoshan minnast ekki á það við þá ferðamenn, sem koma til staðarins. Þeir em næsta rámálir um ævi og starf Maós eldra. Húsið, sem hefur verið gert upp, stendur undir skógarási. — Skó'.inn, sem Maó gekk í hefur líka verið endurbyggður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.