Vísir - 18.08.1971, Page 13
VISIR. Miðvikudagur 18. ágúst 1971.
't » »
I 7 # | / ,' j ) /
13
„Fyrsta árið var
lenerst að líða“
— Vísir talar v/ð Huldu Hermóðsdóttur og
Kristján Hjálmarsson, sem kveðja senn Hvera-
vgIIí eftir fimm ára starf
JVTú bíöum við eftir því að
1 fara í bæinn og vinna okk
»r okkar átta tíma á dag, en
það er alveg ábyggilegt, að okk
ur á eftir að langa oft hingað
upp eftir.“ Þetta segja hjónin 1
Hulda Hermóðsdóttir og Krist
ján Hjálmarsson, sem kveðja
senn Hveravelli eftir að hafa
starfað þar við ve'ðurathugnir í
fimm ár.
Um mánaðamótin taka önnur
hjón við veðurathugunum á
Hveravöllum.
Stíf vinna, þegar
bensínið bættist á
Það er eri'.samt starf veður
athugunarflóksins á Hveravöll
um. „Veðrið er tekið“ á þriggja
stunda fresti allan sólahringinn.
Þess utan eru ýmsar aðrar mæl
ingar t. d. á jarðvegi, grasi,
sólskini. Vélgæzla fylgir einnig,
en dísilvélin sem sér ýmsum
tækjum fyrir rafmagni þarf stöð
ugt að vera í gangi, síðan er
vinna við sfritamælingar og úr-
vinnsla þeirra. Nú er einnig bens
instöð hjá húsinu, „það er mjög
stíf vinna, þegar bensínið bæt-
ist á yfir sumarið,“ en oft hafa
hjónin vaknað um miðja nótt
við bílflaut, sem merkir það að
bensín vanti á einhvern bíl-
inn.
Útvarpstruflanir í tvo
mánuði
Vísir tók þau hjón tali á
Hveravöllum. Þá var þar margt
um manninn. Á hæð nokkru
ofan við sæluhús ferðafélagsins
er bústaður veðurathugunarfólks
ins, nýtízkulegt einnar hæðar
hús. Upp úr bví teygist sjón-
varpsloftnet. Það var þVi sfzt
að merkja, að maður væri stadd
ur inni í miðjum óbyggðum.
Þegar inn í húsið er komið er
þar rúmgóð stofa, svefnher-
bergi, gestaherbergi, eldhús með
öllum heimilistækjum, baðið
flfsalagt. og það þarf varla að
taka þaö fram að heitt vatn
jafnt sem kalt rennur þar úr
krönunum. En svo eru aðrir hlut
ir, sem benda til þess að eftir
alit saman sé maður staddur á
óvenjulegu heimili.
Talstöð er í einu herbergj-
anna, og eitt herbergi er fullt
af alls konar mælitækjum. Það
er vinnuherbergi þeirra hjóna.
Sjónvarpið f stofunni veitir þeim
takmarkaða skemmtun þar sem
alltaf snjóar á skerminum og
það heyrist misvel í útvarpkm.
Truflanir voru það eina, sem
fékkst úr því í tvo mánuði einn
veturinn.
140 lítrar af hraðfrystri
mjólk
Búskapurinn á Hveravöhum
er á annan veg en gengur og
gerist í höfuðborginni. Heimilið
þaif tvær frystikistur. Eftir að
sú seinni kom var hægt að
geyma í henni þá 140 lítra af
hraðfrystri mjólk. sem er árs
forðinn af þessum drykk og
hefur komið á haustin ásamt
öðrum vistum undanfarin tvö
ár. Búr eru tvö og veitir ekki
af, þegar þarf að hýsa sjö kjöt-
skrokka m. a. Þetta eru ekki
búr í venjulegum skilningi því
annað er stórt herbergi og
fyllast bæði á haustin. „Við
köllum þetta kaupfélagið okk-
ar“, segir Hulda um stærra búr
ið, sem lfkist einna helzt lítiíli
vérzliin með? dósayörum og
pakkavörum í röðum í hillum.
Þegar fjárverðir fara
kemur tómahljóð í
Hveravelli
Þrátt fyrir veðurblíðu úti fyr
ir og mannmergð verður þáð
þvf einangrunin á veturna, sem
verður ofarlega í huga.
„Það fer að draga úr umferð
hér eftir miðjan ágúst, og þegar
fjárverðimir þeir Eysteinn og
Óskar fara þann 15. septem-
ber þá fer að verða tómahljóð
í Hveravöllum", segja hjón-
in. „Við höfum aldrei
liðið fyrir einangranina, en
auðvitað er hún ekki skemmti-
leg, og mann langar til þess
að hitta fólkið sitt. En það er
nákvæmlega það sama með okk
Ur og sjómennina við Grænland,
að fyrsta árið var lengst að
líða héma, en svo fóru þau
einhvernveginn að styttast."
Orðið að vaka til þess að
okkur fennti ekki inni
— En vetrarveðrin hljóta að
vera ógurleg?
„Við höfum aldrei verið
hrædd, en víst hafa stundum
verið voðaleg veður. Og við höf-
um oft orðið að vaka og moka
frá gluggum og gæta þess, að
okkur fennti ekki inni. Þú sérð,
að hurðin er tvfhólfa. Marga
daga höfum við orðið að nota
efri hlutann á henni, sem út-
gönguleið. Okkur hefur verið
sagt, að við þyrftum ekki að
fara út og taka veðrið, þegar
veðurhamar er mikfll. en við
þœlfúm hvort eð er að fara út
og gæta aö mótomum og að
ekkf kcwnizt bleyta að rofun
am. Stwndum hefur það verið
svo, að það var ekki meira en
að maður réðj við sig í verstu
veðranom en við notum snjó
iim sem viðspyrrru. Fyrst fórum
við út með Iínu en svo venst
maður þessu og hættir því“
Sumardagurinn fyrsti
eftirminnilegur
Vetrarveðrin em kannski ekki
það versta, sem hent getur í
öbyggðum. Það er langt tii lækn
is á Hveravöllum,' þegar óvænt
og skyndileg veikindi ber að
höndum, eins og mætt hafa á
hjónunum f ár.
í apríl fékk Kristján blæðandi
magasár, og það liðu fjórir dag
ar áður en hann komst undir
’.æknishendur. „Daginn eftir að
það gerist kemur þetta brjálaða.
veður. Sumardagurinn fyrsti er
eftirminnilegasti dagurinn héma
hjá mér,“ segir hulda, „það var
eitt af verstu veðrunum, sem
þá gerði.“
Síöar, 1. júlí, springur botn-
langinn í Huldu. „Ég veit ekki
hvað hefði gerzt hefði vindhrað
inn verið meiri en þessir tólf
hnútar, ef hann hefði t. d. ver
ið 18 hnútar eða rneira," segir
Kristján. „Þá var rétt hægt að
lenda á annarri neyðarflugbraut
inni en hin var óvöltuð 0g er
enn. Veikindi mín koma í veg
fyrir. að við verðum hérna á-
fram eins og við höfðum hugs
að okkur, en við erum alls ekki
að flýja staðinn."
Við eigum marga vini
og kunningja héðan
— En svo eru það ljósu blett
irnif við dvölina á Hveravöll-
um?
„Þeir em miklu fleiri en hin-
ir“ segja hjónin „Við höfum
kynnzt hér fjöldanum öllum af
hugsunarsömu og hlýlegu fólki.
Við eigum marga vini og kunn-
ingja héðan Það era þeir, sem
koma hingað oftast fjárverðim
ir, gangnamenn að norðan og
sunnan og menn frá Blönduósi
og Selfossi. sem hafa einnig
komið á vetuma, og þær ferðir
þykir okkur óskaplega vænt um.
Okkur hefur einnig líkað ákaf-
lega ve! við okkar yfirmenn
og viljum við sérstaklega þakka
dan
d
Hulda að skrifa niður hitann á Hveravöllum sl. laugardag.
Ljósm S.B.
Flosa Hrafni Sigurðssyni deild
arstjóra. Það mætti leita víða
eftir jaíngóðu samkomulagi á
millj starfsfólks á opinberri
stofnun eins og er á Veðurstof
unni.“
Þeim Kristjáni og Huldu er
Laus staða
Staða skrifstofustjóra viðskiptaskrffstCKfu
Rafmagnsveitu Reykjavíkur er laus til um-
sóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum Reykja-
víkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 28. ágúst.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Notuð húsgögn og
skrifstofubúnaður
til sýnis og sölu á 3. og 4. hæð Hverfisgötu
8—10 í Reykjavík (Skattstofa Reykjavíkur)
miðvikudag og fimmtudag 18.—19. ágúst M.
14.00 til 18.00 báða dagana. Selt verður: Skrif
borð, fundarborð, stólar (borðstofu ofl.), hill-
ur, skápar, sófar og fleiri húsgögn, ekmig
tveggja hurða peningaskápur.
Ennfremur er til sölu á afgreiðslu vorri Borg-
artúni 7, stór uppþvottavél, skjalaskápar
„Skrifpúlt“ 2 stk ný, dæla með rafmótor, Ijós-
prentunarvél, fjölritari, bókhaldsvélar og
ritvélar.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BÐRGARTÚNI 7 SÍMI 26844
einnig sólríkur malmán. minn-
isstæður og það voru mikrl við-
brigði fyrir Kristján þegar hann
var fluttur frá alhvítum Hvera
völlum í apríl f þyrlunni og
sá auða jörð við Gullfbss.
—SB