Vísir - 23.08.1971, Blaðsíða 8
8
VISI R. Manudagur 23. ágúst 1971,
VISIR
Otgefandt: Reytejaprenr nt.
Framkvœrndastjón: Sveinn R Eyjóifsson
Rltstjóri ■ Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H- Jóhannessoo
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýslngar; Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660
Ritstjórn: Laugavegl 178, Slmi 11660 f5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiöja Vtsis - Edda M
Póstferðum hraóaö
'yísir skýrði nýlega frá nokkuð ýtarlegri athugun \
blaðsins, sem benti til þess, að póstur vsepi að meðal- (
tali heila viku að berast póstleið, sem ekki ætti að /
geta tekið nema einn dag, — pósturinn væri sjö sinn- /
um lengur á leiðinni en hann þyrfti að vera. /
Póstþjónustan hefur kannað þetta mál og virðist (
hafa fundið bilunina í.kerfi sínu, því að nú er póstur V
yfirleitt ekki nema einn dag og stundum tvo að berast (
þessa leið. Svo virðist sem þessi póstleið hafi verið /
fórnardýr endurskipulagningar á póstkerfinu, sem /
stendur yfir um þessar mundir. Alténd virtust póstyf- )
irvöld sunnan og norðan fjalla hvorki vera sammála \
um, hvaða leið pósturinn færi, né hvaða leið hann (
ætti að fara. En nú hefur þessum mistökum verið í
kippt í lag. (
Vísir skýrði einnig nýlega frá þeirri endurskipulagn- (
ingu á póstflutningum um landið, sem staðið hefur /
yfir að undanförnu og stendur enn yfir. Mál þetta hef- /
ur verið lengi 1 undirbúningi, en er nú smám saman )
að sjá dagsins Ijós. Hin aukna þjónusta kostar tölu- \
vert fé, rúmlega þrjár milljónir króna á ári. En hún er \\
Ifka að gera póstþjónustuna mun betur hæfa til að ({
svara kröfum tímans og nútíma samgangna. íi
Endurskipulagningin felst í því, að sérstakar flug- (
ferðir og póstbílaferðir eru teknar upp í töluverðum /
mæli. Markmiðið er, að allir þéttbýliskjarnar landsins /
fái póst ekki sjaldnar en fimm sinnum í viku og af- ))
skekktustu sveitabæir ekki sjaldnar en tvisvar í viku, \\
ef ekki er um tímabundna samgönguörðugleika að ií
ræða. Þetta er vitanlega stórkostleg endurbót frá því, //
sem verið hef ur. /I
Vísir skýrði 16. ágúst s.l. nokkuð frá hinu nýja /
kerfi í meginatriðum. Geta menn þar séð, til hvers )
þeir geta ætlazt af póstþjónustunni, þegar endur- \
skipulagningunni er lokið, sem raunar er þegar orðið í \
flestum héruðum landsins. Eins og sést af dæminu (
fremst í þessum leiðara, getur það auðvitað komið /
fyrir í þessu kerfi eins og öllum kerfum, að reynslan /
sé ekki í samræmi við kerfið. Er þá um að gera fyrir )
menn að hafa samband við póstþjónustuna, svo aðhún
geti kippt málunum í lag.
Hin nýja endurskipulagning er fyrst og fremst gerð )
fyrir landsbyggðina. Samkvæmt kerfi póstþjónust- \
unnar á póstur hins vegar lengi að hafa verið mjög (
fljótur milli staða á Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- (
inu. Hinu er ekki að leyna, að ýmsir óánægðir hafa /
allt aðra sögu að segja því og raunar fleiru, t.d. að )
hraðpóstur sé látinn liggja yfir nótt. Vísir er nú að \
hefja athugun á því, hvað hæft sé í, að kerfi og raun- \\
veruleiki fari ekki saman á þeim sviðum. ((
Verður stjórnarbylting
gerð í Suðnr-Víetnam?
Margir telja, að bylting
kunni að verða í Suður-
Víetnam innan skamms
Nú hafa báðir keppinaut
ar Thieus forseta borið
kúgun og svik á
Thieu. Annar þessara
andstæðinga Thieus for
seta er enginn annar en
sjálfur varaforseti hans,
Nguyen Cao Ky. — Ky
hafði verið hafnað sem
frambjóðanda í forseta-
kosningum, en nú um
helgina, vegna þrýstings
frá Bandaríkjamönnum,
endurskoðaði hæstirétt-
ur S-Víetnam úrskurð
sinn og nú segir hann, að
Ky megi fara í framboð.
Ky hefur í hótunum
Forsetinn og varaforsetinn
hafa ekki verið á eitt sáttir um
marga hiuti. Ky hefur verið til
muna sjálfstæðari í skoðunum
gagnvart Bandaríkjmönnum,
Hins vegar h afa komið upp
ýmsar sögur um miður æskiiegt
framferði Kys, og hann á það
til að hrella menn að tilefnis-
litlu.
„Enn fylgi ég löglegum að-
féröum i baráttu minni,“ sagði
Ky fyrir skömmu, þegar hann
flutti mál sitt fyrir hæstarétti
og bar þær sakir á Thieu, að
hann hefði kúgað þingmenn og
sveitarstjórnarmenn til að gefa
Ky ekki nauösynlegan fjölda
meðmælenda svo aö hann kæm
ist í framboð í forsetakosning-
unum. Þetta var greinileg ögrun.
Ky gaf í skyn, að til þess kynni
að koma, að hann beitti ekki
lengur löglegum aðferöum.
„Stóri“ Minh grunaður
um að vilja samninga
við kommúnista
Það hefur enn aukið á líkurn-
ar á stjómarbyltingu eða upp-
reisn í Saigon, að „Stóri“
Minh, hershöfðingi og fyrrver
andi forseti afturkallaði framboð
sitt nú fyrir helgina „Stóri"
Minh er fylgissterkur i Suður-
Víetnam, og fjölmarga borgara
hefur alla tíð dreymt, að hann
tæki við og bjargaði landinu út
úr stríðshryllingnum. „Stóri“
Minh var eitt sinn granaður um
tilhneigingu til að reyna samn-
ingaleiðina við kommúnista.
Margir telja, að hann kynni að
geta náð samningum, sem bindi
endi á stríðið, en hvort það er
rétt mat er annað mál.
Fer fyrir Thieu eins og
Dinh Diem?
Þegar talað er um hugsanlega
byltingu í Suður-Víetnam, má
ekki gleyma, að bylting á bylt-
tingu ofan hefur verið reglan
fremur en undantekningin, ef
litið er til undanfarins áratug-
ar. Ngo Dinh Diem forseti var
myrtur árið 1963. Mörgum
„Stóri“ Minh
iiiiiiimn
flSi'iffiH
llHIBBDIiGiii
Umsjón: Haukur Heigason
Ky varaforseti er líklegur til
stórræða
Thieu er sagður hafa fjar-
lægzt raunveruleikann í fíla-
beinstumi sínum — Thieu og
kona hans.
finnst ástandið nú mjög líkt því,
sem það var þá Eins og Diem
þá hefur Thieu forseti fjarlægzt
raunveruleikann í stjórnmálum
Víetnam og orðið háður litlum
hópi ráðunauta, að margra áliti.
Munurinn er hins vegar sá,-
að Thieu hefur stuðning Banda-
ríkjamanna, en Diem ekki. Jafn-
vel hafa margir haldið því fram
og það verið að nokkra leyti
staðfest í „leyniskjölunum"
frægu um Víetnam, að Banda-
ríkjamenn hafi staðið á bak við
byltinguna, sem kostaði Diem
lífið. Afstaða Bandaríkjanna
gæti ráðiö úrslitum í hugsanlegri
atlögu gegn Thieu. Sum blöðu f
Saigon hafa látið að því liggja,
að það sé bandarfski sendiherr-
ann. sem einn viti hver verður
forseti Suður-Víetnam f fram-
tíðinni
Herinn líklega hlið-
hollur Thieu
Ekki er unnt að fullyrða,
hvort til dæmis Ky gæti sigrað
Thieu í borgarstríði eða steypt
honum átakal’itið Flest bendir
ti! þess, að herinn mundi fylgja
Thieu að málum í átökum.
Hitt er annað mál, að bylt-
ingartilraun í Saigon mundi enn
auka á óvissuna í Vietnammál-
inu og verða vatn á myllu skæru
liða. Þótt annað veifið komi til
átaka milli herja Suður-Víet-
nama og Bandaríkjamanna ann-
ars vegar og skæruliða Víetkong
og Noröur-Víetnama hins vegar,
þá hafa úndanfarnir mánuðir
verið þeir bardagaminnstu, frá
því að Víetnamstríðið hófst fyr-
ir alvöru. Þótt deilt sé um,
hvort árangurinn af „víetnami-
seringu" Nixons sé jafn góður
og stjórnarvöld vilja vera láta,
þá hefur her Suöur-Víetnams
vissulega eflzt með þeirri stefnu
að Víetnamar skuli eins og
kostur er þjálfaöir og vopnum
búnir til að taka á sínar herðar
æ stærri hiuta varnanna. Auk
þess hafa bandarísk stjórnvöld
Iagt áherzlu á þann vísi að lýð-
ræði, sem verið hefur í Saigon.
Grunsemdir um, að Thieu hafi
með breytingu kosningalaga 'í
vor og síðan með ofríki og svik-
um hindrað Það, að forsetakosn-
ingarnar bæru svipmót lýðræð-
isins, eru ekki til að styrkja mál
stað bandarískra stjómvalda,
sem gjarnan segjast vera að
vernda lýðræðið í Víetnam gegn
einræði kommúnisma.
Einræð’V
Ein hættan af einhverjum
uppreisnartilraunum er sú, að
þær leiði til einræðis sigurveg-
arans í þeim átökum Hvort sem
Thieu héldi velli eöa einhver
keppinautur hans næöi völdum,
mætti búast við, að harka'ega
vrði gengið fram gegn þeim,
sem yrðu undir. Eftir seinustu
forsetakosningar tókst að varð-
veita frið, með þvi að keppinaut-
arnir Thieu og Ky serðust sam-
eiginlega stjórnendur landsins
og skutu ýmsum deilumálum á
frest, Yfingar hafa þó jafnan,
verið og persónulegar deilur
beirra milli. Thieu þykist! hins
vegar nú geta leyft sér að kné-
setja kenninaut sinn og •
afli til þess. að ekki sé hætta
á, að hann missi völdin.
Þannig horfir nú í Saigon, að
engum skyldi koma á ðvart.
þótt upn ur syði og þar yrðu
mikil tVðindi innan skamtns.